Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 2. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Á sgrím urJónsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Morten Storm hefur marga fjöruna sopið en hann ólst upp við erfiðar að- stæður í dönsku sjávarplássi, gekk til liðs við glæpasamtökin Bandidos, snérist til íslam, barðist með al- Qaeda og var njósnari öryggis- lögreglunnar í Danmörku, bresku leyniþjónustunnar og síðar leyni- þjónustu Bandaríkjanna. Storm, sem er 39 ára gamall, gaf nýverið út bók um tvöfalt líf sitt: Agent Storm: My Life Inside al- Qaeda and the CIA. Morten Storm fæddist í janúar ár- ið 1976 í bænum Korsør og ólst þar upp hjá móður sinni og stjúpföður en faðir hans, sem var drykkjumaður, hafði yfirgefið fjölskylduna þegar Storm var ungur. Stjúpfaðir hans var ofbeldishneigður og ólst Storm upp við heimilisofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt. Hann var ekki nema þrettán ára gamall þegar hann framdi sitt fyrsta vopnaða rán. Í kjölfarið fylgdi ofbeldi og aðrir glæpir með félögum sem flestir voru innflytjendur frá Pakistan, Íran og Tyrklandi. Þessum félögum kynntist Storm í sérskóla sem hann gekk í fyrir vandræðabörn og unglinga. Gróðanum eytt í áfengi og fíkniefni Að sögn Storms var þetta ábata- samur tími og hann átti alltaf nóg af peningum sem hann eyddi í áfengi og fíkniefni. Á tíunda áratugnum tók hann fullan þátt í gengjastríðinu á milli vélhjólagengja og stýrði hann starfsemi Bandidos í heimabæ sín- um. Þegar hann var um tvítugt rakst hann á ævisögu Múhameðs spá- manns á bókasafni bæjarins og fann hann strax mikla tengingu við spá- manninn. Þar skipti miklu í hans huga virðing og einfaldleiki í lífi Mú- hameðs, barátta hans fyrir málstað þar sem samstaða og hollusta skiptu miklu. Eða eins og hann sagði síðar í viðtali við CNN: „Þetta breytti mér. Bókin höfðaði sterkt til mín. Þetta er sannleikurinn og ég upplifði sann- leikann.“ Héldu upp á trúskiptin með ærlegu fylliríi Glæpaforinginn ákvað með sjálf- um sér að sverja spámanninum holl- ustu og tók upp múhameðstrú. Fé- lagar hans og trúbræður tóku þessu fagnandi og héldu þeir félagar upp á trúskiptin með ærlegu fylliríi, að sögn Storms í viðtölum við fjölmiðla. Storm var inn og út úr fangelsi á þessum árum og fangelsisdvölin herti hann í trúnni og öfgar tóku við. Gömlu félagarnir í Bandidos voru ósáttir við breytinguna á honum enda lítt trúaðir. Hann lét sig því hverfa og settist að í London þar sem hann fann skjól í moskunni í Regent Park. Fimmtán ára ferðalag milli tveggja heima Þaðan lá leiðin, á skólastyrk frá Sádi-Arabíu, til Jemens þar sem hann lagði stund á nám í arabísku og trúarbrögðum. Þar hófst ferðalag hans milli tveggja heima – Vesturlanda og Mið-Austurlanda – ferðalag sem varði í fimmtán ár. Hann reyndi oft- ar en einu sinni að festa rætur í heimalandinu, Danmörku, án árang- urs. Storm eignaðist konu á þessu tímabili og tvö börn en rótleysið réð áfram ríkjum. Eftir dvölina í Jemen sneri hann aftur til London þar sem hann lifði á stuðningi frá hinu opinbera og smáglæpum. Þar eyddi hann löngum stundum með skoðanabræðrum, vafrandi á netinu þar sem síður tengdar öfgahreyfingar voru helsta