Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 13

Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 13
HINSTA KVEÐJA Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku langamma. Agnes Þóra, Freyja Ragnheiður, Andri Freyr, Hanna Lára og Guðlaug María. ✝ Guðný SigríðurKolbeinsdóttir fæddist á Stöng í Mývatnssveit 7. maí 1929. Hún lést á Akureyri 18. febr- úar 2015. Hún var yngsta dóttir hjónanna Kolbeins Ásmunds- sonar, f. 1.5. 1894, d. 3.8. 1987 og Jak- obínu Sigurð- ardóttur, f. 1.8. 1889, d. 28.4. 1971. Systur hennar voru Sig- rún, f. 13.6. 1923, d. 9.2. 1974, og Ása Arnfríður, f. 3.9. 1925, d. maki Skúli Rúnar Árnason. Börn: Jóhann Björn og Árni. 4. Guðmundur Kolbeinn, f. 6.4. 1959, maki Guðlaug Ágústs- dóttir. Börn: Eyrún Ösp, Björn Jóhann og Ágúst Ingi. 5. Birna, f. 11.4. 1965. Börn: Kolbjörn Iv- an, Sigrún Gyða, Björn Húnbogi og Guðni Hávarður. Barnabarnabörn Guðnýjar eru orðin 19. Guðný var í Laugaskóla 1945- 47 og í Hússtjórnarskólanum að Löngumýri í Skagafirði 1948- 49. Eftir nám vann Guðný ýmis störf, aðallega í Mývatnssveit- inni. Þegar börnin voru farin að heiman fékk Guðný starf í eld- húsi Framhaldsskólans á Laug- um og starfaði þar allmörg ár uns hún fór á eftirlaun. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju í dag, 27. febrúar 2015, og hefst hún kl. 13.30. 19.3. 2013. Eftirlifandi maki er Björn Jóhann Guðmundsson, fæddur 11. apríl 1931, frá Arkarlæk í Skilmannahreppi. Börn: 1. Ragnheið- ur, f. 20.11. 1951, maki Jóhann Karls- son. Börn: Guðný Lára og Klara Ás- rún. 2. Ásta, f. 9.11. 1953, maki Sigurjón Valdimars- son. Börn: Valdimar Kolbeinn, Signý Björg og Sara Valný. 3. Arna Jakobína, f. 7.10. 1957, Elskuleg móðir mín er látin og hennar verður sárt saknað. Hún var lífsreynd kona, ekkert mann- legt kom henni á óvart. Hún var fædd og uppalin á heiðarbýlinu Stöng í Mývatnssveit, yngst þriggja systra en eina hálfsystur átti hún einnig. Þegar mamma fæddist var torfbær á Stöng en sama ár var byggt stórt steinhús þar með tveimur íbúðum en á Stöng bjuggu þá bræðurnir Kol- beinn og Kristján Ásmundssynir. Mamma segir svo frá að hún hafi alist upp við allsnægtir því faðir hennar hafi smíðað allt það sem vantaði á heimilið og til bú- starfa; leikföng jafnt sem eldhús- áhöld og önnur verkfæri. Hann smíðaði einnig undir sig gervifót eftir að hann lenti í slysi 47 ára gamall en þá var mamma 12 ára. Við þetta urðu þær breytingar á heimilinu að þær systur urðu að taka á sig mestalla útivinnu við heyskap og umhirðu bústofnsins og annað sem til féll. Þeim systr- um varð reyndar til happs að Her- mann nokkur Benediktsson frá Svartárkoti flutti nánast í Stöng á erfiðustu tímunum. Mamma gekk í Laugaskóla og var mjög heilluð af þeim stað, svo heilluð að þegar kom að því að hún og pabbi byggðu sér heimili þá komst ekkert annað að en byggja á Laugum. Skiptu þá engu ábend- ingar bænda um ágæti annarra staða. Mömmu varð ekki haggað – á Laugum skyldi hún búa. Úr varð að þau keyptu land undir hús úr landi Hóla og var húsið nefnt Hólabraut. Það hefur nú verið ein- manalegt heim að líta því í nokkur ár stóð húsið eitt. Nokkrum árum seinna kom svo Hólabrekka. Lóðin var nokkuð