Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 ✝ Páll HreinnPálsson fædd- ist í Reykjavík 3. júní 1932. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 16. febrúar 2015. Foreldrar Páls voru Páll Jónsson, f. 12.12. 1904, d. 25.11. 1943, skip- stjóri og útgerð- armaður á Þingeyri, og Jó- hanna Daðey Gísladóttir, f. 17.1. 1908, d. 2.7. 1981, húsfreyja og útgerðarmaður. Systkini Páls eru: Guðmunda, f. 20.7. 1927, Sigurður, f. 14.9. 1930, d. 14.3. 2008, og Þórdís, f. 21.6. 1933, d. 22.11. 1991. 5. júní 1955 kvæntist Páll Margréti Sighvatsdóttur, f. 23.5. 1930. Foreldrar Margrétar voru Sighvatur Andrésson, f. 14.3. 1892, d. 6.7. 1979, og Kristín Árnadóttir, f. 16.2. 1894, d. 22.1. 1975. Margrét lést í Grindavík 3.2. 2012. Eftirlifandi sambýliskona Páls er Soffía Stefánsdóttir, f. 1.12. 1937. Börn Páls og Margrétar eru: 1) Margrét, f. 6.11. 1955. Sam- býlismaður: Ársæll Másson. Börn: a) Björg Pétursdóttir, f. 1978. Sambýlismaður: Erlingur son. Börn: a) Aníta Ósk, f. 1979. Maki: Hávarður Gunnarsson. Þau eiga þrjú börn. b) Val- gerður, f. 1987. Sambýlismaður: Steinþór Júlíusson. Þau eiga tvö börn. c) Ingólfur, f. 1990. Maki: Sigríður Etna Marinósdóttir. Þau eiga eina dóttur. 5) Svan- hvít Daðey, f. 6.12. 1964. Maki: Albert Sigurjónsson. Börn: a) Þórkatla Sif, f. 1986. Maki: Þor- leifur Ólafsson. Þau eiga þrjú börn. b) Margrét, f. 1989. Unn- usti: Steinn Þorleifsson. c) Sig- urpáll, f. 1993. 6) Sólný Ingi- björg, f. 29.6. 1970. Maki: Sveinn Ari Guðjónsson. Börn: a) Guðjón, f. 1995. b) Sighvatur, f. 2000. c) Pálmar, f. 2003. d) Fjölnir, f. 2010. e) Hilmir, f. 2011. Stjúpbörn: a) Máney Sveinsdóttir, f. 1984. Hún á tvö börn. b) Alexsandra Sveins- dóttir, f. 1989. Páll fæddist í Reykjavík en fluttist nokkurra vikna gamall til Þingeyrar, þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum og þremur systkinum. Hann fór ungur á sjó og stundaði sjó- mennsku og útgerð, fyrst í Keflavík og síðar í Grindavík, þar sem hann bætti fiskvinnslu við reksturinn. Hann var sæmd- ur heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 2001 fyrir störf sín að sjávarútvegi. Útför Páls verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag, 27. febrúar 2015, kl. 14. Bein útsending frá útförinni verður á vefslóðinni streamingmedia.is. Pálmason. Þau eiga eina dóttur. b) Þór- dís Pétursdóttir, f. 1992. Unnusti: Benjamin Parpex. 2) Páll Jóhann, f. 25.11. 1957. Maki: Guðmunda Krist- jánsdóttir. Börn: a) Lárus Páll, f. 1977. Sambýliskona: Jón- ína Kristín Ágústs- dóttir. Börn þeirra eru þrjú. b) Páll Hreinn, f. 1983. Hann á eina dóttur. c) Eggert Daði, f. 1985. Maki: Theódóra Steinunn Káradóttir. Þau eiga eina dóttur. Stjúpbörn: a) Ágústa Gunnarsdóttir, f. 1972. Sambýlismaður: Hermann Úlf- arsson. Þau eiga fjögur börn. b) Valgeir Magnússon, f. 1980. Hann á tvö börn. 3) Pétur Haf- steinn, f. 6.7. 1959. Maki: Ágústa Óskarsdóttir. Börn: a) Erla Ósk, f. 1980. Maki: Andrew Wissler. Þau eiga tvo syni. b) Margrét Kristín, f. 1982. Maki: Jóhann Helgason. Þau eiga tvö börn. c) Ólöf Daðey, f. 1982. Maki: Magnus Oppenheimer. Þau eiga einn son. d) Óskar, f. 1989. Sambýliskona: Eyrún Ösp Ottósdóttir. Þau eiga eina dótt- ur. 4) Kristín Elísabet, f. 25.2. 