Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 37

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 37
2. Stofnfé sjóðsins er kr. 1.000.000,00 — Ein núlljón — og myndar höfuðstól sjóðsins. Höfuðstól má auka með fjárhæðum er síðar kunna að berast. Höfuðstóll með síðari viðbótum skal lialdast óskertur. 3. Sjóðinn skal ávaxta, ef unnt er, í vísi- tölutryggðum verðbréfum eða með hæstu leyfilegum vöxtum eftir nánari ákvörðun stjórnar sjóðsins. 4. Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur og verð- bætur er leggjast á höfuðstól. 10% af árlegum nettótekjum sjóðsins skal leggja við höfuðstól. 5. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að rann- sóknum og meðferð gigtsjúkdóma á eft- irfarandi hátt: a) með veitingu rannsóknarstyrkja til lækna eða annarra, sem stjórn sjóðsins metur verðuga samkvæmt rannsóknar- aráætlun, sem fylgi umsókn um styrk- veitingu. b) með styrkveitingu til framhaldsnáms í gigtsjúkdómafræðum eða meðferð gigt- sjúkra. c) með fjárveitingu til kaupa á rannsókn- arbúnaði, fræðiritum og öðru því, sem stuðlar að aukinni þekkingu og bættri meðferð á gigtarsjúkdómum. d) með fjárveitingu til kaupa á lækninga- tækjum og búnaði til notkunar við meðferð gigtsjúkra. Til ráðstöfunar við úthlutun eru nettó- tekjur sjóðsins á síðast liðnu reikningsári sbr. þó ákv. 4. gr. 6. Umsækjendur um styrki samkvæmt a lið 5. gr. skulu vinna að rannsóknum sínum í tengslum við starfsemi Vinnuheimilis- ins að Reykjalundi. Umsækjendur um námsstyrk samkvæmt b lið 5. gr. skulu vera úr hópi starfsfólks Reykjalundar eða taka ráðningu þar að afloknu námi í a.m.k. 1 ár. Tæki og annar búnaður, sem fé er veitt til kaupa á samkvæmt c og d lið 5. gr. skal vera eign Vinnuheimilisins að Reykja- lundi. 7. Úthlutað skal úr sjóðnum einu sinni á ári þann 1. febrúar. Stjórn sjóðsins ákveð- ur, hvort og hve miklu fé skuli úthlutað liverju sinni innan Jieirra marka sem 4. og 5. gr. kveður á um. Falli úthlutun niður að nokkru eða öllu leyti skal óráðstafað fé leggjast við höfuð- stól til hækkunar ])eirri fjárhæð, er bund- in er. 8. Stjórn sjóðsins skal skipuð eftirtöldum 3 mönnum. Yfirlækni Reykjalundar, sér- fræðingi stofnunarinnar í gigtarsjúkdóm- um og framkvæmdastjóra Reykjalundar. Falli starf yfirlæknis saman við sérfræð- ingsstöðuna, skulu þeir tveir, er eftir sitja, í stjórninni, kveðja til stjórnarsetu einn úr liópi sérfræðinga stofnunarinnar. Stjórnarmenn víki sæti við meðferð, og ákvörðun um styrkveitingar, er varðar ])á sjálfa. Stjórnin setur sér nánari starfsreglur. 9. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðendum Vinnuheimilisins að Reykjalundi og þeir síðan sendir til eftir- litsmanns opinberra sjóða. 10. Sjóðsstjórnin getur að 10 árum liðnum frá dagsetningu staðfestingar gert breyt- ingar á skipulagsskrá þessari, ef það telst nauðsynlegt eða heppilegt til þess að sjóð- urinn fái gegnt hlutverki sínu í samræmi við óskir stofnanda hans. 11. Leita skal eftir staðfestingu forseta íslands á skipulagsskrá þessari og birta í B-deild stjórnartíðinda. Gert á Reykjalundi 21. mars 1980. Hnraldur Guðnason. Vitundarvottar. Július Baldvinsson Björn Ástmundsson. REYKJALUNDUR 35

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.