Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 23
en varði yrði maður orðinn of gamall í svona vitleysu og hló. Og þegar Óskar og afi ræddu námið hans fyrir nokkrum vikum þá sýndi afi honum skilvinduna við hliðina á rúminu sínu á spítalanum og spurði hvort hann gæti ekki smíðað eina svona til þess að hafa heima í Grindavík, þá þyrfti hann ekki að vera uppi á spítala. Afi var nautnaseggur og honum fannst ekki leiðinlegt að fá nudd og dekur frá Margréti. Undir það síðasta reyndi hún að lina þján- ingar hans, kenna honum jóga- öndun og hjálpa honum að líða betur svo að þau Soffía kæmust í húsið sitt fyrir vestan. Afi sagði þá að kannski yrði það bara hún sem myndi svo lækna sig, og við vild- um svo óska þess að það hafi verið raunin. Afi og Margrét eru bæði andlega sinnuð og voru handviss um að lífið endaði ekki hér, og við trúum því í einlægni. Afi var búinn að fá mikið út úr lífinu, en hann var alveg til í meira. Því finnst okkur gott að vita að nú er hann farinn til ömmu Möggu og syngj- andi englanna hennar. Við litum upp til afa og gætum ekki verið stoltari af því að vera barnabörnin hans. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum afa í dag en minningarnar munu hlýja okkur um ókomna tíð. Elsku Soffía, Palli Jói, pabbi, Gréta, Stína, Svanhvít, Sólný og stórfjöl- skylda, megi góður Guð styðja ykkur og styrkja í sorginni. Erla, Ólöf, Margrét og Óskar Pétursbörn. Það eru margar minningar um afa sem sitja eftir í hjörtum okkar og það er gott að ylja sér við þær. Það sem kemur fyrst í huga okkar eru notalegar stundir með ömmu og afa í Mánagerði og Efstahrauni. Alltaf vorum við vel- komin til þeirra og þótti okkur öll- um gott að kúra með afa í sófan- um. Við áttum okkar bestu stundir með afa á Þingvöllum og í Þjórs- árdal. Hann hafði alltaf nóg fyrir stafni og sjáum við hann fyrir okk- ur skreppa á bryggjuna, dunda sér í garðinum eða í sólhúsinu. Hann var mjög stríðinn og mik- ill dellukarl. Það fylgdi því til dæmis mikil spenna þegar hann kom heim frá útlöndum og fylgd- umst við vel með því hvaða dót kom upp úr töskunum. Yfirleitt var það eitthvað sem hann gat strítt okkur með. Í nokkur skipti keypti hann kókdósir sem gáfu straum þegar þær voru teknar upp. Hann bauð okkur þá upp á kók og hló mikið þegar ætlunar- verkið tókst. Afi hafði mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur og náði að fylgjast vel með því hvað við barnabörnin vorum að fást við og hvetja okkur áfram þótt við séum mörg. Þegar við lítum til baka þykir okkur aðdáunarvert hvaða lífssýn afi hafði. Þó að hann hafi verið heilsulítill síðustu ár kaus hann að láta ekkert stoppa sig. Hann lifði lífinu til fulls í staðinn fyrir að vera heima og hvíla sig eins og margir höfðu eflaust ráðlagt honum. Hann gerði það sem honum þótti skemmtilegt og naut hvers dags. Það sem okkur finnst dýrmæt- ast af því sem hann skilur eftir sig er stórfjölskyldan. Hann og amma voru dugleg að þjappa fjölskyld- unni saman og voru öll tilefni nýtt til þess að hittast. Þessar mörgu samverustundir skiluðu sér í því að við frændsystkinin erum mjög náin og dugleg að hittast. Það finnst okkur ómetanlegt og ekki sjálfgefið. Við lærðum af ömmu og afa hversu mikilvægt það er að eiga góða fjölskyldu og hversu mikilvægt það er að rækta þau sambönd. Við munum sakna elsku afa mikið en við eigum ótal minningar um hann sem við munum geyma vel og við treystum því að hann sé á góðum stað núna. Þín barnabörn, Aníta Ósk, Valgerður, Ingólfur og fjölskyldur. Elsku afi. Það er erfitt að reyna að sætta sig við að þú sért bara allt í einu farinn. Það vantar mikið inn í daginn, nú þegar ég veit að ég mun ekkert heyra í þér aftur. En svona er víst lífið og