Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 58

Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 58
HVORT HRlFUR MEIRA: BLÁR HIMINN EÐA BLÁ AUGU? Margir himins blíðu bláma dá, bak við þunnu skýjaslæðutjöldin. En meira ylja augu kvenna blá, ef þau drepa tittlinga — á kvöldin. ÁHRIF SJÓNVARPSINS. Ekki er gefið — ekki brynnt — öllum hrundið búmannslögum. Kúnum er því aðeins sinnt að þær beiði á fimmtudögum. LOÐDÝRARÆKTUN. Ungu í sveit ég illa bjó, engið bitið og troðið. Fór því að draga fiska úr sjó, fagurt var á þeim roðið. Margan sþikfeitan drátt ég dró, dýrmætan bita í soðið. Ennþá finnst mér ég elska þó allt, sem er mjúkt og loðið. Á SJÚKRAHÚSI. Það finnst oft glöggt hvað lífsins löngun dvín og Ijósin fölna í vorsins næturhúmi, og hve sjúkum manni myrkvast sýn á meðan annar deyr í næsta rúmi. Þó birtast geislar sérhvern dapran dag og dýrðarljómi brosir gegnum skuggann, á meðan syngur sjúkra óskalag sólskríkjan hans Þorsteins— rétt við gluggann. Kœr kveðja, Egill Jónasson. Kveðja Frá deildunum Berklavörn á Akureyri og Sjálfsvörn, Kristneshæli, í tilefni af komu miðstjórnar S.Í.B.S. og fulltrúa landsfundar á vegum S.Í.B.S., sem haldinn var á Akur- eyri dagana 18., 19. og 20. júní 1971. Kvæð- ið var flutt í kveðjuhófi í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri hinn 19. júní 1971. Nú skal hörpu stilla um stund og strengi láta óma. Vel skal þakka vinafund, er varð til gleði og sóma. Málin voru rakin, rædd og reynt að marka sporin, sem að skulu af þegnum þrædd — og þrótti — næstu vorin. Vorið ei þeim vinum bregst, sem vilja að merkið standi, er leiðir varðar lengst og gleggst — svo lifir félagsandi. Fölskvist glóðin aldrei á arni hugarsjónanna. Vættur góður vernda má vini samtakanna. Vakið til að verpda sjóð, — — virkan auðnugjafa. Megi æ frá geislaglóð gulli á veginn stafa. Farið heil til heimaranns, hlýrra þakka njótið. Tengjum ávallt traustan krans — traust og hylli hljótið. Jórunn Ólasdóttir frd Sörlastöðum. 58 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.