Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 21

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 21
ODDUR ÓLAFSSON FYRRV. ALÞINGISMABUR OG Yl'IRLÆKNIR Norðurlandaferð Dagana 26. júní til 3. júlí sat ég afmælis- fund Finnska berklavarnasambandsins og landsfund Boserup Minde. Finnska sambandið liélt upp á 40 ára afntæli sitt með miklum myndarbrag. Ráðherrar og borgarstjóri Helsingforsborg- ar þökkuðn sambandinu mikið og árangurs- ríkt starf í þágu þjóðarinnar og hvöttu til áframhaldandi átaka við lausn á nýjum vanda. Þar eins og hér er b ittunni við berklana lokið með fullum sigri, en ný og torleyst vanda- mál hafa skotið upp kollinum. Finnska sambandið endurskipuleggur nú starfsemi sína með það í huga að efla barátt- una gegn reykingum og ýmiskonar rnengun til þess að hamla gegn vaxandi tíðni lungna- sjúkdóma. Það er eins að þeirra áliti með lungnasjúkdómana eins og lamanirnar, — Jjótt berklarnir séu sigraðir þá eru aðrir erfiðir lungnasjúkdómar sem hrjá félaga okkar, sjúk- dórnar sem eru oft ólæknandi, en sem halda má í skefjum með réttri meðferð og einkum má ná árangri með fyrirbyggjandi aðgerðum. Eins er Jxað með hreyfilamanir. Þótt sigur hafi unnist yfir lömunarveikinni, sem fyrir nokkrum áratugum var ógnvaldur unga fólks- ips, þá blómstra enn ýmsar tegundir miðtauga- kerfis- og gigtarsjúkdóma er valda fötlun fjöl- margra á hverju ári. Þetta veldur Jjví að öryrkjafélögin eiga mik- ilvæg verkefni framundan, verkefni sem eru ef til vill enn erfiðari úrlausnar en berklarn- ir og lömunarveikin voru á sínum tíma. Það ríkti bjartsýni á hátíðafundi Finnska sambandsins. Stjórnvöld höfðu heitið auknum fjárframlögum og samstarf er vaxandi milli hinna ýmsu félaga sem að heilbrigðis- og fé- lagsmálum starfa. Finnarnir báðu fyrir kveðj- ur til kunningjanna hér heima og töldu að Norðurlandasamstarfið hefði skapað þeim ör- yggi í starfi og án efa hefðu þeir náð betri árangri vegna þeirrar samvinnu. f Danmörku sat ég aðalfund Boserup Minde og ráðstefnu um baráttu gegn atvinnusjúkdóm- um í lungum sem haldin var í sambandi við aðalfundinn. Boserup Minde sem áður fyrr einbeitti sér gegn berklaveikinni, hefur nú opnað félags- skapinn upp á gátt, já, svo gjörsamlega að nú getur hver sem er orðið félagsmaður. Þetta gera þeir vegna þess að þeir einbeita sér nú að fyrirbyggjandi aðgerðum. í fyrsta lagi með því að stórauka áróður gegn reykingum og ennfremur með því að hafa hóp REYKJALUNDUR 19

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.