Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 43

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 43
hugsaði til þess með hryllingi, að eiga eftir að sitja í þessari pressu, alla leið suður. Mín eina huggun var Varmahlíð, því þar ætluðum við að fá okkur hressingu. Nú var allt í þessu fína lagi um stund. Þeir félagar sváfu allir og bílstjórinn, sem var fæddur í Skagafirði, og þekkti þarna hvern bæ, sagði mér margt fróðlegt og skemmtilegt. En þessi friður hélst ekki lengi. Allt í einti kemur hvellur og bíllinn hendist til. Ég spyr hvað sé að. „O, ekki annað en slanga hefur sprungið," segir bílstjórinn með sama rólynd- inu. „En ég hef varadekk. Nú þurfa allir að fara út úr bílnum.“ Þeir félagar höfðu eitt- livað rumskað, en héldu svo áfram að sofa. Eftir heilmikið þref höfðust þeir þó út. Bíl- stjórinn þrælaðist einn við að skipta um dekk, því enginn hinna var maður til að hjálpa. Svo var haldið áfram. Gerðist ekkert sögu- legt fyrr en við komum að afleggjaranum sem liggur frá þjóðveginum að Varmahlíð. Veður var gott, enda hásumar og margir á ferð. Ég held að ég hafi dottað í sæti mínu, því ég veit ekki fyrr en bílstjórinn stoppar og lirópar: „Bilslys!" og stekkur út úr bílnum. Mér dauð- brá, því þarna hafði stór sendiferðabifreið oltið út af veginum. Vegarkanturinn mun hafa verið á annan metra á liæð þar sem þetta vildi til, og lá bíllinn á þakinu. Skipti það engum togum, að þarna voru komnir einir 5—6 bílar að, svo brátt var kominn hópur manna til hjálpar, þar á meðal mínir ferða- félagar. Var mér ekki hlátur í huga, en bros- legt var það samt að sjá á eftir þeim, og ég bjóst við að lítið gagn myndu þeir gera. Og það hefur henni líklegast fundist líka frúnni sem stóð jiarna á götukantinum og ltorfði á eins og ég, því hún leit þá með megnustu fyrirlitningu, sneri sér svo að mér og mældi mig frá toppi að tá með þessum hástigs-templ- arasvip og sagði með ískulda: „Því farið þér ekki að hjálpa líka“. „Því farið þér ekki að hjálpa?" spurði ég. „Ég er sjúklingur," hreytti hún út úr sér, og svipurinn sagði að það ætti nú hver og einn að geta séð. „Ég sömuleiðis," sagði ég og reyndi að apa svipinn. Hvernig mér hefur tekist ]tað, veit ég ekki, en ég sá háðsglott í þeim augnkrók sem að ntér sneri. Á þessari stundu fann ég vel, að ég var ekki verr stödd en aðrir hvað ferðafélaga snerti. Það tókst vel að rétta bílinn við og kom þá í ljós, til allrar guðslukku, að ekki hafði orðið neitt slys, hvað fólkið snerti, sem í bílnum var. Fór það nú að týnast út úr honum. Bíl- stjórinn var þó eitthvað miður sín, því að hann stóð með samanklemmdar varir og sagði ekki orð, og hafðist ekkert að. Kona, sem ég taldi vera hans betri helming, tók því að sér stjórnina, eins og ekkert hefði í skorist, og fór að ryðja bílinn, sem var fullur af far- angri. Eitthvað fleira var af farjtegum í þess- um bíl og þar á meðal lítil stelpa, sem skældi dálítið, en bara af hræðslu. Fóru nú flestir að ferðbúast aftur, þvf hér var ekki þörf fyrir fleiri. í okkar bíl var mikið rætt um þennan at- burð, og voru menn ekki á eitt sáttir um það hvernig þetta hefði viljað til, en allir dáð- ust að frúnni. Þetta hafði tafið okkur heil- mikið, svo við hættum við að stansa í Varma- hlíð. Næsti áfangi var því Blönduós. Voru nú allir í þessu fína skapi og mikið sungið, og bar ekkert sérstakt til tíðinda. Á Blönduósi fengum við smurt brauð, mjólk og kaffi eftir vild og smakkaðist það vel, enda allir orðnir glorhungraðir. Þurftu nú allir að sinna sín- um þörfum eins og gengur, og var því ekkert tiltökumál þó hópurinn skiptist. En bílstjór- inn og ég vorum þau einu, sem komu að borð- inu aftur. Eeið nú góð stund og ekki komu þeir félagar, fórum við þá út í bílinn og bíl- stjórinn flutaði og flautaði, í það óendan- lega, en það kom fyrir ekki, hvergi sáust þeir, og var eins og jörðin hefði gleypt þá. Fór nú bílstjórinn af stað að leita þeirra, en ég sat eftir. Sé ég þá hvar þeir koma og sýndist mér þeir óvenjulega hressilegir, það kom líka á daginn, að þeir höfðu hresst sig vel og keykjalundur 41

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.