1961. Maki: Ágúst Þór Ingólfs- Það var ró yfir föður okkar þeg- ar hann kvaddi þetta jarðlíf, um- vafinn fólkinu sínu. Hann langaði til að lifa lengur og barðist sinni sérstöku baráttu fyrir einu sumri enn. Hann var vanur að taka lífinu eins og það birtist honum hverju sinni og þessi eiginleiki nýttist honum þegar hann þurfti að sætt- ast við dauðann. Hann vissi allt sitt líf hvað hann gat og hvað hann gat ekki. Hann sagði hvorki sjálf- um sér né öðrum ósatt og reyndi aldrei að vera neinn annar en hann sjálfur. Sannleikurinn getur verið harður skóli, það lærði hann þegar hann missti föður sinn 11 ára gamall. Hann var maður mikilla and- stæðna. Hann vildi öryggi en var framsækinn. Hann vildi varkárni en var ævintýramaður. Hann var í senn harður húsbóndi og hjálp- samur verndari, þoldi ekki hroka eða mont en lyfti þeim upp sem eitthvað hallaði á. Hann kenndi vinnusemi um leið og hann hvatti til hvíldar og þess að njóta frí- stundanna. Hann gat verið dóm- harður en að sama skapi var það liðið sem liðið var. Baksýnisspegill var ekki til hjá honum, hvorki gagnvart sjálfum sér né öðrum. Hann hafði unun af að ferðast með okkur um landið sitt. Um leið og vertíð lauk var lagt af stað á vit ævintýranna. Börnunum pakkað út í bíl og brunað út í óvissuna. Lífsgleðin smitaði út frá sér og hann bar okkur á háhesti upp á fjöll og leiddi litlar hendur okkar í skóginum. Hann klifraði með okk- ur í trjánum, gekk á höndum og tók heljarstökk aftur á bak og áfram. Hann varðveitti barnið í sér með því að slá ævintýraljóma á barnaleikina með ótal skringileg- um leiktækjum. Með sonunum fór hann í bátaleiki um öll hús. Leik- urinn fólst í því að dreifa um gólfið litlum bréfmiðum sem hann hafði skrifað aflatölur á. Þeir skriðu svo með bátana, sem ýmist voru úr bréfi eða spýtum, um allt hús og leituðu miðana uppi. Hann hafði unun af að dansa og dæturnar nutu góðs af því að dansa við pabba á böllum. Ekkert var betra en að svífa um dansgólfið í örugg- um örmum hans. Hann vildi snemma rækta garðinn sinn. Með þolinmæði og þrautseigju kom hann upp öflug- um gróðri í Grindavík, nokkru sem fáir höfðu trú á. Þar væri rok og rigning og með þessu sjávar- seltan sem eyðilegði allt. Pabbi lét þetta þó ekki á sig fá og bera garð- ar þeir, sem hann ræktaði, vitni um elju hans og natni. Fuglar himinsins nutu síðan gróðursins sem og fóðurgjafa hans þegar illa áraði. Hann annaðist móður okkar af alúð og ást þegar hún veiktist af Alzheimer og fékk síðar heilablóð- fall. Þegar hún dó ákvað hann að heiðra minningu hennar með því að lifa lífinu áfram. Síðustu árun- um eyddi hann með henni Soffíu sem stóð honum við hlið allt til enda. Áhugamál þeirra fóru sam- an og kepptust þau við að njóta þess sem skaparinn bauð þeim. Hann siglir nú öruggur og sátt- ur í sína friðarhöfn, þar sem þau bíða sem þrá hann mest. Þar mun kona breiða faðm sinn móti hon- um, þar munu systkini spyrja hinn unga sjómann aflafrétta og þar munu foreldrar fagna. Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi, og njóttu þín á nýjum stað. Börnin þín sex, Gréta, Palli Jói, Pétur, Kristín, Svanhvít og Sólný. Það er erfitt að meðtaka að afi okkar sé farinn, því hann komst í gegnum svo margar þrautir að við vorum farin að halda að ekkert væri honum um megn. Afi var staðfastur, hispurslaus og kraft- mikill og hvatti okkur áfram í því sem við vorum að gera. Styrkur hans kom þó ekki í veg fyrir að hann sýndi okkur ástúð, en hann var okkur yndislegur afi og börn- um okkar góður langafi. Börn elskuðu að koma í afafang enda afi var duglegur að taka þau í fangið og kúra. Afi hafði gaman af alls kyns tækjum og tólum, og ef hann var ekki að taka upp eða sýna mynd- bönd með nýja upptökutækinu þá var hann að sýna okkur talandi fígúrurnar sínar. Þannig var frægt jólaskrautið hans afa en á hverju ári bættist í skrautlegt ser- íusafnið og nýr syngjandi jóla- sveinn bættist við stórfjölskyld- una. Hann kenndi okkur svo margt og fyrir það verðum við honum ævinlega þakklát. Þegar Erla kom heim með bandaríska manninn sinn