Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í Morgun-blaðinu var í gær sagt frá því að fyrirhuguð þrenging Grens- ásvegar muni samkvæmt áætlun kosta 160 milljónir króna. Þetta er nær helmingur þess fjár sem eyrnamerkt er gerð hjól- reiðastíga og ætti sú stað- reynd ein að fá borgarfull- trúa meirihlutans til að endurskoða afstöðu sína til þessarar þrengingar. Þessi kostnaður er líka fjarstæðukenndur á flesta aðra mælikvarða. Eitt hundr- að og sextíu milljónir króna er mikið fé sem gæti hæglega nýst vel til margra annarra hluta hjá borg- inni. Ekki aðeins til að laga götur borgarinnar, heldur í ýmiss konar viðhald og hreinsun, eða til að mynda í að sinna félagslegri grunn- þjónustu. Að því ógleymdu að útsvarsgreiðendur hefðu án efa ekkert á móti því að álögur borgarinnar yrðu lækkaðar sem þessu nemur. Fyrirhuguð þrenging er einmitt enn eitt dæmið um gegndarlausa sóun skattfjár í þágu duttlunga núverandi meirihluta í borginni. Meiri- hlutinn mætti leiða hugann að því að einn daginn hljóti útsvarsgreiðendur að fá nóg. Meirihlutinn í borginni fer illa með skattfé} Gegndarlaus sóun skattfjár Náttúru-passinnvar vond hugmynd frá byrj- un og sérkennilegt að stjórnmála- menn hafa verið að burðast með hana svo lengi. Rökin fyrir Schengen- aðildinni, sem reynst hefur tvíbent, svo ekki sé meira sagt, voru helst þau, að koma yrði í veg fyrir að Íslendingar þurfi að sýna vegabréf í fyrsta sinn er þeir koma inn á það svæði. (Svo kom auðvitað í ljós að þeir þurftu að hafa vega- bréf í höndunum til að sýna að þeir þyrftu ekki að hafa vega- bréf í höndunum.) Á síðari tímum hefur verið látið eins og að það væru hagsmunir annarra ríkja að veita okkur ekki upplýsingar gegn gagn- kvæmni í þeim efum. Það er auðvitað ekki rétt, eins og bresk yfirvöld hafa margoft bent okkur á. En skyndilega áttu Íslend- ingar að hafa á sér auka passa til að sýna brúnaþungum búrókrötum langaði landann til Þingvalla eða í Ásbyrgi. Skattar sem menn höfðu borg- að í áratugi dygðu þeim ekki lengur, hvað þá ást, tryggð og sú ramma taug sem dregur rekka föðurtúna til. Allt í einu var gleymt að Vinstristjórnin setti á sérstakt gistináttagjald þar sem skaffa átti sömu tekjur og þessi náttúrupassi sem sambandslausir stjórn- málamenn ætluðu að þvinga upp á þjóðina. En megin- atriðið er annað. Það á ekki jafnan að finna nýja skatta langi menn að fara í ný út- gjöld. Nýjan kostnað má bera með því að draga úr óþarfanum sem alls staðar blasir við. Morgunblaðið upplýsti í gær að öll fjölgun starfa í landinu á síðasta ári varð í ferðaþjónustu. Stórfé hefur auðvitað streymt í ríkiskass- ann af þeim sökum. Það er eðlilegt að það fé sem vitlausi passinn átti að snýta út úr mönnum komi sem hluti af þeim miklu óvæntu tekjum. Það þarf ekki einu sinni að brúka nema lítinn hluta tekju- aukans. Af hverju á heilbrigð skynsemi færri fulltrúa á Al- þingi nú en hún hefur nokkru sinni haft? Það er reyndar þekkt að einungis örfáir þingmenn, sem ná því að verða ráðherrar, ná því jafnframt að verða hús- bændur í sínum ráðuneytum. Flestir þeirra eru gerðir hús- vanir á fáeinum vikum og um svipað leyti og mesta ráð- herravíman yfir framanum er dofnuð láta raunverulegir stjórnendur ráðuneytanna bara vel af þeim. Í framhald- inu sendist ráðherrann síðan með erindi fyrir þá sem eftir skipuriti heyra undir hann. Það er huggun harmi gegn að náttúrupassinn er sagður steindauður í þinginu, þótt menn hafi ekki haft brjóst í sér til að segja það upphátt. Stjórnmálamenn, sem gleyma því fyrst af öllu hvað þeir stóðu fyrir, munu