Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 ✝ Guðjón Ó. Ás-grímsson fædd- ist í Reykjavík 27. júlí 1921. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 16. febr- úar 2015. Foreldrar hans voru Nikólína Ragnheiður Odds- dóttir húsmóðir, f. 20.8. 1891, d. 4.8. 1970, og Ásgrímur Guðjónsson, tollvörður í Reykja- vík, f. 27.7. 1892, d. 26.1. 1980. Systkini Guðjóns eru Ragnheið- ur, f. 1919, d. 1997, maki Sig- urður Sigurðsson, f. 1914, d. 1982, og Arnbjörn, f. 1927, maki Kristín Guðvarðardóttir, f. 1926. Hinn 31.5. 1952 kvæntist Guð- jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanlaugu Magnúsdóttur, f. 2.4. d. 16.1. 1990. Synir þeirra eru Baldur og Guðjón Þór. Ásdís sjúkraþjálfari, f. 7.2. 1960, maki Ingólfur Þórisson verkfræð- ingur. Börn þeirra eru Örn, Svanlaug og Þórir Már. Helga iðjuþjálfi, f. 22.5. 1963, maki Þröstur Helgason verkfræð- ingur. Börn þeirra eru Sölvi og Rúna. Magnús rafiðnfræðingur, f. 22.2. 1968, maki Guðríður Hlöðversdóttir leikskólakennari. Börn þeirra eru Hilmar Freyr, Svanhildur Birna og Birkir Óli. Barnabarnabörn Guðjóns eru fimm. Guðjón varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1944. Hann hóf störf hjá Ræsi hf. 1943 og vann þar allan sinn starfsferil, lengst af sem skrifstofustjóri. Guðjón var mikill útivistarmaður og hafði unun af ferðalögum innan- lands. Útför Guðjóns fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 27. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 1930 í Feitsdal við Arnarfjörð. For- eldrar hennar voru Rebekka Þiðriks- dóttir kennari, f. 27.10. 1890, d. 11.4. 1992, og Magnús Guðmundur Magn- ússon bóndi, f. 25.11. 1891, d. 27.5. 1959. Svanlaug og Guðjón byggðu sér hús í Háagerði 85 í Reykjavík og var það þeirra heimili alla tíð. Börn þeirra eru Rebekka Sigrún sjúkraþjálfari, f. 23.9. 1952, maki Björn Guð- mundsson matvælafræðingur. Börn þeirra eru Auður, Unnur og Guðmundur. Ragnheiður leikskólakennari, f. 28.3. 1955, maki Ólafur Ásgeirsson garð- yrkjufræðingur/sagnfræðingur, Í dag kveð ég tengdaföður minn Guðjón Ásgrímsson. Þegar ég leiði hugann að því hvaða orð lýsa Guðjóni best eru það orðin traust, heiðarleiki, hjálpsemi, umhyggja en líka glettni og glaðværð. Hann var skarpgáfaður maður og lífið hafði kennt honum nægjusemi og hógværð. Honum var einstak- lega annt um afkomendur sína og fylgdist vel með þeim allt fram á síðasta dag og spurðist fyrir um hvernig þeim gengi í skóla og íþróttum. Guðjón var einstaklega barngóður og gaf sér góðan tíma til þess að leika við barnabörnin og barnabarna- börnin og síðar að spjalla við þau um heima og geima. Mörg minningabrot koma upp í hugann á þessum tímamótum. Heimili Guðjóns og Svönu í Háagerði hefur verið miðpunkt- ur fjölskyldunnar um áratuga- skeið, þar var haldið í hefðir og hápunkturinn á hverju ári var jólaboðið á jóladag þar sem í engu var brugðið út af hefðinni og spiluð vist að loknu borðhaldi. Guðjón og Svana voru afar sam- heldin hjón og bar heimili þeirra þess glöggt merki. Við Guðjón tefldum töluvert skák framan af og iðulega var Ólafur tengdasonur hans með í þeirri skemmtan okkar. Guðjón var sterkur skákmaður og jafn- framt spilaði hann brids með nokkrum félögum sínum. Guðjón hafði sérstaklega gaman af útiveru, fór í göngu- ferðir í nágrenni Reykjavíkur, ferðaðist