sagði afi við hann að þetta væru einu jólin sem hann myndi tala við hann á ensku, næstu jól skyldi hann vera búinn að læra tungumálið. Regluleg hvatning afa varð til þess að ári seinna spjölluðu Andrew og afi saman á íslensku. Afi fylgdist vel með okkur og spjallaði við okkur um það sem á daga okkar dreif af miklum áhuga og ánægju. Þegar Ólöf kvaddi afa fyrir heimsreisuna í upphafi árs sagði hann henni að vera dugleg að gera skemmtilega hluti því fyrr Páll Hreinn Pálssonugu árum til að selja myndina umhagamúsina sem var alveg ný hugmynd – að leikstýra náttúru- lífsmynd eins og persónumynd án þess að fórna neinu af heim- ildagildinu. Við unnum eins og skepnur og seldum myndina á margar sjónvarpsstöðvar. Við hlökkuðum til að slappa af en undir lok síðasta dags kom til okkar kona frá National Geog- raphic og vildi fund snemma morguninn eftir. Enginn bjór það kvöldið. Það varð svo úr að Nat- ional Geographic fjármagnaði stærstan hluta myndarinnar og hundruð milljóna sáu hana áður en yfir lauk. Þorfinnur sló líka met í aðsókn að heimildarmynd á Íslandi og sló svo sitt eigið met. Allar myndir hans vöktu athygli en þó var aldrei mikið afgangs þegar verkefnum var lokið. Öllu var veitt í að gera myndirnar sem best úr garði og lítið hugsað um eigin hagnað. Það situr í mér sem Guðni Ágústsson sagði þegar við komum til hans í landbúnaðar- ráðuneytið að leita stuðnings til að hrinda af stað annarri um- fangsmikilli náttúrulífsmynd, Hestasögu: „Þeir njóta ekki allt- af eldanna sem kveikja þá.“ Það efast vart neinn lengur um að starf Þorfinns og Bryndís- ar hafi markað spor í íslenska kvikmyndasögu og menningu sem lengi munu varða leið. Fyrir mig og marga aðra sem hrifust með í starfinu voru þetta líka spor í einlægri leit að þekkingu, þroska og vináttu. Jón Proppé. Það þarf þolinmæði til að gera heimildamyndir. Að sitja yfir meri og bíða eftir að hún kasti krefst þolinmæði, að fylgja mús- um í tilhugalífinu og nánast leik- stýra þeim krefst ótrúlegrar hæfni og þolinmæði. Það krefst líka örugglega þolinmæði að fylgja Lalla Johns eftir og einnig Jóni Inga í Dóminíska lýðveldinu í síðustu mynd Toffa, Vikingo. En Þorfinnur Guðnason, Toffi, var ekki þolinmóður maður, hon- um lá á, honum var mikið niðri fyrir. Það var einhver togstreita í Toffa, því hann var bæði heims- borgari og sveitamaður, honum leið vel í sveitinni en hann varð líka að vera innan um fólk í borg- inni og taka þátt í umræðu líð- andi stundar, og því naut hann þess mjög að taka þátt í Drauma- landinu, í samvinnu við aðra, í samræðum um efnið. Allar heim- ildamyndir Toffa voru öðruvísi, hann hafði einstakt lag á að búa til sögu úr sínum efniviði, sam- anber söguna af Baldri, sem var svo falleg og óvænt í endann. Það þarf þrautseigju og þolinmæði til að gera heimildamyndir, Toffi vann einn, Biddý oft ekki langt undan. Heimildamyndir taka langan tíma í vinnslu, ég velti því oft fyrir mér hvaðan hann fékk þessa þolinmæði. Í Dalsmynni var gott að koma, því þar var Toffi á heimavelli með Biddý og hestana í návígi. Í sum- ar horfðum við út um eldhús- gluggann á hestana í girðingu fyrir utan að nýloknum reiðtúr, Toffi og Böggi ætluðu „aðeins“ að skreppa, en þetta tók átta tíma, í sveitinni er tíminn afstæð- ur. En það var þó passað upp á að ná leik Hollands og Spánar í heimsmeistarakeppninni, þá grunaði engan hvað væri fram- undan. Síðasta stund okkar með Toffa var líka yfir íþróttaleik, Ísland - Tékkland á EM í handbolta í góðra vina hópi, við töpuðum eft- irminnilega, eftir á að hyggja nokkuð táknrænt um baráttu Toffa, sem hann tók af aðdáun- arverðu æðruleysi, aldrei kvart og kvein, alltaf