Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 20
HINSTA KVEÐJA Sá einn er skáld, sem skilur fuglamál, og skærast hljómar það í barnsins sál. Hann saurgar aldrei söngsins helgu vé. Hann syngur líf í smiðjumó og tré. Sá einn er skáld, sem elskar jörð og sól, þótt eigi hvorki björg né húsaskjól. Hann veit, að lífið sjálft er guðagjöf, og gæti búið einn við nyrstu höf. (Davíð Stefánsson) Brynhildur Ásgeirsdóttir. ✝ ÞorfinnurGuðnason fæddist 4. mars 1959 í Hafnarfirði. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 15. febrúar 2015. Þorfinnur var sonur hjónanna Guðna Þ. Þor- finnssonar, f. 8. mars 1916, d. 13. febrúar 1966, og Steingerðar Þorsteinsdóttur, f. 2. febrúar 1926. Systkini Þorfinns eru Sigríð- ur, f. 13. febrúar 1950, og Þor- steinn, f. 7. ágúst 1952. Hálf- systur Þorfinns, samfeðra, eru Steinunn, f. 10. júní 1937, d. 7. maí 2012, og Gerður Karitas, f. 10. júlí 1942. Þann 10. ágúst 1985 kvæntist Þorfinnur eftirlifandi eiginkonu sinni, Bryndísi J. Gunnars- dóttur, f. 13. janúar 1958. For- eldrar Bryndísar voru hjónin Gunnar Guðmundsson, f. 25. nóvember 1932, d. 10. mars 2014, og Thelma Sigurgeirs- dóttir, f. 5. apríl 1934, d. 2. jan- úar 2015. Dóttir Bryndísar er Thelma Guðrún Jónsdóttir, f. 20. júní 1977, dóttir Thelmu er sendi Þorfinnur frá sér fimmtu mynd sína, Hestasögu, sem hef- ur verið sýnd víða um heim. Myndin var tilnefnd til Eddu- verðlauna og Þorfinnur til- nefndur sem leikstjóri ársins. Árið 2005 kom svo myndin Klink og bank um ævintýrið þegar listamenn fengu gömlu Hamp- iðjuna til afnota um skeið. Árið 2008 framleiddi hann heim- ildamyndina Kjötborg sem Hulda Rós Guðnadóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir leik- stýrðu. Árið 2009 sendi Þorfinn- ur svo frá sér kvikmyndina Draumalandið sem hann gerði í samvinnu við Andra Snæ Magnason. Myndin sló aðsókn- armet Lalla Johns og er mest sótta heimildamynd íslenskrar kvikmyndasögu. Myndin hlaut Edduverðlaun sem heimilda- mynd ársins, auk þess að hljóta tilnefningar Eddu fyrir leik- stjórn og hljóð. Árið 2010 kom svo myndin Garðarshólmi um eftirmál hrunsins og endurreisn samfélagsins. Mynd Þorfinns, Bakka-Baldur, var frumsýnd ár- ið 2011. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna. Síðla árs 2014 frumsýndi Þorfinnur síðan myndina Víkingó um íslenskan athanaræktanda og vini hans í Dóminíska lýðveldinu. Undanfarin 20 ár hafa þau hjónin Þorfinnur og Bryndís bú- ið lengst af í Biskupstungum. Útför Þorfinns fer fram í dag, 27. febrúar 2015, frá Hallgríms- kirkju, og hefst athöfnin kl. 13. Sigríður Birta Pét- ursdóttir, f. 22. júlí 2000. Þorfinnur ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breið- holti árið 1983. Þorfinnur lauk BA- námi í kvikmynda- gerð frá California College of Arts and Crafts í San Francisco árið 1987. Þorfinnur starfaði hjá RÚV til ársins 1993 þegar hann sneri sér að gerð heimildamynda. Árið 1993 sendi Þorfinnur frá sér fyrstu mynd sína, Húsey, hún hlaut menningarverðlaun DV. Önnur mynd Þorfinns, árið 1997, var Hagamús: með lífið í lúkunum. Sú mynd hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga víða um lönd. Þriðja mynd Þor- finns, Lalli Johns, var frumsýnd árið 2001. Myndin