Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 19
gleyma þér og halda fast í allar þær minningar sem við eigum saman. Þinn Kristinn Sveinn (Kiddi). Elsku, yndislega systir mín, elsku Jóhanna mín. Ég vildi að þú værir hér til að heyra það frá mér hvað ég elskaði þig mikið. En þú ert farin til Guðs og ég get ekki tekið utan um þig á þessari stundu til þess að þakka þér allt það góða sem þú gerðir fyrir mig. Ég er búin að biðja Jesú að segja þér allt sem ég vildi að ég hefði sagt við þig á meðan þú varst hérna hjá okkur og hvað þú reyndist mér alltaf vel og gekkst langt fram yfir það sem ég veit að réðst við til þess að hjálpa mér. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og ég skildi ekki hvað ég átti mik- inn vin í þér, elsku systir. Ég man er við sátum í eldhús- inu og ég ætlaði að skrifa afsök- unarbréf með mörgum orðum. Þú leiðréttir mig og sagðir „less is more“. Svo brostir þú þínu fal- lega brosi, horfðir á mig með fal- legu bláu augunum þínum og á þinn hljóðlega hátt lagðir til að ég stytti þetta. Til að heiðra minningu þína ætla ég að reyna að hafa þetta stutt. Ég man svo vel eftir því þegar þið Tryggvi kynntust að mér fannst þú svo falleg. Alveg eins og Kleópatra. Þú varst alltaf fal- leg. Eftir að veikindi þín fóru að segja meira og meira til sín barstu þig alltaf jafn vel. Þú varst alltaf vel til höfð og smekkleg. Og heimili ykkar Tryggva var alltaf fallegt, snyrtilegt og hlýlegt. Það er af því að þú áttir þetta heimili og ég var alltaf velkomin. Þú varst vinur minn í raun og ég vildi að ég hefði skilið betur hvað þú áttir mikla hlýju og sann- an kærleika til mín í mínum veik- indum. Ég sakna þín svo mikið og hvernig þú hafðir alltaf samband við mig til þess að gera mér lífið léttara með því að bjóða mér með þér á kaffihús og út að borða, kaupa fyrir mig föt og fara með mér í búðir. Og þó að ég hefði lok- að á þig þegar mér leið sem verst og hljóp út um borg og bæ í leit að vináttu, þá beiðst þú bara eftir að ég leitaði mér hjálpar og varst alltaf tilbúin að hjálpa mér að komast út úr einangruninni og hvetja mig. Þú sagðir við mig þegar mér leið sem verst „Hildur mín. Þú ert góð manneskja og þú getur hjálpað öðrum. Þú þarft að sjá það jákvæða við þig.“ Systir mín, þú varst góð kona og hetja. Ég get ekki lýst því hvað ég vildi að ég hefði gefið þér alla þá ást og umhyggju sem ég bar til þín í orði og verki og skilið hversu dýrmæt samvera þín með mér var. Ég veit að þú skildir mig bet- ur en ég skynja. Ég þakkaði þér aldrei nógu vel, yndislega Jóhanna mín. Og ég náði ekki að kveðja þig eins og ég vildi að ég hefði gert. En ég á allar stundirnar með þér í minningunni. Ljómann í augum þínum þegar þú talaðir um börnin þín og barnabörnin. Glettnina í augum þínum er við ræddum ýmislegt. Þú elskaðir Tryggva, börnin þín og barna- börnin og varst alltaf að hugsa um hvað þú gætir gert fyrir aðra. Ég veit að sorgin nístir hjörtu allra ástvina þinna í dag og miss- irinn er okkur öllum sár, en ég veit að þegar Guð græðir hjörtu okkar mun minningin um þig allt- af lifa og það góða um þig gleðja okkur. Drottinn blessi alla þína ást- vini, systir mín, og styrki í ykkar miklu sorg. Takk fyrir allt. Þín systir, Hildur. Í hjörtum okkar harmur er er leiðir skilja í heimi hér. (AHB) Kveðjuorð geta orðið svo fá- tækleg. Sorgin