Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 5

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 5
SVAVAR GESTSSON HEILBRIGBIS- OG FÉLAGSMÁLARÁBHERRA Hugsjón og heilbrigði Fyrir rúmum 40 árum þegar Samband íslenskra berklasjúklinga var stofnað var berklaveikin einn aðaldánarvaldur hér á landi. Þannig var það einnig árið 1945 þegar Vinnuheimilið að Reykjalundi var sett á stofn. Engan grunaði þá að á nœstu áratug- um mundi þessi sjúkdómur svo til verða kveðinn í kútinn og að Reykjalundur yrði á nokkrum áratugum almennt end- urliæfingar- og þjálfunarheimili fyrir fatlaða. Saga berklaveikinnar sýnir okkur að oft getur reynst erfitt að rýna inn í fram- tíðina og e.t.v. verða þeir sjúlidómar sem við teljum nú ólíklegast að læknaðir verði, læknanlegir og kannski læknaðir áður en langt um líður. Erfiðleikar við að gera áætlanir mega þó ekki verða til þess að menn lialdi að sér höndum, heldur verður á hverjum tíma að reyna að gera sér grein fyrir næstu skrefum bæði í félagsmálum og heilbrigðismálum því stöðnun jafngild- ir afturför. Mest er um vert að reyna á hverjum tíma að gera sér sem gleggsta grein fyrir því að þeir fjármunir sem þjóðfélagið eyðir til félags- og heilbrigðismála nýtist sem best og komi sem flestum að gagni. Þegar hagvöxtur minnkar og lítil aukning verður á framlögum til þessara málaflokka, kemur upþ togstreitan um það hvaða verkefni eiga að hafa forgang og sýnist þá oft sitt hverjum. Á nýafstöðnum fundi sem ég sat með öðrum heilbrigðis- og félagstnálaráðherr- um Norðurlanda var einmitt verið að ræða um hvernig bregðast ætti við því, sem virðist sameiginlegt Norðurlöndun- utn í heild, að þjóðarbúin hafa ekki við núverandi aðstæður möguleika á að eyða REYKJALUNDUR 3

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.