Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 33

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 33
að þreytast mikið. Ári seinna var ég kornin í fullt starf. Nú eru 10 ár liðin síðan sjúkdómurinn gerði vart við sig. Á þessu tímabili hef ég unnið fulla vinnu og vel það. Reyndar þurfti ég tvisvar að fara á spítala í aðgerðir á höndum og fótum vegna gigtarinnar og síðan áfram af fullum krafti aftur að vinna og njóta lífs- ins eins og ég mögulega gat. Bæði mér til heilsubótar og ánægju Iief ég larið fjórum sinnum til sólarlanda. Sólin, loftslagið og sjó- böðin þar syðra Iiefur ótrúlega bætandi áhrif á heilsu gigtsjúklinga almennt. Hvað sjálfa mig varðar var eins og ég liefði aldrei fengið gigt jjegar ég dvaldi á sólarströndum. Að fá langvinnan sjúkdóm 19 ára gömul er áfall, því að daglegt líf og viðhorf breytast. Þá vaknar sú spurning, hvort gefast eigi upp eða halda áfram að reyna að lifa eðlilegu lífi? Ég valdi seinni kostinn og tel að ég hafi þar af leiðandi átt sérlega tilbreytingaríkt og skemmtilegt líf, sem hefur aftur leitt til [>ess að sjúkdómurinn hefur oft gleymst. Fyrir þrenrur árum urðu þáttaskil í lífi mínu, ég stofnaði heimili, hætti að vinna ut- an þess og eignaðist mitt fyrsta barn, sem í dag er á þriðja ári, kraftnrikill og hraustur drengur. Að eignast barn lrefur síður en svo lraft neikvæð áhrif á sjúkdóminn, heldur þvert á nróti, því að síðan hefur heilsan aldrei verið lretri. Frá 22. þingi SÍBS. REYKJALUNDUR 31

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.