Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 24
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Á tímum Svandísar Svavarsdóttur sem umhverfisráðherra var notað slagorðið „Náttúran njóti vafans“, í baráttu við erlendar og ágengar plöntur, t.d. lúpinu. Mér datt þetta slagorð í hug en svolítið breytt: „Þjóðin njóti vafans“, þegar ég las frétt í Morgunblaðinu 24. febr. sl., bls. 2, Taldir hættulegir – ganga lausir. Þar er sagt að yfirvöld séu algerlega ráðalaus eftir að héraðs- dómur og síðan hæstiréttur hafi hafnað kröfu lögreglu um gæslu- varðhald yfir erlendum mönnum, sem hafa lýst yfir ást sinni á ISIS og eru taldir hættulegir sjálfum sér og öðrum. Ég vísa í þessa grein og spyr sem borgari þessa lands: Hví var þessum mönnum hleypt inn í landið á fölsuðum pappírum og hvers vegna eru þeir látnir vera hér um langan tíma og ekkert gerist þrátt fyrir að við höfum undirritað svokallað Dyflinnar-samkomulag sem kveður á um að senda eigi þetta fólk til baka? Skýringin kann að vera að það er töluverður iðn- aður kominn í kringum innflytj- endamál á Íslandi og svokallaðir mannréttingalögfræðingar og fleiri fræðingar hafa fundið peningalykt af þessu fólki og flækja málin eins lengi og hægt er á kostnað skatt- borgara. Er ekki kominn tími til að þjóðin fái að njóta vafans? Skattborgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Lúpína Ekki eru allir á eitt sáttir um lúpínuna. Ráðalaus yfirvöld „Ágætu“ forsætis-, fjármála-, velferðar- og heilbrigð- isráðherrar. Nú er það svo, að þegar öryrki nær þeim áfanga að verða 67 ára, gerir almætt- ið, af óendanlegri elsku sinni, krafta- verk á viðkomandi einstaklingi (eða eru það stjórnvöld þessa lands, ég er ekki viss?). Öryrkinn getur við 67 ára aldur hent stafnum sínum, hækjunni, göngugrindinni og jafn- vel hjólastólnum sínum, eða hverju því hjálpartæki sem hann notaði til að koma sér á milli staða, því hann er ekki lengur öryrki, hann er orð- inn ellilífeyrisþegi (gamalmenni). Það sama gerist þegar geðfatlaðir eiga í hlut, þeir munu ganga um al- heilir á geði. Blindir fá sýn og mál og heyrnarlausir munu tala og heyra sem aldrei fyrr, Heyrn- arlausir munu heyra saumnál detta á teppi og blindir munu sjá svik ríkisstjórnarinnar. Þegar öryrki nær þeim merka áfanga að verða 67 ára (ef hann lifir svo lengi) þá er felld niður aldurstengd örorku- uppbót, sem getur numið allt að 34.000 kr. á mánuði. Samkvæmt þessu þá munu bætur skerðast um þessa upphæð. Nú er það svo að lyfjakostnaður, heimsóknir til lækna, o.fl. mun í nánast öllum til- fellum aukast eftir að öryrkinn nær þeim „eftirsóknarverða“ áfanga að verða 67 ára, sem sagt orðinn elli- lífeyrisþegi. Öryrkinn (nú eldri borgari), þarf á öllum sínum pen- ingum að halda til að geta haldið lífi. Hann þarf að greiða húsaleigu/ fasteignagjöld og afborganir lána, hann þarf að borða hollan mat (sem er dýrari en óhollur), hann þarf að komast á milli staða o.m.fl. Öryrk- inn/ellilífeyrisþeginn þarf ekki að eiga fyrir jólagjöfum til barnabarna sinna, en honum sárnar að geta það ekki vegna fátæktar. Þegar svo er komið virðist honum að allt sé af honum tekið. Við þekkjum öll sög- una af gömlu konunni í apótekinu sem tíndi alla aurana sína úr budd- unni sinni til að eiga fyrir lífs- nauðsynlegu lyfi, en átti ekki nóg og fór grátandi út. Einstaka sinn- um heyrum við þá gleðifregn að góðvilj- aður viðskiptavinur greiði fyrir lyf gömlu konunnar, en að rík- isstjórnin geri svona nokkuð, það er borin von. Ríkisstjórnin reyt- ir aurana af þeim sem minna mega sín eins og enginn sé morg- undagurinn, þeir fá- tæku skulu borga, hvað sem á dynur. Ætlar þessi ríkisstjórn, sem núna situr við völd, að gera eitthvað til að leiðrétta kjör öryrkja og eldri borgara þessa lands ? Eða mun hún, eins og svo oft áður, horfa sakleysislega til himins og segja: Étið það sem úti frýs, okkur kemur þetta ekki við. Nú vil ég endilega benda þessum ungmennum, sem sviku sig inn á þing með fölskum loforðum og fagurgala, á að það voru eldri borgarar landsins sem unnu alla vinnuna og gerðu landið að því sem það er í dag. Eru þetta þakkirnar? Við, öryrkjar og eldri borgarar, eigum líka rétt á því að vera til. Við eigum líka rétt á því að lifa mannsæmandi lífi. Unga fólkið okkar þarf á vinnu að halda, en það virðist borin von fyrir það að fá vinnu, þar sem útlendingar eru frekar ráðnir til flestra starfa, vegna þess að hægt er að greiða þeim lægri laun en lögboðin eru. Er ekki kominn tími til að taka á þessu og bjóða okkar fólki vinnu í stað þess að greiða því smán- arbætur úr atvinnuleysissjóði? Ég óska eftir, nei, ég krefst svara frá þeim ráðherrum sem bréfið er stíl- að til. Vonandi eru þeir ekki þær mannleysur og gungur að þora ekki að svara. Þingmenn og ráðherrar, hafið það hugfast að þið eruð í vinnu hjá okkur, þ.e.a.s. hjá þjóð- inni og við borgum launin ykkar, sem mættu gjarnan vera árangurs- tengd. Vinnið fyrir okkur en ekki fyrir elítuna, hún getur bjargað sér sjálf. Opið bréf til ráðherra Eftir Kristján A. Helgason Kristján Helgason »Étið það sem úti frýs, okkur kemur þetta ekki við. Höfundur er öryrki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.