þetta er hluti af því. Þegar ég horfi til baka og hugsa um farinn veg get ég ekki annað en brosað út í annað og verið þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Að eiga afa sem var ekki bara góður afi, heldur líka einn minn besti vinur, eru mikil forréttindi og ég efast um að það muni líða sá dagur sem ég hugsa ekki til þín. Í mínum augum varstu alltaf mikill meistari, sama á hvaða sviði það var. Ég hef alltaf verið mjög stoltur af að hafa fengið að vera alnafni þinn. Ég mun aldrei gleyma hvaða nafn ég ber, einsog þú sagðir við mig fyrir mörgum árum, þegar ég var ekki alveg á réttri braut. Á þeim tíma sýndir þú líka hvað þú varst traustur og tryggur þegar á brattann var að sækja. Þín verður sárt saknað og minningarnar geymdar vel. Guð geymi þig, elsku afi minn. Páll Hreinn Pálsson. Afi Palli var góður maður, traustur og hreinskilinn húmor- isti. Hann var mikill fagmaður og við vorum stolt af honum, stolt af því að geta sagt að hann hefði byrjað mjög ungur að vinna og stofnað eigið fyrirtæki frá grunni. Húsið hjá afa og ömmu var allt- af fullt af fólki, barnabörnum sér- staklega. Það voru allir velkomnir hvort sem það var í kaffibolla, í mat eða jafnvel bara að leika í dótinu hjá þeim. Gufubaðið og loftið var vinsæll leikstaður fyrir okkur barnabörnin. Afi og amma dekruðu mikið við okkur. Amma skellti oft í skonsur og afi sýndi okkur nýjustu græjurnar sem hann hafði keypt, allt frá páfa- gaukum sem hermdu eftir manni og körlum og konum sem dönsuðu húlla. Einnig átti hann gervi sprite dós en þegar maður tók hana upp kom straumur frá henni í hend- urnar. Já, það var stutt í prakk- arann hjá afa. Þegar við minnumst afa þá hugsum við oft til Þjórsárdals. Við eigum svo margar góðar minning- ar þaðan með afa og ömmu. Einn- ig verða jólin ekki þau sömu án jólaskrautsins hjá honum afa. Hann var alltaf svo duglegur að skreyta húsið hjá sér, sérstaklega sólhúsið. Dansandi jólakarlar og blikkandi jólaseríur út um allt. Nú er afi kominn til ömmu Möggu sem hefur beðið eftir hon- um Palla sínum. Það er gott að vita af þeim saman. Við munum sakna elsku afa Palla. Brosið, hláturinn sem gaf okkur svo mikið. Hann mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Þín barnabörn Þórkatla Sif, Margrét og Sigurpáll Albertsbörn. Elsku afi. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Þú varst besti afi í heimi, stríðinn og skemmtilegur en líka svo ljúfur og góður. Við eigum margar góðar minningar sem eiga eftir að fylgja okkur í gegnum lífið. Minningar frá dásamlegum dögum á Djúpavogi, þegar þið amma komuð og voruð hjá okkur, og minningar frá Þing- völlum þar sem hver dagur var eins og ævintýri og við alltaf að stússa í kringum sumarbústaðinn með þér. Sem betur fer tók mamma margar myndir af okkur saman og þær minna okkur á þessar dýrmætu stundir. Þú varst aðalíþróttaþjálfarinn okkar allra. Um leið og við fædd- umst hófst þjálfunin enda byrjuðu þrír okkar að skríða og ganga hjá þér og þá varst þú sko stoltur af strákunum þínum. Eftir að Hilmir fæddist kom enn betur í ljós hvaða mann þú hafðir að geyma. Mamma gleymir því aldrei þegar þú sást hann fyrst og sagðir að hann væri fallegasta barn í heimi. Fyrir þér var hann ekki fatlaður, hann var fyrst og fremst Hilmir sem þú elskaðir svo heitt. Að sjálfsögðu þjálfaðir þú Hilmi eins og okkur fyrsta árið en þótt hann þyrfti lengri tíma til að læra að ganga þá bættir þú bara við æfingum og hættir ekki fyrr en hann var farinn að hlaupa um. Samband ykkar var einstakt og þú þráðir svo heitt að fá að sjá hann vaxa úr grasi eins og öll barna- börnin þín. En við vitum að nú fylgist þú með okkur frá öðrum stað. Þar vakir þú yfir okkur og verndar með stóru og sterku höndunum þínum. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Þínir dóttursynir, Guðjón, Sighvatur, Pálmar, Fjölnir og Hilmir. „Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi’ og dauða skráð.“ (Jón Magnússon) Hann afi Palli var sjómaður af Guðs náð. Hann var sterkur og stór og hann umvafði barnabörnin sín ást og kærleika. Alltaf var stutt í brosið hans og húmorinn. Og hann var óþreytandi við að gleðja okkur krakkana með óvæntum uppákomum og alls kon- ar græjum, eins og talandi dýrum og uppblásnum vélmennum. En fyrst og fremst lét hann sér annt um okkur og fylgdist með okkur allt til síðasta dags. Við kveðjum hann með trega en vitum að minn- ingarnar fylgja okkur alla ævi. Hvíl í friði, elsku afi. Björg og Þórdís Pétursdætur. Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himnum hefur sinn tíma. Þessi setning fannst okkur systkinunum og fjölskyld- um okkar eiga vel við á stundu sem þessari þegar við minnumst Páls með miklum hlýhug. Við met- um mikils þá stund og tíma sem Páll hefur verið hluti af fjölskyld- unni okkar en síðustu ár voru hann og móðir okkar, Soffía Stef- ánsdóttir, sambýlisfólk. Þau nutu hverrar stundar saman, smituðu út frá sér gleði og kærleika en við hefðum svo sannarlega viljað að þau hefðu fengið lengri tíma sam- an. Páls verður sárt saknað en minningin um virðulegan, ljúfan og yndislegan mann sem nýtti sinn tíma vel mun lifa með okkur. Anna Soffía Sigurðardóttir, Bergur Már Sigurðsson, Gunnar Thorberg Sig., Stefán Már Sigurðsson. Vorið 2011 afréðum við að halda fyrsta kynningarfundinn okkar um nýsköpun í sjávarútvegi í Grindavík. Þarna átti hópur ungs fólks með ýmsar nýjar hugmyndir að segja frá því sem þau væru að gera eins og að breyta fiski í snyrtivörur o.fl. Við vissum ekkert hvernig viðbrögðin yrðu. Kannski þætti gestum þetta óskaplegt smotterí í samanburði við þúsunda tonna afla. Kannski yrði viðkvæðið eins og hjá ýmsum um þetta leyti: gaman af heilsu- og snyrtivörun- um en eigum við ekki líka að tala um alvörumálin! Þetta var eins og að vera með nýtt lið með allt aðra sóknartækni á körfuboltaleik. Svo birtist í dyrunum Páll Páls- son útgerðarmaður og Soffía sam- býliskona hans og settust þau hjá börnum hans. Að loknum kynn- ingum kom Páll að borði þar sem ýmsar nýjar vörur úr fiski voru kynntar. Páll tók að handfjatla þessar framandi fiskafurðir eins og ensímkrem og lækningaroð. Upp frá þessu varð ekki aftur snú- ið. Gamli sjómaðurinn hafði séð hvaða tækifæri lágu í nýjum sjáv- arútvegi. Nýtt lið ungra frum- kvöðla í sjávarútvegi skoraði mörg stig á þessum fundi og ekki síst hjá Páli og börnum hans sem sýndu nýjungunum mikinn áhuga. Stuðningur Páls hans síðustu ævi- ár við þær hugmyndir sem þarna komu fram reyndist án efa þýð- ingarmikill í þeirri vakningu sem orðið hefur á þessu sviði. Sambýliskonu og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minning um merkan frumkvöðul lifa. Þór Sigfússon. Þegar áhugafólk um knatt- spyrnu á Íslandi heyrir nafn Páls Hreins Pálssonar tengir það ekki nafnið við knattspyrnu í fyrstu. Palli í Vísi eins og við kölluðum hann var heiðursfélagi Knatt- spyrnudeildar UMFG. Hann var fæddur í Reykjavík 1932 og flutti til Þingeyrar í Dýrafirði nokkurra vikna gamall og ólst þar upp á ein- um fallegasta stað á Íslandi. Það var okkar lán þegar Palli ásamt eiginkonu sinni, Margréti Sighvatsdóttur, og fjölskyldu flutti til Grindavíkur í nóvember 1965 og þau stofnuðu útgerðarfélagið Vísi hf. í Grindavík þann 1. desember 1965. Palli og Magga áttu saman sex börn, þau eru: Margrét, Páll Jóhann, Pétur Hafsteinn, Kristín Elísabet, Svanhvít Daðey og Sólný Ingibjörg. Talan 57 er einkennis- tala hjá Vísi hf. t.d. bera símanúm- er og