mikið um landið, stundaði gönguskíði og hafði gaman af stangveiðum. Minnis- stæð er ganga okkar á Heklu ár- ið 1981, ári eftir að gaus. Mikill hiti var ennþá í gígnum og stóð- um við í gufu- og gasmekki upp að hnjám. Nokkrar ferðirnar fórum við með fjölskyldum okkar til veiða, í Hólmavatn á Tvídægru og síð- ar í Djúpadalsá á Barðaströnd. Minnisstæð er ferð sem við fór- um saman upp úr Borgarfirði til silungsveiða í Arnarvatn stóra. Það er sérstaklega eftirminnileg ferð og ekki síst þær torfærur sem fara þurfti yfir á leiðinni. Hann hafði gaman af veiðum og sagði oft sögur af silungsveiðum á Tvídægru en þar hafði faðir hans stundað silungsveiðar áður fyrr. Þær veiðar voru stundaðar til þess að draga björg í bú. Guðjón og Svana heimsóttu okkur hjónin til Bandaríkjanna þar sem við bjuggum um tíma. Lagst var í langferð yfir til Kan- ada, Niagara-fossarnir skoðaðir, Toronto heimsótt og í framhald- inu nokkurra daga ferð í kring- um eitt stóru vatnanna Lake Huron. Það er eftirminnileg ferð. Guðjón lifði viðburðaríkt skeið í Íslandssögunni. Almenn fátækt var í landinu á hans upp- vaxtarárum. Allir þurftu að leggja hönd á plóginn og nýta varð allt afar vel. Hann er af þeirri kynslóð Íslendinga sem náði að lyfta Íslandi og stofna sjálfstætt ríki. Þeirri kynslóð eigum við seinni kynslóðir mikið að þakka. Guðjón var gamansamur og hafði þróað með sér skemmtilegt skopskyn og glettin tilsvör. Við sem stóðum honum næst höfðum gaman af þessari glettni hans. Blessuð sé minning Guðjóns, Ingólfur Þórisson. Í dag kveðjum við tengdaföð- ur minn, Guðjón Ó. Ásgrímsson Guðjón lifði langa ævi sem spannar miklar breytingar á öll- um okkar lífsháttum, hann bjó alla sína ævi í Reykjavík sem á hans tíma breyttist úr sveita- þorpi í borg. Guðjón kynntist erfiðri lífsbaráttu til sveita sem barn þegar hann var sendur í sveit upp í Borgarfjörð á sumr- in, hann var til sjós í byrjun stríðs, kynntist stríðsrekstri á Íslandi, þegar landið var her- numið af Bretum, og öllum þeim miklu breytingum sem urðu á Íslandi eftir stríð. Guðjón bjó við góðar heimilis- aðstæður sem gerðu honum kleift að fara í nám við Mennta- skólann í Reykjavík og síðar í háskóla þar sem hann útskrif- aðist sem viðskiptafræðingur. Þrátt fyrir að vera alinn upp í Reykjavík var Guðjón mikill náttúruunnandi, þekkti hverja þúfu á landinu og það var alltaf gaman að ræða við hann um ferðamennsku og staðhætti á Ís- landi. Þau Guðjón og Svana voru afar samrýnd hjón og ferðuðust mikið um landið. Þó að fjölskyld- an væri stór og allur búnaður og bílar mun lakari en þekkist í dag þá fóru þau í langar ferðir um landið með búnað og nesti til margra daga eða vikna þar sem öllum farangri var staflað upp á topp á bílnum eins og tíðkaðist í þá daga. Þegar bílakostur dugði ekki til að komast á staði sem þau langaði að skoða nýttu þau sér gjarnan Ferðafélag Íslands. Eftir að börnin voru farin að heiman þá eignaðist Guðjón jeppa sem opnaði fyrir þeim há- lendið og afskekktari svæði landsins og var hann óspart not- aður til lengri og skemmri skoð- unarferða. Þau Svana og Guðjón voru ákaflega iðin á ferðalögum, það var ekki legið í sólbaði eða leti eða farið í vegasjoppur. Nei, nesti var smurt og það var þvælst um allt ýmist gengið eða ekið og tíminn nýttur vel. Samvinna þeirra