Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 21
undir. Þótt ekki bæri Þorfinnur það utan á sér voru fáir næmari á umhverfi sitt. Það kom mér því ekki á óvart að þessi eðlisgáfa skyldi löngu síðar reynast einn helsti styrkur kvikmyndaverka hans. Alltaf nam hann einhvern þráð og hárfín blæbrigði sem honum tókst að miðla þannig að okkur fannst við sjálf vera að uppgötva hið ósagða – þær orð- lausu tilfinningar sem góðum listamanni tekst að skilja eftir í hjörtum okkar. Og það munu verk hans halda áfram að gera. Eins fjölbreytt og þau eru eiga þau það sameiginlegt að bera höfundi sínum einstaklega fag- urt vitni. Guð blessi minningu góðs drengs. Garðar Sverrisson. Að setjast niður og skrifa minningar um hann Toffa minn hefði mér ekki dottið í hug fyrir fáeinum vikum, en svona er lífið, það bæði gefur og það tekur. Toffi var aðeins sex ára gamall er hann missti föður sinn og var það mikill harmur ungum dreng því þeir feðgar voru mjög sam- rýndir. Þá stóð Steingerður mágkona mín ein uppi með þrjú ung börn, aðeins fertug að aldri. Þá um vorið komu þau austur til ömmu og afa til sumardvalar, Toffi og Sigríður systir hans. Aldrei gleymi ég því hvað þessi litli drengur átti bágt. En einn daginn gerist undrið, heim á tún- ið kemur lítið lamb, undanvill- ingur. Við náðum því og sögðum Þorfinni að nú væri þetta lambið hans, hann yrði að passa það og gefa því mjólk í pela kvölds og morgna. Þetta var sannkölluð guðsgjöf fyrir hann; nú hafði hann um eitthvað að hugsa og bera ábyrgð á. Miklir kærleikar urðu með honum og lambinu og undu þau sér tímunum saman úti á túni eða niðri í brekku og heyrðust oft mikil ræðuhöld yfir því. Síðan þetta var hefur hann Toffi minn átt stóran hluta af hjarta mínu og það alltaf styrkst með árunum og var hann eins og einn af okkar börnum. Eitt sum- ar dvaldi hann í Húsey hjá Erni Þorleifssyni. Var gaman að heyra hann segja frá ævintýrum sumarsins er hann kom til baka. Þá birtist honum ný sýn á landið, þar voru áin, sjórinn, selirnir og sjófuglarnir. Toffi talaði alltaf með mikilli hlýju um Örn og dvöl sína í Húsey. Er Toffi kom frá námi var fyrsta myndin sem hann gerði einmitt um Húsey. Hann vildi festa á filmu þá miklu sýn sem hann upplifði þar. Músamyndin um Óskar og Helgu var að mestu leyti tekin hér á Vatnsleysu og var mikið ævintýri að fylgjast með þeim gjörningi. Vorum við fjölskyldan upptendruð að fylgj- ast með þeim Þorfinni og Þor- valdi Björnssyni við tökur á þeirri mynd. Það má segja að sú mynd hafi farið sigurför um heiminn. Má þar til sanninda merkja að eitt sinn bankaði hér upp á erlendur ferðamaður og var erindi hans að fá að sjá inn í búrið á Vatnsleysu þar sem mús- in át af rjómatertunni. Það var mikið gæfuspor er Þorfinnur kynntist Bryndísi konu sinni. Samrýndari hjónum er vart hægt að lýsa. Hún stóð alltaf sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu, alltaf jafn glæsi- leg og góð. Þorfinnur gekk Thelmu dóttur hennar í föður- stað. Varð mikil gleði er Thelma eignaðist dótturina Birtu og Toffi varð afi. Er Þorfinnur og Bryndís fluttu í Tungurnar varð sam- gangur nánari, sem aldrei bar skugga á. Ef við nefndum við hann að okkur fyndist hann ekki bera mikið úr býtum fyrir mynd- irnar sínar, sagði hann alltaf: „Peningar eru ekki allt.