bros og ótrúleg þrautseigja. Hans verður sárt saknað, ekki bara af fjölskyldu og vinum, því hver tekur nú að sér að gera svona heimildamynd- ir eins og Toffi gerði? Elsku Biddý, Thelma og Birta, sem var ljósið hans, megi allar góðar vættir veita ykkur styrk. Sömu- leiðis sendum við móður og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lísa og Björgúlfur (Böggi). Þorfinnur Guðnason var goð- sögn í íslenskri kvikmyndagerð. Hann átti mikinn þátt í að breyta hugmyndum Íslendinga um hvernig heimildarmynd mátti vera. Náttúrulífsmynd um haga- mús mátti vera eins og ævintýri, með húmor, spennu og bók- menntalegri framvindu. Með Lalla Johns opnaði hann fólki sýn á hvernig listform heimildar- mynd gæti verið með því að nýta sér hráan veruleikann. Við kynntumst Toffa þegar kvikmyndun á Draumalandinu stóð fyrir dyrum. Okkur þótti Þorfinnur spanna þá breidd sem myndin þyrfti að hafa. Hann gjörþekkti náttúru Jöklu eftir myndina sína um Húsey og við töldum að reynsla hans af Lalla Johns gæti fangað vel þjóð sem stefndi í að fara með auðlindir sínar á ærlegt fyllirí. Þorfinnur sló til og smám saman þróaðist traust sem varð að lærdómsríku samstarfi. Sem listamaður var hann ekki gefinn fyrir að fara auðveldu leiðina, sem fagmaður valdi hann oftar en ekki 16 mm og 35 mm filmur af gamla skól- anum frekar en nýtt og ódýrt HD. Sú ákvörðun stækkaði myndina til muna og fleytti henni inn á margar helstu kvik- myndahátíðir heims. Við unnum frumklippið af Draumalandinu í sveitinni hans á Hrosshaga í Biskupstungum. Það var ídealískt á margan hátt að vinna þar með útsýni yfir Tungufljótið og Heklu. Við sátum við tölvuna, litum yfir tökurnar, ræddum hvernig mætti nýta þær og hvar. Þegar bútar höfðu fæðst brunaði framleiðandinn í hlað og við skoðuðum frumklipp og kafla- drög. Toffi fór reglulega út að reykja og tala við fuglana. Ein- mitt þar virtist hann í fullkomnu samræmi við heiminn, þegar hann stóð úti á palli með sígar- ettu og fylgdist með fuglum vors- ins tínast til landsins. Við breytt- um og bættum þar til Biddý kom heim, snæddum saman lamba- hrygg og fórum svo aftur að klippa. Toffi sagði ítrekað: Það er ekki nóg að sjá klippið, þú verður að heyra tónlistina. Hálf myndin er hljóðheimurinn. Toffi var frjór og hugmynda- ríkur, einkennilegt sambland af bóhem, náttúrubarni og sveita- manni. Hann var einhvern veginn jafnvígur á Grand Rokk og Tungnaréttir. Verk hans spegla líf hans, lífsviðhorf og persónu. Hann tók oftar en ekki málstað smælingjans og setti sig í spor hins jaðarsetta, hvort sem það var maður eða mús. Toffi hafði unun af sérvisku og sérkennum. Hann var meistari í að fanga súr- realísk atvik í veruleikanum eins og sjá má í myndunum um Bakka Baldur þar sem maður heimsæk- ir hest sinn og fornvin til Hawaii eða Víkingo þar sem forkólfur í Framsóknarflokknum reynist vera hanaatsgoðsögn í Dóminíska lýðveldinu og leitar til Vúdú- prests til að tryggja framgang flokksins. Við áttum margar ágætar stundir með Toffa eftir að hann kom í bæinn til að berjast við krabbameinið. Hann átti margt ógert, leikið efni og sögur sem hann langaði að skrifa. Það er þó huggun harmi gegn að heyra hversu þakklátur hann var fyrir lífið sem hann hafði lifað, fólkið sem stóð honum nærri og fjöl- skylduna. Við þökkum Toffa vin- áttu og samstarf, hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og biðjum guð að styrkja þau í sorginni. Andri Snær Magnason og Sigurður Gísli Pálmason. Þorfinnur Guðnason ✝ Gunnar Hall-dór Lórenzson fæddist 22. október 1929 á Norðurpól á Akureyri. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 17. febrúar 2015. Gunnar var son- ur hjónanna Að- alheiðar Antons- dóttur og Lórenz Halldórssonar. Systkini Gunn- ars eru Pálína, f. 14.9. 1928, d. 20.7. 2010, maki Haukur Hall- grímsson, d.2009, Magnús Guð- laugur, f. 25.11. 1934, maki Elín Eyjólfsdóttir, Gísli Kristinn, f. 7.11. 1937, maki Ragnhildur Franzdóttir, Steinunn Guð- björg, f. 5.2. 1941, maki Þorgeir fyrsta síðutogara árið 1947 hóf Gunnar störf hjá félaginu. Þar vann hann við ýmislegt þangað til hann lauk verkstjór- anámskeiði í fiskvinnslu. Þá réðst hann til starfa sem verk- stjóri hjá nýstofnuðu frystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar í Ólafsfirði. Eftir það var hann einn vetur við verkstjórn á frystihúsinu Skildi á Sauð- árkróki en kom síðan aftur til síns gamla fyrirtækis, Útgerð- arfélags Akureyringa. Þar var hann verkstjóri uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Gunnar var mikill velunnari Akureyrarkirkju. Um árabil sat hann í sóknarnefnd og átti einn- ig sæti í byggingarnefnd safn- aðarheimilisins. Gunnar var einnig í framvarðarsveit Bræðrafélags Akureyrarkirkju. Gunnar hafði mikið yndi af ferðalögum og mikinn áhuga á íþróttum. Útför hans fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 27. febrúar 2015, kl. 13.30. Gíslason, Ingibjörg Hafdís, f. 5.5. 1943, maki Reynir Val- týsson, og Skúli Viðar, f. 15.1. 1947, maki Guðrún Hólm- fríður Þorkels- dóttir. Gunnar sleit barnsskónum á Ak- ureyri. Flest sín bernskusumur átti hann þó hjá ömmu sinni austur á Eskifirði. Alltaf þótti honum vænt um þann stað og vitjaði hans gjarnan. Fjöl- skylda Gunnars bjó lengst af í Fróðasundi 3. Ungur byrjaði Gunnar að vinna, fyrst hjá Kaupfélagi Ey- firðinga en þegar Útgerð- arfélag Akureyringa fékk sinn Það er svo margt að minnast á frá morgni æskuljósum, er vorið hló við barnsins brá og bjó sig skarti af rósum. Vér ættum geta eina nátt vorn anda látið dreyma um dalinn ljúfa, í austurátt – þar átti hún mamma heima! Þótt löngu séu liðnir hjá þeir ljúfu, fögru morgnar, þá lifnar yfir öldungs brá, er óma raddir fornar. Hver endurminning er svo hlý að yljar köldu hjarta. Hver saga forn er saga ný um sólskinsdaga bjarta. (Einar E. Sæmundsen). Það er við hæfi að kveðja Gunn- ar frænda með tveimur erindum úr Vísum Austfirðinga. Hann átti ættir sínar að rekja til Eskifjarðar og sýndi staðnum og ættingjunum þar ávallt mikla ræktarsemi. Elsku Gunnar, hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Erna Aðalheiður Guðjóns- dóttir og fjölskylda. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku besti frændi, nú þegar komið er að kveðjustund þá lang- ar okkur systur að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við höfum fengið að njóta með þér. Við vorum ekki gamlar þegar þú fórst að ná í okkur og gefa okkur hina ýmsu hluti. Að fara með þér í fjárhúsin þótti okkur mjög skemmtilegt og heimsækja þig í hjólhýsið og svo samverurnar sem við áttum með þér síðustu árin í sumarbústaðnum. Þú varst afar duglegur að baka og voru Gunnsa-kleinur og Frissi fríski alltaf til handa okkur þegar við vorum litlar en síðar meir fengum við kaffi með kleinunum. Þú varst smekkmaður og iðinn og máttir ekkert aumt sjá. Þú gafst börnunum okkar ómældan tíma og ást og var það ósjaldan sem þau skottuðust úr afa og ömmu bústað niður í bústað Gunnsa frænda til að næla sér í súkkulaði og svo komuð þið röltandi saman uppeft- ir og þú drakkst kaffi með okkur. Friðrik Ingi, Steinar Logi, Skúli Lórenz, Guðrún Mist, Margrét Ásta, Ragnheiður Katrín, Þorgeir Viðar, Þrúður Júlía, Sigríður María, Gunnar Skúli og Valgerður Gunnar Halldór Lórenzson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.