Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 20

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 20
legur e£ liann er sniðinn að getu hýpsins ekki síður í endurhæfingu en annars stað- ar, þar eð keppni livetur liuga og brýnir vilja. 2) Jþróttir er mörgum áhugaverðara verkefni gn sérhæfð, oft einhæf, þjálfnn. Skapi verk- efni áhuga stuðlar hann að aukinni þjálf- unargleði sem aftur leiðir af sér aukna iðkun og rækt. 3) Eftir því sem sjúklingum vex fiskur um hrygg og eftir |jví sem hann lærir betur íþróttaaðferðir í þjálfun sinni verður liann í vaxandi mæli einfær við iðkun þeirra. Eftir því sem einfærni vex verður hann í minnkandi mæli upp á aðra komin með þjálfun sína svo að sérhæft vinnuafl get- ur sparast og komið öðrum að notum. 4) Kveiktur áhugi fyrir íþróttum og einfærni í iðkun þeirra skapar grundvöll þess að sá sem þarfnast síþjálfunar til viðhalds lík- amsburðum sínum og færni getur sinnt þeirri þörf að mestu eða öllu leyti al eigin rammleik með iðkun íþrótta. Ofangreind atriði eru öll mikilvæg livert á sinn hátt. Hið síðastnefnda er sérlega mikil- vægt frá sjónarmiði framboðs viðhaldsþjálf- unar innan endurhæfingu. Raunin er sú að langflestum sem orðið hafa fyrir skerðingu lík- amsburða af völdum sjúkdóma eða slysa er brýn þörf á viðhaldsþjálfun, ýrnist á köflum eða órofið um ótiltekinn tíma. I reynd er óger- legt að veita öllum einstaklingsbundna við- haldsþjálfun sem hennar þarfnast, til þess er framboð þjónustu enn of lítið, og kæmi íþróttaiðkun því að miklum notum á þeim vettvangi og gæti í mörgum tilvikum komið algjörlega í stað viðhaldsþjálfunar frá liendi sjúkraþjálfa eða iðjuþjálfa og í öðrum tilvik- um að verulegu leyti. En til að hægt sé að mæta viðhaldsþjálfunarþörfinni með íþrótt- um þarf að fyrirfinnast aðstaðan til iðkunar þeirra við hæfi hvers og eins. Erlendis er leit- ast við að skapa slíka aðstöðu á vegum sveit- arfélaga, almennra íþróttafélaga eða sérstakra íþróttafélaga fatlaðra. Sumstaðar erlendis hef- ur verið gerð gangskör að því að síðarnefndu félögin komist á laggirnar í sem flestum byggð- arlögum svo að framboð á aðstöðu til iþrótta- viðhaldsþjálfunar sé tryggt. Þótt nú séu um 5 ár síðan íþróttafélag fatl- aðra var stofnað í Reykjavík og nýverið stofn- að íþróttasamband fatlaðra stöndum við hér á landi enn illa að vígi til að tryggja greiðan aðgang að viðhaldsþjálfun í formi íþrótta- iðkunar. Það er ótvíræð skylda sveitarfélaga að sjá til þess að slík aðstaða sé sköpuð og í því sambandi má skírskota til þeirrar stað- reyndar að um 10—15% þjóðarinnar gengnr ekki heill til leiks, býr við líkamlega skerð- ingu al einu tagi eða öðru. Önnur leið er sú að heilbrigðis- og félagsmálayfirvöld ríkis og sveitarfélaga styrki áhugamannafélög til að byggja upp þjónustu af þessu tagi og annast rekstur hennar. Ekki er ætlun að rekja hér tegundir íþrótta sem helst er beitt í endurhæfingu. Raunar koma flestar greinar þeirra að notum, ýmist iðkaðar á vénjulegan hátt eða aðlagaðar fötl- un, úti eða inni, allt eins vetraríþróttir sem sumaríþróttir, lilaup, göngur, stökk, köst, lyft- ingar, knattleikir af ýmsu tagi, horðtennis og hnit, hjólreiðar, skíðagöngur, skautahlaup, snjó- og ís-„pjakk“, bogfimi, róður, hesta- mennska, sund, dans. Nýta má hverja þá íþrótt sem manninum hentar að iðka, reynir á krafta hans og krefur hann um hreyfingu. Ekki er úr vegi að geta hér stuttlega um starfsemi stofnunar í Noregi sem nefnist Beito- stölen Helsesportsenter. Starfsemin hófst árið 1970, kostuð af ríkinu skv. almannatrygginga- lögum þar í landi. Þarna er rými fyrir 60 manns. Rauði þráðurinn í endurhæfingai'- þjónustunni er íþróttaiðkun af ýmsu tagi og markmið m. a. þau að auka starfshæfni fólks sent hefur orðið fyrir röskun á líkamlegri færni en samtímis einangrun þess. Leiðir sem þar eru nýttar til að ná ofangreindum markmið- 18 REYKJALUNI) IJR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.