Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 4
4 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Veiðimennirnir (Fas-andræberne) er önnur bók-in í spennusagnaröðinnieftir Jussi Adler-Olsen um störf Carls Mørck og Assad fyrir rannsóknardeildina Q sem er kvik- mynduð. Í upphafi myndar leitar gamall lögreglumaður til Carls Mørck og biður hann að rannsaka óupplýst morð á táningssyni sínum og -dóttur sem myrt voru með hrotta- legum hætti tuttugu árum áður. Mørck neitar, en þegar gamli lög- reglumaðurinn sviptir sig síðan lífi finnst honum hvíla á sér sú skylda að virða hinstu óskina. Á sínum tíma játaði unglingurinn Bjarne Thøgersen á sig morðin, en naut aðstoðar stjörnulögfræðings landsins sem tryggði honum stutta fangelsisvist og að afplánun lokinni hefur morðinginn öllum að óvörum nóg fé á milli handanna þrátt fyrir að vera af fátæku fólki kominn. Allt bendir því til að hann hafi þegið greiðslur fyrir að taka á sig sökina. Fljótlega berast böndin upp í efstu lög samfélagsins, því morðinginn hafði sterk tengsl við hóp sterk- efnaðra jafnaldra sinna á Griffen- holm-heimavistaskólanum sem hafa á fullorðinsárum orðið mjög valdamikil í þjóðfélaginu. Foringi hópsins var og er viðskiptaforkólfurinn Ditlev Pram sem í slagtogi við Ulrik Dybbøl veit sem fullorðinn maður fátt skemmti- legra en að lúberja aðra undir áhrif- um kókaíns. Eina stúlkan í vinahópn- um gamla, Kirsten Marie Lassen kölluð Kimmie, er hins vegar heim- ilislaus og fer huldu höfði. Handritshöfundarnir Nikolaj Arcel og Rasmus Heisterberg eiga hrós skilið fyrir að koma efnismikilli spennusögu Adler-Olsen yfir á hvíta tjaldið. Margar breytingarnar sem kvikmyndamiðilinn kallar eðlilega á eru til bóta. Þannig skerpir það t.d. söguna að ofbeldisfullu siðleysingj- unum í gamla skólagenginu er fækk- að úr sex í fjóra. Einnig er til bóta að sleppa næstum öllu er snýr að per- sónulegu lífi Mørcks, en þau örfáu samtöl sem rannsóknarlögreglumað- urinn á við unglingsson sinn miðla miklu um persónu hans. Eins er skilj- anlegt að subbulegt lokaatriði bók- arinnar þar sem handsprengja er í aðalhlutverki hafi verið leyst með sjónrænt flottari hætti. Þrátt fyrir allmiklar styttingar þar sem markmiðið er augljóslega að ein- blína á spennuframvinduna verður myndin á köflum óþarflega lang- dregin. Það helgast einna helst af því að stór hluti myndarinnar er sagður með endurliti sem verður endurtekn- ingarsamt og hægir á framvindunni í stað þess að styrkja hana. Í endurlit- unum eru rifjuð upp samskipti vina- hópsins sem beittu ofbeldi í anda kvikmyndarinnar A Clockwork Or- ange með tilheyrandi drápum. Afar myndrænt, hrottafengið ofbeldið verður afskaplega leiðigjarnt til lengdar og setja verður spurning- armerki við þá ákvörðun kvikmynda- gerðarmannanna að ýkja ofbeldið frekar en hitt, því í bókinni stundar vinahópurinn helst það að myrða fórnarlömb sín en í myndinni er hrottalegu og tilhæfulausu kynferðis- ofbeldi bætt við. Aftur mistekst handritshöfund- unum úrvinnslan á sterkustu konu bókarinnar. Konunni í búrinu í sam- nefndri mynd eftir fyrstu skáldsög- unni um Mørck var breytt úr þeim töffara sem bókin lýsir í enn eina þjáðu konuna í heimi spennumynd- anna. Sömu örlög hlýtur Kimmie sem í bókinni er gerandi í eigin lífi og hörð í horn að taka þrátt fyrir augljós and- leg veikindi sín. Bókin er hrein- ræktuð hefndarsaga hennar á hendur gömlu félögum sínum sem léku hana grátt, en kvikmyndin er eymdarsaga hennar, þó henni takist á lokametr- unum að ná settu markmiði. Ýmsar aðrar brotalamir eru í handritinu, eins og t.d. þegar Kimmie veit sjálf- krafa hvar Mørck er niðurkominn þegar hann svíkur stefnumót sitt við hana. Líkt og í fyrri myndinni er allt yf- irbragðið bæði drungalegt og dökkt, sem skýrir vafalítið hvers vegna myndinni hefur verið lýst sem „nordic noir“ eða norrænni rökkurmynd. Leikstjórinn Mikkel Nørgaard virðist hins vegar halda að aðalleikararnir þurfi stöðugt að vera með sígarettuna í munnvikinu til þess að standa undir því nafni. Ljósi punktur myndarinnar er af- bragðsleikur Nikolaj Lie Kaas og Far- es Fares í hlutverkum sínum sem Mørck og Assad. Samleikur þeirra er góður og gaman að verða