Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 7

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 7
JÁTVARÐURJÖKULL Að verja sérhvert vígi SÁ sem hefur strítt við heilsubrest í 24 ár á trúlega eittthvað í pokahorni lífsreynslunnar sem hægt væri að segja frá. Og þegar heilsubresturinn er af fötlunar- taginu, þá getur hugsast að einhverjum þætti vera fróðlegt að kynnast einliverju sem frá er að segja. En hvað vita þeir heilbrigðu um þá fötlu- uðu? Það er hreint ekki svo fátt, hafi maður lifað með opinn liuga og ekki látið sér sjást yfir þá fötluðu frekar en annað. Ég hefi svip- ast um í heimi minninganna nú á efri árum og rifjað upp hvað ég lærði strax í bernsku og vissi, eða mátti vita, löngu áður en þrengdi að hjá mér og ég kynntist jieim heita eldi er á sjálfum brennur. Gunnar hafði misst annan fótinn alveg. Hann gekk við hækju og staf, bar hratt yfir með örum og stórum sveiflum svo gangandi menn höfðu ekki við honum. Hann sveiflaði sér á hestbak skjótar en auga á festi og sat hesta ekki síður en hver annar. Eða þá þegar hann tók í árina. Ekki var að sjá að hann léti lilut sinn þar. Gunnar lærði söðlasmíði og ekki var hon- um það nóg, heldur fór hann að búa og bjó í nokkur ár. Strax í bernsku kynntist ég líka Palla mál- lausa. Hann datt niður stiga ungbarn, missti alveg heyrn og kunni bara að segja mamma. Hann hafði lært í málleysingjaskólanum, kunni fingramál, bendingamál og það sem var ekki minnst um vert, hann kunni að skrifa og að lesa bæði skrift og prent. Og ég heyrði talað um fólk sem var blint, en gat kembt, spunnið á halasnældu og prjón- að. Svo gekk mænuveikin og ég heyrði um mann í annarri sveit sem lamaðist og lá máttlaus. Ekki frétti ég samt nánar af hans högum. Það var á þessum sömu bernskuárum sem ég heyrði og las um það þegar Jesús frá Naza- ret læknaði sjúka, blindir fengu sjónina, þeir heyrnarlausu fengu heyrn, þeir lömuðu fengu jirótt, stóðu upp og fóru á kreik. Og þó var eitt kannski skrýtnara en allt annað, að Jesús gat rekið út illa anda sem höfðu skotist inní menn og létu þar illa. Svona voru þau brotabrot tilverunnar sem komu inní lítinn glókoll. Auðvitað voru hug- myndirnar á reiki og vitanlega hefur skilning- REYKJALUNDUR 5

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.