Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 9

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 9
hafa liaft astma, fá oft aðra ofnæmissjúkdóma síðar. Oft er augljóst, að það er ofnæmið, sem er aðalvaldurinn. Hjá mjög stórum hluta sjúkl- inga vaknar sjúkdómurinn aðeins við alveg sérstakar aðstæður, sem auðvelt er að fylgjast með; eins og þegar sá, sem hefir kattaofnæmi, fær astma af að anda að sér fiskilyktinni. Þetta er einnig greinilegt með þá mörgu, sem hafa einangrað frjóduftsofnæmi og fá því ein- ungis astrna á frjóduftstímanum. Einkenni þeirra sveiflast að fjölda og styrkleika samhliða frjóduftsmagninu í loftinu. Slíkir sjúklingar eru mjög margir. Auðvelt er að sýna fram á, að astmi þeirra stafi einungis af ofnæmi. Ofnæmisorsök sjúkdómsins má einnig sjá af því, að hægt er að sýna fram á ofnæmisvið- brögð hjá sjúklingnum í öðrurn líffærum en öndunarfærum. I>að sést einnig við jákvæð viðbrögð við húðpróf og nef- og augnpróf hjá þessum sjúklingum. Með því að anda að sér þynntum upplausnum af því eða þeim of- næmisefnum, sem líkur eru á að ofnæmi sé fyrir, má komast að öruggri og sérstakri sjúk- dómsgreiningu. Oft má sýna fram á ofnæmi hjá börnum og unglingum með astma, með rannsóknar- prófum. Einfaldast er RAST, sem notar blóð- serum frá sjúklingnum og sýnir viðbrögð milli hinna sérstöku mótefna, sem eru í serumi og þeirra ofnæmisvalda, sem sjúklingurinn þolir ekki. ER ASTMI SJÚKDÓMUR, SEM ELDIST AF FÓLKI? Vegna þess, að hin algengu fölsku astma- köst eru oft talin vera ekta astrni, halda marg- lr. að astrni læknist af sjálfu sér, sé eitthvað, sem „eldist af manni“. Aðgerðarlaus afstaða vegna slíkrar hugsunar getur verið til mikils ljóns fyrir barnið. Án sérstakrar umönnunar °g aðgerða batnar aðeins 30—40% barna, og þar er þá aðallega um að ræða börn, sem hafa mildari forrn sjúkdómsins. Jafnvel hjá hinum lieppnustu stendur sjúkdómurinn yfir í mörg ár, að meðaltali í 6—7 ár, áður en hann hverf- ur. Þetta er langur og mikilvægur tími fyrir börn á þroskaskeiði, og við eigum að kapp- kosta að stytta hann svo sem mögulegt er. Meirihluti astmabarna, sem enga meðferð fá, taka astmann með sér inn á fullorðinsaldur- inn. Það er því mjög mikilvægt, að sjúkdóms- greina slík tilfelli og meðhöndla þau svo snemma sem unnt er, til að koma í veg fyrir fylgikvilla. AÐRAR ORSAKIR ASTMA Málningarlykt, steikarlykt, tóbaksreykur og útblástursreykur eru algengustu orsakir ósér- greindra tilfella. Áhrifin koma fljótar og sterkar fram, ef sjúklingurinn hefir annars ómerkjanleg ofnæmisviðbrögð. Slíkt gerist t. d. ef sá, sem hefir ofnæmi fyrir húsryki, andar að sér dálitlu ryki, svo að berkjurnar bregð- ast lítillega við. Þá þarf ekki mikið af öðrum ofnæmisvöldum eða ótilgreindum ertandi efnum til að framkalla kast. Sérstaklega er algengt að kalt eða hráslagalegt loft sé sú litla þúfa, sem hlassinu veltir, ef hlassið er í slæmu jafnvægi fyrir. Takist að eyða ofnæmisáhrif- unum algerlega, kemur oft í ljós, að þessir þættir glata þýðingu sinni og að sjúklingur- inn þolir bæði kulda og sýkingu ásamt ert- andi efnum, án þess að fá astmaköst. Verra er með tóbaksreyk. Byrji unglingur- inn sjálfur að reykja, eru möguleikarnir á bata mjög takmarkaðir. Margir astmasjúklingar hafa stöðugt vissa berkjuþrengingu, án þess að finna til þess daglega. Þetta er miklu algengara en menn halda, og verður ekki vart, fyrr en auknar kröfur eru gerðar til öndunarþols. í slíkum til- vikum getur jafnvel lítilfjörleg líkamsáreynsla leitt til öndunarörðugleika. í öðrum tilvikum geta köstin komið við það, að barnið hóstar, lilær, grætur eða pressar sig á annan hátt við útöndunina. reykjalundur 7

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.