“ Ég heyrði hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Í hans huga voru allir góðir. Toffi skilur eftir sig fjársjóð sem myndirnar hans eru. Er ég kveð þig í hinsta sinn, Toffi minn, vel ég að gera það með orðum Jónasar Hallgríms- sonar sem mér þykir hafa gert það fegurst allra, en það er úr erfiljóði er hann orti um vin sinn Tómas Sæmundsson: Flýt þér, vinur! í fegra heim; krjúptu’ að fótum friðarboðans og fljúgðu’ á vængjum morgun- roðans meira’ að starfa guðs um geim. Halla Bjarnadóttir, Vatnsleysu. Þorfinnur Guðnason, einn af okkar allra bestu kvikmynda- gerðarmönnum, er fallinn frá í blóma lífsins eftir stutta en harð- vítuga glímu við ofurefli, krabba- mein sem greindist of seint til að hægt væri að bjarga honum. Það er mikill missir að Toffa í heimildamyndagerð okkar litla lands. Hann var vel menntaður, vel gefinn, eldklár fagmaður og ástríðufullur listamaður sem leit- aði ævinlega að kjarna hvers við- fangsefnis. Hann var alltaf knú- inn þeirri hugsjón að þetta snerist allt um að hver mynd hans gæfi fólki einhverja nýja sýn á lífið. Til þess að koma þeim verkefnum í höfn var hann óspar á tíma sinn og orku en virtist því miður í hita þess leiks oft gleyma alveg að hugsa um eigin hag. Toffi varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga ástríkan lífsföru- naut, Bryndísi, frábæra konu sem stóð eins og klettur við hlið Toffa jafnt í blíðu sem stríðu. Við Toffi urðum góðir vinir fyrir um tuttugu árum þegar við höfðum vinnustaði hlið við hlið á Klapparstíg 25 og supum þá marga ölkolluna saman í dagslok við spjall um lífið og listina. Seinna unnum við svolítið saman og ferðuðumst m.a. saman um Spán. Á þeim tíma varð til vin- átta sem aldrei hefur slitnað. Toffi var tilfinningaríkur maður, hjartahlýr og góður félagi. Hans verður sárt saknað í vinahópn- um. Við Helga sendum Biddí og öðrum ástvinum Toffa innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorfinns Guðnasonar. Örnólfur Árnason. Þorfinnur Guðnason er látinn, 55 ára að aldri. Fyrir 20 árum sá ég innslag í Dagsljósi um gerð myndar hans „Hagamús – með lífið í lúkunum“ og varð heillaður af þessum karakter sem hafði eirð í sér til að sitja yfir litlum músum mánuðum saman og leik- stýra þeim. Seinna átti frábær mynd hans um Lalla Johns eftir að gera mig enn forvitnari um manninn á bak við kameruna. Ég man enn lætin í áhorfendunum í sal 2 í Háskólabíói; ég hafði aldr- ei séð svona viðbrögð við ís- lenskri kvikmynd áður. Leiðir okkar lágu loks saman árið 2003 þegar ég fékk að sýna stuttmynd eftir sjálfan mig á undan heim- ildarmynd hans um Grand Rokk, á sérstakri sýningu á Grand Rokk. Reyndist hann vera al- gjört ljúfmenni, hógvært séní og alveg hrikalega fyndinn. Hann lýsti sér sem gömlum pönkara og var alveg laus við snobb. Tókst með okkur ágætis vinskapur næstu árin og þótti mér vænt um hvað hann var alltaf jákvæður og hvatti mig mikið til dáða þegar við hittumst. Við spjölluðum oft- ast saman um kvikmyndagerð en áhugasvið hans dekkaði nánast allt. Fyrst og fremst hafði hann þó brennandi ástríðu fyrir því að segja góðar sögur og skín hún í gegn í öllum myndunum hans. Þegar ég frétti í vetur að hann glímdi við illvígan sjúkdóm sló ég á þráðinn til hans. Tónninn var enn hinn sami og alltaf stutt í hláturinn þó auðvitað hvíldi al- varan yfir öllu. Í kjölfarið