Fréttablaðið - 09.11.2015, Page 1

Fréttablaðið - 09.11.2015, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 2 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 9 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri Thorsson skrifar um úrtölu­ menn í loftslagsmálum. 12-13 sport Strákarnir okkar unnu ríkjandi heimsmeistara. 14 tÍMaMót Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi fréttastjóri, er fimm­ tugur í dag. 16 lÍfið Rokksveitin Zhrine landaði samning við Sea­ son of Mist. 24-26 plús 3 sérblöð l fólk l fasteignir l  Húsnæðislán *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Sími 512 4900 landmark.is stjórnsýsla „Jafnvel þó að um ein­ hvers konar neyðaraðstæður hafi verið að  ræða vegna peningaástandsins í kirkjunni í kjölfar hrunsins þá verðum við að breyta þessu strax og ekki síðar en nú, hér á þessu þingi, því þetta gengur ekki,“ sagði séra Geir Waage á Kirkjuþingi í október. Geir, sem er sóknarprestur í Reyk­ holti, sagði að fjármunir úr jöfnunar­ sjóði sóknanna í landinu hefðu verið „teknir í nokkuð stórum stíl á undan­ förnum árum til að launa presta og til þess að greiða ýmsan kostnað á Biskups stofu“. Eftir hrun hefðu  á þennan hátt samtals runnið 175 millj­ ónir króna úr jöfnunarsjóðnum. Það væri óheimilt samkvæmt lögum og reglugerðum. „Það er hvergi nokkurs staðar opnuð leið í lögunum eða reglugerðinni til þess að taka fé úr þessum sjóði til þess að kosta prestsþjónustu eða til annars kostnaðar heldur en einhverrar umsýslu sjóðsins á Biskupsstofu,“ sagði Geir. Séra Gísli Jónasson, formaður fjár­ hagsnefndar Kirkjuþings, dró í efa að þessi aðferð væri ekki í samræmi við lög og reglur. „Við getum sjálfsagt gert ágreining um það hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki en hún var allavega gerð til þess að forða því að fækka starfsmönnum meira en orðið hefur verið,“ útskýrði Gísli. Þegar upplýst var að kirkjuráð Þjóð­ kirkjunnar hefði samþykkt að ekki yrði fært frekara fé milli sjóða kvaðst Geir hins vegar sáttur. – gar / sjá síðu 6 Sóknargjöld sögð fara í röng útgjöld lögregluMál Rannsókn lögreglu í tveimur aðskildum kynferðisbrota­ málum beinist að húsnæði í fjöl­ býlishúsi í Hlíðahverfi í Reykjavík, þar sem talið er að árásirnar hafi átt sér stað. Lögregla staðfestir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í málinu. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldis­ iðkunar. Fréttablaðið greindi frá árás­ unum fyrir helgi, en þær áttu sér báðar stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur. Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmti­ staðnum Austri, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðg­ að, í sömu íbúð, af báðum mönn­ unum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykja­ vík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá sam­ nemendum kvennanna leikur grun­ ur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. S a m k væ m t á r e i ð a n l e g u m heimildum blaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðg anirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur. Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana. Lögreglan vill ekki staðfesta hvað hafi fundist við húsleitina. Hún staðfestir þó að hún hafi verið gerð  í framhaldi af því að menn­ irnir voru handteknir. Mönnunum var sleppt að lokinni frumrann­ sókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. – ngy Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar, grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot, ganga lausir. Málið er í rannsókn. Árásirnar tvær sem lögregla rannsakar tengjast báðar nemendum við Háskólann í Reykjavík. Fjölmenni sótti árvissan jólabasar Hringsins í gær. Í hópi þeirra sem gerðu góð kaup voru Geir Ólafsson tónlistarmaður og unnusta hans sem hér kaupa ungbarnaföt. Fréttablaðið/Vilhelm 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E D -A E 0 4 1 6 E D -A C C 8 1 6 E D -A B 8 C 1 6 E D -A A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 8 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.