skipaskrárnúmer töluna 57 og við andlát Palla eru börn hans og Möggu 6, barnabörnin 24, og langafabörnin 27, alls 57. Börn Palla og Margrétar hafa sett svip sinn á knattspyrnu- og annað félagslíf í Grindavík ásamt barnabörnum og tengdafólki. Þeg- ar litið er til baka hefur engin fjöl- skylda átt fleiri iðkendur í knatt- spyrnu í Grindavík. Á tímabili voru börn þeirra og tengdabörn ráðandi í knattspyrnuliðum Grindavíkur bæði í meistaraflokki karla og kvenna þrátt fyrir að gegna lykilstöðu innan fyrirtækis- ins t.d. skipstjórar á sjó eða verk- stjórar í landi. Kunn nöfn eru þar á meðal, Páll Jóhann Pálsson al- þingismaður og bróðir hans Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmda- stóri Vísis hf., voru leikmenn í fót- boltanum frá árinu 1977. Pétur er í stjórn deildarinnar í dag, sonur hans Óskar Pétursson hefur verið aðalmarkmaður Grindavíkurliðs- ins og landsliðsmaður í yngri landsliðum Íslands m.a. í U-21 sem spilaði í úrslitakeppni EM í Danmörk 2011. Knattspyrnudeild UMFG sendir fjölskyldu Páls Hreins Pálssonar innilegar samúðar- kveðjur. Jónas Karl Þórhallsson formaður knd. UMFG MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Fríður eru rík af minningum um þig og munum við halda þeim á lofti, elsku Gunnsi okkar. Það var einstaklega fallegt samband þitt við mömmu og pabba og er þeirra missir mikill rétt eins og annarra systkina þinna. Við erum ríkar af minningum og óendanlega þakk- látar fyrir samveruna með þér. Hvíl í friði, elsku frændi, þínar Sigurlaug, Aðalheiður, Hólmfríður og Eva Björg Skúladætur og fjölskyldur. Hvar liggja skilin á milli þess að eiga góðan kunningja eða góðan vin? Það getur verið erfitt að greina þar á milli, en ljóst er að kunningjana á maður marga, en vinina færri. Bestu vinirnir eru ekki þeir sem þú hittir oftast, það eru þeir sem þú átt gæðastund- irnar með. Það að eiga samskipti við vin eru og verða alltaf gæða- stundir og það án þess að einhver forskrift sé að samskiptunum. Nú er einn minn besti vinur, Gunnar Lór, fallinn frá. Við bund- umst böndum vináttunnar fyrir áratugum, einum 50 árum. Það að kynnast Gunnari og hans stóru og glöðu fjölskyldu var mér einstakt happ. Ekki var það nú verra að Sólveig var tekin í hópinn. Ég fann fljótt að Aðalheiður móðir Gunn- ars var kletturinn, Lórenz gleði- gjafinn og systkinin skemmtileg blanda foreldranna. Að hitta bræðurna á morgunstund hjá þeim feðgum, Gunnari og Lórenz og seinna hjá Gunnari þegar hann bjó orðið einn, var bara gleði og hlátur, reyndar á stundum nokkuð háværar gleðistundir. Hjá okkur Sólveigu gilti sú stranga regla, að til Akureyrar væri ekki komið án þess að hitta Gunnar. Ef við vorum í stórum hópi ferðafélaga varð hópurinn að bíða eftir okkur þegar við skut- umst til Gunnars. Stoppið var á stundum stutt, knús og kossar, smá hlátrasköll, eins og honum var einum lagið og síðan haldið á braut. Það að vera vinur snýst ekki um að eiga langar stundir saman heldur, eins og fyrr segir, miklu fremur um gæði stundanna. Margir vina okkar minnast góðra stunda með Gunnari. Okkar vinir voru hans vinir. Gunnar var óvenjulegur maður, Mér vitanlega átti hann sér engan óvildarmann og hann gat glaður kvatt eftir farsæla ævi í starfi og leik. Ég tel að stærsta gæfa Gunn- ars hafi verið að eiga þessa ein- stöku og samhentu fjölskyldu, þar sem hver og einn heldur utanum hvern annan, jafnt í mótlæti sem meðlæti Í þessum fáu kveðjuorðum hef ég reynt að lýsa manninum Gunna Lór, eins og hann var ætíð kall- aður og hvað hann var okkur. Við Sólveig sendum fjölskyldu Gunnars okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sértu kært kvaddur, kæri vin- ur. Sveinn Hlífar Skúlason. Örnólfur bróðir minn var ekkjumað- ur og átti fjóra stálpaða syni og Rannveig var fráskilin fimm barna móðir þegar þau rugluðu saman reytum sínum, þá bæði komin á sextugsaldur. Það hefur varla verið auðvelt fyrir Rannveigu að kynnast þess- ari stóru, samheldnu og smá- skrítnu fjölskyldu sem Thorlaci- usarklanið er, en aldrei vissi ég hana kvarta og alltaf tók hún okk- ur með brosi á vör. Barnabörnin hennar hændust að bróður mínum og komu oft heim til þeirra. „Ertu ekki búinn að tala nóg við þessa konu?