Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 35

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 35
Vilborg Kristjámdóttir Guðni Björnsson standa fram úr ermum við jarðrækt og hús- byggingar. Hann reisti |tar nýtt, myndarlegt íbúðarhús ásamt fjósi, hlöðu og geymslum. Hannn sléttaði allt ganila túnið og stækkaði mjög. Haraldur hefur lengst af búið einn, en hafði um skeið ráðskonu og fólk í húsmennsku og liefur leigt ýmsum húspláss. Heimavistar- skóli Vallahrepps var m.a. til húsa að Eyjólfs- stöðum frá 1955—1963. Frá því að Haraldur hóf búskap að Eyjólfsstöðum lagði hann áherslu á að eiga góða reiðskjóta og hefur stund- að hrossarækt á síðari árum. Eru gæðingsefni Haraldar kontin undan Irpu frá Gíslastöðum á Völlum, sem hann eignaðist árið 1940. Haraldur hefur alltaf verið bókhneigður og með árunum hefur hann eignast mjög mynd- arlegt heimilisbókasafn og á ritsöfn margra íslenskra rithöfunda og fjölda tímarita. Nú hefði mátt ætla að Haraldur hefði ekki haft ntikinn tíma aflögu frá búskapar- störfum og þeim hugðarefnum, sem hér hefur verið getið, en hann lét hvergi deigan síga og var um langt skeið í forystusveit ung- mennafélaga í heimabyggð sinni. Frá 1931— 1944 var hann lengst af formaður Ungmenna- félags Skriðdæla. Fáum árum síðar var hann kosinn formaður Ungmennafélagsins Viðars í Vallahreppi og gegndi því starfi með sóma í um það bil einn og hálfan áratug. Urn 1952—1953 var í alvöru farið að ræða um að reisa félagsheimili fyrir sveitina. Har- aldur var lífið og sálin í því að hrinda því máli af stað. Bygging félagsheimilisins að Iða- völlum hófst haustið 1954 og tók verkið 10 ár, þar til heimilið var vígt. Allan þennan tíma var Haraldur fremstur í flokki að reka þetta áfram og afla fjár til þess með sjálfboðaliða- starfi og leysti sjálfur af hendi einn tíunda REVKJALUNDUU 33

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.