gleymast fljótt} Passar eru stundum vegabréf þeirra sem eru á leið út af STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fyrirhuguð ræða BenjaminsNetanyahus, forsætisráð-herra Ísraels, á Banda-ríkjaþingi hefur aukið tog- streituna milli hans og Baracks Obama forseta og er talin geta haft langvarandi eftirköst í samskiptum landanna. Talið er að ræðan geti graf- ið undan þeirri rótgrónu hefð í banda- rískum stjórnmálum að stóru flokk- arnir tveir standi saman í stuðningi við Ísrael, að sögn fréttaskýrenda The New York Times. Grunnt hefur verið á því góða með Obama og Netanyahu frá því að þeir tóku við völdunum í löndum sínum ár- ið 2009, m.a. vegna ágreinings um landtökubyggðir gyðinga og fleiri deilumála sem hafa hindrað friðar- viðræður milli Ísraela og Palest- ínumanna. Spennan á milli leiðtog- anna hefur þó aldrei verið eins mikil og nú. Ástæðan er ræða sem Netanyahu flytur á Bandaríkjaþingi á þriðjudag- inn kemur fyrir tilstilli repúblikana sem eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Forsætisráð- herrann hyggst nota tækifærið til að hvetja þingið til að hafna hugsan- legum samningi Bandaríkjastjórnar við klerkastjórnina í Teheran um kjarnorkuáætlun Írana. Klerka- stjórnin hefur ekki samþykkt samn- inginn en viðræðurnar eru á lokastigi. Netanyahu segir að verði samning- urinn undirritaður veiti Bandaríkja- stjórn þegjandi samþykki sitt fyrir því að Íranar framleiði kjarnavopn eftir að samkomulagið fellur úr gildi eftir um það bil áratug. Verði Íran kjarnorkuveldi geti það ógnað öryggi og tilvist Ísraelsríkis og leitt til víg- búnaðarkapphlaups í Mið-Aust- urlöndum. Tengslin hafa „aldrei verið jafnafleit“ Bandarískir stjórnarerindrekar telja að Obama geti samþykkt samn- inginn og framfylgt honum að mestu án stuðnings þingsins. Þingmenn gætu þó lagt steina í götu forsetans, meðal annars með því að neita að af- létta refsiaðgerðum gegn Íran vegna kjarnorkudeilunnar eða samþykkja jafnvel nýjar. Það gæti síðan orðið til þess að Íranar riftu samningnum. John Boehner, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, bauð Net- anyahu að ávarpa þingið og talið er að hann hafi gert það til að snupra Obama fyrir stefnu hans í viðræðun- um við Írana. Forsetinn hefur neitað að ræða við Netanyahu þegar hann heimsækir Washington og utanríkis- ráðherrann og varaforsetinn verða ekki í borginni. Stjórnmálaskýrendur telja að með þessu séu Obama og embættismenn hans að senda Ísr- aelum þau skilaboð að þeir styðji ekki Netanyahu í þingkosningum sem fara fram í Ísrael 17. mars. Skoðana- kannanir benda til þess að forsætis- ráðherrann og flokkur hans standi vel að vígi í kosningunum. Susan E. Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði fyrr í vikunni að framganga Netanyahus í málinu væri „skaðleg“ vegna þess að hún græfi undan einingu flokkanna í stuðningnum við Ísrael. „Tengsl ríkjanna hafa aldrei verið jafnafleit og nú,“ hefur The New York Times eftir Giora Eiland, fyrrverandi þjóð- aröryggisráðgjafa stjórnvalda í Ísr- ael. Ummæli Rice eiga sér engin for- dæmi í samskiptum stjórnvalda í Bandaríkjunum og Ísrael, að sögn Eytans Gilboa, prófessors við Bar- Ilan-háskóla í Ísrael. Hann sagði í út- varpsviðtali að ljóst væri að samstaða bandarísku flokkanna í málefnum Ísraels hefði rofnað. Telja einingu um Ísrael í hættu vestra AFP Leiðtogi Listamaður býr til styttu af Netanyahu í líki söguhetju í Esterar- bók fyrir hátíð sem hefst 4. mars til að minnast þess er Ester drottning hratt þeim áformum ráðgjafa Persakonungs að útrýma