er svo yfirþyrm- andi, tilveran svo myrk. Jóhanna var sú albesta systir og vinkona sem hægt var að óska sér. Upp í hugann koma bernsku- og æskuárin á Laugaveginum og allt sem dreif á daga okkar þar. Þótt efnin væru lítil var lífið um margt svo gott og áhyggjulaust. Alltaf nóg um að vera, mikill gestagangur. Mamma var lista saumakona og við systurnar fimm vorum því iðulega eins klæddar. Við fengum svo Ara bróður 1963. Það var svo gaman í leik og iðju, vinirnir margir. Við vorum tvær til þrjár saman í herbergi, vorum samrýndar og nánar. Báð- ir afar okkar og ömmur bjuggu ýmist í sama húsi eða rétt hjá og voru okkur svo undurgóð. Þegar ég lærði að lesa varð ég að fá að kenna Jóhannu minni að lesa um leið, hún þá aðeins fjögurra ára. Það vafðist ekki fyrir henni frek- ar en annað. Hún var fluggreind og hafði þá alfallegustu rithönd sem ég hef séð. Hún hafði allt til að bera sem prýtt gat eina manneskju. Mjög falleg ásýndum, innri maðurinn gersemi. Einstaklega vönduð. Á mestu raunatímum lífs míns stóðu Jóhanna og Tryggvi sem klettur við hlið mér í ofsabriminu, umvöfðu mig og studdu. Jóhanna gekk í VÍ og kenndi síðar við þann skóla, frábær, vin- sæll kennari. Hún var elskuð og dáð af öllum sem báru gæfu til að kynnast henni. Jóhanna var líka ákveðin kona, föst fyrir og rétt- sýn. Hún giftist Tryggva sínum ung að aldri. Saman eignuðust þau yndisleg börn, Halldóru, Ey- vind og Odd. Þau voru sérlega ná- in og samlynd og talaði maður alltaf um þau sem sömu mann- eskju. Slík ást og hamingja er ekki sjálfgefin. Allar bestu og skemmtilegustu veislurnar voru heima hjá Jó- hönnu og Tryggva. Þangað var best að koma, heimilið alltaf opið sama hvenær var. Jóhanna var um fertugt þegar í ljós kom að hún var haldin ill- vígum sjúkdómi. Við tók áratuga erfið og ströng barátta en Jó- hanna var æðrulaus og bar sig best allra. Lét kvalir og vanlíðan aldrei stöðva sig og stóð á meðan stætt var. Þótt við sæjum að heilsan versnaði gerði Jóhanna sjálf minnst úr því. Hún vildi lifa fyrir fjölskyldu sína þrátt fyrir líkamlegu kvalirnar. Tryggvi og fjölskyldan var henni dýrmætust alls. Maður gerði sér í raun ekki fullljóst hversu veik hún var orð- in. Þess vegna komu endalokin svo flatt upp á alla. Jóhanna bara mátti ekki hverfa, en Guð ræður för. Það syrtir að þegar Jóhanna kveður. Ég elskaði Jóhönnu af öllu hjarta og sakna hennar meir en orð frá lýst. Þau Tryggvi voru mínir trúnaðarvinir og bar þar aldrei skugga á. Nú nístir harmurinn. Ég og fjölskylda mín biðjum algóðan Guð að styrkja elsku Tryggva, börn þeirra, tengda- og barna- börn svo og fjölskyldur þeirra allra. Ég kveð systur mína í djúpri sorg en jafnframt með óendan- legu þakklæti. Það er huggun í harminum að nú er hún laus við allar þjáningar í eilífri kærleik- stilveru. Í birtu mun ég minnast þín Miskunnsama systir mín Þú lýstir vegferð okkar allra En himinhæðir nú þig kalla. (AHB) Arndís H. Björnsdóttir. Elsku Jóhanna vinkona er far- in frá okkur. Mikið urðum við sorgmædd þegar Tryggvi færði okkur þessi tíðindi til Mallorca þar sem við erum stödd núna. Undanfarin tíu ár höfum við fjög- ur átt svo góðar stundir saman, bæði í leikhúsferðum og úti að borða. Auk þess höfum við farið saman í tvær ferðir til Bandaríkj- anna þar sem við upplifðum að skoða Graceland, heimili Elvis Presleys og margt fleira. Jóhanna