Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 48

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 48
21. þing SÍBS var sett að Reykjalundi laugar- daginn 9. sept. 1978 með sérstakri viðhöfn, þar sem sérstaklega var minnst 40 ára afmælis sambandsins. Margt gesta heiðraði sambandið með nær- veru sinni við setningarathöfnina, m. a. for- seti Islands herra Kristján Eldjárn og kona hans Halldóra Eldjárn, fjármálaráðherra Tóm- as Árnason, fulltrúi félagsmálaráðherra, auk margra velunnara og fyrrverandi starfsmanna SÍBS og Reykjalundar. Varaformaður SÍBS, Oddur Ólafsson alþm. og fyrrverandi yfirlæknir Reykjalundar, setti og stjórnaði setningu þingsins. Fornraður SÍBS, Kjartan Guðnason flutti setningarræðu, þar sem liann rakti í fáum orð- um aðdraganda að stofnun sambandsins að Vífilsstöðum í okt. 1938, þar sem sjúklingar berklahælanna fjögurra voru mættir, alls rúm- lega 20 fulltrúar auk lækna hælisins og berkla- yfirlæknis Sigurðar Sigurðssonar. Auk 40 ára afmælis sambandsins var þess einnig minnst, að fyrir 30 árum var Berkla- varnarsamband Norðurlandanna stofnað á ís- landi, og voru af því tilefni sérstaklega mætt- ir fulltrúar bræðrasambandanna auk tveggja heiðursgesta, sem verið höfðu við stofnun sam- bandsins þeirra Urban Hansen fyrrv. yfir- borgardómara Kaupmannahafnar og Stein Vik fulltrúa frá Tromsö í Noregi. Að lokinni setningarræðu formanns flutti Björn Árdal læknir fræðsluerindi um astma- sjúklinga, félagsleg vandamál þeirra og að- stöðu til þjónustu við þá. Að loknu fróðlegu erindi læknisins voru ávörp flutt og SÍBS færð blórn og veglegar gjafir. Eorseti þingsins var kjörin frú Rannveig Löve og ritarar Skúli Jensson, fulltrúi Vílils- staðahælis, Hjörleifur Gunnarsson, Hafnar- firði og Maris Haraldsson frá samtökum astmasjúkra, en alls sátu um 80 fulltrúar þing- ið frá deildum sambandsins. Þingstörf öll fóru fram með hefðbundnum hætti, og ýmsar ályktanir gefðar, er varða störf sambandsins, stofnana þess og skjólstæðinga. Má þar sérstaklega nefna eina ályktun er varðar eflingu reksturs Múlalundar í Reykja- vík, sem er stærsti verndaði vinnustaður lands- ins án tengsla við stofnun eða heilsugæslu. Múlalundur hóf starfsemi sína fyrir rúmum 20 árum, og starfa þar að jafnaði um 50 ör- yrkjar, mislangan vinnutíma, eftir getu hvers og eins. Húsnæði Múlalundar í Ármúla 16 er þegar of lítið og óhentugt fyrir þá starfsemi, sem þar er rekin, og því brýn nauðsyn að byggja stærra og hentugra. Þingið samþykkti því áskorun til stjórnar SÍBS um að leita eftir samvinnu við stjórn Öryrkjaþandalag Islands um byggingu vinnu- stofa fyrir öryrkja í tengslum við hús banda- lagsins í Hátúni 10. 46 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.