Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 44

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 44
einnig birgt sig upp með nesti. Settust þeir nú allir aftur í, og fannst mér það bót í máli, það yrði þá rýmra um mig. En nú var bíl- stjórinn horfinn, en hann kom von bráðar. Ekki sagði hann orð, en settist við stýrið þung- ur á brúnina, startaði bílnum, en guð minn almáttugur, við vorum komin svo sem eina bíllengd, þá springur hjá honum. Við öll út. Það hafði farið stór nagli gegnum dekkið og slönguna, sá eini sem sjáanlegur var þarna. Allt þurfti að koma fyrir hjá okkur. Þolin- mæðinni var ekki tyllt í bílstjórann. Hann tók þessu með mestu ró, og ekki leið á löngu, J>ar til allt var komið í lag. Var nú einu sinni enn lagt af stað. Þeir félagar gerðust nú umfangsmiklir aft- urí, og fékk maður nú að heyra æviágrip Sigga og Kötu aukið og endurbætt. Bjössi var far- inn að muna nöfnin á öllum sínum ættingj- um, og allar þeirra virðulegu stöður. Sá „fyr- irmannlegi" var nú einna fyllstur, og fór að gorta af því að hann stæði í bréfasamböndum við ýmsar smástelpur út um land, og ætti heilt safn af myndum af þeim. Bílstjórinn söng og söng, og fór það seinast svo í taugarnar á þeim félögum, að eftir marg- ítrekaðar tilraunir að segja honum að halda kjafti, stóð einn þeirra upp og tók fyrir munn- inn á honum. En þá varð minn maður vond- ur. Hann hafði þó engin orð, en snarstans- aði bílinn og snaraðist út, þreif opna aftur- hurðina og þreif af þeim flöskuna. Þetta gerð- ist svo snöggt, að enginn hafði tíma til að mótmæla, enda býst ég við að þeim hafi ekki fundist hann árennilegur. Stakk hann flösk- unni undir sætið hjá sjálfum sér og setti bíl- inn á fullt span, og voru hörkudrættir um munn hans. Hingað til hafði ég dáðst að hon- um fyrir þolinmæðina, en nú fór ég að bera virðingu fyrir honum. Ekki leið á löngu þar til hann var farinn að syngja aftur og var hinn glaðasti. í aftursætunum hafði allt komist í ró og spekt, en eitthvað voru þeir samt að pukra sín á milli, og undraðist ég hvað Jjeir voru rólegir að vita af þessari lögg frammí, ]>ví ég hafði svo sem Jiekkt fulla menn fyrr, og var heldur enginn siðferðispostuli í þessum sök- um, þó allt eigi sín takmörk. Ég var að hugsa um hvaða ráðum þeir myndu beita næst, því ég var þess fullviss að eitthvað myndu þeir reyna. Grunur minn reyndist réttur, því nú fór einn félaganna að hvísla einhverju að bíl- stjóranum, sem ég mátti ekki heyra. Bílstjór- inn var kominn í sólskinsskap, og sagðist ekki geta neitað strákagreyjunum um ]:>etta, enda ekki forsvaranlegt. Þeir þyrftu sem sagt að skreppa út, þeir færu ekki langt hér upp á heiðunum. Þetta væri sjálfsagt. Fóru þeir svo allir út. Leið svo góð stund og ekki komu þeir. Fór þá bílstjórinn að reka á eftir þeim. Neituðu Jjeir allir sem einn maður að fara inn í bílinn aftur, nema þeir fengju flöskuna, við annað var ekki komandi. Já fullir kunna flest ráð. Bílstjórinn, þetta gæðablóð, stóðst ekki mátið, því ekki var hægt að skilja þá eftir upp á háheiðum og farið að líða að kvöldi. Fengu ]>eir svo sínu framgent. Ég óskaði þess af heilum hug að bílstjórinn væri í sama skapi og ég, þá hefðu þeir áreiðanlega fengið að kenna á því. Enn var haldið áfram, Bílstjórinn lofaði mér því hátíðlega, að hvað sem í skærist, skyldi hann ekki hleypa þeim út úr bílnum fyrr en við kæmum suður. Nú gekk allt sinn vana gang. Aftur og aftur sama þvælan aftur í, en ég var alveg hætt að heyra J^að. Útvarpið var komið í gang og var óvenju- lega skemmtileg dagskrá, svo ég gleymdi öll- um amstri dagsins og fannst mér líða prýði- lega. Þeir félagar voru orðnir eitthvað dasaðir og heyrðist lítið í þeim. Gekk nú allt vel og vor- um við komin að Hreðavatni. Þar Jnirfti bíl- stjórinn að renna við einhverra hluta vegna. Ekki leist mér á Jiað, og bjóst við öllu Jdví versta, en það fór allt vel. Tveir af félögun- um steinsváfu, og vissu hvorki í þennan heim né annan, en sá þriðji slapp út og reyndi bíl- 42 REYKJALUNDUIt

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.