Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 14
14 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 ✝ Elín ErnaÓlafsdóttir fæddist í Stekkadal á Rauðasandi 11. desember 1925. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði 19. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Anna Guð- rún Torfadóttir, f. 1894, d. 1965, fædd og uppalin í Kollsvík, og Ólafur Hermann Einarsson, f. 1891, d. 1936, fæddur og uppalinn í Stekkadal á Rauðasandi. Foreldrar Elínar Ernu bjuggu í Stekkadal en Ólafur faðir hennar lést langt um aldur fram, eftir það bjó Anna móðir hennar áfram í Stekkadal og naut aðstoðar Halldórs Júlíussonar, flytur síð- an í Saurbæ á Rauðasandi með barnahópinn sinn. Systkini El- ínar Ernu eru Torfi, f. 1919, d. 2014, Guðbjörg, f. 1921, d. 1998, Halldóra Guðrún f. 1929, d. 1997, María, f. 1931, d. 2006, Börn Elínar Ernu og Jóns Arnars eru: Anna María, f. 1949, gift Benedikt Geir Eggertssyni, búsett í Reykjavík; Magnús Flosi, f. 1950, kvæntur Sigrúnu Ágústsdóttur, búsettur í Þor- lákshöfn; Halldór, f. 1957, kvæntur Magneu Karlsdóttur sem lést 2005, búsettur á Breið- dalsvík; Ólöf, f. 1958, gift Stein- dóri Gestssyni, búsett í Hvera- gerði; og Kristján Einar, f. 1962, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur, búsettur í Hveragerði. Barna- börnin eru sextán og barna- barnabörnin tuttugu. Árið 1951 reistu þau hjónin nýbýlið Lambhaga í Ölfusi þar sem þau bjuggu í 50 ár, lengst af með blandaðan búskap, seinna með refi en síðustu árin með umsjón og fóðrun alifugla fyrir Reykjabúið í Mosfellsbæ þar til Jón Arnar lést. Elín Erna flutti í Hveragerði haustið 2002 og bjó þar til æviloka. Elín Erna vann að búi þeirra hjóna ásamt uppeldi barna sinna og heimilisstörfum. Hún var mikil handverkskona og virk í starfi Kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi. Útför Elínar Ernu fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 27, febrúar 2015, kl. 14. Jarðsett verður í Kotstrand- arkirkjugarði. Kristín, f. 1933, d. 2005, og Val- gerður, f. 1935. Hún ólst upp við leik og störf með systkinum sínum á Rauðasandi, tók fullnaðarpróf barna frá Rauða- sandsskólahverfi vorið 1940. Fór í Húsmæðraskóla Herdísar og Ingi- leifar Benediktsen að Stað- arfelli í Dölum veturinn 1945- 1946 þar sem hún naut sín vel, eignaðist góða vini og dýrmætar minningar sem hún yljaði sér við langt fram á ævikvöld. Elín Erna giftist 22. maí 1948 Jóni Arnari Magnússyni frá Brekku í Langadal í N- Ísafjarðarsýslu, f. 6. ágúst 1926, d. 24. janúar 2002. Hann var sonur hjónanna Jensínu Arn- finnsdóttur frá Brekku í Langa- dal, f. 1894, d. 1986, og Magn- úsar Jenssonar frá Gullhúsaá á Snæfjallaströnd, f. 1896, d. 1969. Elín amma, eða amma í Lambó eins og við kölluðum hana, hefur nú kvatt okkur og þennan heim. Við systkinin vor- um svo heppin að búa í nálægð við ömmu og afa og vorum því mikið í Lambhaga. Það mynd- uðust sterk tengsl og hvergi fannst okkur betra að vera. Það er svo gott að ylja sér við góðar minningar og þær eru svo sann- arlega margar með ömmu og afa. Við fengum alltaf að taka þátt í því sem þurfti að gera í sveitinni en vorum þó misjafn- lega spennt fyrir sveitastörfun- um. Ég var til dæmis hrædd við beljurnar en Svenni bróðir vissi ekkert betra en að vera í fjós- inu. Mér fannst skemmtilegra að stökkva yfir skurðina og fara í heyskap, ætli ég hafi þó ekki bara helst þvælst fyrir þar. Ég gat hins vegar ekki tekið eins mikinn þátt í heyskapnum og hin frændsystkinin vegna of- næmisins en þá var amma alltaf tilbúin með eitthvert annað al- veg jafn mikilvægt verkefni fyr- ir mig til þess að hjálpa henni með heima. Það komu jú allir svangir inn eftir gott dagsverk og fljótlega var ég búin að gleyma því að hafa ekki getað verið með í heyskapnum. Aðra eins fyrirmyndarhúsmóður held ég að sé