Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 15
✝ Unnur Jón-asdóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1935. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 21. febr- úar 2015. Foreldrar henn- ar voru: Fanney Þorvarðardóttir, f. 23. desember 1911, d. 30. október 1989, og Jónas Ragnar Jónasson, f. 11. ágúst 1908, d. 2. september 1940. Fósturfor- eldrar hennar voru: Guðmundur Guðmundsson, smiður og bóndi, f. 5. október 1883, d. 11. apríl 1970, og Katrín Jónasdóttir hús- móðir, f. 1. febrúar 1896, d. 6. október 1983. Seinni maður Fanneyjar, móð- ur Unnar, var Jakob Björnsson, f. 9. júní 1909, d. 5. september 1986. Unnur átti fjögur systkini og tíu uppeldissystkini. Systkini Unnar eru: Ragnheiður Jón- asdóttir, f. 1932, Gísli Jónasson, arsdóttur, þau eiga þrjú börn, Arnar, Sigurjón og Margréti. Rúnar Þór, hann á einn son, Hrafnkel. Fanney Dóra, hún á tvö börn, Ásdísi og Ásgeir. Guð- rún í sambúð með Guðmundi Birni Jónassyni, þau eiga fjögur börn, Daníelu Rut, Magnús Má, Jónas Björn og Maríu Rut. Unnur ólst upp hjá móður sinni og föður til fimm ára ald- urs eða þar til faðir hennar lést. Þá fór hún í fóstur til föð- ursystur sinnar, Katrínar, og eiginmanns hennar, Guð- mundar. Þar bættist Unnur í hóp tíu systkina og bjó hún hjá þeim á Núpi í Fljótshlíð til fullorðins- ára. Unnur gekk í grunnskólann á Hvolsvelli og fór á húsmæðra- skólann á Laugarvatni. Unnur vann ýmis störf á sínum yngri árum og þar á meðal í eldhúsinu hjá Hval hf. í Hvalfirði þar sem hún kynntist eftirlifandi eig- inmanni sínum. Eftir að hún gift- ist helgaði hún sig heimilinu og barnauppeldi. Útför Unnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 27. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 15. f. 1933, Jónas Jón- asson, f. 1938, d. 1939, Jóhann Ragn- ar Jakobsson, f. 1948. Uppeld- issystkini Unnar eru: Guðmunda, f. 1923, d. 2011, Ragn- heiður, f. 1924, Matthildur, f. 1925, d. 2002, Kristín, f. 1927, Jónas, f. 1928, d. 2004, Sigurður, f. 1930, d. 2012, Sigursteinn, f. 1931, d. 2004, Sigríður, f. 1935, Auður, f. 1936, Högni, f. 1938. Unnur giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Hrafnkeli Sig- urjónssyni, 2. nóvember 1963. Hrafnkell er fæddur 5. desember 1939, kjörsonur hjónanna Guð- rúnar Þórarinsdóttur og séra Sigurjóns Guðjónssonar. Börn Unnar og Hrafnkels eru: Sig- urjón Ragnar, kvæntur Sjöfn Jónsdóttur, þau eiga tvær dæt- ur, Unni og Eyrúnu. Guð- mundur, kvæntur Valdísi Arn- Elsku mamma, núna ertu far- in frá okkur og hefur endað til- vist þína hér á jörð. Eftir nokkur veikindi undanfarin ár var líkami þinn orðinn þreyttur en þú sjálf svo sterk að við áttum stundum ekki til orð. Þann 15. febrúar lendirðu í því slæma óhappi að detta og lærbrotna. Eftir erfiða aðgerð sem þú auðvitað komst vel í gegnum önduðu allir léttar og við systkinin sögðum: Já, þetta er hún mamma, hún er ósigrandi. Undirbúningur var hafinn við að koma þér á fætur á ný, lúmski húmorinn kominn aft- ur og allt leit vel út. En stutt er á milli gleði og sorgar og óvænt erum við öll komin til þín á spít- alann seint að kvöldi 20. febrúar til að kveðja þig. Líkaminn þoldi ekki allt þetta álag og það er á endanum heilablæðing sem tek- ur þig alla. Við fjölskyldan erum svo þakklát að hafa fengið að vera hjá þér síðasta spölinn, að hafa náð að strjúka þér, hvísla að þér því sem við vildum segja þér að lokum og vera með þér alveg til enda. Elsku mamma, það sem kem- ur upp í huga okkar er við hugs- um til baka er: þolinmæði, hlýja, hörkutól, harðjaxl, dugleg, hjálp- söm, húmoristi, dansari, söngv- ari, umhyggjusöm, dýravinur, þetta varstu allt og svo miklu meira. Áður en heilsunni fór að hraka varst þú ótrúlega dugleg að passa fyrir okkur og mikið sem þú varst ánægð þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn. Þau eru nú orðin 12 talsins. Eldri barnabörnin muna eftir þér sem hlýlegri og hjálp- legri ömmu sem gat spilað við þau á spil endalaust. Einnig sástu um koppaþjálfun elstu barnabarnanna og er skjald- bökukoppurinn góði ennþá til. Ófáar eru næturnar sem þau gistu í ömmu holu og nutu al- úðar og hlýju frá þér, elsku mamma. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á hann Snúlla þinn. Þú varst frekar andvíg því að fá kött inn á heimilið en Rún- ar kom honum þangað með krókaleiðum. Auðvitað fékk hann að vera þar sem þú bráðn- aðir alveg á staðnum yfir þess- um fallega kettlingi sem varð tólf ára gamall. Okkur er ljúft að hugsa til þess hvað þér þótti gaman að dansa og elskaðir að fara með pabba að dansa hvenær sem tækifæri gafst. Ættarmót Núp- aranna voru þér einstaklega kær og vildir þú aldrei missa af þeim. Þar naustu þín svo vel með upp- eldissystkinum þínum og niðjum þeirra í gleði, söng og dansi. Alltaf varst þú síðust í tjald eftir skemmtanir, þrátt fyrir að hafa jafnvel verið veik þá áttir þú allt- af auka kraft til að missa ekki af ættarmóti. Elsku mamma, þú settir sjálfa þig aldrei í fyrsta sæti og þér var svo umhugað um að við og barnabörnin hefðum það gott. Þú spurðir reglulega um þau og þá sem þú hafðir ekki séð í einhvern tíma. Við vitum að þú hafðir velferð þeirra ávallt í huga og hafðir oft áhyggjur ef einhver átti við erfiðleika að stríða þó þú ættir oft erfitt með að tala beint út um það. Við elskum þig ávallt og þú verður ávallt í hjörtum okkar. Þegar sorgin sækir á þá sækjum við í minningabankann og rifjum upp fallegar stundir með þér. Hvíl í friði, elsku mamma. Ástkær tengdamóðir mín er fallin frá. Hún var hörkutól, hún Unnur, sem verður sárt saknað af þeim sem hana þekktu. Unnur var alla tíð einstaklega hjálpsöm og nutum við Guðmundur þess þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn. Frá því að fæðing- arorlofi lauk og þar til að Arnar okkar fékk pláss á leikskóla ann- aðist hún hann fyrir okkur með miklum sóma. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til allra áranna sem ég hef verið í fjölskyldunni. Unnur naut þess að ferðast um landið sitt og eigum við fjölskyldan góðar minningar frá samverustundum með henni og Kela á hinum ýmsu tjaldstæðum landsins. Einnig er mér sérstaklega minnistætt þegar þau hjónin komu í heimsókn til okkar Guð- mundar til Þýskalands fyrir tíu árum en það var þeirra fyrsta utanlandsferð og var einstaklega gaman að fá að sýna þeim útlönd í fyrsta sinn. Þrátt fyrir lélega heilsu síðustu árin heyrði ég Unni aldrei kvarta hún sagði alltaf allt ágætt og gerði sem minnst úr sínum veikindum. Yndisleg móðir, tengdamóðir og amma er fallin frá og er það með sorg í hjarta sem ég kveð þig, elsku Unnur, og bið góðan Guð að geyma þig og vaka yfir Hrafnkeli og okkur öllum. Valdís. Það fækkar í systkinahópn- um. Elskuleg systir okkar Unn- ur, eða Unna eins og hún var ávallt kölluð, hefur kvatt þennan heim. Kveðjustundin er sár og kom nokkuð á óvart. Unna, sem er bróðurdóttir móður okkar systkinanna frá Núpi, kom að Núpi fjögurra ára gömul vegna mikilla veikinda í hennar fjölskyldu og fráfalls föð- ur hennar, sem lést frá þremur ungum börnum og veikri móður þeirra sem ekki gat annast um börnin. Það varð úr að börnin fóru til systkina föður síns. Ragnheiður, sem er elst fór að Hólmahjáleigu, Gísli fór að Hallgeirsey og Unnur, sem var yngst kom að Núpi. Þrátt fyrir þessa miklu sorgarsögu vorum við systkinin mjög heppin að fá Unni í systkinahópinn og frá fyrsta degi var