var yndislegur ferða- félagi, alltaf svo jákvæð og til í allt. Hún skrifaði svo ferðasög- una dag frá degi og færði okkur fallegt eintak eftir heimkomu. Það er dýrmætt að geta flett upp í þeim og skoðað hvað við gerðum margt skemmtilegt saman. Það var gaman að fylgjast með því hvað Jóhann og Tryggvi voru einstaklega samrýnd hjón og hugsuðu vel hvort um annað. Við vorum eiginlega byrjuð að skipu- leggja næstu utanlandsferð þeg- ar elsku Jóhanna veiktist svo illa að hún gat ekki meir. Við söknum hennar mjög mikið og sendum Tryggva og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að vera með þeim. Sigrún og Hjörtur. Hún Jóhanna vinkona okkar er látin og mikil sorg og söknuður er í vinkvennahópnum okkar. Fyrstu kynnin við Jóhönnu voru í 7 ára bekk grunnskóla. Þar kom strax í ljós hversu sterkan per- sónuleika Jóhanna hafði að geyma. Hún var einstaklega elskuleg, vel gefin, hjartahlý, fé- lagslynd og hjálpsöm. Alltaf til í að hjálpa öllum með hvað sem var og stundum óbeðið. Eins og þegar við þvoðum eldhúsið heima hjá henni með skúripúlveri svo máln- ingin flagnaði af veggjunum og þurfti að mála allt upp á nýtt. Einnig er við ætluðum að skúra á vinnustað í Bankastræti og til að vera snöggar helltum við úr tveimur fötum af vatni yfir gólfið og botnuðum ekkert í hvað varð um allt vatnið sem við ætluðum að þurrka upp, þar til að lamið var á hurðina. Vatnið hafði allt runnið niður í verslun á 1. hæð. Á grunn- skólaárunum var svo dýrmætt að eiga góða og trausta vinkonu eins og Jóhönnu sem aldrei brást og alltaf var innan seilingar. Aðeins fjórtán ára byrjaði Jó- hanna í Verzló þar sem hún eign- aðist marga góða vini og tilviljun réð því að hún hóf störf við þann sama skóla að lokinni útskrift og starfaði þar alla tíð. Jóhanna var vinamörg og frábær vinur vina sinna. Hún sá til þess að aldrei leið of langt á milli þess að við vin- konurnar hittumst. Við ferðuð- umst saman, hittumst heima hjá hver annarri, fórum á kaffihús eða í sumarbústaði. Ógleyman- legar eru heimsóknir til skóla- systra úr okkar hópi sem búa er- lendis. Síðasta ferðin okkar saman var á Flúðir. Fengum þar stóran kennarabústað sem Jó- hanna útvegaði. Þar var mikið spjallað saman, gengið úti í nátt- úrunni, borðaðar kræsingar og horft á rómantískar gamanmynd- ir. Mikið hlegið og rifjaðar upp liðnar stundir. Þar sem stólarnir voru misþægilegir var ákveðið að allar færðu sig um eitt sæti til vinstri á 10 mínútna fresti meðan horft var á bíómynd, allt gert til að öllum liði vel. Ein úr hópnum fékk svo ígerð í fingur eitt kvöldið og hver önnur en Jóhanna kom með sjúkrakassann um miðnætt- ið, hjúkraði og meiðslin voru horfin að morgni. Þessi ferð verð- ur ávallt í minni höfð. Kynnin og samveran með Jó- hönnu hafa auðgað líf okkar. Hún minnti okkur á mikilvægi vinátt- unnar og opnaði hjarta sitt fyrir okkur öllum. Hún kenndi okkur með eigin fordæmi að gefast aldr- ei upp þó að á móti blási. Jóhanna var fyrirmyndin okkar, hún var límið sem sá til þess að við héld- um allar saman og engin heltist úr lestinni. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Elsku Tryggvi, Dóra, Eyvind- ur, Oddur, makar, ömmubörn og aðrir vandamenn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Ástríður, Guðrún, Elín, El- ísabet, Margrét og Erla. Nú hefir þú sofnað síðsta blund, að sigruðum jarðlífshörmum, því blæðir í hjörtum blóðug und og brenna‘ okkur tár á hvörmum. En andi þinn fagnar friðarstund í frelsarans líknarörmum. Þessar ljóðlínur úr erfiljóði eftir föðurömmu okkar, Guðrúnu Magnúsdóttur, kennara og skáld- konu, eru lýsandi fyrir þá sorg sem býr í hjarta mínu við fráfall elskulegrar systur minnar, Jó- hönnu Guðrúnar. Hún var mið- systirin í fimm systra hópi og tíu árum síðar bættist svo bróðir í hópinn. Æskuheimili okkar var á Laugaveginum, fyrst á númer 77 og síðan 85. Við vorum svo heppin að hafa í nágrenni okkar bæði móður- og föðurforeldra og var Jóhanna skírð í höfuðið á föður- foreldrum okkar, Jóhannesi Teitssyni og Guðrúnu Magnús- dóttur. Móðuramma okkar, Sig- ríður Jóna, var ein af þeim sem áttu alltaf góðar kökur á lager og kenndi hún okkur m.a. að drekka kaffi. Það var ekki slæmt að hafa svona stóran fjölskyldurann í ná- grenninu. Straumhvörf urðu í lífi okkar þegar foreldrar okkar skildu og við fluttum af Laugaveginum. Jó- hanna var 16 ára og elsta systk- inið á heimilinu. Hún reyndist okkur þremur yngri einstaklega vel í þeim erfiðleikum sem fylgdu í kjölfarið. Jóhanna var einstök manneskja, manngæska hennar, réttsýni og hjartahlýja gerði hana að þeim máttarstólpa sem ætíð var hægt að leita til og fá stuðning. Jóhanna reyndist móður okkar stoð og stytta í langvinnum veik- indum hennar. Hún opnaði heim- ili sitt fyrir hvers kyns fjölskyldu- samkomum, stórafmælum, útskrift og öðrum í fjölskyldunni sem á þurftu að halda, þrátt fyrir að vera sjálf ekki heil heilsu í fjöl- mörg ár. Hún kvartaði aldrei heldur hélt sínu striki. Við Jóhanna bundumst enn sterkari böndum þegar dóttir mín Brynhildur fæddist á afmæl- isdegi hennar árið 1978. Þær tvær, septemberbörnin, voru ótrúlega líkar í háttum og vissi ég að Jóhönnu þótti vænt um að ég hafði valið daginn hennar fyrir dóttur mína. Við þrjár áttum nokkrar góðar stundir síðustu vikur sem við verðum ætíð þakk- látar fyrir. Ekki er hægt að skrifa um Jó- hönnu án þess að geta Tryggva hennar. Þau kynntust ung að ár- um, Jóhanna var 18 ára þegar þau giftust. Hjónaband þeirra var einstaklega gæfuríkt enda mjög samrýnd hjón. Þau eignuð- ust þrjú börn, Halldóru (Dóru), Eyvind og Odd Björn. Öll eru þau uppkomin og með maka og börn. Barnabörnin voru Jóhönnu mikl- ir gleðigjafar enda var hún ein- staklega góð amma. Tryggvi og fjölskyldan hafa ætíð verið Jó- hönnu mikil stoð í langvarandi veikindum. Þrátt fyrir síendur- tekin áföll kom það okkur í opna skjöldu að hún skyldi vera tekin frá okkur svona snögglega. Elsku Tryggvi, Dóra, Eyvind- ur, Oddur Björn og fjölskyldur. Ykkar missir er mikill og send- um við Magnús ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að Guð gefi ykkur styrk. Ég vil ljúka þessu með niður- lagsljóðlínum úr erfiljóðinu hennar ömmu: Við þökkum svo ásthug allan þinn og æfinnar störf og sóma. Svo faðmi þig drottins friðurinn í fegursta dýrðarljóma. Og breiði á rúm þitt bjarma sinn unz básúnur drottins hljóma. Ólöf Sigríður og Magnús. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Við systkinin vorum svo lán- söm að eignast Sigurjón sem fósturföður fyrir tæpum 50 ár- um. Hann gekk okkur í föður- stað og við fundum aldrei fyrir því að hann væri ekki pabbi okkar. Sigurjón var einstakt ljúfmenni sem aldrei hækkaði við okkur róminn, enda barn- góður með afbrigðum. Þrátt fyr- ir að hann ynni mikið hafði hann alltaf tíma fyrir okkur krakk- ana. Við eigum ótal minningar um gönguferðir á sunnudögum meðan mamma eldaði steikina, hjólatúra, fjöruferðir og veiði- ferðir. Sigurjón var mikill náttúruunnandi og áhugamaður um fugla og tók okkur gjarnan með út í náttúruna. Hann var hæglátur maður en fróður um margt, skemmtilegur og glett- inn. Hann sagði okkur ótal sög- ur og kenndi okkur þulur og vísur sem lifa í minningunni. Orðatiltækjum hans og töktum sem oft vöktu mikla kátínu gleymum við aldrei. Sigurjón var einstakur afi og langafi sem söng fyrir afabörnin sín, dans- aði við þau og spilaði fótbolta fram á síðustu stundu. Að leiðarlokum þökkum við langa samfylgd og allar gleði- stundir. Minning hans lifir í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elín Kristín og Óskar Sigurður. Sigurjón Pálsson ✝ Sigurjón Páls-son fæddist á Þorgilsstöðum í Fróðárhreppi 7. maí 1921, sonur Páls Þorgilssonar og Óskar Guð- mundsdóttur. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi þann 20. febrúar 2015. Eftirlifandi eig- inkona Sigurjóns er Laufey Sig- urðardóttir. Útför Sigurjóns fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 27. febrúar 2015, kl. 15. Elsku hjartans pabbi minn. Þú kvaddir mig af sömu ljúf- mennsku og þegar þú heilsaðir mér fyrst. Það er gæfa mín í lífinu að hafa átt þig sem föður. Þú ólst mig upp af þeirri takmarka- lausu ástúð og óeigingirni sem einkenndu þig sem manneskju. Þú varst sannkallaður heiðurs- maður í alla staði og miklum mannkostum búinn, ljúflingur með hlý, dimmblá augu og glett- ið bros. Það var sama hversu annasamir dagarnir voru, þú áttir alltaf tíma aflögu. Þú kenndir mér að dansa á stofu- gólfinu á Smyrlahrauni, hitta flösku með steini í fjörunni, þekkja fuglana á gönguferðum okkar, veiða, hlaupa á skautum, spila vist og fara með þulur og kvæði. Þú sagðir mér ótal sögur og kenndir mér söngva og ljóð sem voru þér hugleikin. Að öllu sem ég lærði af þér hef ég búið síðan og það er ómetanlegur fjársjóður. Þú varst sannkallað náttúrubarn og varðveittir með þér hinn hreina tón bernskunn- ar, kunnir að lifa í núinu og láta hjartað ráða för. Ég kveð þig, pabbi minn, með sorg í hjarta og óendanlegu þakklæti fyrir allt sem þú gafst mér. Nú hefur þokunni létt og þú gengur á ljóssins vegum. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúfling minn sem ofar öllum íslendingum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (Halldór Laxness) Þín dóttir, Kristrún. Móðir okkar, DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR, Mýrarkoti, Tjörnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík fimmtudaginn 19. febrúar. Jarðsett verður frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14. . Dætur og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN VALMUNDSDÓTTIR frá Ekru, sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu fimmtudaginn 19. febrúar, verður jarðsungin frá Oddakirkju mánudaginn 2. mars kl. 14. . Árni Ísleifsson, Helga Óskarsdóttir, Sigrún Ísleifsdóttir, Jónas Jónsson, Valborg Ísleifsdóttir, Guðjón Herjólfsson, Páll Ísleifsson, Halldóra Valdórsdóttir, Ingimar Ísleifsson, Margrét Ísleifsdóttir, Aubert Högnason, Guðbjörg Ísleifsdóttir, Árni Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.