erfitt að finna. Fyrir utan öll heimilis- og bústörfin þá var amma svo flink í hönd- unum að það var með ólíkind- um. Hvort sem það var sauma- eða prjónaskapur, útsaumur eða hver önnur handavinna, allt var það óaðfinnanlegt. Og ef einhver kemst með tærnar þar sem hún amma hafði hælana þá er það hún mamma mín. Þessar tvær fyrirmyndir er ekki ama- legt að hafa í lífinu. Ég er inni- lega þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem hafa skilið eftir sig svo dýrmætar minningar. Það eru svo margir hversdags- legir hlutir sem minna mig á ömmu, eins og t.d. það þegar ég sest við saumavélina, fæ mér suðusúkkulaði eða les úr Skila- boðaskjóðunni fyrir dóttur mína. Þá hugsa ég til þín, elsku amma. Anna Guðrún Steindórsdóttir. Elsku amma, það er erfitt að trúa því að þú ert farin frá okk- ur. Mér þykir svo vænt um allt sem þú kenndir mér í handa- vinnu, þú náðir að smita mig af þessu áhugamáli. Fátt veit ég betra en að sitja við handa- vinnu, alveg sama hvaða handa- vinna það er, hvort sem það er að sauma út, prjóna eða hekla. Já að hekla, þú gerðir alltaf svo mikið grín að mér því ég held „vitlaust“ á heklunálinni og reyndir þú mikið að kenna mér að halda „rétt“ á henni. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér með stykkin sem ég var að gera og lagaðir allt sem ég gerði vitlaust. Eftir að þú fluttir í Hvera- gerði komstu oft í kaffi til okkar og alltaf fannst mér skemmti- legt hvað þú varst hrifin af kis- unni minni, henni Kitty og hún mjög hrifin af þér, hún er nefni- lega ekki allra. Einnig varstu svo hrifin af öllum kaktusunum hans pabba, og þá sér í lagi kaktusnum sem blómstrar bleikum blómum endalaust, hann er með blóm frá vori og langt fram að hausti. Núna um síðustu helgi þá kom upp eitt stórt og fallegt blóm á þennan uppáhaldskaktus þinn og tek ég það sem boð frá þér, elsku amma, um að þér líði vel þang- að sem þú ert komin. Líf okkar er röð af augnablikum sem raðast eins og perlur á festi. Stórar og litlar mattar og gljáandi ljósar og dökkar sýna þær hvernig við kjósum að bregðast við lífinu. Perlufestin þín er löng ljómandi og litrík. Hverju augnabliki lífs þín breytir þú í fallega perlu sem ljómar eins og stjarna á himinfestingunni og varpar geislum á okkur hin sem göngum við hlið þér. Perlurnar þínar eru allar ljósar og litríkar glaðar og geislandi eins og þú sem ert stærsta perlan. (Rut Gunnarsdóttir) Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði en ég veit að þér líður vel núna, þið afi er- uð sameinuð á ný. Lífið er tóm- legra án þín en minning þín lifir með okkur. Þangað til næst. Þín, Eyrún Briem. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Þetta fallega ljóð Úlfs Ragn- arssonar læknis í Hveragerði vil ég tileinka Elínu Ólafsdóttur, vinkonu minni til margra ára. Við Elín kynntumst í Félagi eldri borgara í Hveragerði fyrir mörgum árum og tókst með okkur góð vinátta. Þá bjó Elín í Ölfusinu, í Lambhaga, en flutti síðar hingað til Hveragerðis. Ég lærði margt af Elínu, bæði af orðum hennar og verk- um. Hún var á allan hátt ein- stök kona, kærleiksrík móðir, tengdamóðir og amma. Hún bar virðingu fyrir öllu sem tilheyrði lífinu og var trygg og trú vinum sínum. Ég vil að lokum þakka Elínu góða samfylgd og senda börnum hennar, tengdabörnum og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sunna Guðmundsdóttir. Nú hefur Elín Erna Ólafs- dóttir kvatt þennan heim. Lang- ar mig af því tilefni að minnast þeirra heiðurshjóna Elínar og Jóns í Lambhaga. Fyrir um 23 árum lágu leiðir okkar saman. Í Lambhaga var lengst af kúabúskapur og síðar refabúskapur. Sá búskapur var skammur og stóð autt refahús sem þau hjónin höfðu byggt. Kom til samstarfs við okkur á Reykjabúinu og tóku þau að sér uppeldi fugla. Þau innréttuðu húsið og hófu uppeldið. Vel fór um fuglana og var Jón