hún ein af okkur og þar bar aldrei skugga á. Unna fékk marga góða eigin- leika í vöggugjöf. Hún var sér- lega skemmtileg og oft mjög orðheppin og sá skoplegu hlið- arnar á hlutunum. Hún gat sagt meiningu sína með réttu orðun- um. Hún var traust og vinur vina sinna. Unna hafði fallega söngrödd og gott eyra fyrir tón- list. Oft var tekið lagið og þá var Unna ekki lengi að finna und- irrödd og allt hljómaði svo fal- lega. Á þessum árum var það mikið tilhlökkunarefni að fara á hestbak og fara í góðan reiðtúr. Oft var margt um manninn og ekki til gæðingar handa öllum. Minnisstætt er hvað Unna hafði gott lag á hestunum svo jafnvel vagnhestarnir sem voru komnir til ára sinna urðu ungir aftur þegar hún var komin á bak. Við vorum svo lánsamar að fara í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Á þann tíma minntist Unna alltaf með mikilli gleði og kunni að meta þau órjúfanlegu vinabönd sem þar mynduðust. Stóra gæfan í lífi Unnar var hennar elskulegi eiginmaður, Hrafnkell, eða Keli eins og hann er ævinlega kallaður. Þau eign- uðust fimm börn sem hafa verið foreldrum sínum stoð og stytta gegnum árin. Seinna bættust svo við tengdabörnin og barna- börnin. Allt stendur þetta fólk þétt saman og er bundið sterk- um fjölskylduböndum. Nú er komið að kveðjustund. Við systkinin þökkum okkar elskulegu systur fyrir allt það sem hún var okkur og þökkum fyrir að hafa átt hana fyrir syst- ur. Við þökkum fyrir fjölskyldu hennar sem gerir Núparahópinn enn stærri og sterkari. Systk- inum hennar, Heiðu, Gísla, Jó- hanni og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Elsku Keli, Sigurjón, Guð- mundur, Rúnar Þór, Fanney Dóra, Guðrún og fjölskyldur. Góður Guð styðji ykkur og styrki. Sigríður Guðmundsdóttir. Unnur Jónasdóttir HINSTA KVEÐJA Ljóð tileinkað ömmu Unni Amma Unnur Á hverjum morgni þegar ég vakna mun ég muna og sakna hversu sterk og góð þú varst Á hverjum degi þegar ég kom fékk ég kaffi, kleinu og köku jafnt í draumi sem vöku Margrét Guðmundsdóttir. MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 ✝ Magnús Jó-hann Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 21. apríl 1943. Hann varð bráðkvaddur 15. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason, bif- reiðastjóri, f. 21.11. 1905, d. 23.12. 1971, og Jó- hanna Bára Jóhannsdóttir, f. 12.6. 1921, d. 18.6. 1996. Bróðir hans er Ólafur Bjarni Sigurðs- son, f. 13.8. 1939. Fóstursystir hans er Hanna Heiðbjört Jóns- dóttir, f. 12.3. 1955. Fyrri kona Magnúsar var Nanna Jónsdóttir, f. 11.9. 1943. Þau skildu. Dóttir þeirra er Margrét Bára Magnúsdóttir, f. 19.2. 1964, hún á soninn Daða Frey, dóttir hans er Sigríður Pála. Seinni kona Magnúsar var Edda Kolbrún Klem- enzdóttir, f. 16.4. 1943. Þau skildu. Börn þeirra eru 1. Sig- ríður Inga Magnúsdóttir, f. 30.5. 1973, maður hennar er Helgi Sigurðsson og þeirra börn eru Magnús og Sigurður. 2. Arnar Sindri Magnússon, f. 19.6. 1979, hann á dótturina Moniku Melkorku úr fyrra sambandi, kona hans er Karen Henný Jóhann- esdóttir og þeirra börn eru Jóhannes Dreki og Benjamín Máni. Edda Kol- brún á þrjú börn úr fyrra hjóna- bandi sem ólust upp hjá þeim Magnúsi og eru þau Kolbrún Edda, Klemenz Ragnar og Erling Þór. Magnús ólst upp á Braga- götu 38. Hann gekk í Miðbæj- arskólann og lauk þaðan prófi. Hann byrjaði snemma að vinna á fraktskipum og ferðaðist milli landa. Síðan hóf hann störf hjá Flugfélagi Íslands en skipti svo um starfsvettvang og fór að keyra leigubíl þar til hann hætti störfum sökum ald- urs. Síðustu árin fékkst hann nokkuð við málaralist sem hafði blundað með honum alla tíð. Útför Magnúsar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 27. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Gömlu lögin sungin og leikin, þannig lýsti fóstri minn hann Maggi herberginu mínu í Gnoð- arvogi 60, eftir að hann og mamma fóru að skoða íbúðina sem við vorum að flytja í. Her- bergið sem Klemenz bróðir fékk var nýuppgert og nýtísku- legt en mitt var forstofuher- bergi með gamaldags gólfteppi. Ég var tíu ára þegar Maggi og mamma fóru að búa saman og hann er pabbi tveggja hálfsyst- kina minna, Siggu og Sindra. Hann var skemmtilegur hann Maggi og ótrúlega gaman að heyra hann segja frá og svo skellihló hann sjálfur. Við bjuggum á Framnesvegi 54 þegar hann flutti til okkar en seinna fluttum við í Gnoðarvog- inn á meðan verið var að byggja á Kaplaskjólsveginum, KR- blokkina, sem við fluttum svo í. Heimsóknir á Vatnsleysu- ströndina, þar sem amma Bára, mamma hans og Jón bjuggu. Ferðir í sveitina til Tomma og Karenar, vinafólks hans, Óli bróðir í heimsókn, Magga dóttir hans hjá okkur, er minnisstætt. Lítið og sætt, sagði hann oft, það þurfti ekki að vera stórt og mikið til að vera gaman. Hann var meira fyrir einfaldleikann, þetta hversdagslega, heim- sækja vini og fjölskyldu og vera með börnunum sínum. Eftir að mamma og hann skildu 1988 var hann áfram partur af lífi okkar systkinanna, alltaf mættur í afmæli og aðrar veislur hress og kátur. Hann bjó hérna í Árbænum nálægt okkur og kíkti oft í kaffi til að spjalla og spurði þá frétta af krökkunum mínum, alltaf áhugasamur um hvernig gengi og hvað við værum að gera. Hann var mjög stoltur af fjöl- skyldunni sinni, bæði börnum og fósturbörnum, sá bara það jákvæða og vildi helst ekki tala um neitt leiðinlegt. Elsku Maggi, ég þakka þér fyrir sam- fylgdina, ég mun sakna þess að þú bankir á eldhúsgluggann minn og kíkir í kaffi. Kær kveðja, Kolbrún Edda Júlínusdóttir og fjölskylda. Jæja, hvað er á blaði í dag, var Magnús stórvinur minn til margra áratuga vanur að spyrja þegar við hittumst í morgun- kaffinu nær daglega. Ég var svo lánsamur að búa undir sama þaki og hann síðustu tvö árin. Magnús var dagsfarsprúður, ljúfur í allri umgengni og engan vildi hann styggja. Léttur í lund og átti auðvelt með að sjá hið spaugsama í tilverunni, jafnvel í atvikum sem hljómuðu lítt skemmtilega, jafnvel sorglega. Talaði ætíð vel um fólk og af mikilli hlýju um alla sem sýndi honum velvild. Hallmæla eða dæma fólk var ekki til í hans ranni. Og engum vildi hann vera til ama. Hann hafði ánægju af að hitta og tala við fólk. Var meistari í spjalli. Átti auðvelt með samræður við alla um allt. Sagði sjálfur að þetta væri hans skemmtilegasta áhugamál. Hann var líka góður hlustandi. Var fundvís á um- ræðuefni við hæfi viðmælenda og áhugasamur um það sem aðrir höfðu að segja. Hans regla var að viðmælendur fengju jafnmikinn tíma til að tala og hann sjálfur. Enda hafði hann gaman af að hlusta á frásagnir annarra. Veiðiáhugamaður var hann og fórum við nokkrum sinnum saman í veiði. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og kunni vel þá list að setja frá- sagnir sínar í spaugilegan bún- ing svo að var hlegið. Hnýtti líka flugur sem hann hafði gam- an af. Magnús var listhneigður, fór oft á málverkasýningar eða listasöfn og naut þess að skoða og lesa bækur um málaralist. Ástundaði þá iðju sjálfur að mála en gerði ekki mikið úr sín- um myndum enda frekar hlé- drægur. Flugmál voru honum einnig hugleikin frá því hann starfaði á Reykjavíkurflugvelli og hann hafði ánægju af að tala um flug. Honum var umhugað um fjölskylduna og vildi börn- um og barnabörnum vel. Líkaði vel að fá það verkefni að passa barnabörnin eins og hann orð- aði það. Var náttúruunnandi og naut þess að fara með börnin út úr húsi, t.d. fjöruferðir. Þótt ýmislegt