viðfangsefnið. Þeir áttu það allir sameiginlegt, líkt og fjölmargir aðrir öfgasinnar í Bretlandi á þessum tíma, að dreyma um að fara í heilagt stríð. En í byrjun árs 2006 urðu ákveðin straumhvörf í lífi Storms þegar hann var staddur í Jemen. Þar var honum boðið til veislu ásamt Anw-ar al- Awlaqi, Bandaríkjamanni fæddum árið 1971 sem var ættaður frá Jem- en. Awlaqi byrjaði að predika um tvítugt, varð herskárri með tímanum og fór að reka áróður fyrir heilögu stríði eftir að hann flutti til Jemen 2004. Sáðkorni efans sáð Awlaqi heillaði fjölmarga aðra unga íslamista. Þrátt fyrir að hafa heillast af Awlaqi var Storm farinn að efast um trúna og á hvaða leið hann var. Hann átti erfitt með að skilja að það væri Guðs vilji að fremja mannskæð hryðjuverk eins og þau sem voru gerð 11. september 2001, á Balí, í Madríd 2004 og Lond- on 2005. „Ef þetta er hluti af fyrirfram ákveðinni áætlun Allah þá hafði ég ekki áhuga á að vera hluti þess. Minni trú mín hræddi mig og það gerðist skyndilega,“ sagði Storm í viðtali við Guardian í desember. Bókina skrifar Storm með tveim- ur fréttamönnum CNN, Tim Lister og Paul Cruickshank, og sann- reyndu þeir frásagnir hans þó svo ekki hafi verið hægt að sannreyna samskipti hans við leyniþjónustur víða um heim nema með upptökum og meira efni sem Storm átti. Bæði leyniþjónusta Breta, MI5, og PET, öryggislögregla danska ríkisins, höfðu reynt að fá Storm til liðs við sig á þessum tíma án árang- urs. En þegar leiðir Storms og fé- laga skildi hafði hann samband við MI5 og ævintýralegt tvöfalt líf Storms hófst. Í bókinni lýsir hann drykkjustundum með liðsmönnum PET, regluóðum MI5-njósnurum og hrokafullum og forríkum CIA-liðum. Kom fram eftir að reynt var að drepa hann En samband hans við leyniþjón- usturnar rofnaði í kjölfar dráps CIA á Al-Awlaqi. Bifreið Awlaqis var sprengd í loft upp í lok september 2011 í Jemen og vill Storm meina að ástæðan fyrir því að CIA gat fylgst jafn grannt með Awlaqi og raun ber vitni sé USB-lykill sem hann kom fyrir á skotmarkinu. Þeim Awlaqi var ágætlega til vina en Storm hafði komið á sambandi milli króatískrar konu, Irenu Horek og Awlaqis, hún hafði snúist til íslam og átti sér þann draum heitastan að giftast skæru- liða. Storm krafði CIA um 5 milljónir Bandaríkjadala, 660 milljónir króna, sem honum hafði verið heitið fyrir að aðstoða við drápið en var hafnað. Hann segir að þeir hafi jafnvel reynt að taka hann af lífi. Því ákvað hann að koma fram opinberlega og segja sína hlið á málinu. Á svipuðum tíma rofnaði sambandið við bresku og dönsku leyniþjónustuna. „Njósnarar eru réttlausir, við erum einnota,“ segir Storm í samtali við AFP- fréttastofuna er hann kynnti bók sína í París í vikunni. Að sögn Storms er PET engu betri en CIA því þar á bæ hafi fjöl- skylda vinar hans, sem lést í Sýr- landi árið 2013, enn verið upplýst um að hann lék tveimur skjöldum og vann með PET. „Þetta dregur kjarkinn úr öðrum njósnurum. Því ef þú getur ekki treyst þinni eigin ríkisstjórn – hverjum getur þú þá treyst.