Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 4

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 4
í tilefni árs Um þessar mundir lifir fjórðungur alþjóðaárs fatlaðra. Lokaspretturinn er framundan. Hvað hefur unnist á liðnu ársfjórðungunum þrem- ur? Hvað er í deiglunni þessar vikurnar? Hvernig verður endaspretturinn? Þetta eru áleitnar spurningar og áhugaverð- ar. Ekki er sanngjarnt að vænta skýrra svara að svo komnu. Ýmislegt markvert má tíunda sem flest hefur verið birt almenningi jafnóð- um. Ávinningi ársins verður eflaust gerð skil síðar meir á hlutlægan og hlutlausan hátt. Eitt verður þó örðugt að meta sem er skiln- ingur almennings, eða skilningsauki, á fötl- un og örorku. Hann ræður afstöðu samfélags- ins til þeirra sem lifa lífi sínu með þeim sér- stæða liætti að vera hamlaðir til orðs, æðis eða hvors tveggja. Skilningur almennings er óhjákvæmilegur undanfari þess að fatlaðir menn og öryrkjar njóti réttinda á borð við aðra og geti tekið þátt í athöfnum samfélagsins. Málið snýst urn þetta tvennt: Jafnrétti og óhindraða þátttöku. Málið er pólitískt að því leyti að það snertir landsmenn í heild, sem jafnframt komast ekki hjá því að axla í lieild kostnaðarþætti sam- fara jafnréttisaðgerðum. Eitt er það, sem skýrar mætti koma fram i umræðu á þessu ári, almenningi til skilnings- auka: Fötlun manna er ósjaldan ekki sýnileg öðrum en til þekkja. Hreyfifötlun sést, en oft- ast ekki sú hömlun sem afstaðnir sjúkdómar í svo kölluðum innri líffærum valda. Benda má á lijarta- og lungnasjúkdóma sem dæmi, einnig húðsjúkdóma og það er mála sannast að margir hverjir geðsjúkdómar jafngilda fangelsun á félagslega vísu þeim sem jiá taka. Það er skoðun ýmissa, að meira ætti að heyr- ast á þessu ári og endranær, í þeim sem reynt hafa heilsufarslegar hindranir í daglegum at- höfnum sínum og í félagslegum atvikum á borð við atvinnu. Sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur. í tilefni aljijóðlegs árs fatl- aðra 1981 hafa að sjálfsögðu ýmsir, konur og karlar, stungið niður penna um eigin reynslu af fötlun og örorku og ber að fagna því. Til Jiessa er fátt að finna í rituðu máli íslensku um reynslu manna í þessum efnum sem skráð er af þeim sjálfum. Ársriti S.I.B.S. um endurhæfingu og málefni öryrkja er á þessu ári heiður gerður að birta á síðum sínum mál nokkurra þeirra sem mæla af harðri reynslu og eru jafnframt megnugir þess að miðla henni öðrum til skilningsauka og heilla. 2 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.