stór og stað- urinn veðursæll og kunni mamma því vel og gat hún því ræktað alls konar grænmeti til heimilisins í garðinum. Seinna var reist lítið gróðurhús þar sem hún undi sér daglangt með rósum, tómat- plöntum og öllu því sem henni datt í hug að rækta. Margar ferðir fórum við í Laugaból að fá trjá- plöntur hjá Tryggva því mamma vild fá skóg í kringum húsið sitt. Það gekk eftir og úr varð nokkuð góður trjálundur við Hólabrautar- húsið. Svo langt gekk hún reyndar í þessari trjárækt að hún náði hér um bil að fela Dodge-trukk pabba sem stóð í brekkunni fyrir ofan húsið en trukknum var forðað. Þegar pabbi fór upp í Bjarnar- flag að reisa þar Kísiliðjuna var ég sjö ára gamall. Þá byrjaði mamma að læra á bíl, henni gekk það ekki mjög vel. Stundum fengum við Bína systir að fara með sem hefur trúlega ekki hjálpað neitt til en hún náði prófinu enda eins gott því pabbi var að heiman næstu áratugi. Það er margt sem flýgur í gegnum huga mér er ég kveð mömmu hinsta sinni. Hún var yf- irleitt ekki með neina væmni og það ætla ég mér ekki ekki heldur en ég verð samt að ljúka kveðju minni með því að vitna í orð Arnar Arnarsonar: Þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið. Kolbeinn. Tengdamóðir mín, Guðný Sig- ríður Kolbeinsdóttir, lést 18. febr- úar sl. Leiðir okkar lágu saman fyrir réttum 40 árum er ég kynnt- ist Ástu dóttur hennar og Björns Guðmundssonar í Hólabraut í Reykjadal, S-Þing. Guðný var fædd og uppalin á Stöng í Mý- vatnssveit og bar með sér kjark og kraft hins sanna Mývetnings, öflug bæði til orðs og æðis. Þegar við Ásta komum norður á fyrstu árum okkar saman minn- ist ég ferða sem við fórum með Guðnýju og Birni, t.d. í Þórodds- stað í Köldukinn að heimsækja Ásu systur Guðnýjar og Friðgeir mann hennar. Við fengum kaffi og meðlæti og við Ásta spjölluðum við heimilisfólkið og Björn lagði sig í næsta herbergi. En þegar Guðný kvað upp úr með það að hún væri búin að renna yfir þrjár nýjar skáldsögur í heimsókninni var tímabært að halda heim. Á þessum árum var oft farið í berjamó og þegar heim var komið var ég settur í að hreinsa berin og Guðný lagði til nýjustu tækni eins og að nota ryksugu til að blása burt lyngið frá berjunum. Árið 1977 fóru Guðný og Birna með okkur Ástu í heimsókn til Ragnheiðar og Jóhanns sem voru við nám í Árósum. Við Ásta vorum með Valda Kolla son okkar rúm- lega fjögurra mánaða og Agga og Jói voru með Guðnýju Láru sem var sex ára. Guðný vildi skoða hallir konunga og merkar kirkjur í Danmörku og klífa Himmelbjer- get. Síðan lá leiðin suður á bóginn og náðum við til Heidelberg í Suð- ur-Þýskalandi. Við höfðum með okkur tvö lítil tjöld og gistum á tjaldstæðum. Vegna þátttöku Guðnýjar í þessari ferð varð þetta hin mesta menningarferð og ánægjuleg á allan hátt. Guðný var alltaf áhugasöm um nýjungar, hefur sjálfsagt lært það á Mývatnsheiðinni í uppvextinum að fagna nýrri tækni en Kolbeinn faðir hennar var alltaf áhugasam- ur um nýjustu verktækni. Þegar fartölvur fóru að ryðja sér rúms fór Guðný að kanna hvort hún gæti ekki orðið sér úti um eina slíka og lært að nota hana sér til gagns og gamans. Svona til að byrja með lét ég hana fá fartölvu sem ég var hættur