Guðjóns og Svönu var aðdáunarverð og unnu þau ávallt saman að sínum verkefnum hvort sem það tengd- ist ferðalögum, berjatínslu eða kartöflurækt Guðjón var alinn upp á þeim tímum þegar miklu skipti að nýta það sem fólk hafði, hann var því bæði nýtinn og iðinn, sparaði gjarnan þegar hann sjálfur átti í hlut en var jafn- framt örlátur gagnvart öllum öðrum. Fjölskyldan skipti Guðjón miklu máli. Það var ávallt gott að leita til hans um alla hluti og má segja að hann hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að styðja við og efla þá stóru fjöl- skyldu sem hann skilur eftir sig en hann lét gjarnan þarfir ann- arra ganga fyrir. Guðjón hafði mikinn húmor sem kom skemmtilega fram í samskiptum hans við barnabörn- in sem hann náði mjög vel til og naut hann þess auðsjáanlega að umgangast þau. Ég minnist Guðjóns með hlýju, virðingu og miklu þakk- læti til hans og Svönu fyrir alla þá umhyggju og stuðning sem þau hafa sýnt okkur í gegnum árin. Þröstur Helgason. Nú er elsku afi minn látinn en hann skilur eftir sig margar frá- bærar minningar sem mér þykir gríðarlega vænt um. Afi sem var svo stríðinn, afi sem var alltaf í góðu skapi, afi sem hugsaði fyrst um aðra og svo um sjálfan sig. Afi minn var yndislegur maður og ein af mínum helstu fyrir- myndum. Ég mundi gefa ýmislegt fyrir að geta núna mætt í Háagerðið og fá á móti mér afa með dós fulla af suðusúkkulaði. „Má ekki bjóða þér mola?“ Eða að fara enn lengra aftur í tímann þegar svörtu, brúnu og rauðu töggurn- ar voru hluti af molaúrvalinu, ég hugsa að ég mundi fá mér rauða. Ég mundi svo setjast við borð- stofuborðið með afa og ömmu og spila við þau manna, fengi jafn- vel einn hnetutopp ef ég væri heppinn. „Það er naumast,“ heyrist í afa þegar amma tekur þrjá slagi í röð og þegar kemur að því að fara heim tekur hann upp úlpuna mína og býðst til að skrýða prestinn. Ég kveð og þakka fyrir mig. „Ja, þó fyrr hefði verið. Gott að losna við þig,“ segir afi og lokar dyrunum. Svona var afi, stríðinn til hinsta dags. Það var happadag- ur í lífi hans þegar hann fór að nota staf því stafinn gat hann notað til að pota í fólk glottandi. Ég man þegar við Rúna heim- sóttum hann á spítalann þar sem hann átti erfitt með að hreyfa sig en þá litlu orku sem hann hafði nýtti hann til að toga létt í hárið á henni og ulla aðeins á mig. Ég á eftir að sakna þess- arar góðlátlegu stríðni. En afi var ekki bara stríðinn, hann var líka afar umhyggju- samur. Ég var svo heppinn að eiga afmæli degi á eftir honum. Alltaf þegar stórfjölskyldan fór eitthvert saman til að halda upp á afmælið hans passaði hann sig á því að afmælið mitt félli ekki í skuggann og lét eins og hátíð- arhöldin snérust um mig en ekki hann. Svona hegðun er mjög lýs- andi fyrir afa sem setti sjálfan sig aldrei í fyrsta sæti, einbeitti sér frekar að því að öðrum liði vel. Nú hefur afi yfirgefið líkama sinn en lifir áfram í huga okkar allra sem þekktum hann. Ég er viss um að hann er núna í nýja Háagerðinu sínu að gera allt fínt, kominn í gamla Benz-jakk- ann og farinn að dunda sér í bíl- skúrnum og garðinum á meðan hann bíður eftir ömmu. Þakka þér fyrir allt, afi minn, það eru forréttindi að hafa átt þig fyrir afa. Sölvi. Elsku besti afi, ég heilsa þér með vinstri hendi eins og við vorum vön að gera og ég vonast til þess