vakinn og sofinn yfir velferð þeirra. Samneyti mitt við þau hjón var mikið. Ég var í Ölfusi oft í viku að fylgjast með fuglaeldi þar og á fleiri bæjum. Ósjaldan var mér boðið í mat og kaffi í Lambhaga. Skeggrætt var um búskap og alla heima og geima. Þau hjónin voru bæði að vestan, hann úr Djúpinu en hún frá Rauðasandi. Ég hafði mjög gaman af því að heyra sögur að vestan og var um margt fróðari eftir spjallið. Lífsbaráttan var hörð en þau höfðu samt bæði al- ist upp við gott atlæti. Elínu varð tíðrætt um Rauðasand og oft brá fyrir kímni í frásögnum hennar. Minnisstæð er sagan af fyrsta vatnsklósettinu sem kom í sveitina, á bæ þar sem Elín var vinnukona. Ekki var laust við að þar myndaðist svipuð stemning og þegar fyrstu sjón- vörpin komu. Nágrannar voru spenntir að prófa, og var því vel tekið. Húsfrúnni leist þó ekki á pappírsnotkunina og hóf að skammta pappír; tvö blöð á mann – það held ég. Eitt sinn sátum við Jón við eldhúsborðið og ræddum fugla- eldið. Ég hafði útvegað honum ýmsar leiðbeiningar um eldið, sem hann hafði ekki litið á. Þeg- ar ég innti hann eftir því hvern- ig hann bæri sig að með að stilla hitastig og fleira hjá fugl- unum kvaðst hann fylgjast með því hvernig þeim líði og ef þeir „kvarti“ þá hlúi hann að þeim, jafnvel hækki eða lækki hitann. Mér var dálítið brugðið, en varð svo nokkuð viss um að áhyggjur mínar væru óþarfar; Jón var bóndi af lífi og sál og sinnti sín- um verkum eins og best varð á kosið. Fuglarnir voru alltaf til fyrirmyndar og leiðbeiningar tengdar eldinu voru ekki rædd- ar oftar. Eitt sinn hringir Elín, því eitthvert smotterí þurfti að laga í kalkúnahúsinu. Var á henni að heyra að þetta hlyti að vera lít- ilræði og hún afsakaði kvabbið. Ég mætti í Lambhaga og það stóð heima, þetta var lítilræði. Við stóðum þrjú á þvottahús- stéttinni, Jón að afsaka sig og hló við, Elín gerði góðlátlegt grín að bónda sínum og ég gerði lítið úr málinu. Þetta var í síðasta sinn sem ég hitti Jón. Daginn eftir var hann allur. Það fór svo að við hjónin keyptum Lambhaga af Elínu eftir að Jón féll frá. Þar hefur okkur ætíð liðið vel og Jón sjálfsagt enn að vakta fuglana. Elín flutti í Hveragerði og bjó þar til dauðadags. Heldur dró af henni síðustu ár. Södd líf- daga kvaddi hún þennan heim, umvafin fjölskyldu og afkom- endum. Mér er efst í huga þakklæti fyrir góða viðkynningu við El- ínu og Jón. Þau lifðu af því sem landið gaf, skulduðu engum neitt og voru sjálfum sér nóg – þannig skynjaði ég þeirra til- veru. Við Kristín vottum fjölskyldu og ættingjum innilega samúð og þökkum fyrir okkur. Jón Magnús Jónsson, Reykjum. Elín Erna Ólafsdóttir ✝ Haukur LíndalEyþórsson fæddist í Fremri Hnífsdal Eyr- arhreppi við Ísa- fjörð 18. október 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 26. janúar 2015. Foreldrar hans voru Jón Eyþór Guðmundsson, f. á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 19. febrúar 1894, d. 19. janúar 1979, og Pálína Salóme Jóns- dóttir, f. í Fremri Hnífsdal 9. febrúar 1889, d. 14. desember 1975. Systkini Hauks voru Guð- mundur, f. 17. júní 1914, d. 26. desember 1982, Kjartan Blön- dal, f. 19. desember 1915, d. 23. júní 1974, Elín Ingibjörg, f. 19. september 1917, d. 1. júlí 1973, drengur f. andvana 1920, Jóhann, f. 17. febrúar 1921, d. 2. september 2005, Halldór Ingimundur Eyþórsson, f. 12. mars 1924, d. 21. september 2007, og Haraldur Róbert, f. 6. ágúst 1927, d. 26. nóvember 2008. Á árunum 1952 til 1958 var Haukur trúlofaður Láru Bogey Finnbogadóttur, f. 15. október 1936, og eignuðust þau tvö börn Svan Líndal, f. í Reykja- vík 2. mars 1955, og Kolbrúnu Líndal, f. í Blönduóshreppi 13. júlí 1957. Á árunum 1958 til 1969 var Haukur í sambúð með Sólveigu S. Bótólfsdóttur, f. 19. maí 1935, og eignuðust þau Sævar Líndal, f. í Reykjavík 21. janúar 1960. Á árununum 1970 til 