setti met í að- sókn heimildamynda í kvik- myndahúsi. Hún hlaut einnig Edduverðlaunin sem heim- ildamynd ársins og Þorfinnur hlaut fagverðlaun Eddu fyrir klippingu á myndinni. Fjórða heimildamynd Þorfinns var Grand Rokk 1999 og árið 2004 Elsku Toffi, stjúppabbi minn og afi. Rosalega er lífið furðulegt. Eina stundina eru allir saman og svo aðra eru svo margir farnir á svo stuttum tíma. Afi Gunnar og amma Thelma og svo þú, okkur Birtu finnst þetta allt mjög furðulegt. En sem betur fer eru eftir margar minningar um okk- ur saman í gegnum tíðina, sem barn á Ásvallagötunni, unglingur í Vegghömrunum, á Felli í mú- saævintýrum og á Hverfisgöt- unni með Birtu litlu og allar bak- arísferðirnar, allar helgarnar í Hrosshaga og allar ferðirnar á Vatnsleysu og svo í Dalsmynni þar sem þú og mamma loksins eignuðust hús til að búa saman í ellinni eða svo var planið. Hver hefði trúað því að síðasti reiðtúrinn þinn hefði verið í júlí 2014 á honum Bakka-Baldri sem var þá fjögurra vetra. Þú varst að temja hann og ætluðum við litla fjölskyldan að skiptast á að fara á bak á honum á hverju sumri eftir það. Ég er mjög sjaldan orðlaus en núna er ég orðin orðlaus yfir öll- um þessum missi sem við fjöl- skyldan erum búin að ganga í gegnum á innan við einu ári. Ég vil samt segja þér, elsku Toffi minn, að þetta ár, árið 2015 og framvegis, verður mun betra hjá mér og Birtunni minni. Eftir langan tíma og mjög langþráða ákvörðun sem ég hef tekið verð- ur allt til hins betra núna; þú veist hvað ég á við og ég veit að þú ert stoltur af mér með þessa ákvörðun. Ég bið Guð að passa mömmu mína, ömmu Steinu og elsku Birtu og okkur öll. Ég trúi á æðri mátt, meira núna en nokkurn tíma áður, og ég veit að hann mun hjálpa okkur í gegnum þetta og í gegnum allt lífið. Það er gott að trúa á eitthvað og ég veit að þú trúðir mikið á lífið og Guð líka, nú ertu í hans höndum og loksins ertu búinn að hitta pabba þinn, ég sé ykkur í anda í rokna samræðum um lífið og til- veruna og veit að þið og afi og amma munu fylgjast með okkur. Ég finn allavega fyrir nærveru ykkar og þið eruð mjög oft í draumum mínum, núna síðustu nótt dreymdi mig þig. En að lokum eins og maðurinn (Þorfinnur Guðnason kvik- myndagerðarmaður) sagði: „Nú hefur mynd fengið vængi og tímabært að sleppa henni lausri.“ Takk fyrir allt, Toffi minn, og ekki hafa áhyggjur af okkur, við munum spjara okkur og við Birta pössum mömmu. Þín dóttir og þitt eina afabarn, Thelma Guðrún og Sigríður Birta. Toffi bróðir lést sunnudaginn 15. febrúar sl. eftir baráttu við mein sem lagt hefur margan góð- an dreng. Toffi var drengur góð- ur. Toffi kynnti mig jafnan sem stóra bróður. Toffi hafði gaman af að segja sögur af stóra bróður kenna sér ungum mannasiði, þær sögur urðu ýktari eftir því sem árin liðu. Fæstir vita að Toffi var bráðefnilegur körfu- boltamaður en hann var einnig liðtækur skákmaður. Hann mát- aði mig með heimaskít þegar hann var 11 ára og ég 17 ára. Á því augnabliki útskrifaðist Toffi úr mannasiðaskóla stóra bróður og ég lagði taflið varanlega á hill- una. Síðan hefur ekki styggð- aryrði fallið á milli Toffa og mín. Við fengumst við ólík við- fangsefni á lífsbrautinni en átt- um því láni að fagna að