að þú bjóðir mér suðu- súkkulaði eða karamellu. Ég veit að þú ert ekki dáinn, ég veit að þú ert ekki farinn frá okkur, þú hefur alltaf verið of lífleg per- sóna til þess að deyja. Þú hefur bara yfirgefið líkama þinn, lík- amann sem var farinn að íþyngja þér í seinni tíð og núna ertu frjáls. Við kvöddumst á sunnudaginn en ekki til eilífðar því að við munum hittast aftur, elsku besti afi, ég er viss um það og þá get- um við farið í stafastríð. Á sunnudaginn þegar þú svafst svo fast minnti það mig á þegar við fórum í göngutúr með ömmu og þú lagðist á bekk og svafst allan tímann. Elsku besti afi, þú kenndir mér svo margt, manstu þegar þú ætlaðir að kenna mér mann- ganginn og við tefldum í fyrsta sinn. Ég var hræðilegur nem- andi og fylgdist lítið með, ég vildi bara vinna þig og svo þegar við tefldum svindlaði ég alveg ótrúlega mikið og drap alla þína taflmenn með einu peði. Þú sam- þykktir ekki alveg sigurinn minn en seinna sagði ég alltaf að afi minn hefði kennt mér að tefla. Það var alltaf svo gaman að spila við þig, sérstaklega þegar ég vann, þú gast reyndar verið óttalega þjófóttur í þjóf. Þið amma kennduð mér manna og síðan þá hef ég eingöngu viljað spila ykkar manna, við köllum hann Háagerðismanna. Mér hefur alltaf þótt gaman hversu umburðarlyndur þú varst gagnvart pöddum, þú sagðir allt- af greyin um geitungana og vild- ir ekki drepa kóngulærnar. Manstu skiptin þegar ég gisti hjá ykkur ömmu og oftar en ekki rak ég þig úr rúminu, á eft- ir gerðirðu svo grín að því. Þú gerðir líka oft grín að mér þegar við skoðuðum saman gamlar myndir og það kom mynd af mér. Þá spurðir þú mig „hvaða skrítni krakki er þetta?“ Þegar við komum úr skíðaferðum spurðir þú alltaf hversu oft við hefðum dottið. Þú vilt eflaust vita hve oft ég datt á skíðum í síðustu viku en því miður hef ég enga tölu á því, ég datt svo oft. Þakka þér fyrir allt, elsku besti afi, og mér hefur orðið að mátulegu. Við sjáumst aftur. Allt er gott sem endar vel, indælt slæmu að gleyma. Í Drottins hendur framtíð fel og fell í draumaheima. (Neisti.) Rúna. Í gegnum huga okkar fljúga margar góðar minningar. Afi kenndi okkur svo margt. Hann var alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Hann leiðbeindi okkur og fræddi um allt milli himins og jarðar. Alltaf var gott að leita til hans. Heimilið stóð alltaf opið. Í huganum stöndum við í dyragættinni heima hjá afa og ömmu þar sem afi tekur á móti okkur léttur í lund. Hjálpar til við að hengja af okkur og snýr sér að vöfflubakstrinum sem hann var stoltur af að taka að sér því það var eitt af því fáa sem hann fékk að gera í eldhús- inu. Vöfflulyktin umlykur allt og afi sem stendur við járnið minn- ist á leyniuppskrift sína. Amma þeytir rjómann og við setjumst til borðs. Afi fær dökku kök- urnar. Að lokum erum við öll kvödd með suðusúkkulaðibita og áminningu um að nota skóhorn- ið. Afi og amma voru mikið fyrir útivist og kenndu okkur ást á landi og náttúru þess. Þau höfðu gaman af því að ganga á fjöll, fara í útilegur, sund og á göngu- skíði meðan þau höfðu bæði heilsu til. Afi gantaðist reyndar oft með það að hann hefði eign- ast unga konu til að halda sér ungum sem lengst. Þau voru góð fyrirmynd um félagsskap og samvinnu í hjónabandi. Afastæði þekkja allir í fjöl- skyldunni en þannig var mál með