Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 6
6 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Annie Um er að ræða endurgerð á mynd- inni um munaðarlausu stúlkuna An- nie. Dag einn ákveður viðskiptajöf- urinn Will Stacks að taka stúlkuna að sér í von um það muni gagnast í kosningabaráttu hans sem borg- arstjóri New York. Leikstjóri er Will Gluck, en í aðalhlutverkum eru Quvenzhané Wallis, Cameron Diaz og Jamie Foxx. Metacritic: 33/100 Into the Woods Myndin er nútíma útfærsla á æv- intýrum Grimms-bræðra í söng- leikjaformi þar sem blandað er saman sögunum um Öskubusku, Rauðhettu, Jóa og baunagrasið og Garðabrúðu. Tónlistin er eftir Stephen Sondheim. Leikstjóri er Rob Marshall, en meðal leikara eru Johnny Depp, Anna Kendrick, Emily Blunt og Meryl Streep. Metacritic: 69/100 Still Alice Allt virðist leika í lyndi hjá Alice Howland. Hún er prófessor í mál- vísindum, vel gift og á þrjú upp- komin börn. Þegar hún fer að byrja að gleyma orðum leitar hún læknis og fær þá greiningu að hún sé með Alzheimer. Leikstjórar eru Richard Glatzer og Wash Westmoreland, en í burðarhlutverkum eru Julianne Moore, Alec Baldwin og Kristen Stewart, en Moore hlaut Óskarinn fyrir túlkun sína á Alice. Metacritic: 72/100 Before I go to Sleep Myndin segir frá Christine Lucas sem vaknar á hverjum morgni al- gjörlega minnislaus um það sem gerst hefur í lífi hennar fram að því. Leikstjóri er Rowan Joffe, en í aðalhlutverkum eru Nicole Kid- man, Colin Firth, Mark Strong. Metacritic: 41/100 Bíófrumsýningar Söngur og minnisleysi Verðlaunuð Julianne Moore leikur Alice og fékk Óskarinn að launum. Himnesk heið- ríkja er yf- irskrift tónleika í röðinni Klassík í hádeginu sem fram fara í Gerðubergi í dag, föstudag, kl. 12.15-13 og sunnudaginn 1. mars kl. 13.15- 14. Þar flytja Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Nína Margrét Grímsdóttir pí- anóleikari tónlist eftir Brahms, Schubert, Schumann og Strauss sem innblásin er af himneskri heið- ríkju og því fagra sem henni teng- ist. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir er enginn. Himnesk heiðríkja Nína Margrét Grímsdóttir „Eftir góða ferð norður í góða veðrinu um síðustu helgi ætla Ljótu hálfvit- arnir ekki að hætta sér út fyrir borgarmörkin um þá næstu. Í mesta lagi niður í 101, nánar tiltekið á Klapparstíginn þar sem Doddi Rósenbergvert ætlar að hleypa þeim upp á sviðið sitt bæði föstudags- og laugardagskvöld. Hann mun svo vera gestum innan handar með mat og drykk meðan Hálf- vitarnir gera stykkin sín. Spila lög og fara mögulega með gamanmál inn á milli, svona meðan þeir rifja upp hver spilar á hvað í hvaða lagi. Allt eftir bókinni,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22, en miðasalan tveimur tímum fyrr. Ljótu hálfvitarnir troða upp á Rósenberg Fríður flokkur Ljótu hálfvitarnir eru samtals níu og fylla sviðið létt. en hann leggi álög á myndina með þessum ummælum eða var kannski ætlunin hjá Winterbottom að gera verri mynd? Varla. Að þessu sinni er Brydon fengið það verkefni að skrifa um úrvalsveit- ingastaði á Amalfi-ströndinni á Ítalíu fyrir Observer, frá Liguria til Capri og býður hann Coogan með. Þeir keyra milli bæja og hlusta á Alanis Morrisette á leiðinni (sem er reyndar mjög fyndið), gæða sér á dýrindis réttum á fínustu veitingastöðum, gista á glæsihótelum, feta slóðir róm- antísku skáldanna Byrons lávarðar og Percys Bysshe Shelley á strönd- inni og velta fyrir sér dvöl þeirra á Ítalíu og skáldskap. Í The Trip fékk Coogan sig fullsaddan af gengd- arlausum eftirhermum Brydons og spyr í upphafi framhaldsmynd- arinnar hvort þeir ætli nokkuð að endurtaka þann leik. Jú, Brydon ætl- ar sér það svo sannarlega og virðist í raun ekki geta opnað munninn án þess að herma eftir Al Pacino, Mich- Í The Trip, kvikmynd MichaelsWinterbottom frá árinu 2011sem unnin var upp úr sam-nefndum sjónvarpsþáttum, sagði af bráðskemmtilegu ferðalagi leikaranna og grínistanna Steve Coo- gan og Robs Brydon um vatnasvæði Englands, Lake District, og var hún bæði óvenjuleg og frumleg, m.a. fyrir það að þeir léku sjálfa sig í myndinni. Coogan fékk það verkefni að skrifa grein fyrir dagblaðið Observer um bestu veitingastaði smábæja og þorpa vatnasvæðisins og bauð Brydon með sér eftir að kærasta hans hætti við að