Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 48

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 48
FERÐIN TIL KÓNGSINS Einu sinni var liæna úti í garðinum að tína korn. Þá datt allt í einu eitthvað ofan á höf- uðið á henni. „Sem ég er lifandi," sagði hænan. „Ég held bara, að himinninn sé að hrynja. Ég verð að hlaupa og segja kónginum frá þessu.“ Hún lagði þegar af stað og hljóp og hljóp og þá rakst hún á hanann. „Hvert ert þú að fara, hæna góð?“ spurði hann. „Ég ætla til kóngsins að segja honum, að himinninn sé að hrynja.“ „Má ég koma með?“ spurði haninn. „Það máttu gjarnan," sagði hænan. Og þau hlupu og hlupu, til að segja kóng- inum, að himinninn væri að hrynja. Þá mættu þau öndinni. „Hvert eruð þið að fara, fyrst ykkur liggur svona mikið á?“ spurði öndin. „Við ætlum til kóngsins að segja honum að himinninn sé að hrynja," sögðu haninn og hænan. „Má ég koma með?“ spurði öndin. „Það máttu gjarnan," sögðu hænan og han- inn. Hænan og haninn og öndin hlupu til þess að verða nógu fljót að segja kónginum, að himinninn væri að hrynja. Þá mættu þau gæsinni. „Hvert eruð þið að fara, hæna og liani og önd?“ spurði gæsin. „Við erum á leið til kóngsins til að segja honum, að himinninn sé að hrynja,“ sögðu hænan og haninn og öndin. „Má ég koma með?“ spurði gæsin. „Það máttu gjarnan," sögðu hænan og han- inn og öndin. Og hænan og haninn og öndin og gæsin hlupu áleiðis til kóngsins til að segja honum að himinninn væri að hrynja. Þau hlupu og hlupu og þá hittu þau refinn. „Hvert eruð þið að hlaupa, liæna og hani og önd og gæs?“ spurði rebbi. „Við erum að fara til kóngsins til að segja lionum, að himinninn sé að hrynja,“ sögðu hænan og haninn og öndin og gæsin. „Þá hafið þið villzt,“ sagði refurinn. „Ég þekki réttu leiðina til kóngsins. Á ég að vísa ykkur veginn?“ „Þökk fyrir,“ sögðu hænan og haninn og öndin og gæsin. Og hænan og haninn og öndin og gæsin hlupu á eftir refnum, áleiðis til kóngsins, til að segja honum, að himinninn væri að hrynja. Þau hlupu og hlupu. Þá komu þau að dinnnu opi. Þetta op var inngangurinn að lnbýlum refsins; en það vissu Jjau ekki, hænan, haninn, öndin og gæsin. „Þetta er skemmsta leiðin,“ sagði refurinn. „Fylgið mér!“ Og hann smaug inn í holuna. Gæsin kom á eftir — en rebbi gerði hana strax höfðinu styttri. Því næst kom öndin, en það fór á sömu leið. Þá kom haninn, en í sömu andrá og rebbi ætlaði að bíta hann á háls, 46 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.