Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 24

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 24
BJÖRN ÁSTMUNDSSON FRAM RVÆMDASTJÓRI: Frá Reykjalundi I INNGANGUR Með þessnm línum er ætlunin að greina frá starfsemi Vinnuheimilisins að Reykjalundi í dag og þeim breytingum, er hér hafa orðið eða eru áformaðar í nánustu framtíð. Enda þótt stutt sé síðan blaðið Reykjalundur flutti lesendum fróðleiksmola héðan, þá býr þessi stofnun við þá blessun að vera í stöðugri þró- un og allar eldri upplýsingar úreldast. Við heimamenn rekum okkur oft á það, að þeir, sem ættu að vita, vita ekki nóg og þeir sem ekkert vissu verða undrandi. II BREYTT VIÐHORF Reykjalundur var reistur af berklasjúkling- um og ætlaður berklasjúklingum einum. Sjálf- sagt hafa forystumenn SÍBS ekki gert sér svo glæstar vonir við ttpphaf framkvæmda árið 1944, að eftir 15—20 ár hefði náðst slíkur árangur í baráttunni við berklaveikina að stofnunin þyrfti að leita eftir og aðlaga sig öðrum verkefnum vegna þess að ekki vant- aði lengur pláss fyrir berklasjúklinga. Upp úr miðjum sjötta áratugnum er þegar farið að leita samþykkis SÍBS þinga fyrir vistun annarra sjúklinga en berklasjúklinga á Reykja- lundi. Meðferð slíkra umsókna á sambands- þingum á þessum árum benda til þess, að aðeins skyldi vera um undantekningarheim- ildir að ræða, enda rúmuðust aðrir en berkla- sjúklingar ekki innan ákvæða reglugerðar Reykjalundar frá 1945. Undantekningar voru leyfðar og þeim fór fjölgandi sem hér vistuðust af völdum ann- arra sjúkdóma en berklaveiki. Árið 1954 voru allir, sent koniu lil vistunar á Reykjalundi haldnir berklaveiki en 10 árum síðar árið 1964 voru aðeins 16 af 148 sjúklingum er inn- ritaðir voru, liingað komnir af völdum berkla- veiki. Þegar hér er komið stendur stofnunin á tímamótum og reglugerðin frá 1945 orðin óframkvæmanleg. Það er athyglisvert að þessi breyting verður ekki fyrir atbeina rieinnar af- gerandi ákvörðunartöku af hálfu þeirra sant- taka er stofnunina eiga og reka, heldur virð- ast stjórnendur Reykjalundar á þessum tíma hafa borið gæfu til að beina starfsemi stofn- unarinnar til móts við þær þarfir er mest að- kallandi voru í heilbrigðismálum þjóðarinnar. 14. þing SÍBS haldið árið 1964 fól sam- 22 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.