gyðingum. Fjórir demókratar í öldunga- deildinni og nokkrir í full- trúadeildinni hafa ákveðið að hlýða ekki á ræðu Benjamins Netanyahus á þinginu á þriðju- daginn kemur. Fleiri þingmenn demókrata hafa ekki gert upp hug sinn. „Þetta setur demó- krata í þá stöðu að þeir verða að velja á milli stuðnings við Ísrael og flokksbróður síns í forseta- embættinu – og gera það þann- ig að eftir því sé tekið,“ hefur The Washington Post eftir Mart- in Indyk, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. Eiga erfitt val fyrir höndum MÆTA DEMÓKRATAR? EPA Netanyahu Forsætisráðherr- ann flytur ræðu í Jerúsalem. V erði umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið dregin til baka eins og til stendur að gera verður engum dyrum þar með lokað. Eftir sem áður verður ekkert því til fyrirstöðu að sækja að nýju um inngöngu í sambandið skapist réttar og nauð- synlegar forsendur til þess ólíkt því sem raunin var sumarið 2009. Það er að segja rík- isstjórn alfarið hlynnt því að ganga þar inn með bæði meirihluta þings og þjóðar að baki sér. Meira að segja Evrópusambandið sjálft hefur ítrekað lýst því yfir á undanförnum ár- um að þessar aðstæður þurfi að vera fyrir hendi. Bæði á síðasta og núverandi kjör- tímabili. Meðan þær eru ekki til staðar er ein- faldlega tómt mál að tala um að hreyfa við málinu. Verði þessar forsendur hins vegar fyrir hendi síðar mun vafalítið verða tekið vel í nýja um- sókn í Brussel. Þetta ætti í raun að segja sig sjálft. En þetta er líka einmitt lærdómurinn af síðasta kjörtímabili þar sem sótt var um inngöngu í Evrópusambandið af ríkisstjórn sem var algerlega klofin í afstöðu sinni til málsins. Það gat aldrei farið vel eins og margir bentu á frá byrjun. Þar á meðal ófáir áhrifamenn í röðum þeirra sem vilja sjá Ís- land ganga í sambandið. Má þar til að mynda nefna þá Þorstein Pálsson, fyrrverandi sendiherra, og Jón Bald- vin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þor- steinn hefur að vísu snúið málflutningi sínum á haus í þeim efnum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum og telur nú einhverra hluta vegna að ríkisstjórn með tvo flokka innanborðs á móti inngöngu í Evrópusambandið geti staðið að umsókn um slíka inngöngu þrátt fyrir að hafa talið slíkt ógerlegt á síðasta kjörtímabili með einn slíkan stjórnarflokk. Vitanlega var fyrri afstaða Þorsteins rétt enda reyndist hann sannspár um það að síðasta ríkisstjórn gæti ekki klárað umsóknarferlið klofin. Raunveruleikinn er vitanlega sá að rík- isstjórn andsnúin inngöngu í Evrópusam- bandið hefur í reynd aðeins einn kost í þeirri stöðu sem nú er uppi ef hún er sannarlega andvíg því að ganga þar inn. Það er að draga umsóknina um inngöngu í sambandið til baka. Staðreyndin er nefnilega sú að sama þverstæðan er fólgin í því segjast vera and- vígur inngöngu í Evrópusambandið en ætla samt að standa að umsókn um inngöngu í þetta sama samband, líkt og forystumenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð gerðu á síðasta kjörtímabili í skiptum fyrir ráð- herrastóla, og segjast andvígur inngöngu í Evrópusam- bandið en ætla eftir sem áður að láta umsókn um inn- göngu í sambandið halda sér. Ef einhver er raunverulega andvígur inngöngu í Evrópusambandið hlýtur viðkomandi að vera um leið andvígur öllum skref- um í þá átt – líka þeim sem áður hafa verið tekin af öðr- um. Svo ekki sé talað um skref sem viðkomandi lagðist alfarið gegn á sínum tíma. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Engum dyrum lokað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.