Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 33

Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015                                     !"  #!#   ! $"# "#" #$  %#%# "  ! &'()* (+(       ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $  "  "%! $% $!! "%$ %%  "% %"$# ! #%  !!"  #"   # $!%" " %   %# !#  "$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Mæling Hagstofunnar sýnir að verð- lag hefur hækkað um 0,7% í febrúar. Sama mæling sýnir að verðbólga er 0,8% á ársgrundvelli og að breytingar síðustu þriggja mánaða jafngilda 1% verðbólgu á ársgrundvelli. Er þetta þriðja mánuðinn í röð sem tölur Hag- stofunnar sýna verðbólgutölur undir neðri fráviksmörkum verðbólgumark- miðs Seðlabankans. Séu áhrif af verðbreytingum á hús- næðismarkaði teknar út fyrir sviga mælist í raun 0,9% verðhjöðnun. Það sem helst drífur áfram hækk- unina í febrúar eru útsölulok en skór og fatnaður hækkar milli mánaða um 5,8%. Verðbólga mælist áfram 0,8% á ársgrundvelli ● Hlutabréf í N1 hækkuðu um 6,1% í Kauphöllinni í gær en fyrirtækið skilaði uppgjöri fyrir árið 2014 eftir lokun mark- aðarins í fyrradag. Ekkert félag hækkaði viðlíka mikið og N1 í dag en TM kom næst á eftir með rúmlega 2,5% hækkun frá dagslokagengi daginn áður. Hækkun N1 kemur í kjölfar þess að til- kynnt var um 1.617 milljóna hagnað á síðasta ári, um breytingar í yfirstjórn og að 3.800 milljónir yrðu greiddar út til hluthafa með arðgreiðslu upp á 840 milljónir og kaupum á eigin hlutum sem nemur 2.960 milljónum króna. N1 hækkar um 6% í kjölfar uppgjörs Landsbankinn hagnaðist um 29,7 milljarða króna á árinu 2014, en um 28,8 milljarða á árinu 2013. Arðsemi eiginfjár var 12,5%. Virðisbreytingar á útlánum voru jákvæðar um 20 milljarða króna á síðasta ári og hækkuðu um 54% á milli ára. Hreinar vaxtatekjur námu 28,1 milljarði króna og lækkuðu um 6,2 milljarða á milli ára. Vaxtamunur var 2,4% af meðalstöðu heildareigna árið 2014 en var 3,1% árið áður. Hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna og jukust um 10% á milli ára. Aðrar rekstrartekjur lækkuðu hins vegar um 29% á milli ára, einkum vegna minni hagnaðar af hlutabréfum og markaðsskulda- bréfum, og námu 9,1 milljarði króna á síðasta ári. Laun og launatengd gjöld hækk- uðu um 8% milli ára en sú hækkun skýrist að hluta til af gjaldfærslum vegna starfslokasamninga. Rekstr- arkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum hækkaði um 7% á milli ára. Eiginfjárhlutfall nærri 30% Heildareignir stóðu í árslok í 1.098 milljörðum króna og lækkuðu um 53,1 milljarð króna á milli ára. Útlán jukust um 6% á árinu og voru í árs- lok 718 milljarðar króna. Aukningin byggist fyrst og fremst á mikilli aukningu í íbúðalánum samkvæmt upplýsingum bankans. Vanskil útlána voru 2,3% í árslok sem er veruleg lækkun frá fyrra ári. Eign bankans í hlutabréfum, hlut- deildarfélögum og eignum sem eru til sölu lækkaði um 27 milljarða. Innlán frá viðskiptavinum voru í árslok 551,4 milljarðar króna og juk- ust verulega, á meðan innlán frá fjár- málafyrirtækjum drógust saman. Eigið fé Landsbankans stóð í 250,8 milljörðum króna í árslok og hækkaði um 9,4 milljarða þrátt fyrir að greiddur hafi verið um 20 millj- arða króna arður til hluthafa á síð- asta ári. Eiginfjárhlutfall bankans var 29,5% í árslok og byggist ein- göngu á eiginfjárþætti A. Áhrif einskiptisliða að minnka „Afkoma Landsbankans á árinu 2014 var góð og fjárhagsstaðan er traust,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri í afkomutilkynningu og bendir í því sambandi á hátt eigin- fjárhlutfall, sterka lausafjárstöðu og vaxandi gæði útlána.„Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að stór hluti af tekjum bankans er jákvæðar virðisbreytingar af útlánum og hagnaður af hlutabréfum,“ segir hann. Einskiptisliðir hafi litað af- komuna á undanförnum árum, en viðbúið sé að áhrif þeirra minnki verulega á næstu árum. „Lands- bankinn stendur frammi fyrir því að nauðsynlegt er að auka hagkvæmni reglubundins rekstrar með lækkun kostnaðar og bættri tekjusamsetn- ingu svo áfram takist að skila ásætt- anlegri arðsemi á eigið fé bankans,“ segir Steinþór. Landsbankinn hagn- ast um 30 milljarða Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Steinþór segir brýnt að auka hagkvæmni reglubundins rekstrar.  Virðisbreytingar útlána jákvæðar um 20 milljarða króna Hagnaður VÍS eftir skatta á árinu 2014 dróst saman um 21% frá fyrra ári og nam 1.710 milljónum króna í stað 2.154 milljóna. Hagnaður á hvern hlut í félaginu fer því úr 0,86 krónum í 0,69 krónur. Það sem helst skýrir samdráttinn er aukin tjóna- tíðni og fjölgun stórtjóna. Veldur það því að framlegðin af vátrygg- ingarekstri félagsins nam aðeins 46 milljónum í stað 503 milljóna árið 2013. Samsett hlutfall fór úr 97,8% í 100,7% en arðsemi af fjárfestingum félagsins var 7,1% á árinu 2014. Rekstrarkostnaður lækkaði á liðnu ári og var kostnaðarhlutfall hið sama og fyrra ár eða 21,4%. Sá ár- angur er í takti við þau markmið sem félagið hafði sett sér að sögn Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur for- stjóra. „Áherslur stjórnenda á einföldun og aukna skilvirkni í rekstri hafa skilað sér í því að rekstrarkostnaður lækkaði á árinu,“ segir Sigrún Ragna en bætir við: „Afkoma félags- ins af vátryggingastarfsemi var hins vegar undir væntingum á árinu og þá sérstaklega afkoma af eigna- tryggingum og ökutækjatrygging- um.“ Stjórn félagsins gerir það að til- lögu sinni fyrir aðalfund að félagið greiði 2.500 milljónir í arð til hlut- hafa vegna liðins rekstrarárs en sú upphæð er 46,2% hærri en hagnaður félagsins. Stjórnin leggur til hærri arðgreiðslu en þá sem samþykkt var á ársfundi félagsins 2013 en þá var 1.831 milljón greidd til hluthafa. Eiginfjárhlutfall VÍS við áramót var 34,3% og heildareignir þess námu tæpum 46,5 milljörðum króna. Arð- semi eigin fjár reyndist 10,5% sam- anborið við 13,9% árið 2013. Tryggingar Sigrún Ragna segir meiri skilvirkni í rekstri hafa skilað sér. Hagnaður VÍS 1,7 milljarðar  Stjórn gerir til- lögu um 2,5 millj- arða arðgreiðslu Tæplega 43% samdráttur varð á hagnaði Sjóvár á árinu 2014 miðað við árið á undan. Nam hagnaðurinn að þessu sinni 1.029 milljónum króna. Tap varð á fjárfestinga- starfsemi fyrirtækisins á árinu sem nemur 246 milljónum króna en hagnaður af vátryggingastarfsemi var 1.472 milljónir samanborið við 1.354 milljónir 2013. Samsett hlutfall var eilítið lakara en árið á undan og fór úr 94,7% í 95,1%. Á sama tíma hækkaði tjóna- hlutfall úr 65,1% í 69%. Stjórn félagsins leggur til við aðal- fund að greiddur verði 4 milljarða króna arður til hluthafa vegna rekstrarársins 2014 og svarar það til fjórfalds hagnaðar ársins. Eiginfjár- hlutfall félagsins var 40,2% við síð- ustu áramót og eigið fé nam 17,8 milljörðum króna. Hermann Björnsson forstjóri seg- ir í afkomutilkynningu að fyrirtækið sé að styrkjast, bæði í eignum og ið- gjöldum. „Góður hagnaður varð af vátryggingastarfsemi Sjóvár og aukning frá fyrra ári. Ávöxtun fjár- festinga var undir væntingum þar sem fjárfestingatekjur drógust sam- an um 900 milljónir króna á milli ára.“ Þá segir hann tjónatíðni hafa aukist en að hún hafi þó verið innan eðlilegra sveiflna sem ávallt megi vænta í tryggingastarfsemi. Morgunblaðið/Golli Sjóvá Hermann segir ávöxtun fjár- festinga hafa verið undir væntingum. Milljarður í hagnað hjá Sjóvá Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Hágæða flísar frá Ítalíu 60 x 60 cm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.