hitt- umst við svo stuttlega á aðfanga- dag til að skiptast á jólagjöfum og reyndist það vera okkar sein- asti fundur. Hann gaf mér eintak af Hagamúsinni sem ég held núna á og virði fyrir mér. Það veitir mér örlitla huggun að vera með þennan fallega hluta af lífi hans í lúkunum. Ari Eldjárn. Þorfinnur Guðnason, Toffi vinur minn, er farinn eftir stutt og erfitt veikindastríð, allt of ungur. Hann hafði svo margt á prjónunum sem við nú missum af. Ég veit að hér verða aðrir til að minnast hans merku verka og ógleymanlega ævistarfs í sam- starfi við Bryndísi eiginkonu sína – verka sem svo margir nutu og enn fleiri eiga eftir að njóta. Ég minnist hans sem góðs, hlýs vinar, sem kankvíss, stund- um sérviturs listamanns og nátt- úruunnanda, sem sá oft hlutina frá öðru sjónarhorni en flestir samferðamenn okkar. Ástríða hans fyrir hinu smáa og oft ósýnilega fór ekki fram hjá nein- um sem kynntust honum. Ég er þakklát fyrir allar okkar sam- verustundir, heima hjá honum og Bryndísi, hvort sem var á Felli, Hrosshaga eða í Dalsmynni, Biskupstungunum, sem Toffi unni, ferðalög okkar saman um landið og síðast en ekki síst okk- ar dýrmæta tíma síðustu mánuði. Við Jón erum ríkari eftir vin- áttu okkar við Toffa og munum búa að henni ævilangt. Ég votta elsku Biddý, Thelmu, Birtu, Steingerði, móður hans, Þorsteini og Sigríði, systkinum hans, og öllum ættingjum og vin- um samúð. Guðrún Björk Kristjánsdóttir. Þegar ég fékk fregnir af því snemma morguns 15. febrúar síðastliðinn að Toffi væri fallinn frá sótti að mér myndbrot úr einni af heimildarmyndum hans, Hestasögu. Myndbrotið er af hryssunni Kolku sem stendur uppi á heiði og íslenska veðrið lemur á henni að vetri til. Þulurinn talar um hvað íslenski hesturinn sé harð- ur af sér því aðstæður eru oft býsna erfiðar. Þetta myndbrot þykir mér eiga smá samleið með Toffa. Toffi var einn okkar merkasti kvikmyndagerðarmaður. Hann var alla tíð trúr sínu listformi sem var gerð heimildamynda. Það er ekki auðvelt að vera kvik- myndagerðarmaður á Íslandi og hvað þá að helga sig heimilda- myndagerð. En Toffi stóð af sér íslenska veturinn og færði okkur einstakar heimildarmyndir. Hann nálgaðist viðfangsefni sitt af einlægum áhuga. Sagði stór- kostlegar sögur gæddar lífi, spennu, raunum, ást og húmor. Fyrir um sjö mánuðum greindist Toffi með krabbamein. Hann ætlaði að standa það af sér. Toffi og Biddý frænka mættu þessari óvæntu vegferð sinni af æðruleysi og af sinni einstöku samheldni. Þetta skyldi yfirstig- ið. En líkt og í Hestasögu þar sem hinn harði íslenski vetur nær að fella einn hestinn náðu veikindin Toffa. Elsku Toffi minn, ég vona að þú eigir viðkomu á Bali á þessari vegferð þinni. Elsku fallegu Biddý minni, Thelmu, Birtu og fjölskyldu Þor- finns votta ég mína dýpstu sam- úð. Toffi mun lifa í verkum sínum. Ruth Einarsdóttir. Þorfinnur Guðnason eða Toffi, eins og hann var kallaður, er fall- inn frá langt fyrir aldur fram. Þótt Toffi hafi háð harða baráttu við illvígan sjúkdóm undanfarna mánuði, er það erfið staðreynd að sætta sig við að lífi hans skuli nú vera lokið. Við Toffi vorum tengdir fjöl- skylduböndum, en hann og kona mín eru systkinabörn. Við vorum um margt ólíkir, en náðum samt vel saman og urðum fljótt góðir vinir eftir að ég kom í fjölskyld- una á Vatnsleysu. Ég, raunvís- indamaðurinn, þurfti