Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 29

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 29
höfðinu. Einnig gat ég staðið tímunum saman úti í glugga til að fá hreint loft. Eftir þessar miklu setur á uppvaxtarárunum, hálfbogin, ber líkaminn þess ætíð merki. Ég er með töluverða hryggskekkju, sem lagast aldrei. Ég fór í sjúkraleikfimi (bakæfingar), þegar ég var 11 ára, en þá var orðið of seint að reyna að rétta bakið. Að minnsta kosti tókst það ekki. Ég fékk oftast slæmu köstin á nóttunni. Þá vakti mamma oft með mér og strauk mér um bakið og talaði við mig um daginn og veg- inn, til að dreifa ltuga mínum. Það hjálpaði ótrúlega mikið. En þegar kastið var liðið hjá, var ég oft með svo hraðan hjartslátt og svo upptrekkt, að ég gat ekki sofnað fyrr en undir morgun. (Það stafaði sjálfsagt af lyfjatökum.) Ég var aldrei hræcld í astmaköstunum, held- ur bara sár og ég grét oft, en fann það fljótlega, að þá bara versnaði mér. Ég gat líka oft hlegið og var ákaflega hláturmild á Jjessum árum. Þegar ég var 8 ára, var ég send á Ríkisspítal- ann í Kaupmannahöfn til rannsóknar og enn- freniur gekk ég í ofnæmissprautur jnu' í 6 vik- ur. Ég get ekki gleymt handleggjunum á mér, hvað Jjeir voru bólgnir og sárir eftir allar sprauturnar. En ég er ekki frá því, að Jtessai' sprautur hafi eitthvað hjálpað. Veturinn eftir byrjaði ég í barnaskóla. Það var stutt að fara í skólann, svo að ég gekk á milli, en annars var Jrað heimavistarskóli. Mér fannst ég hafa gott af jtví að ganga, Jjó að mér yrði oft Jjungt i roki og rigningu. En ég var með minnimáttarkennd. Ég var ekki eins og önnur börn í skólanum. Á Jjessunt árum var ég ltoruð og lotin í baki og einnig var ég nteð framstæðar tennur (sem að nokkru stafaði af Jjví, að ég dró inn neðri vörina, Jjeg- ar ég var að reyria að anda frá mér í astmaköst- unum.) Þetta allt gerði mig hlægilega í út- liti í augum skólafélaga minna og Jtað notuðu Jreir sér vel. En börn eru miskunnarlaus og ég var óvenju viðkvænt fyrir allri stríðni þá. Þegar ég var 10 ára, fór ég í sumarbúðir til Stykkishólms. Þá fyrst fór astmaköstunum fækkandi og við áttuðum okkur á, hve sjávar- loftið hafði góð áhrif á mig. Mér er [>að sér- lega minnisstætt, að ég gat gengið á Helga- fell eins og hin börnin í sumarbúðunum, án [>ess að verða rnjög veik. Upp frá J>ví var ég meira eða minna að heiman, hjá frændum og vinum í Reykjavík og víðar. Þegar ég lauk gagnfræðaprófi 16 ára, ákvað ég að vera í sveitinni um sumarið og hjálpa til við búskapinn. Ég ætlaði að venja sjúkdóm- inn af mér, ef ég má komast svo að orði. En Jtað endaði með skelfingu. Ég var fárveik í 10 daga og J>egar ég kom í bæinn, var ég fjóra sólarhringa að jafna mig. Þá fór ég í rann- sókn að Vífilsstöðum og gekk J>ar í ofnæmis- sprautur. Um haustið lá leiðin til Þýskalands, J>ar sem ég vann í 1 ár við matargerð. Þar heilsaðist mér vel. Síðar lærði ég til matargerðar og hef unnið við J>að sl. 6-7 ár með stuttum hléum. Þessi vinna á nokkuð vel við mig, en komið hefur fyrir, að mig hefur vantað í vinnu eða skóla, eftir erfiða nótt vegna astmakasts. Að vísu hef ég ekki getað unnið hvar sem er. Það er margt að athuga, Jtegar ég fæ mér REYKJALUNDUR 27

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.