að nota. Hún lærði að nota tölvuna en komst fljótlega að því að hún var ekki nógu öflug þannig að hún keypti sér nýrri og öflugri vél. Varð hún allvirk á samskiptarásum og hafði mikla ánægju af. Það er margs að minnast eftir 40 ára samfylgd. Guðný var alltaf kappsöm og gladdist yfir árangri barna sinna og barnabarna. Það gladdi okkur Ástu mikið að finna einlægan áhuga Guðnýjar á yngstu barnabörnum okkar, tví- burum, tveim drengjum, sem fæddust í maí sl. Guðný hringdi oft og spurði frétta af þeim og fékk loks að sjá þá og halda á þeim í sept. sl. er þau Björn komu keyr- andi suður í Kópavog. Um leið og ég þakka Guðnýju fyrir ánægjulega samfylgd og samræður um ýmis mál sendi ég Birni, ættingjum og vinum mínar bestu samúðarkveðjur. Sigurjón Valdimarsson. Nokkrum dögum áður en hún amma mín dó, var ég svo lánsam- ur að fá að tala við hana í síma. Samtalið var gott, og hún að sjálf- sögðu skammaði mig fyrir að hringja ekki fyrr, sem ég hugs- anlega átti jú skilið. En eftir að ljóst varð að þetta var í raun okk- ar síðasta samtal rann upp fyrir mér að ég hefði kannski átt að segja henni meira. Ég hefði átt að segja henni hversu mikils virði sá tími sem ég eyddi hjá henni og afa var mér. Hversu miklar og góðar minningar ég á frá þeim. Hversu ótrúlega heppinn ég var að fá að eyða sumrum barnæsku minnar hjá þeim. Að þær sögur sem ég á af þessum sumrum eru eitthvað sem ég tel ekki eiga sér hliðstæðu hjá nokkrum. Og að hún fengi að vita hversu mikið það veganesti sem hún og afi gáfu mér út í lífið hefur komið sér vel. Að lokum hefði ég svo játað að hafa aldrei eldað ódýru kubbasteikina sem hún kenndi mér að elda þegar ég var fátækur námsmaður og á sama tíma lofað henni að elda hana næst þegar ég kem heim. Ég óska þess að ég muni geta gefið mínum afkomendum eins mikið og þú hefur gefið þínum, elsku amma, nú hvílir þú í friði og ég get aðeins vonað að þú hafir vitað það sem ég kom ekki orðum að. Björn (Bjössi). Elsku amma mín hefur horfið inn í sumarlandið eða þangað sem leið okkar allra liggur. Það er allt- af erfitt að kveðja einhvern sem var manni svo dýrmætur og kær eins og amma var mér. Ég fékk þann heiður að vera elsta barna- barn hennar og bera nafn hennar sem ég hef ég alla tíð verið ákaf- lega stolt af. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt ömmu að öll þessi ár. Hún bar hag afkomenda sinna fyrir brjósti alla tíð og vildi vita hvað við barnabörnin værum að bralla. Hún hafði skoðanir á því sem við vorum að gera og lét í sér heyra ef henni misbauð eitthvað, enda viskubrunnur mikill. Ég minnist ömmu sem yndis- legrar konu. Ég gat alltaf leitað til hennar ef ég mig vantaði hlustun, ráð eða huggun. Hún fylgdist vel með alla tíð og síðustu ár gerði hún sér far um að nýta samskipta- miðla til að auðvelda sér það. Heimili ömmu og afa að Hóla- braut var ævintýrastaður. Þvílíkt frelsi sem það var fyrir okkur borgarbörnin að koma í Hóla- braut, fara í flottasta drullubú á landinu, þvælast um sveitina, baka og elda með ömmu, leika sér úti í kröfluskúr og margt fleira. Dætur mínar hafa í seinni tíð notið þess sama og ég í fjölmörgum ferðum okkar norður. Notið sveit- arinnar og frelsisins