“ AFP Ævintýralegt lífshlaup Storm gaf nýverið út bók um tvöfalt líf sitt. Tvöfalt líf Storms tíundað  Morten Storm gekk til liðs við Bandidos, snerist til íslam, barðist með al-Qaeda og gerðist njósnari PET, MI5 og CIA Sautjánda Hátíð Havanavindlanna er nú haldin í höfuðborg Kúbu. Að þessu sinni er hátíðin tileinkuð eft- irlætisvindlum Winstons Church- ills, sem kenndir eru við Rómeó og Júlíu, í tilefni af 50 ára ártíð hans. Hátíð Havanavindlanna haldin í sautjánda sinn AFP Vindlum Churchills hampað Óttast er um líf a.m.k. 220 kristinna Assýríumanna sem vígamenn Ríkis íslams, samtaka íslamista, rændu í norðaustanverðu Sýrlandi í vikunni. Flestir fanganna eru konur, börn og öldungar. Mannránin urðu til þess að skelf- ingu lostnar kristnar fjölskyldur á svæðinu flúðu frá heimkynnum sín- um, að sögn mannréttindahreyfing- ar sem berst fyrir réttindum krist- inna Assýríumanna. Hreyfingin segir að nær 1.000 fjölskyldur, eða um 5.000 manns, hafi flúið frá þorp- um í Hasakeh-héraði. Um 800 flóttamannanna séu í bænum Hasa- keh og 150 í bæ Kúrda við landa- mærin að Tyrklandi. Osama Edward, framkvæmda- stjóri Assýrísku mannréttindasam- takanna, telur að vígamenn Ríkis íslams hafi tekið fólkið í gíslingu vegna loftárása sem Bandaríkjaher hóf í september. „Þeir tóku þau í gíslingu til að nota þau eins og skildi til að komast hjá loftárásum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Edw- ard. Um 25 ára forritari Breskir sérfræðingar í baráttunni gegn íslömskum öfgasamtökum nafngreindu í gær mann sem sást lífláta vestræna gísla á myndskeið- um sem íslamistasamtökin hafa sent frá sér síðustu mánuði. Breskir fjöl- miðlar hafa kallað manninn „Jíhadi John“ en höfðu eftir sérfræðingun- um í gær að hann héti Mohammed Emwazi. Hann fæddist í Kúveit fyr- ir um það bil 25 árum en ólst upp í vesturhluta Lundúna eftir að fjöl- skylda hans flutti þangað þegar hann var sex ára. Emwazi er kom- inn af millistéttarfólki og lauk námi í forritun áður en hann fór til Sýr- lands árið 2012. bogi@mbl.is Um 220 manns rænt í Sýrlandi  Illræmdur böðull nafngreindur EPA „Jíhadi John“ Emwazi fæddist í Kúveit og ólst upp í Lundúnum. Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Savile beitti 63 einstaklinga á Stoke Mandeville-sjúkrahúsinu kynferðis- legu ofbeldi, þ. á m. alvarlega veik átta ára börn. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum breska heilbrigðiskerfisins, NHS. Savile hafði að því er virðist ótak- markaðan aðgang að sjúklingum stofnunarinnar vegna frægðar sinn- ar. Kvartanir ekki teknar alvarlega Þrátt fyrir að tíu kvartanir hefðu verið lagðar fram vegna framferðis hans allt frá 1972, var engin þeirra tekin alvarlega né voru yfirmenn látnir vita. Meðal fórnarlamba Savile var átta eða níu ára stúlka sem sjónvarps- maðurinn nauðg- aði tíu sinnum. Atvikin áttu sér stað þegar stúlk- an var í heimsókn á sjúkrahúsinu, en ættingjar hennar unnu á stofnuninni. Milli 1972 og 1985 voru níu óform- legar kvartanir lagðar fram gegn Savile á sjúkrahúsinu og ein formleg kvörtun. Engar þeirra voru teknar alvarlega né var þeim komið áfram til yfirmanna á sjúkrahúsinu. Þess vegna var engum upplýsingum safn- að um framferði Savile né gripið til ráðstafana, segir í skýrslunni. Savile beitti 63 kyn- ferðislegu ofbeldi  Nauðgaði átta ára stúlku 10 sinnum Jimmy Savile
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.