Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 15

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 15
ast við störf hjá fyrirtæki því, er hann réðst til. Komi til riftunar samnings á atvinnurek- andi ekki rétt á greiðslum frá Tryggingastofn- un ríkisins nema hlutfall af þeim launum, sem hann hefur greitt launþega. 9. gr. Lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins skal hafa eftirlit með því að ákvæðum þessar- ar reglugerðar sé fylgt. 10. gr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða í lögum nr. 59 20. maí 1978 um breytingu á lögum nr. 67 20. apríl 1971 um almannatryggingar, öðlast gildi þegar við birtingu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19. júlí 1979 Magnús H. Magnússon Páll Sigurðsson Hér er, eins og sjá má, um að ræða tilraun til þess að auðvekla öryrkjum leiðina út í at- vinnulífið. Þótt hundruð öryrkja séu að jafnaði úti á vinnumarkaðinum hjá okkur, er það jafnan nokkur hópur, sem ekki heppnast að koma í vinnu á almenna vinnumarkaðinum, þótt vitað sé, að hluti af þessum hópi hafi um- talsverða vinnugetu. Margt kemur til, að ekki tekst að nýta þetta vinnuafl, jafnvel þótt gott ástand sé á vinnumarkaðinum. Þar á meðal er skortur á þjálfun í þeirri starfsgrein, þar sem öryrkinn á auðveldast með að njóta sín. Einmitt hérna kemur að haldi nýmæli, sem reglugerðin fjallar um. Öryrkinn fær starfsþjálfun í þeirri vinnu, sem liann get- ur hugsað sér til frambúðar, á vinnustað, við eðlileg skilyrði, þar sem hann umgengst fram- tíðar vinnufélaga og lýtur stjórn, sem ein- kennist af þörfum vinnumarkaðarins. Hér er því um nýstárlegan lið í markvissri starfsendurhæfingu að ræða og bæði eðlilegt og skynsamlegt, að sá aðili, sem kostar endur- hæfingu í landinu veiti hér þá fyrirgreiðslu, sem um er rætt. Trúlegt er að ýmsir örðugleikar komi í ljós við framkvæmd þessa máls. Ég vona, að þeir, sem að þessum málum vinna, gefist ekki upp, jiótt á móti blási, heldur reyni að sneiða burt vankantana, þannig að þessi leið til nýtingar vinnuafls verði verulegur áfangi á leiðinni að því marki að gefa öllum, sem það vilja og geta, kost á því að vinna fyrir sér. Reykjalundur 13

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.