Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 10
10 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 B jarkey fæddist í Reykja- vík 27.2. 1965 en ólst upp á Siglufirði og flutti síðan til Ólafs- fjarðar 1980. Hún gekk í Grunnskóla Siglufjarðar, lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri, B.Ed.-prófi frá KHÍ 2005 og fékk diploma í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ 2008. Bjarkey sinnti ýmsum þjónustu- störfum við Hótel Ólafsfjörð 1984- 86, var almannatryggingafulltrúi og gjaldkeri á sýsluskrifstofu Ólafs- fjarðar 1988-91, sá um daglegan rekstur og var bókari og launa- fulltrúi Vélsmiðju Ólafsfjarðar 1989- 2005, starfrækti, ásamt eiginmanni sínum, Íslensk tónbönd á árunum 1994-99, starfrækti Veitingahúsið Höllina 2005-2012 og er, ásamt eig- inmanni sínum, eigandi og starf- rækir Kaffi Klöru og Gistihús Jóa. Bjarkey kenndi við Barnaskóla Ólafsfjarðar 2000-2005, var stig- stjóri 8.-10. bekkjar þar, kenndi auk þess stafræna ljósmyndun og upp- lýsingatækni, var kennari og náms- og starfsráðgjafi við Grunnskóla Ólafsfjarðar 2005-2008 og náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann á Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður – 50 ára Á brúninni Bjarkey og Helgi fara töluvert í gönguferðir um landið. Hér eru þau komin upp á Hornbjarg. Afar félagslega sinnuð og umhverfissinni í VG Börnin hennar Bjarkeyjar F.v.: Tímon Davíð, Klara Mist og Jódís Jana. Þann 22. apríl vinnur heppinn áskrifandi glæsilega Toyota Corolla bifreið. Í upphafi skyldi endinn skoða. Sveinn fæddist í Kaupmanna-höfn 27.2. 1881 en ólst upp íÍsafoldarhúsinu við Austur- stræti sem nú er í Aðalstræti. Þar starfrækti faðir hans Ísafoldarprent- smiðju og ritstýrði Ísafold og þar var Morgunblaðið fyrst til húsa, en Ólaf- ur, bróðir Sveins, var ásamt Vilhjálmi Finsen, stofnandi þess árið 1913. Sveinn var sonur Björns Jóns- sonar, ritstjóra, alþm. og ráðherra, og k.h., Elísabetar G. Sveinsdóttur hús- freyju, systur Hallgríms biskups, og Sigríðar, móður Haraldar Níelssonar guðfræðiprófessors, afa Haraldar Sveinssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs. Eiginkona Sveins var af dönskum ættum, Georgia Björnsson, f. Han- sen, og eignuðust þau sex börn. Sveinn lauk stúdentsprófi alda- mótaárið 1900 og hélt síðan til Kaup- mannahafnar til að stunda laganám. Því lauk hann vorið 1907 og varð sama ár yfirréttarmálaflutnings- maður og 1920 varð hann hæstarétt- arlögmaður. Á árunum 1907-20 rak Sveinn málflutningsskrifstofu í Reykjavík. Hann var settur mála- flutningsmaður við landsyfirréttinn 1919. Þá var hann alþm. fyrir Sjálf- stæðisflokkinn eldri 1914-15 og síðan fyrir Heimastjórnarflokkinn 1919-20, og gegndi starfi sendiherra Íslands í Danmörku 1920-24 og 1926-41. Árið 1941 var Sveinn kjörinn af Al- þingi ríkisstjóri Íslands og hinn 17. júní 1944 var hann kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands á Lögbergi á Þingvöllum. Hann var tvisvar endur- kjörinn án atkvæðagreiðslu. Sveinn hafði m.a. umtalsverð áhrif sem for- seti á mótun varnarmála og nýrrar utanríkisstefnu hér á landi með sam- skiptum sínum við Bandaríkja- forseta. Sveinn er eini forsetinn sem skipað hefur utanþingsstjórn en það gerði hann sem ríkisstjóri, árið 1942, í óþökk ýmissa alþingismanna, ekki síst sjálfstæðismanna. Sveinn skráði endurminningar sem gefnar voru út 1957. Þá skrifaði Gylfi Gröndal bók- ina Sveinn Björnsson – ævisaga. Sveinn lést 25.1. 