Morgunblaðið - 27.02.2015, Side 11

Morgunblaðið - 27.02.2015, Side 11
Tröllaskaga og brautarstjóri starfs- brautar 2011-2013. Bjarkey var varaþingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð 2004- 2013 og hefur verið alþingismaður Norðausturkjördæmis frá 2013. Hún var bæjarfulltrúi og bæjarráðs- kona 2006-2013 og hefur setið í ýms- um nefndum bæjarins, s.s. í fræðslu- nefnd, frístundanefnd og húsnæðisnefnd og var formaður menninganefndar. Bjarkey sat í nemendaverndar- ráði Grunnskóla Ólafsfjarðar 2008- 2012, var varamaður í hafnaráði Siglingastofnunar Íslands 2009- 2013, situr í flokksstjórn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og kjördæmaráði VG – norðaustur, hefur verið formaður og gjaldkeri í kjördæmaráði og svæðisfélagi Fjallabyggðar. Hún tók þátt í inn- leiðingu Olweus-eineltisáætlunar- innar í Grunnskóla Ólafsfjarðar, kom að skipulagningu og vinnu við blúshátíðir í mörg ár og gjaldkeri og einn af stofnendum foreldrafélags grunnskólans í Ólafsfirði. Þá var hún varaformaður í slysavarnadeild kvenna og gjaldkeri í Bandalagi kennara á Norðurlandi eystra. Því verður ekki á móti mælt að Bjarkey er afar samfélagslega sinn- uð: „Allt sem viðkemur samfélags- málum heillar mig. Ég nýt þess að vinna með fólki á öllum aldri og tak- ast á við ögrandi verkefni. Ég á tvo hunda, hef gaman af al- mennri heilsurækt og útivist og nýt þess að ferðast bæði innanlands og erlendis. Við hjónin erum mjög með- vituð um umhverfi okkar og viljum vernda bæjarmyndina hér í Ólafs- firði. Það er ein af ástæðum þess að við höfum tekið í gegn húsnæði í Ólafsfirði til að „lyfta bæjarmynd- inni“ þar sem við rekum nú kaffi- og gistihús, sem og hús rétt við bæjar- mörkin sem við leigjum út.“ Fjölskylda Eiginmaður Bjarkeyjar er Helgi Jóhannsson, f. 13.9. 1964, útibús- stjóri. Foreldrar hans eru Jóhann Helgason, f. 1.10. 1940, húsasmiður, og Hildur Magnúsdóttir, 7.2. 1942, fyrrverandi starfskona á Dval- arheimilinu Hornbrekku. Dóttir Bjarkeyjar og Helga er Jódís Jana Helgadóttir, f. 11.1. 1999, menntaskólanemi á Ólafsfirði. Fyrri maður Bjarkeyjar er Páll Ágúst Ellertsson, f. 12.8. 1953, mat- reiðslu- og framreiðslumaður. Dóttir Bjarkeyjar og Páls er Klara Mist Pálsdóttir, f. 11.10. 1987, þjóðfræðingur og meistaranemi í friðar- og átakafræðum í Coventry University. Sonur Bjarkeyjar og Steinars Vil- hjálmssonar, f. 2.2. 1956, vélstjóra, er Tímon Davíð Steinarsson, f. 20.11. 1982, kælitæknir í Reykjavík, í sambúð með Eyrúnu Ösp Sigurð- ardóttur og er sonur þeirra Tristan Amor Tímonarson, f. 2.6. 2011. Systkini Bjarkeyjar eru Hrólfdís Helga Gunnarsdóttir, 13.4. 1972, húsfreyja í Danmörku, og Ásgeir Gunnarsson, f. 24.9. 1975, viðskipta- og tölvunarfræðingur og ráðgjafi hjá Capacent, búsettur í Hafnar- firði. Foreldrar Bjarkeyjar voru Klara Björnsdóttir, f. 3.9. 1945, d. 30.6. 2010, matráður, og Gunnar Hilmar Ásgeirsson, f. 20.6. 1942, d. 1.10. 2010, vélstjóri. Úr frændgarði Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jóhanna Sigríður Sigvaldadóttir húsfreyja á Siglunesi og Siglufirði Hafliði Jónsson bóndi á Stóra-Grindli í Fljótum, skipstjóri á Siglufirði Guðrún Margrét Símona Hafliðadóttir húsfreyja á Siglufirði Ásgeir Guðni Gunnarsson forstöðumaður og sundlaugarvörður á Siglufirði Gunnar Hilmar Ásgeirsson vélstjóri, lengst á Siglufirði Una Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Reyðarfirði Gunnar Bóasson útvegsbóndi í Teigagerði og Bakkagerði í Reyðarfirði Klara Bjarnadóttir húsfreyja á Akureyri Jón Júlíus Halldórsson skipstjóri á Akureyri Stefanía Jónsdóttir. verkakona og húsfreyja á Raufarhöfn Björn Olsen Sigurðsson. verkamaður, síðast búsettur í Neskaupstað. Klara Björnsdóttir, matráður, lengst búsett á Siglufirði Katrín Björnsdóttir húsfreyja á Einarsstöðum og Melgerði í Glerárþorpi Sigurður Gísli Vigfússon bóndi á Einarsstöðum í Kræklingahlíð, síðast bús. á Akureyri. Hjá ömmu Bjarkey og Tristan Amor. ÍSLENDINGAR 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Reykjavík Veigar Óli Veigarsson fæddist 26. mars 2014. Hann vó 4.400 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Veigar Þór Sturluson og Sigurlaug Hrönn Magnúsdóttir. Nýr borgari Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Steindór Jónsson hefur rekið mötuneyti á virkjanasvæðum frá1988. Hann sá um mötuneytið í Blönduvirkjun og á Kára-hnjúkasvæðinu og hefur verið síðastliðin tvö sumur á Þeista- reykjavæðinu. Svo hefur hann séð um mötuneytið í Kröfluvirkjun síðastliðin 20 ár. „Maður kynnist mjög mörgu fólki frá öllum heims- álfum í þessari vinnu og svo hittir maður suma með reglulegu milli- bili, það er mikið til sama fólkið sem vinnur við þessar virkjanir. Starfsmenn hér í Kröfluvirkjun eru tíu til fimmtán, svo fjölgar á sumrin þegar unglingarnir koma í tímabundin verkefni. Konan mín hefur verið með mér í þessu og svo höfum við ráðið starfsfólk eftir umfangi Verkefna á virkjunarsvæðunum. Við höfum búið á Egils- stöðum síðan árið 2005 en verið með aðsetur á Mývatnssvæðinu og við erum að flytja okkur meira þangað.“ Þar áður bjó Steindór á Blönduósi og var með veitingarekstur í Olísskálanum þar. Steindór segir mikið að gera hjá sér og lítill tími gefist fyrir áhugamál, hann sé heimakær en honum finnst samt einnig gaman að ferðast. Eiginkona Steindórs er Anna Þórný Jónsdóttir. Hann á tvö börn, Þórunni og Jóni Elvari, með fyrri eiginkonu sinni, Sigríði Friðriks- dóttur, en hún lést árið 2004. Anna Þórný á eina dóttur, Huldu Rós. „Ég ætla að reyna að vera í Reykjavík á afmælisdaginn ef veður leyfir, fólkið mitt er þar, bæði börn og barnabörn, en þau eru orðin sex talsins.“ Steindór Jónsson er sextugur í dag Afmælisbarnið Steindór rekur mötuneytið í Kröfluvirkjun. Unnið á virkjana- svæðum í tæp 30 ár Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.