í hans lífi hafi ekki gengið eins og hann hefði kosið var hann samt ákaflega sáttur við lífið og tilveruna. Hann var ekki efnishyggjumaður og eng- um hef ég kynnst sem var eins sæll með sinn naumt skammt- aða ellilífeyri. Það var ekki að heyra á Magnúsi að það væri á „blaði“ hjá honum að safnast til feðra sinna daginn sem hann lést. Það var á okkar daglega „húsfundi“ eins og hann kallaði morgunspjallið. Ég er honum afskaplega þakklátur fyrir góð kynni og allar okkar ánægju- legu samverustundir. Fjöl- skylda Magnúsar á samúð mín alla óskipta. Vertu svo kært kvaddur, minn góði vinur. Haukur Helgason. Við höfum nokkur hist reglu- lega á Salatbarnum undanfarin ár. Þetta er glaðvær hópur, oft nefndur Hrútastíuhópurinn, fátt er honum heilagt, tvíræðir brandarar fjúka og inn á milli eru sögur sagðar sem eru á mörkum þess að vera sannar og stundum allt að því ýktar. Allt er þetta græskulaust og meiðir engan, einungis gert til að létta lífið, hlæja og njóta stundarinn- ar. Einn þessara aðila sem þarna hafa komið er Magnús Sigurðsson eða Maggi keyrari eins við kölluðum hann í okkar hópi. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Magga fyrir ánægjuleg kynni. Magnús var frá fyrstu kynnum traustur vin- ur okkar allra, ávallt tilbúinn að aðstoða og rétta hjálparhönd, það er vart hægt að hugsa sér betri félaga. Það fór að öllu jöfnu ekki mikið fyrir honum í hópnum, hann hlustaði með athygli á þær misgáfulegu samræður sem oft áttu sér stað og skaut inn í hnyttnum athugasemdum þegar við átti. Magnús hafði einstakt lag á að kynda undir sögum okkar og oft heyrðist hann segja með undrandi tóni „nei hvað ertu að segja“. Hann kunni þá list, ekki síður en aðr- ir í hópnum, að láta sannleik- ann ekki skemma góða sögu. Frásagnarstíll Magga var ein- stakur og urðu reynslusögur hans líkastar reyfara því á svo skemmtilegan og á spennu- þrunginn hátt sagði hann frá. Það var ávallt tilhlökkunarefni að líta inn á Salatbarnum og heilsa upp á félagana, þá Magga keyrara og Óla Egils, sem yfirleitt mættu snemma til kvöldverðar og voru búnir að fara yfir helstu mál dagsins áð- ur en aðrir komu og biðu þá orðið eftir skemmtisögunum frá félagahópnum. Óli Egils lést fyrir nokkrum árum en sögur hans yljuðu Magga og okkur og munu gera það um ókomna tíð. Það munu sögur Magga einnig gera. Síðast þegar við hittumst, skömmu fyrir jól, óraði okkur ekki fyrir því að Maggi yrði ekki á meðal okkar nokkrum vikum síðar en þannig er lífið, við vitum aldrei fyrir víst hvað morgundagurinn ber í skauti sér, sem betur fer. Maggi keyrði leigubíl þegar við kynntumst honum. Hann var traustur bílstjóri með mikla þjónustulund. Þegar hann hætti leigubílaakstrinum fyrir nokkrum árum fór hann að fást við að mála. Kannski hafði hann fengist við slíkt um einhvern tíma, en að minnsta kosti sýndi hann okkur ekki afraksturinn fyrr en fyrir um ári síðan. Þá kom hann í nokkur skipti með sér á fundina myndir sem hann hafði málað. Á þeim var fallegt handbragð og ljóst að hann hafði nostrað við hverja mynd. Við sáum að það leyndist lista- maður í vini okkar. Næst þegar við hittumst verður skarð fyrir skildi en við munum örugglega ekki breyta út af venjunni, segjum sögur sem eru allt að því ýktar og rifjum upp hnyttin tilsvör og atvik sem tengjast okkur, Magga og öðrum þeim úr fé- lagsskapnum sem eru gengnir á braut. Með okkur mun lifa minning um góðan dreng. Við vottum ástvinum Magn- úsar innilegrar samúð. Sigurður Jónsson, Ingvar Guðmundsson, Kristín Vigfúsdóttir, Finnur Ingólfsson, Egilína S. Guðgeirsdóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson. Magnús Jóhann Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.