þykja vænt hvor um annan og á milli okkar ríkti bróðurkærleikur og gagnkvæm virðing. Toffi leit veröldina í gegnum önnur sjóngler en margur annar. Ungur var hann hvorutveggja nörd og töffari, las bækur í rík- ara mæli en jafnaldrar hans. Hann prófaði líka og tamdi sér meinta lesti lífsins á undan jafn- öldrum sínum. Hann var í senn Gutti og Ari litli úr vísum Stef- áns Jónssonar. Toffi var braut- ryðjandi í eðli sínu, hann leiddi hópinn ungur, og síðar í ævistarfi sínu við heimildamyndagerð. Toffi var skrefi á undan sam- ferðamönnum á lífsins braut, og fór á undan yfir endamörk henn- ar. Sýn Toffa á veraldleg verð- mæti var önnur en gengur og gerist. Sem unglingur gaf Toffi hluta sumarhýru sinnar til jafn- aldra sinna sem þurftu meira á því að halda en hann, að hans mati. Hann gaf peninga sína af einlægni og krafðist einskis í staðinn. Þannig hefur hagfræði Toffa verið í gegnum tíðina, fal- leg en ekki mjög hagnýt. Sjón- gler hans hjálpuðu honum ekki að bera skynbragð á nauðsyn sjálfbærni verkefna sem hann tók sér fyrir hendur. Hann nálg- aðist verkefni sín á listrænum forsendum. Fyrir Toffa voru verðmæti fólgin í margbreyti- legri fegurð náttúrunnar, þegar gæðingur er tekinn til kostanna, að gæða steina lífi, í litbrigðum Heklu, o.s.frv., hann fann jafnvel fegurð í snjóskafli með músa- sporum. Mátturinn og dýrðin fyrir Toffa voru falin í náttúrunni og dýrunum. Toffi fangaði þessi verðmæti og setti í ógleymanleg- ar myndir sínar án þess að gera kröfur um veraldleg verðmæti í staðinn. Toffi var óeigingjarn, einlægur og heill listamaður. Heimili Toffa og Biddýjar í Biskupstungum voru við dyr ósnortinnar náttúru, þar fann Toffi það sem skipti hann máli. Hann þekkti alla fugla af söng þeirra og útliti. Þó að hann syngi ekki sjálfur fann hann samhljóm náttúrunnar, dýra og manna og birti í myndum sínum. Á Vatns- leysu áttu þau hjón skjól hjá móðurbróður okkar Braga og hans fjölskyldu, það er þakkar- vert. Það er sárt að kveðja yngri bróður sinn og það er sárt fyrir móður okkar að sjá á eftir yngsta barni sínu. En sárast er það fyrir Biddý, konu Toffa, að missa manninn sinn fyrir aldur fram. Toffi og Biddý voru til hvort fyr- ir annað. Megi æðri máttur styrkja Biddý og móður okkar og okkur öll í sorginni sem herjar á, far þú í friði, kæri bróðir. Þorsteinn Guðnason. Mágur minn Þorfinnur Guðnason kvaddi þessa jarðvist að morgni 15. febrúar aðeins 55 ára. Þorfinni eða Toffa eins og hann var kallaður var margt til lista lagt, hann stundaði kvik- myndagerð af mikilli snilld, mynd- og steinalistaverk eru mörg eftir hann en hann hafði unun af að vinna með efni úr náttúrunni. Toffi og Bryndís bjuggu að Dalsmynni í Biskupstungum en þar naut Toffi sín við listsköpun sína. Toffi og Bryndís voru sam- heldin hjón og störfuðu oftar en ekki saman við kvikmyndatökur hérlendis sem og erlendis. Toffi gekk til verka sinna með æðruleysi að leiðarljósi, aldrei heyrði maður Toffa tala illa um fólk þó hallað hafi á hann en ver- aldlegir hlutir skiptu Toffa ekki máli. Ég spilaði golfhring með Toffa á golfvellinum í Úthlíð en hann stundaði það sport þegar tími gafst til, þá nægði honum að smella sér í gúmmískóna og lopa- peysuna, draga fram