hjá lang- ömmu og langafa í Hólabraut. Sumarið sem við Anna vinkona dvöldum í Hólabraut og unnum við Hótel Laugar er dýrmæt minning og skemmtileg. Í dag er komið að kveðjustund og fyrir margt ber að þakka. Ég veit að amma kemur til með að halda áfram að gefa mér góð ráð og leiðbeina mér en á annan hátt en áður. Hennar verður sárt sakn- að. Nú kveð ég hana með sömu orðum og hún kvaddi mig síðast: Bless, elskan. Guðný Lára. Nú hefur elsku amma mín fengið hvíldina. Hún sem var svo stór partur af lífi mínu og mér þótti svo vænt um. Á svona stund- um fer maður að hugsa aftur í tím- ann. Ég man hvað mér fannst allt- af leiðinlegt að eiga ekki ömmu sem ætti heima nálægt mér held- ur bara ömmu sem ég þurfti að ferðast í marga klukkutíma til að hitta. En fyrir vikið var samveran mikil og góð þegar farið var í sveitina til ömmu og afa og eru þau ferðalög ógleymanleg. Hóla- braut var ævintýraland fyrir ung börn, heitur pottur í garðinum, fjall fyrir aftan húsið með álfa- steini, skógur, gróðurhús með vín- berjum og tómötum og flottasta bú sem hægt var að hugsa sér með rennandi vatni og öllu öðru tilheyrandi. Það var ekki hægt að láta sér leiðast í heimsókn hjá ömmu og afa, stundirnar voru yndislegar. Þegar ég var sjö ára fór ég ein í fyrsta ferðalagið til þeirra. Er mér minnisstæð ferð sem við amma fórum þá, bara tvær, til Mývatnssveitar en þar sýndi hún mér allt það helsta í sveitinni. Þessi ferðalög urðu seinna meir alltaf partur af heim- sókn minni norður því þegar ég kom minntist amma gjarnan á hvort við ættum nú ekki að kíkja á rúntinn og það gerðum við. Þá var stoppað á Hveravöllum og keyptir tómatar og sumarblóm, en hún elskaði blóm. Ömmu þóttu þessar ferðir örugglega jafnskemmtileg- ar og mér en í seinustu sumar- heimsókn skynjaði ég breytingu á ömmu minni, hún var orðin þrek- minni og treysti sér ekki í ferða- lagið. Amma var góð vinkona, hringdi reglulega í mig og gaf mér ráð um lífið og tilveruna, þegar hún hafði ekki meira að segja í símtalinu sagði hún upp úr þurru – jæja vertu blessuð, þá var sím- talinu lokið jafnvel þótt ég væri ekki búin að segja allt sem ég ætl- aði mér. Henni þótti gaman að því þegar ég byrjaði að búa og lét mig vita þegar ég stóð mig vel sem húsmóðir, spurði mig reglulega hvort ég væri ekki dugleg að elda og baka og hvort allt gengi ekki vel, þegar ég játaði því var hún alltaf svo stolt, hún var mjög stolt af öllu sínu fólki og lét vita af því. Amma var einstakur persónu- leiki, hún var í senn svo yndislega góð en um leið svo hreinskilin og hún lét mann alltaf vita ef henni mislíkuðu gerðir manns en aldrei nokkurn tímann tók maður það nærri sér, þannig var bara amma. Hreinskilni hennar kom líka fram í væntumþykju og voru síðustu orð hennar til mín dæmi um það: „Þú ert alltaf svo góð og falleg stelpa“, orð sem ég mun aldrei gleyma. Það að ég hafi fengið að eyða síðustu dögum hennar með henni er mér ómet- anlegt, þegar hún settist hjá okk- ur frænkum eina nóttina inni í stofu til að spjalla eins og henni þótti gaman, hlusta á okkur og láta okkur vita að við værum allt- af jafn skemmtilegar er mér ómetanlegt. Það var gott að geta hugsað um hana og séð til þess að