Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 10

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 10
Frá 22. þingi SÍBS. Akveðið var að hrinda tvennu í framkvæmd. Það var smíðað prik til að hafa í munninum og nota til að styðja á stafalyklana á raf- magnsritvél. Ég átti að fara að vélrita með höfðinu. Hitt atriðið sem farið var á flot með, var sínii lieima hjá mér, sem ég gæti notað einsamall og án handanna. Það komst í verk um sumarið og er enn í fullu gildi. Vélritunin á miklu margbrotnari sögu. Ég byrjaði strax og fyrsta útgáfan af munnpriki var tilbúin. Þá settist ég að rafmagnsritvél læknaritarans á Reykjalundi, auðvitað eftir vinnutíma. Þetta tókst! Húrra! Húrra! Húrra! Ég man best hvað ég var rogginn þegar ég var búinn að koma saman bréfi til Sýslunefndar Vestur-Barðastrandarsýslu útaf markaskránni sem ég var með í smíðum og var með hjá mér á Reykjalundi. Sú liurð sem var við það að skella í lás við nefið á mér, hún opnaðist á ný og opin er hún enn. Ég eignaðist mína eigin ritvél um vorið, Smith-Corona 250, sem hefur staðið sig vel á alla grein. Fyrsta þrek- raun okkar var Markaskrá A-Barð. 1971. Frá henni sluppunt við skammlaust í hvívetna. Þaðanífrá hefur ritvélin verið eins og part- ur af sjálfum mér, hefur fylgt mér. Hún gleymdist að vísu þegar ég var fluttur hand- leggsbrotinn á Akranes veturinn eftir, en var óðara send á eftir mér. Munnprikin hafa gerbreyst og nú eru allar upprunalegu hugmyndirnar orðnar úreltar nema lengdin á þeim. Fyrst var bitstykkið þunnt, prikin örmjó og fislétt. Nú er bitstykk- ið löngu orðið nokkuð þykkt, prikin sjálf sterk- leg og stinn og þola töluvert átak. Stærstri framför töku prikin samt þegar farið var að hafa á þeim bút úr stamri og þjálli gúmmí- slöngu. Slangan er látin ná smáspotta framaf sívölu prikinu. Hún dregur svo gagngert úr högginu þegar slegið er á staflyklana, að höf- uðið finnur alveg sára lítið fyrir í hvert sinn. Fyrir bragðið er engin erting eða þvingun samfara því að vélrita eins hratt og hugsun og hreyfing leyfir. Þá gerir gúnnníið það að verkum, að leikur einn er að færa til papp- ír með prikinu. Ég á auðvelt með að fletta 8 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.