vexti að þau afi og amma fóru oft sund og hleypti hann þá gjarnan konu sinni út fyrir fram- an innganginn en lagði sjálfur eins langt frá og hægt var, þar sem var örugglega stæði. Alltaf var stutt í glettnina hjá afa og kannast allir afkomendur hans við það að vera strítt góð- látlega af honum. Lítillæti og hógværð afa var eftirtektarverð þar sem hann lét yfirleitt ekki mikið á sér bera en var samt alltaf til staðar og laumaði stundum inn sínum ráð- um. Nýtni hans var jafnframt til eftirbreytni sem við höfum öll reynt að tileinka okkur. Margar notalegar æskuminn- ingar tengjast ferðum í Skammadalinn þar sem afi og amma voru lengi með kartöflu- garð. Þar var afi með yfirumsjón með útsæðinu, áburði og leikjum barnanna en gjarnan var leikinn leikurinn Geiturnar þrjár, á brúnni yfir skurðinn. Afi naut þess einnig að vera langafi og var alltaf tilbúinn að leika við barnabarnabörnin, sækja dótið og passa stigann á meðan foreldrarnir spjölluðu. Ómetanlegt hefur verið að eiga svo góðan afa og ömmu að og erum við afar þakklát fyrir tímann með afa. Þau hafa verið mikilvæg kjölfesta í lífi okkar. Ekkert er betra en vöfflur með rjóma, tröllasúrusultu og ást, taka í nokkur spil og læra að taka sigrum með hógværð. Hjartahlýjan sem einkenndi afa fylgir okkur ævina á enda og hún smitaði út frá sér til allra sem kynntust honum. Það er sárt að missa góðan afa en ótrú- lega gott að hafa fengið að eiga hann að. Hafðu þökk fyrir allt, elsku afi okkar. Minning þín lifir í hjörtum okkar og reynum við að sjá til þess að hún skili sér niður til barna og barnabarna okkar. Auður, Unnur og Guðmundur. Guðjón Ó. Ásgrímsson HINSTA KVEÐJA Við fráfall öðlingsins Guðjóns Ó. Ásgrímssonar sendir söngvökufólk liðinna ára einlægar þakkir fyrir mikla vinnu í áraraðir. Þau hjón, Guðjón og Svanlaug, komu alltaf fyrst allra, röðuðu öllu upp, dreifðu söngbókum og gengu svo frá öllu á eftir. Ómetanlegt þakkarefni er sú mikla sjálfboðavinna. Svanlaugu eru sendar einlægar samúðarkveðjur. Helgi Seljan og Sigurður Jónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS STEFÁNSSON frá Borgarnesi, lést á Landås öldrunarheimili í Bergen í Noregi mánudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram í Litlu Kapellu, Møllendal í Bergen, mánudaginn 2. mars kl. 13.30. . Gunhild Stefansson, Sigurd Stefansson, Åse Berge, Ingunn Stefansson, Rolf Espen Falk Chri, Erlend Stefansson, Wenche Vassnes Stefansson og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og systir, GUNNHILDUR BJARNASON frá Reykjavík, lést mánudaginn 23. febrúar á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. mars og hefst kl. 15. . Einar Knútsson, Hope Knútsson, Tryggvi Einarsson, Katla Einarsdóttir og Sigríður Bjarnason. Okkar ástkæri, ÁRNI JÓHANNSSON, Sóltúni 12, Reykjavík, lést sunnudaginn 22. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 13. . Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir, Ágúst Þór Árnason, Alma Oddgeirsdóttir, Guðjón Trausti Árnason, Kerstin Andersson, Guðbjörg Gígja Árnadóttir, Sigurður Már Jónsson, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Þorsteinn Páll Hængsson, Nína Þóra Rafnsdóttir, Unnar Rafn Ingvarsson, Sigurjón Rúnar Rafnsson, María Kristín Sævarsdóttir og fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.