Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 40

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 40
Þá settist ég fyrst í hjólastól. Á þeim tíma var lítið um slíka gripi og ég held, að þeir hafi ekki verið til á nokkru sjúkrahúsi á land- inu. Sá, sent ég fékk lánaðan, var heimasmíð- aður — útistóll — smíðaður úr lijólhestahjól- um. Tvö hjól voru til hliðanna og sæti á milli þeirra og eitt hjól að framan, í venjulegum reiðhjólsgaffli og stýrisstöng upp af því. Ekki var um að ræða, að sá, sem í honum sat, gæti sjálfur komið sér áfram, heldur varð annar að ýta. Ekki var þetta sérlega traustlegt farartæki og fekk ég að reyna það. Eitt sinn var ég úti með ungum vini mínum, sem ýtti mér. Við gerðum okkur það til gamans, að fara fremst á bryggju, eða brimbrjót, og létum síðan vind- inn feykja okkur áfram, því að nokkuð hvasst var. Vinur minn stóð aftan á stólnum. Ofan til var verið að vinna að viðgerð og var þar talsvert grjót- og steinsteypuhröngl. Engir hemlar voru á stólnum, heldur varð sá, sem ýtti, einnig að halda við stólinn undan brekku. I einni ferðinni gætti ég mín ekki nógu vel og var of nærri brúninni, þegar við komum að grjótruðningnum. Til þess að lenda ekki í sjónum, varð ég að taka mjög krappa beygju, til að forðast rnestu grjóthrúgurnar. Það þoldi hliðarhjólið ekki, heldur lagðist saman og ég skutlaðist úr stólnum. Nærstaddir verkamenn réttu hjólið með höndunum og komu mér aftur upp í stólinn. Það var nú augljóst, að ekki færi ég í skóla að sinni. Fyrst varð að snúa sér að [m að leita eftir möguleikum á bata. Ekki var um að ræða neinar þjálfunar- eða endurhæfing- arstöðvar og virtust menn mjög í óvissu um, hvað hægt væri eða rétt að gera fyrir lömun- arsjúklinga. Niðurstaðan varð, að ég fór á Landspítalann, þar sent ég var næstu tvö ár- in. Nokkrir fleiri lömunarsjúklingar voru þar einnig og var reynt að búa þar út smávegis þjálfunaraðstöðu og reynt diathermi og sitt hvað fleira, með takmörkuðum árangri. Þarna settist ég fyrst í erlendan, verksmiðju- framleiddan hjólastól. Ekki átti ég hann jaó sjálfur, lieldur fékk hann aðeins lánaðan stund og stund. Var það strax mikill munur, því að þá var þó unnt að róa sér lítið eitt áfram á sléttu gólfi, þótt mátturinn væri lítill. Næsta ár eignaðist ég svo stól til útiveru, þýzkan. Á honum voru armar til að pumpa sig áfrarn með. Ekki hafði ég (k'i það mikinn kraft, að ég gæti komizt upp nokkurn veru- legan halla, hjálparlaust. Segir meira af hon- unt síðar. Þótt mér væri orðið það full ljóst, að ég myndi aldrei geta stundað venjulegt skóla- nám, var ég síður en svo afhuga því, að halda áfram námi og ná einhverju prófi. Ég las gíf- urlega niikið af alls konar bókmenntum, ekki sízt alls konar frásagnir, ferðasögur og ævi- sögur, ásamt ýmsum verkum heimsbókmennt- anna. Góður vinur minn útvegaði mér bækur og valdi þær handa mér. Taldi hann hvorug- um okkar greiða að því, að hann væri að færa mér neins konar hazarsögudót. Mér fannst liggja í augum uppi, að liægast- ur vandi væri að lesa sér til gagns þær náms- bækur, sem t.d. voru lesnar í gagnfræðaskól- um. Ég útvegaði mér þær og þar kom, að ég leitaði eftir möguleikum að fá að taka próf utan skóla. Eékk ég aðstoð frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar — Ingimarsskólanum — m.a. við stílagerð, og síðan að taka próf við þann skóla. Það var mér mikil uppörvun. Ég sá, að ég gat að verulegu leyti staðið þeim á sporði, sem gátu setið í skólanum sjálfum. Árið 1937 fór ég að sækja sund í Sundhöll Reykjavíkur og reyndist það bezta þjálfun, sem ég hafði fengið til þess tíma. Ekki var mjög langt að fara frá Landspítalanum og eftir að ég fékk útistólinn gat ég látið mér nægja, ef ég fékk aðstoð við að komast á gatna- 38 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.