henni liði vel. Það er erfitt að kveðja elsku ömmu en ég kveð hana eins og hún var vön. Jæja amma, vertu blessuð. Eyrún Ösp Guðmundsdóttir. Elsku amma Guðný er fallin frá. Söknuðurinn er sár en að sama skapi kemur þakklæti upp í hugann fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með henni. Ein sterk- asta bernskuminning mín um ömmu tengist bakstri. Hún var dugleg að leyfa mér að hjálpa til, bæði í eldhúsinu á Hólabraut og í eldhúsi skólans á Laugum. Síðan þá hef ég þegið góð ráð frá henni varðandi bakstur og bakað með henni þegar færi hefur gefist. Amma var flottur fulltrúi sinnar kynslóðar, alltaf svo glæsileg. Henni var mikið í mun að líta vel út og fylgjast með nýjustu straumum í tísku. Eftir að ég komst á fullorðinsár og kom á hverju sumri með fjölskylduna til ömmu og afa, var alltaf tekinn tími í lit, plokkun og aðrar dek- urmeðferðir. Amma bókstaflega skríkti af ánægju og naut þess að leyfa mér að gera sig fína. Við átt- um djúpar samræður um mest móðins stíla í snyrtivörum og hár- greiðslu og skiptumst á góðum ráðum. Amma og afi áttu miklu barnaláni að fagna. Amma hafði gríðarlegan áhuga á sínu fólki og hvað það hafði fyrir stafni. Hún gegndi starfi fréttastjóra ættar- innar og var snögg að skrá sig á Facebook þegar það kom til sög- unnar. Eftirminnileg orð hennar um þetta tækniundur: „Þetta er svo skemmtilegt, nú er bara eins og þið séuð í næstu sveit.“ Amma var mjög metnaðarfull og þá sér- staklega fyrir hönd síns fólks. Hún trúði því að manni væru allir vegir færir og var ómetanlegt að fá slíka hvatningu og uppörvun. Ég tel mig ríka að hafa átt svona sterka kvenfyrirmynd að, en hún átti til að vera mjög ákveðin og segja sína skoðun umbúðalaust. Mývetningurinn kom oft fram hjá henni við hin ýmsu tækifæri. Hún lýsti því oft yfir að hún ætti alltaf allt það besta, sama hvar borið var niður. Þegar Atli kom í fyrsta skipti norður með mér spurði amma hann hvort þetta væri ekki fallegasta sveit sem hann hefði komið í og gaf honum engin tæki- færi til andmæla því! Þannig var það líka með ástina, hún átti þann allra besta eiginmann sem hún hefði getað óskað sér. Það var alltaf mikil virðing milli þeirra og verkaskiptingin skýr. Hann réð bílskúrnum á meðan hún sá um matargerð og gróðurhúsið, en amma hafði mikla ástríðu fyrir garðrækt. Henni væri eflaust best lýst sem blómarós og víst er að engin rós er án þyrna. Amma átti kannski til að stinga og fussa yfir einhverjum hlutum, en jafn- harðan birti yfir henni og stutt í bros og hlátur. Það var alltaf gaman að spjalla við hana en sök- um fjarlægðar var það oftast í síma, þar reyndi mikið á mælsku manns og frásagnargleði því um leið og hún missti athyglina var símtalinu slúttað með: „Jæja, vertu blessuð“ og þá þurfti maður að vera snöggur að svara í sama mund áður en sónninn kom. Það er því við hæfi að ljúka þessari grein á sömu nótum, elsku amma, þú átt eftir að hrista upp í mann- skapnum og gleðja marga með hlátri þínum og baksturslist. Ég hlakka til að baka með þér og eiga með þér snyrtistund en þangað til, vertu blessuð amma mín! Elsku Björn afi, takk fyrir að gera ömmu svona hamingjusama og megi Guð gefa þér styrk. Kossar