stundum „að hafa vit fyrir“ listamanninum og „umhverfisöfgamanninum“ og öfugt, en oftast gátum við skipst á skoðunum án fordóma og predikana, þrátt fyrir, á stundum, ólík sjónarmið. Toffi var skemmtileg blanda af erki- töffara og „latte-lepjandi“ mið- borgarbóhem annars vegar og einlægum sveitastrák hins veg- ar, sem elskaði náttúruna og bar virðingu fyrir sveitamenning- unni. Var stundum hálfsúrreal- ískt að upplifa þessa blöndu. Toffi var mikill listamaður líkt og kvikmyndir hans bera vitni um, en hann bjó einnig til fallega skúlptúra og önnur listaverk úr steinum og hellum. Auk þess að búa yfir listrænum hæfileikum var Toffi ágætur íþróttamaður. Á yngri árum stundaði hann körfubolta og eftir að hann flutti að Dalsmynni hóf hann að stunda golfíþróttina á Úthlíðarvelli og uppskar tilnefningu í vali á íþróttamanni ársins í sveitarfé- laginu, þá kominn yfir fimmtugt! Við ótímabært fráfall Toffa er gott að rifja upp góðar stundir sem við fjölskyldan áttum með honum í hestaferð síðastliðið vor er við riðum úr Mosfellsbænum og austur í Biskupstungur. Með í för var ungur foli í eigu Toffa sem ætlunin var að temja svolítið og fara á bak í ferðinni. Við feng- um dásemdarveður og listamað- urinn Toffi var í essinu sínu og naut fegurðar vorsins. Toffi elsk- aði og naut náttúrunnar hvort sem hann var á hestbaki eða lá úti við þúfu með kvikmyndatöku- vélina að mynda einhver undur hennar. Í ferðinni var komið við á Ketilvöllum hjá góðu vinafólki. Náttúrubarnið tók strax eftir því að þarna var kjói sem vanist hafði á að koma á hlaðið og fá sér í gogginn, en Toffi var alltaf fljót- ur að koma auga á svona lagað. Daginn eftir lagði hann svo á fol- ann unga, sem virtist mjög sátt- ur við eiganda sinn. Mikil til- hlökkun var hjá Toffa að sjá hvað yrði úr folanum efnilega, sem sjálfur Baldur á Bakka færði honum svo rausnarlega að gjöf. Við riðum seinna um daginn með þeim Úthlíðarmönnum á móti nokkrum félögum okkar sem voru að koma niður Hellisskarð. Þetta var eins og ávallt í hesta- ferðum, hin besta skemmtun, vorkvöld, fuglasöngur og gróð- urangan í lofti. Daginn eftir rið- um við tveir heim að Vatnsleysu og grunaði okkur ekki að þetta yrði síðasti reiðtúrinn hans Toffa – en þetta var gæðastund hjá okkur báðum, verðmæt minning sem vekur hlýjar og góðar til- finningar nú þegar ég rifja þetta upp. Toffi var hæfileikaríkur og skemmtilegur, en umfram allt góður maður sem dýrmætt og eftirminnilegt er að hafa kynnst. Hugurinn er hjá fjölskyldu Toffa, Biddý, Thelmu, Birtu og Steinu þessa dagana og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Eymundur Sigurðsson. Toffi var heimsmaður. Hann var alla daga hinn jákvæði rann- sakandi og skipti engu hvort hann var á heimaslóðum í Tung- unum, stikandi um reykvíska af- kima ellegar í ani að festa á filmu bardagahænsn í Karíbahafinu. Hann átti heima þar sem hann var niðurkominn. Hann gekk heill og opinn og áhugasamur að hverju verkefni og náði tökum á því sem í fyrstu var talið óger- legt. Hann var í hugum okkar sannur kvikmyndastjóri. Hann sá hverja senu fyrir sér frá fyrstu stundu. Margt sjónar- hornið kom til hans eins og eilífð- arglampi sem aldrei mun gleym- ast. Þannig var margt í músamyndinni, þannig var margt í hestamyndinni, þannig var óskaplega margt í