Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 18

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 18
Runólfur Jónsson um 1950. um það, að aðgerðin var framkvæmd á manni vakandi með staðdeyfingu. Það var nánast á ársafmæli hælisvistar minn- ar sem ég fór í „höggninguna" á Akureyrar- spítala. Ekki man ég samt, hvort það var í september eða október, en þetta var árið 1949. Þegar ég var á Akureyrarspítala voru sex rúm ætluð berklasjúklingum og maður í hverju rúmi, flestir frá Vífilsstöðum. Herbergið, sem ég fór fyrst í, var pínulítið með tveim rúmum. Svo stutt var á milli rúmanna að við gátum rétt hluti á rnilli án þess að rísa u,pp. Þó var gengið þarna í gegn inní aðra tveggja manna stofu, lítið eitt stærri. Einnig voru tvö rúm annarsstaðar, á aflagðri skurðstofu, held ég, rnjög kaldranaleg og fráhrindandi. Það leið ekki lengur tími þar til fyrsta aðgerðin var gerð á mér, en alls urðu þær þrjár, með því sem næst þriggja vikna millibili og tekin voru þrjú rif í hverri aðgerð. í fyrstu aðgerðinni henti það óhapp í rniðri deyfingu að ég fékk olboðslegt hóstakast þegar mér fannst eitthvað sprautast inní lungað á mér sem ætlaði að kæfa mig. Til þess ég hætti að hósta og að- gerðin gæti haldið áfram var mér gefin ein- liverskonar svæfing sem mér leið djöfullega af. Aðgerðin hélt áfram, mér fannst brjóstkass- inn á mér vera undir voðalegu fargi sem sífellt þyngdist, glamrið í verkfærunum lét illa í eyrum og sat þar í marga daga á eftir. Síðan voru rifin klippt. Það var ægilegt, rétt eins og glóandi járni hefði verið brugðið inn í Irrjóst- holið. Ég æpti eins hátt og ég gat, sem þó mun aðeins hafa verið veik stuna í eyrum nærstaddra, en nægileg til þess að mér var gef- inn aukinn skammtur af svæfingarefninu. Rétt í þann mund sem snorkandi járnið er dregið útúr síðunni í þriðja sinn renn ég uppundir loft í herberginu og virði fyrir mér eitthvert blóðugt hrúgald, hálfhulið undir hvítu laki á borði fyrir neðan mig og livítklæddar ver- ur að grarnsa í hrúgaldinu. Síðan er mér þrýst niður að borðinu á mjög sársaukafullan hátt og ég vakna við það að verið er að leggja síðustu hönd á aðgerðina. Siðan er mér ekið lil baka eftir örmjóum og löngum ganginum inn á gamla spítalann og i rúmið. Þessi furðu- lega reynsla, að hverfa úr skrokknum á sjálf- um sér, loddi við mig meðan ég var á spital- anum en hvarf siðan smátt og smátt. Ekki þoldi ég klóróformlykt í fleiri ár á eftir þetta. Hinar aðgerðirnar gengu vel fyrir sig, þó fánn ég fyrir klippingu rifbeinanna, en gió- andi járnið var orðið næstum því kalt í síð- ustu aðgerð, enda rifin mjórri og mýkri neð- ar á síðunni. Þrátt fyrir Jtað lenti ég í fjórða sinnið á skurðstofuna, vegna Jiess að skurður- inn rifnaði upp. Það var baðdagur og búið var að skipta á rúminu, ég var að bíða eftir því að komast í bað, leiddist biðin og steig uppá stól til að ná mér í hrein föt að fara í eftir baðið og var á leiðinni fram Jregar ég fann eitthvað renna niður bakið á mér og 16 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.