1952. Merkir Íslendingar Sveinn Björnsson 90 ára Ásta Hallgrímsdóttir Kristbjörg Ingimundardóttir 85 ára María Áslaug Guðmundsdóttir Sakibe Bakraqi Valgeir Tryggvi Ingimundarson 80 ára Edda Gísladóttir Guðbjörg Jóna Jónsdóttir Hans Guðmundur Hilaríusson Margrét Erla Hallsdóttir 75 ára Ásdís Daníelsdóttir Gísli Finnbogi Guðmundsson Ingibjörg Svanbergsdóttir Kjartan Sigurjónsson Laufey Guðrún Lárusdóttir Sonja Gunnarsdóttir Tomas Enok Thomsen 70 ára Árnína Kristín Dúadóttir Flosi Jónsson Gréta Gunnarsdóttir Helga Gunnarsdóttir Hrönn Árnadóttir Jón Anton Speight Sigurlaug Gröndal William S. Gunnarsson 60 ára Agnes Gunnarsdóttir Ásta Halldóra Guðmundsdóttir Gróa Sigurðardóttir Guðmundur R. Ragnarsson Helga Gunnarsdóttir Jenný Jóakimsdóttir Jóna Hammer Gylfadóttir Pálína Guðný Guðmundsdóttir Rúnar Hauksson Sigurður Sveinsson Þuríður Kristín Hallgrímsdóttir 50 ára Björk Hreinsdóttir Guðmundur Atlason Guðmundur Ingi Geirsson Guðrún Margrét Ólafsdóttir Hugrún Reynisdóttir Jóhannes Eggertsson Jón Magnús Guðjónsson Ólafía Margrét Helgadóttir Regína Berndsen Sigríður Einarsdóttir 40 ára Benedikt Jón Guðmundsson Birna Káradóttir Erna Kristín Hauksdóttir Gísli Birgir Olsen Hrönn Johannsen Hrönn Sigurðardóttir Sólrún Edda Pétursdóttir 30 ára Ágústa Sveinsdóttir Daniel Collovich Axelsen Helgi Þór Lund Kimberly Kathleen Irwin Kristinn Örn Viðarsson Magnús Helgi Jakobsson Tomasz Kaminski Þórhildur Ólafsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Salvör ólst upp í Kópavogi, býr á Álftanesi, lauk BS-prófi í stærðfræði frá HÍ og atvinnuflug- mannsprófi og er flug- maður hjá Icelandair. Maki: Dagbjartur Ein- arsson, f. 1985, flug- maður. Dóttir: Bríet, f. 2010. Foreldrar: Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, f. 1959, bókasafnsfræðingur, og Egill Einarsson, f. 1948, verkfræðingur. Salvör Egilsdóttir 40 ára Íris býr í Hafnar- firði, lauk sjúkraþjálf- araprófi í Danmörku, B.Ed.-prófi frá KHÍ og er sjúkraþjálfari á DAS. Maki: Ólafur Ragnar Guð- björnsson, f. 1975, verk- stjóri. Börn: Andri Marteinn, f. 2004, og Sara Bryndís, f. 2007. Foreldrar: Hákon Örn Gissurarson, f. 1949, og Valdís Kristinsdóttir, f. 1950. Íris Huld Hákonardóttir 30 ára Íris býr í Kópavogi, stundaði nám í ljós- myndun og grafískri miðl- un, hefur unnið við ljós- myndun og umbrot og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Davíð Kristjánsson, f. 1980, rafvirki. Börn: Irena April, f. 2005, og Oliver Leo, f. 2014. Foreldrar: Marten Ingi Lövdahl, f. 1958, húsa- smíðameistari, og Elín Guðbjartsdóttir, f. 1959, gullsmiður. Íris Martensdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.