Drauma- landinu og líka í síðustu mynd- inni um fátæklinga og tilgang lífsins í Dómíníska lýðveldinu sem hann blandaði snyrtilega saman við rómantík í Tungunum. Toffi var sannur gleðimaður, naut andartaksins og bætti og kætti umhverfið og félagsskap- inn. Hann sýndi hverjum manni virðingu og samstöðu í baslinu og bosinu. Hans lausn á vanda- málum tíðarinnar var oft sú að skella upp úr, hlæja dátt og inni- lega þegar við hin duttum í böl- móð og súrmúl yfir rangsleitni tíðarinnar. Eigum við ekki bara að hlæja að þessu? Og það var einmitt það sem hann gerði enda hafði hann jafnan þá lausn á tak- teinum sem dugði: að ganga glaður út í vorið og fagna með náttúrunni og dýrunum og skemmtilegu fólki. Minningarn- ar hrannast upp, snúast um lang- lundargeð í kringum mýsnar og hrafninn á Felli. Um Toffa og Biddí á góðum stundum í sum- arfríðri sveit. Við sjáum fyrir okkur glaðværan og áhugasam- an mann á hestbaki og stefnan sett út í kvöldið við Vatnsleysu og veröldin verður tímalaus og töfrandi og það er sem allt takist á loft í takt við hugmyndaflug kvikmyndastjórans. Það er þyngra en tárum taki að þurfa nú að kveðja þennan mann. Hann afrekaði margt en átti jafnframt svo margt ógert. Við urðum öll eins og á skjön við okkur sjálf þegar við fréttum af veikindum Toffa í sumar. Hann sjálfur lét engan bilbug á sér finna; tölvan innan seilingar til síðustu stundar, hugmyndir þró- aðar áfram, var svo iðulega í sím- anum að hvetja mann til dáða, vekjandi athygli á viðburðum og uppákomum sem enginn mætti missa af. Af meðfæddu örlæti og gjöfulu hjarta leyfði hann okkur að trúa því að hann mætti hrein- lega ekki vera að því að velta mikið fyrir sér þeim möguleika að hann ætti stutt eftir. Þannig eru hetjur. Hann fór yfir í annan heim glaður og reifur og er þar eflaust núna á meðal annarra heimsmanna. Hjartans besta Biddí, dísin hans, stoðin og styttan, við grát- um með þér og þínum í dag en hjartað er barmafullt af þakklæti og gleði. Gunnar og Hildur. Kveðja úr Húsey Hann er fallinn frá, langt um aldur fram, hann Toffi og mig langar að minnast vinar míns í nokkrum línum. Hann birtist í sveitinni snemma í júní, var ráð- inn snúningastrákur í næsta húsi sumarlangt. Það gustaði af hon- um er hann færði mér kveðjur úr borginni frá sínu fólki. Fljótt tókst vinátta með okkur því hann fylgdi mér í vitjun á netum og dró ekki af sér, varð fljótt góður ræðari við að amla mót straumi er tekið var úr netum selir eða fiskar. Iðulega var hann blautur upp í mitti en aldrei heyrði ég strákinn kvarta, veiðihitinn var svo mikill. Alla fuglsunga er voru á vappi á leiðum okkar hljóp hann uppi, skoðaði og við greind- um. Einn fugl var Toffa hugleik- inn, það var lómurinn og einkum eftir að einn náði að höggva í hann er hann sat fastur í neti. Eftir að við losuðum hann úr, hentum við honum útbyrðis en eins og elding gerði hann árás og skaust upp í ferjuna aftur. Þessi ofsareiði fuglsins var honum ráð- gáta og oft ræddum við þennan atburð og hve reiðin getur verið varasöm. Árin liðu og samband rofnaði en nafnið hans sást oft á sjón- varpsskjánum og um 1990 kemst samband á aftur og það verður að veruleika að reyna að festa á mynd náttúruatburði frá fyrri veru hér. Hann var hér meir og minna í þrjú ár og þá áttum við bæði ljúfar, sárar og skemmti- legar stundir