og knús, Sara Valný, Atli Þór og Sigurjón Þór. Elsku amma Guðný, ég skrifa hér til þín mína hinstu kveðju. Það hefur verið ómetanlegt að eiga þig að allt mitt líf og það svona hressa. Ég mun ávallt minnast þín með kærleik í hjarta fyrir þann karakt- er sem þú varst, þá ástúð sem þú veittir mér og börnum mínum og fyrir að hafa gefið mér mína ynd- islegu móður. Ég mun aldrei gleyma þeim skiptum er ég kom norður til ykk- ar afa Björns í Hólabrautina ykk- ar. Það var alltaf svo skemmtilegt og þá sérstaklega sem krakki að leika í búinu úti í garði með alvöru gamalli eldavél, pottum og pönn- um auk dýrindis moldarhráefnis. Það var sko eldað gourmet drull- umall í þessu búi. Síðustu árin fór víst minna fyrir lönguninni til að drullumalla og því var kærkomin viðbót við ykk- ar flotta garð að fá þennan fína mini golfvöll sem kveikti að sjálf- sögðu í norðlenska keppnisskap- inu. Það er vart þörf á að nefna það en það var að sjálfsögðu alltaf yndislegt að koma til ykkar til þess að knúsa ykkur og spjalla við ykkur um hin ýmsu málefni. Ég hef alltaf kunnað að meta símtölin okkar en þú hafðir alveg sérstakt lag á að slíta þeim fyr- irvaralaust í miðjum samræðum með orðunum „Jæja, vertu bless- uð“ og þá var símtalið bara búið. Þetta lýsir bara nákvæmlega þeim karakter sem þú varst þ.e. þú eyddir ekki tíma í óþarfa vit- leysisspjall. Ég hef alltaf glaðst yfir því að við skulum báðar vera fæddar í byrjun maí, báðar naut og með slétt 50 ár á milli okkar sem mér finnst sérlega töff. Mér er alltaf ferskt í minni það sem þú sagðir við mig þegar ég var ca. 16 ára, alveg upp á mitt besta útlitslega, þegar þú varst í heimsókn hjá okkur. Þú horfðir íbyggin á mig og segir svo með miklum vonbrigðatón „Ég sem hélt alltaf að þú yrðir hávaxin og grönn!“ Þetta er setning sem ég hef aldrei gleymt og þó svo ég hafi tekið þessu þannig á þeim tíma að ég hlyti að vera eitthvað agalega feit þá varstu nú líklega frekar að meina að þú hefðir átt von á að ég yrði ennþá hærri en ég er. Þessi setning og stund minnir mig alltaf mest á þig. Mér þykir mjög vænt um að hafa náð að kveðja þig í símtali sem endaði að sjálfsögðu á svip- aðan hátt og öll hin símtölin okk- ar. Ég bið þess að þér líði vel á þín- um nýja stað og vænti þess að þú heimsækir mig í draumum mín- um. Takk fyrir allt elsku fallega, frábæra amma mín og afar hjart- fólgna langamma barnanna minna. Megi allar góðar vættir fylgja þér. Að lokum er hér smá ljóð sem ég samdi til þín. Með sárum trega ég kveð þig. Andi þinn farinn á æðra stig. Eftir sitja ótal sælar minningar um kjarnakonu er þarfnast vart kynningar. Kaldhæðin varstu og kjarnyrt, mikil ósköp hvað þú varst vel gift. Barnafjöld þér undan er komin sem nú ert til grafar af borin. Söknuður okkar allra svo mikill. Lífsvísir varst okkar og lykill. Tóm nú í hjörtum oss er. Berum minningu þína áfram hér. Hvíl nú í friði elsku amma. Á himni þér skaltu nú gamna. Við sjáumst þar á endanum glöð, fjölskyldan þín öll í einni röð. Knús og kossar, Signý Björg Sigurjóns- og Ástudóttir, Salný Kaja, Sólný Inga og Sigurpáll Valmar. Guðný Sigríður Kolbeinsdóttir MINNINGAR 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.