gamalt golfsett sem honum hafði verið gefið, þetta uppfyllti kröfur Toffa og nægði til árangurs. Toffi var bókhneigður, hafði gaman af ljóðum og góðum sög- um, húmor hafði hann fyrir sjálf- um sér sagði skemmtilega frá og var vel að sér í sögu og menn- ingu. Síðustu mánuðir hafa verið þeim hjónum erfiðir en alltaf héldu þau í vonina og litu á veik- indin sem vegferð sem þau voru í og mundu klára. Ég bið guð að gefa Bryndísi systur, Thelmu, Birtu og fjöl- skyldu Þorfinns styrk til að tak- ast á við sorgina. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Dagmar Sigurlaug Gunnarsdóttir. Það voru þungar fréttir í júlí á síðasta ári, þegar Biddý systir mín hringdi í mig og sagði mér að Toffi hefði greinst með krabba- mein. Toffi, eins og hann var allt- af kallaður af sínum nánustu, lést langt um aldur fram eftir harða og erfiða baráttu við þennan ill- víga sjúkdóm. Sumir eru þannig að manni finnst maður alltaf fara ríkari af fundi þeirra en maður kom, Toffi var slíkur maður. Alltaf var gam- an að heimsækja systur mína og mág í sveitina þeirra fyrir austan og gaman var að hlusta á Toffa tala um hvað var búið að drífa á hans daga síðustu daga áður en ég kom. Eitt sinn fór ég með honum í útreiðartúr niður með Tungufljóti í Pollengi þar sem er mikið fuglalíf. Þar þekkti hann alla fuglana og hljóð þeirra. Við Toffi áttum eitt sameiginlegt, við höfðum báðir yndi af náttúrunni og höfðum báðir gaman af því að skjóta! þ.e.a.s hann með kvik- myndatökuvélinni og ég með haglabyssunni. Hann var fljótur að segja við mig að Pollengi væri friðland. Margt fræddi hann mig um og fyrir tilstilli hans tel ég mig vera betri og hófsamari veiðimann sem getur sameinað útivist og veiðar í náttúru lands- ins og sýndi hann mér mikinn skilning í því. Kvikmyndagerð var Toffa hugleikin og gott innsæi hafði hann í náttúruna eins og heimildarmyndirnar hans bera merki. Hann undi sér best í sveitinni, frá skarkalanum í borginni og hlakkaði svo til að fara í útreiðartúra að temja hest- inn sinn sem hann fékk að gjöf og er afkvæmi Bakka Baldurs úr einni af heimildarmyndum hans. En núna er Toffi í einum löngum útreiðartúr. Minning þín lifir. Ég votta systur minni, Bryn- dísi, frænkum mínum Thelmu og Birtu og Steingerði móður Toffa og fjölskyldu alla mína dýpstu samúð. Þinn mágur, Sigurgeir S. Gunnarsson og strákar. Úr Álfheimunum kom hann glaðbeittur, heilsaði með nafni og lét fylgja að afi sinn væri bændahöfðingi, sjálfur Þorsteinn frá Vatnsleysu. Ekki hafði ég áð- ur kynnst jafnaldra sem sagði á sér deili með öðrum eins mynd- arskap og þótti einboðið að láta hann njóta síns höfðinglega upp- runa. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem mér fannst ég fyrst skilja hvers vegna þessi vinur minn vildi helst tala um afa sinn þegar við hinir mátumst á um hvort flottast væri að eiga pabba sem væri stýrimaður, lögga eða trommari. Aðeins þrem mánuð- um áður en við áttum að mæta í Langholtsskólann höfðu örlögin hagað því svo að pabbi hans féll frá og þann harm vildi hann fá að bera í hljóði. Framan af gat Þorfinnur sér nokkurt orð fyrir ærsl sem ef til vill mátti rekja til áfallsins sem hann hafði orðið fyrir. En strák- urinn var bráðskemmtilegur