Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 33

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 33
ÁRNI EINARSSON FYRRV. FRAM- KVÆMDASTJÓRI Fœddur 17. janúar 1907 Dáinn 3. apríl 1979 Árni á Reykjalundi er lát- inn. Hann andaðist á Borg- arspítalanum 3. apríl eítir stutta legu. Árni fæddist að Hvoli á Akranesi þann 17. jan. 1907. Foreldrar hans voru þau Einar Tjörvason sjómaður og kona hans Sigríður Sigur- geirsdóttir. Árni ólst upp í foreldrahúsum en fór til Reykjavíkur til náms 16 ára gamall. Stutt var í náminu, því að skömmu síðar veikl- ist hann af berklum og dvaldi að mestu á hælum eða sjúkra- húsum frá 1925 til 1933. Hælin voru á þeim tíma Jjéttsetin ungu fólki er barð- ist hetjubaráttu gegn livíta dauðanum en með misjöfn- um árangri. Áhrif hinna sér stæðu félagslegu aðstæðna er þar ríktu greiptust í hug Árna og [tví var Jsað að 1938, Jregar berklasjúklingar stofn- uðu samtök sín, SÍBS, Jrá var Árni einn af stofnendum Reykjavíkurdeildarinnar. F'ljótt hlóðust trúnaðar- störf á Árna innan SÍBS. Hann var kjörinn í stjórn sambandsins árið 1942 og Jjegar fyrsta byggingarnefnd Reykjalundar var skipuð, þá varð Árni Einarsson formað- ur hennar. Kynni okkar Árna hófust við komu hans í miðstjórn SÍBS og náið varð samstarf okkar Jtegar er undirbúning- urinn hófst að byggingu Reykjalundar. Við vortim báðir í fyrstu byggingar- nefndinni og starf hennar var ekki auðvelt. Byggja Jjurfti endurhæfingar- og vinnuheimili lyrir berkla- sjúklinga, heimili, sem ekk- ert fordæmi var fyrir hér á landi eða við íslenskar að- stæður. Aðeins fá heimili þeirrar tegundar voru J)á lil í veröldinni. Byggja átti heimili á stutt- um tíma við styrjaldarástand og af aðilum sem nær ekk- ert fjármagn höfðu og væri einhver aur fyrir hendi, J)á var óvíst um byggingarefnið. Mannafli var J)á einnig af skornum skammti og fyrir kom að við Árni urðum báð- ir að gerast handlangarar múraranna til Jjess að áætl- un stæðist. Við Jjessar að- stæður naut hæfni Árna sín með afbrigðum vel. Dugnaður hans, útsjónar- senti og áhugi ruddu hverri hindrun úr vegi og þrátt fyr- ir alls konar annmarka, })á stóð fyrsli áfangi Reykja- lundar tilbúinn til notkunar á tilsettum tíma, ]). e. 1. febr. 1945. KKYKJAI.UNDUR 31

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.