saman úti í Fljóti eða norður í á, oft við bið á at- burði í náttúrunni og þrautseigja hans og elja að hanga dögum saman yfir einu myndskoti í 30 sek. og ekki að gefast upp. En kaffi varð að vera með og sígó og þá skipti veðrið ekki máli. En þegar takan var búin og tókst var skutlast í golf og kótelettur í Egilsstaði. Eitt atvik umfram önnur sem engin skýring var á og kom oft til tals var þegar Gugga, tófan, fór að gjóta. Rúður voru á þremur stöðum í greninu og rauð gler í, tvær vélar áttu að taka gotið upp og virtist þetta ekki hafa nein áhrif á Guggu þar til að goti kem- ur. Þá bítur hún í jarðveginn og smyr með mold á glerin, öll þrjú, og engin myndataka hér takk! Tveimur dögum seinna sáust sjö yrðlingar hjá henni sem lifðu sumarlangt. Hvurslags eðlisávísun var þetta? Þegar ég sit hér og minning- arnar hrannast upp í hugann, músaveiðarnar og stéttaskipting milli tegunda, Helga og Óskar og síðan hestamyndin Hestasaga og ekki má gleyma reiðtúrunum. Toffi var skemmtilegur reiðmað- ur og engin lognmolla þar frekar en annars staðar. Oft átti Toffi ekki tíma aflögu, en ef barn leit- aði til hans með vandamál, eða að skoða græjur, þá átti hann allan heimsins tíma. Takk Toffi fyrir allar hlýju stundirnar sem þú gafst honum Erni og öðrum börnum hér. Áfram hrannast minningarnar upp um listamanninn góða og verkið 25 árum seinna bíður betri tíma. Hlýjar kveðjur til ykkar, Bryndís og Steingerður, og fjöl- skyldna ykkar, frá okkur í Hús- ey. Örn. Við Þorfinnur kynntumst þeg- ar við vorum báðir nýkomnir heim frá námi í Bandaríkjunum, ég frá rólegum háskólabæ í mið- vesturríkjunum en hann úr suðu- potti San Francisco. Þangað höfðu hann og Bryndís farið til að elta draum sem þau gerðu svo smátt og smátt að veruleika í heimildarmyndum sem allir Ís- lendingar og milljónir annarra þekkja. Ég hitti þau fyrir rúmum ald- arfjórðungi og Þorfinnur og Bryndís voru að vinna að sinni fyrstu, sjálfstæðu mynd um mann- og dýralíf í Húsey við Héraðsflóa. Þar áttum við Þor- finnur ásamt fleiri samstarfs- mönnum eftir að vaka á vöktum úti í haga allan sólarhringinn yfir merum í skítaveðri til að mynda hegðun þeirra og, umfram allt, kast. Við vildum ná myndum af því sem jafnvel fáir hestamenn hafa séð: fæðingu folalds. Biðin var löng og veðrið var svo vont að merarnar héldu í sér og við náðum ekki kastinu fyrr en seint í júní. Í öllu þessu volki lærði ég gríðarmikið um náttúruna og líf- ið og ég smitaðist aftur af ákafa Þorfinns og einbeitingu við skap- andi vinnu sína. Við höfum farið víða og unnið saman að ýmsum verkefnum. Smátt og smátt – kannski án þess að við yrðum þess varir – þróaðist þetta samstarf í nána vináttu okkar Þorfinns, Bryndís- ar og Guðrúnar konu minnar. Stundum var samstarfið storma- samt en við Þorfinnur tókum alltaf upp þráðinn á ný og lærð- um í löngum útiverum og vinnu- törnum að umbera og síðan meta hvor annan. Þorfinnur var merkileg blanda af reykvískum götustrák, sveitadreng úr Tung- unum og kosmópólitan séníi. Þessir þættir stríddust stundum á í lífinu en féllu saman í hreinan galdur í verkum hans svo að fólk um allan heim smitaðist af. Það hafa fáir hugmynd um hve víða myndir Þorfinns og Bryn- dísar hafa farið. Við ferðuðumst saman til Amsterdam fyrir tutt- MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.