og átti til að orða hug sinn á frum- legri hátt en krakkar á okkar aldri. Í hópi okkar sem vildum ekki láta skólann ráða of miklu var Þorfinnur fremstur meðal jafningja, djarfur í framgöngu og óspar á skoðanir sínar um reglur skólans og fyrirkomulag kennslu. Svo líflegur var hann að mér er til efs að Langholtsskól- inn hafi í annan tíma haft nem- anda sem meira orð fór af. Allir vissu hver Toffi var, löngu áður en þeir vissu hvað skólastjórinn hét. Þrátt fyrir lítilsháttar árekstra við skólayfirvöld leið okkur vel í Langholtsskólanum og eignuðumst þar marga vini, ekki síst í körfuboltanum hjá Einari leikfimikennara sem gerði úr okkur góða liðsheild ÍR- inga sem um síðir var öll valin í unglingalandsliðið. En Þorfinni var lítið gefið um þá upphefð og fannst kappnóg að mæta á æf- ingarnar hjá ÍR. Í körfuboltan- um fékk hann útrás fyrir sitt mikla keppnisskap og útsjónar- semi. Áður hafði Sigfús teikni- kennari tekið alveg sérstaklega eftir þeim listrænu hæfileikum sem Þorfinnur bjó yfir og hengdi myndir hans jafnharðan upp á vegg okkur til hvatningar. Í stuttu máli var Toffi of leiftrandi til að hægt væri að ætlast til að hann þrifist við það utanbókar- stagl sem hann sagði í skóla- blaðinu sem við skrifuðum að væri bæði „skaðvænlegt og and- styggilegt“ og bætti við þessum varnaðarorðum: „Veikgeðja fólk sem lengi stundar skólanám verður margt hvert ístöðulitlir aumingjar ævilangt.“ Árin í körfuboltanum urðu til að treysta vináttuna. Milli æf- inga, bíóferða og heimsókna í Álfheimasjoppu og Sunnó gátum við setið tímunum saman yfir tafli, oft einni og sömu skákinni, því Toffi hafði ótrú á skákklukk- um. Í staðinn fór hann fram á að við tækjum upp afleiki okkar og gekk það oftast svo langt að hvorugur hafði hugmynd um hvort hann hafði unnið eða tapað. Á meðan við biðum eftir leik fannst okkur það lyfta andanum að láta Traffic eða Cream leika Þorfinnur Guðnason 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS HALLDÓRSSONAR sægreifa. . Jóhann Sævar Kjartansson, Jóhanna Ósk Breiðdal, Halldór Páll Kjartansson, Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Elís Már Kjartansson, Unnur Lilja Aradóttir, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar ömmu okkar, langömmu, langalangömmu og systur, GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Melhaga 18, Reykjavík. Sérstakar kveðjur sendum við starfsfólki D-deildar HSS og Nesvalla í Reykjanesbæ með þakklæti fyrir alúð og góða umönnun. Stefán G. Einarsson, Eydís Eyjólfsdóttir, Ari Einarsson, Ása Guðmundsdóttir, Andri Freyr Stefánsson, Ásthildur Ósk Brynjarsdóttir, Júlía Sif Andradóttir, Tristan Einarsson, Einar Þór Stefánsson, Guðrún Mjöll Stefánsdóttir, Sindri Þrastarson, Lovísa Íris Stefánsdóttir, Tómas Elí Stefánsson, Fríða Kristín Aradóttir, Guðrún Aradóttir, Brynhildur Aradóttir, Gunnhildur Aradóttir, Ágústa Stefánsdóttir Gary. Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuðu okkur samúð við fráfall sonar míns, bróður okkar og frænda, GUÐBJÖRNS BJARNA ARNÓRSSONAR, Blásölum 22, Kópavogi. . Svanfríður Ingunn Arnkelsdóttir, Arnór H. Arnórsson, Margrét Fjóla Jónsdóttir, Þuríður S. Arnórsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.