Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 16

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 16
RUNÓLFUR JÓNSSON Níu rif - og örlítið meir Það var isjart í lofti og sá vel til hvítra ijall- anna austan Eyjafjarðarins, þó skuggsýnt væri orðið, haustkvöldið sent ég kom á Kristnes- ltæli. Ég var þreyttur eftir daglangt ferðalag í rútuskríflinu austan af Vopnafirði. Við höfð- um lent í snjó á fjallinu, fest bílinn og far- þegarnir urðu að ganga upp bröttustu brekk- una á Brunnarhvammshálsinum. Að öðru leyti gekk ferðin vel, þó bíllinn væri hastur og veg- urinn óvenju holóttur. Ég var búinn að liggja mestallt sumarið með hita og andstyggðarverk undir síðunni. Var kominn hingað í rannsókn, það tæki tæpast meira en eina viku eða tvær, hélt ég. Meira að segja datt mér í hug að ég ætti eftir að komast í smalamennsku í Böðv- arsdal þegar ég kæmi til baka. Það var frekar hlýtt úti, þó var hrollur í mér þegar ég gekk frá liliðinu og heim að hæl- inu. — Ég var áreiðanlega með hita en ekki búinn að fá andskotans takið, það var gott. Skyldi annars nokkuð vera tekið á móti manni á þessum tíma, ég hefði átt að fá að liggja einhversstaðar í nótt. Eitthvað á þessa leið hugsaði ég þennan spöl að hælisdyrunum. — Það hlýtur að hafa verið búið að panta pláss fyrir mig og verið gert ráð fyrir að ég kæmi á þessum tíma, því svo greiðlega gekk að koma mér fyrir að ég man ekkert eftir því, annað en það að ég var látinn í lausa rúmið á stofu tvö uppi. Mér sýndust þeir, sem í rúm- unum voru, vera í andarslitrunum og leist ekki meira en svo á samkvæmið. í raun og veru vissi ég ekkert um berklaveikina áður en á hælið kom. Ég vissi ekki hvort berklar voru í ættinni. Þó höfðu að minnsta kosti tvær föðursystur mínar dáið úr berklum og faðir minn verið á Vífilsstöðum. Það frétti ég frá konu sem var þar með honum og mér sam- tfða á Kristneshæli síðar. Hvað þá að ég vissi hversu mikið hrunið hafði niður af fólki á hælunum fram að þessu, eða um þennan voða- lega dónt sem hælisvist var á þessum árum. Þó fór það svo að þessir stofufélagar mínir voru hinir sprækustu við nánari kynni, nema einn gamall maður framan úr firði. Hann dó úr berklum þarna á stofunni undir vor. Hann var mjög fölur og magur þegar ég kom um haustið en ennþá fölari og magrari Jiegar hann 14 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.