vitni að því þegar Mørck er komið á óvart með góðri kunnáttu Assad m.a. sem skyttu og málamanns. Báðir eru þeir næmir á kómískar tímasetningar og lyfta ann- ars miðlungsmynd á hærra plan. Pilou Asbæk og David Dencik eru sannfær- andi í hlutverkum sínum sem Ditlev Pram og Ulrik Dybbøl þó hlutverk þeirra séu eðli málsins samkvæmt fremur einhæf. Sarah-Sofie Boussnina og Danica Curcic leika Kimmie á tveimur tímaskeiðum. Boussnina dregur upp skýra mynd af tánings- stúlku í uppreisn sem lendir í miklum hremmingum. Curcic hefur góða nær- veru í oft þöglu hlutverki Kimmie á fullorðinsárum og ekki er við hana að sakast þó handritshöfundar í sam- vinnu við leikstjóra hafi ákveðið að draga tennurnar úr hlutverkinu. Eftir stendur mynd sem er ágætis afþreying sem tekur bókinni fram í ýmsu þó aðrar brotalamir dragi hana niður. Þess má að lokum geta að þetta er lokamynd leikstjórans í seríunni þó áður hafi verið gefið út að hann myndi leikstýra fyrstu fjórum myndunum um Mørck og félaga. Hrottaskapurinn allsráðandi Góðir Fares Fares og Nikolaj Lie Kaas eru góðir í hlutverkum sínum sem Assad og Carl Mørck, en heilt yfir er myndin of langdregin og hrottafengin. Borgarbíó, Háskólabíó og Laugarásbíó Fasandræberne / Veiðimennirnir bbbnn Leikstjóri: Mikkel Nørgaard. Handrit: Nikolaj Arcel og Rasmus Heisterberg byggt á skáldsögu eftir Jussi Adler- Olsen. Aðalleikarar: Nikolaj Lie Kaas, Fares Fares, Danica Curcic, Pilou As- bæk, David Dencik, Sarah-Sofie Bo- ussnina, Marco Ilsø, Johanne Louise Schmidt, Beate Bille og Søren Pilmark. Danmörk, 2014. 119 mín. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR KVIKMYNDIR Hanna Þóra Guð- brandsdóttir sópran og Ant- onía Hevesi pí- anóleikari koma fram í Laugar- neskirkju í dag kl. 12, en tónleik- arnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Á efnisskránni eru ljóð, bænir og aríur sem tengj- ast heilagri Maríu. Einnig flytja þær aríu eftir W.A. Mozart. Efnis- skrána fluttu þær í Hafnaborg í desember sl. við góðar undirtektir að því er fram kemur í tilkynningu. Flytja Maríubænir og aríur í hádeginu Hanna Þóra Guðbrandsdóttir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Penninn Eymundsson taka höndum sam- an í Hörpu um helgina og bjóða gestum að hlýða á átta rithöfunda lesa úr verk- um sínum og spjalla um þau. Mat- arveislan Food and Fun verður í brenni- depli og afurðir úr hafi og landbúnaði verða kynntar, þá verður þar mat- armarkaður Búrsins, beint frá býli, og Sinfóníuhljómsveit Íslands og Reykjavík Bókmenntaborgin krydda dagskrána með tónlist og bókmenntum. Höfund- arnir sem koma fram milli kl. 13 og 15 á laugardag og sunnudag eru Bryn- dís Björgvinsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Sigurður Pálsson, Gerður Kristný, Yrsa Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason og Meðgönguljóð- askáldin Björk Þorgrímsdóttir, Elías Knörr og Valgerður Þóroddsdóttir. Verðlaunahöfundur Ófeigur Sig- urðsson er einn þeirra sem lesa upp. Bókmenntir á matarmarkaði í Hörpu Hádegistónleikar með Íslenska flautukórnum verða í Listasafni Íslands í dag kl. 12.10. Á efnisskránni eru verk eftir Joseph Haydn og Franz A. Hoffmeister. Flytjendur eru Berglind Stefánsdóttir á flautu, Hall- fríður Ólafsdóttir á flautu og Sigurgeir Agnarsson á selló. Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands síðasta föstudag hvers mánaðar. Þá er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endurræsa skilningarvitin. Aðgangur er ókeypis. Haydn og Hoffmeister í hádeginu Hallfríður Ólafsdóttir Leiksýning fram- tíðardeildar Gaflaraleikhúss- ins, „Heili Hjarta Typpi“, verður aftur tekin til sýninga í kvöld, föstudag, eftir hlé. Verkið var sýnt síðasta haust og fékk góðar viðtökur áhorfenda og gagn- rýnenda. Þetta er gamanleikrit sem fjallar um þrjá mjög ólíka handrits- höfunda í tilvistarkreppu: „Stór- snillingur, hjartnæmur unglingur og graðnagli reyna að vinna sam- an,“ segir í tilkynningu. Úr sýningunni. Heili Hjarta Typpi fer aftur á svið 2 VIKUR Á TOPPNUM! STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! Besta leikkona í aðalhlutverki www.laugarasbio.is Sími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.