1994 var Haukur gift- ur Margréti Önnu Ríkharðs- dóttur, f. í Hafnarfirði 26. maí 1946, og eignuðust þau Guð- mund Inga, f. í Reykjavík 2. apríl 1970. Fyrir átti Margrét eina dótt- ur, Elísabetu Ein- arsdóttur, f. í Hafnarfirði 1. ágúst 1962. Önnur börn Hauks eru Gunn- laugur Þór, f. í Sandgerði 31. mars 1951, Þor- geir, f. á Ytra-Nípi í Vopna- firði 19. nóvember 1952, Eirík- ur Rúnar, f. í Reykjavík 16. september 1954, Hafdís Hauks- dóttir, f. í Reykjavík 11. maí 1957, og Steinar Valberg, f. í Reykjavík 12. mars 1962. Haukur lætur eftir sig alls nítján barnabörn og tuttugu barnabarnabörn. Haukur ólst upp í Fremri Hnífsdal til sjö ára aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum í Húnavatnssýslu. Bræð- ur hans, Guðmundur og Hall- dór, keyptu jarðirnar Brúar- hlíð og Syðri-Löngumýri í Blöndudal þar sem foreldrar Hauks bjuggu einnig. Haukur hafði ávallt mikla tenginu við fjölskyldu sína á þessum jörð- um og eyddi flestum sínum frí- stundum þar. Í sumarleyfum var ávallt farið og tjaldað við Svínavatn skammt frá Blöndu- dal þar sem silungur og bleikja var veidd og soðin. Haukur flutti ungur til Reykjavíkur þar sem hann starfaði sem leigubílstjóri á Borgarbílastöð- inni í yfir fjörutíu ár. Haukur bjó lengst af í vesturbæ Reykjavíkur, en síðust æviárin bjó hann á Blönduósi. Útför Hauks fer fram frá Neskirkju í dag, 27. febrúar 2015, kl. 13. Gamli vinur og frændi. Það er skrýtið að kveðja þig, síðastan í röðinni af bræðrunum, sem allir höfðu skammstöfunina H.E. og voru svo miklir áhrifa- valdar í mínu lífi. Haukur minn, ég veit að þú ert kominn á góðan stað, þar sem ekki er þörf fyrir að berjast við sjúkdóma og engum leiðist. Þú ert auðvitað kominn til systkina þinna og amma og afi búin að fá litla strákinn til sín. Ég kveð þig með söknuði því að við áttum sannarlega góðar stundir saman. Þegar ég var stelpa var óskaplega spennandi að fá frændfólk í heimsókn, svo ég tali nú ekki um frænda minn sem var leigubílstjóri í Reykjavík. Með þér kom sérstakur andblær, eft- irvænting, og þá var pottþétt að nú færum við að veiða í Svína- vatni. En þó að bernskuminningar mínar um þig séu ljúfar þá eru þær ekki það dýrmætasta sem þú gafst mér, heldur stundirnar sem við áttum tvö saman, síðustu árin þín á HSB. Þegar pabbi og Halli voru farnir og þú varst einn eftir. Við töluðum um margt og það er óskaplega dýrmætt. Ég veit að þú varst dálítill gaur en mér þykir sannarlega vænt um þig. Síðustu dagarnir voru líka dýrmætir og við Munda erum af- ar ánægðar með að hafa fengið að vera hjá þér. Ég kveð þig minn frændi því kominn er nótt svo kyrrlát og friðsæl og hlý. Á andartaks stundu nú allt er svo rótt þú ert ungur og ferskur á ný. Ég veit að þau bíða þín brosandi nú og blómum þig skríða og von. Hún amma sem gaf okkur gæfu og trú er glöð með sinn fallega son. Þó oft komi brekkur um ævinnar slóð er óþarfi að hata og slást. Því lífið það snýst ekki’um bönd eða blóð heldur blíðu og kærleik og ást. Takk fyrir allt, gamli minn. Þín frænka Birgitta HrönnHalldórsdóttir. Haukur Líndal Eyþórsson HINSTA KVEÐJA Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Hvíldu í friði vinur. Margrét Anna Ríkharðsdóttir. Elsku Haukur minn. Þú varst stjúpfaðir minn á uppvaxtarárum mínum eða þar til ég flutti tvítug til Noregs. Með þessum fáu orðum vil ég þakka þér góða og ánægjulega sam- fylgd og kveðja þig. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Minning þú orðin ert, við því ekkert verður gert. Hugur minn gleymir, en hjartað, það reynir. (Höf. óþekktur) Ég mun minnast þín. Kveðja Elísabet (Elsa) Einarsdóttir. Ástkær systir mín, GUÐNÝ GESTSDÓTTIR, Ásvallagötu 37, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 24. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Júlíus Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.