fara með honum. Snæddu þeir miklar kræsingar, kepptu hvor við annan í því að herma eftir þekktum leikurum á borð við Michael Caine og Al Pacino auk þess að velta fyrir sér lífinu og til- verunni með afar spaugilegum hætti. The Trip to Italy er framhald þeirrar myndar og því miður nær hún ekki sömu hæðum og The Trip, einkennist af endurteknu efni sem missir oftar en ekki marks. Það er kaldhæðnislegt að Coogan spaugar með það í upphafi myndar að framhaldsmyndir, þær sem eru nr. 2 í röðinni, séu nær alltaf verri en fyrsta myndin. Engu líkara ael Caine, Hugh Grant, Marlon Brando o.fl. Coogan og Brydon eru afar færir í eftirhermunum en maður fær fljótt leið á þeim. Stundum ná þeir flugi, m.a. í vangaveltum sínum um Batman-myndina The Dark Knight Rises þar sem þeir herma kostulega eftir Christian Bale og Tom Hardy en eftirhermurnar eru engu að síður alltof fyrirferðarmiklar í myndinni. Öllu skemmtilegri eru vangaveltur þeirra um dauðann og hverfandi kynþokka, t.d. að þeir séu orðnir ósýnilegir ungum og fögrum konum sem brosi í mesta lagi til þeirra eins og ungar konur brosi til gamalla frænda sinna. Miðaldra karlmenn í kreppu geta verið hið besta gamanefni og báðir eru þeir Coogan og Brydon viðkunn- anlegir og skemmtilegir. Það skemm- ir því töluvert fyrir myndinni þegar Brydon gerist sekur um algjört sið- leysi um miðbik myndarinnar og virð- ist ekki iðrast gjörða sinna svo mjög. Brot Brydons virðist heldur ekki trufla Coogan sem kemur manni í opna skjöldu, sérstaklega þar sem mennirnir eiga að vera að leika sjálfa sig að mestu í myndinni. Ef þessi til- tekni hluti myndarinnar á að vera fyndinn þá tekst það engan veginn og vonandi eru þeir félagar ekki siðleys- ingjar. Kostir myndarinnar eru samt sem áður nokkrir. Landslagið er ægifag- urt, maturinn girnilegur og Coogan og Brydon eiga sína góðu spretti af og til í spauginu, eftirhermunum og miðaldurskreppunni. En Winterbot- tom, sá ágæti leikstjóri, hefur gert miklu betri kvikmyndir en þessa og mun verri líka, ef út í það er farið. Matgæðingar Brydon og Coogan stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Bragðdauft framhald Bíó Paradís The Trip to Italy bbmnn Leikstjóri: Michael Winterbottom. Aðal- leikarar: Steve Coogan, Rob Brydon, Claire Keelan, Marta Barrio og Rosie Fell- ner. Bretland og Ítalía, 2014. 108 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Stockfish – evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík 2015 leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Fös 27/2 kl. 19:30 23.sýn Lau 7/3 kl. 19:30 26.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 29.sýn Lau 28/2 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn Fös 6/3 kl. 19:30 25.sýn Lau 21/3 kl. 19:30 28.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Stóra sviðið) Fim 5/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 14/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 20/3 kl. 19:30 52.sýn Aukasýningar á Stóra sviðinu. Karitas (Stóra sviðið) Sun 1/3 kl. 19:30 35.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn Allra síðustu sýningar. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 15/3 kl. 13:30 Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 8/3 kl. 13:30 Sun 15/3 kl. 15:00 Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Sun 8/3 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 28/2 kl. 14:00 3.sýn Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Lau 28/2 kl. 16:00 4.sýn Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Minnisvarði (Aðalsalur) Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 27/3 kl. 20:00 Mið 11/3 kl. 20:00 Sun 22/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Mið 25/3 kl. 20:00 Hrikalegir (Aðalsalur) Fös 27/2 kl. 21:00 Lau 28/2 kl. 21:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Sun 1/3 kl. 14:00 Sun 8/3 kl. 14:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR Skepna (Aðalsalur) Sun 1/3 kl. 20:00 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur) Fim 26/3 kl. 20:00 Björt í sumarhúsi (Aðalsalur) Lau 28/2 kl. 15:00 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Öldin okkar –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot – Frumsýning 6. mars!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.