“ sagði lítil hnáta einu sinni þegar ég var í heimsókn og afinn hafði sagt henni að hann gæti ekki sinnt henni af því að hann þyrfti að tala við þessa konu. Þau höfðu búið á ýmsum stöð- Rannveig Tryggvadóttir ✝ RannveigTryggvadóttir fæddist 25. nóv- ember 1926. Hún lést 5. febrúar 2015. Útför Rann- veigar var gerð 19. febrúar 2015. um í bænum er þau festu kaup á ein- býlishúsi í Foss- vogsdalnum, og þar áttu þau heima uns húshaldið og um- hirða á stórum og fallegum garði var orðið þeim ofviða. Þá fengu þau inni á Minni-Grund þar sem þau undu vel hag sínum. Heilsu Rannveigar hrakaði og hún var flutt yfir á hjúkrunarheimilið. Ég býst ekki við að hún hafi þekkt mig síðast þegar ég leit inn í herbergið til hennar, en hún tók mér brosandi eins og ævinlega. Þannig mun ég minnast hennar, ánægðrar og brosandi – í sátt við allt og alla. Ég votta aðstandendum inni- lega samúð og óska Rannveigu blessunar á ókunnum stigum. Kristín R. Thorlacius. Nú er hún elsku amma mín Rannveig búin að kveðja þennan heim. Ég er svo lánsöm að eiga um hana margar skírar minning- ar áður en að alzheimerinn tók hana smám saman frá okkur. Hún var mikil barnagæla, svo blíð og góð og vildi allt fyrir mann gera. Við mamma bjuggum hjá henni fyrsta æviárið mitt og þráð- urinn á milli okkar var sterkur upp frá því. Ég hef ægilega gaman af blóm- um og það er alfarið komið frá henni ömmu minni. Amma var einkar hrifnæm manneskja og hafði yndi af plöntum. Hjá ömmu voru blómapottar með laukum í tröppunum niður í kjallara, gluggakistan í eldhúsinu var full af krukkum með afleggjurum og flestir aðrir gluggar prýddir fal- legum blómum. Þegar ég hugsa um ömmu er hún með vökvunar- könnuna í annarri hendinni og mold á vísifingri hinnar handar. Hún kenndi mér að ofvökva ekki, stinga puttanum ofan í moldina til að átta mig á hversu mikið ég ætti að vökva. Hún kenndi mér að taka afleggjara og umpotta, setja nið- ur lauka og planta sumarblómum, tína rabarbara, rifsber og sólber. Amma bjó til fuglahræður á sumrin en setti út smjörstykki og fuglakorn á veturna, hún amma gleymdi aldrei smáfuglunum. Ég vildi óska þess að ég hefði byrjað að eignast börn á meðan amma var enn hún sjálf. Hún tal- aði oft um, hvað það væri mik- ilvægt að eignast mörg börn þar sem við værum svo fámenn þjóð. Amma lagði mikla áherslu á að tala vandaða íslensku og var dug- leg við að leiðrétta mann. Hún var ekki skoðanalaus manneskja og aldrei nein lognmolla í kringum hana. Hún var full af þjóðernis- stolti og vildi halda sínum innan landsteinanna. Einu sinni átti ég erlendan kærasta, það var ömmu ekki að skapi og þá hringdi hún í mig til útlanda og benti mér á að það væri nú íslenskur handbolta- maður í næstu borg og hvort ég vildi nú ekki bara fara og finna hann. Hún amma dó ekki ráða- laus og passaði vel upp á sína. Hún var einstaklega stolt af ætt- inni sinni og af sínum stóra af- komendahópi og sagði öllum sem hún hafði tal af hvað hún ætti mörg barnabörn. Við erum átján talsins og ég er henni ævinlega þakklát fyrir að hafa skapað þennan góða hóp sem er svo ein- stakt að vera hluti af. Hvíl þú í friði, elsku amma mín, þín verður ávallt sárt saknað. Bryndís Sveinbjörnsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.