Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 35
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. sonar þar uppi. Austursalurinn er hins vegar kenndur við Kjarval og þar eru fastar sýningar á verkum hans. Sýningin sem nú stendur yfir í salnum ber yfirskriftina Ljóðrænt litaspjald. Nýmálað á næstu sýningum Málverkið er áberandi í sýn- ingum Listasafns Reykjavíkur um þessar mundir. Nú stendur yfir í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu sýn- ingin Nýmálað I og beint framhald er Nýmálað II á Kjarvalssstöðum sem hefst 28. mars. Samtals eru á þessum tveimur sýningum verk 85 samtímalistamanna, en þetta er viða- mesta úttekt á samtímamálverkinu sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Meðan á sýningunni stendur verður Kjarvalssalurinn undirlagður en verk hans verða áfram til sýnis í for- salnum. Í lok júní verður opnuð Kjar- valssýning þar sem textaskreytt verk listamannsins eru í aðal- hlutverki. Æsa Sigurjónsdóttir og Kristín Guðnadóttir vinna að und- irbúningi sýningarinnar, en þemað sýnir vel hve margar víddir eru í verkum listamannsins. Nánast alltaf og endalaust má í þeim finna þúsund þræði sem hægt er að spinna heilu sýningarnar út frá. Á bak við rammgerða hurð Árið 1968 ánafnaði Kjarval Reykjavíkurborg hluta listaverka sinna, það er nærri 3.300 teikningar og málverk og mikið hefur bæst við síðan. Eins og gefur að skilja er að- eins lítill hluti þessara verka uppi við og til sýnis á hverjum tíma. Flest eru þau varðveitt í kjallara hússins. „Já, nú skulum við líta á fjár- sjóðinn,“ sagði Helga Lára þegar hún sýndi Morgunblaðinu listaverka- geymslurnar. Þeim er skipt upp í nokkur rými og í einu þeirra eru Kjarvalsverkin, á bak við ramm- gerða eldvarnahurð. Stóru mál- verkin eru í rekkum sem draga má fram, en teikningar og smáverk eru í skúffum og skápum. „Þetta er falleg teikning á bókarkápu,“ segir Helga þegar hún dregur fram skissu sem merkt er Hvalasaga. Þarna var Kjar- val í essinu sínu; maðurinn sem átti þá hugmynd að hvalaskoðun gæti verið ábatasamur útvegur – rétt eins og að skjóta þá. Á sínum tíma þótti þetta algjör fjarstæða. En sá best hlær sem síðast hlær, segir mál- tækið. Safnið á 18 þúsund verk „Hér eru varðveitt listaverk eft- ir marga af helstu listamönnum þjóð- arinnar. Það er langt síðan listaverk fóru að safnast til Reykjavíkur- borgar, en byrjað var að halda skipu- lega utan um þennan safnkost og skrá um það leyti sem safnið var formlega stofnað. Í dag eru verkin í safneigninni um 18 þúsund talsins þegar allt er tekið með,“ segir Helga Lára. Dýrmætustu verkunum – gull- molunum – er haldið til haga á öruggum stöðum en um 600 verk eru uppi til dæmis í skólum borgarinnar, þjónustumiðstöðvum, í Ráðhúsinu, Hörpu og víðar. Þorra þessara verka má skoða slóðinni safneign.listasafn- reykjavikur.is. Kúnst Kjarvalsverkunum í geymslurýminu er haganlega fyrir komið og þau skráð og mynduð eins og áhugasamir sjá á vef Listasafns Reykjavíkur. Tónlist Margvíslegir listviðburðir fara fram á Kjarvalsstöðum. Hér sést El- ísabet Waage slá hörpustengi á æfingu fyrir tónleika sem voru í vikubyrjun. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Elite fiskabúr 54 lítra Verð að eins 13.900 kr. Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 kíktu í heimsókn Ljós og ljósastæði Lok • Dæla • Hitari TILBOÐ Lifandi verslun  Ný þúsund fermetra Bónusverslun verður opnuð í Skipholti 11-13 síðar á árinu en kaupsamningur um fasteign- ina var undirritaður í desember síðast- liðnum, að því er segir í tilkynningu frá Högum. „Við búumst við að fá húsið afhent í maímánuði og í kjölfarið munum við ráðast í vinnu við að innrétta og undir- búa opnun. Við stefnum svo á að opna verslunina upp úr miðju ári ef allt gengur eftir,“ segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss. Ekki er langt síðan tilkynnt var að Nóatúnsverslunin í Nóatúni myndi breyt- ast í verslun Krónunnar. Þannig er ljóst að íbúar á svæðinu munu njóta aukins úrvals af vörum á lágu verði í nágrenni sínu eftir þessa skyndilegu fjölgun lág- vöruverðsverslana. Húsið sem um ræðir var byggt árið 1968 og var hannað sem bakarí enda hýsti það brauðgerð Mjólkursamsölunnar á sínum tíma. Þá verða íbúðir á efri hæðum hússins, samtals tuttugu á þremur hæðum. sh@mbl.is Bónus opnar í brauðgerðinni Bjart Ný verslun opnuð um mitt árið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stundum er sagt að hlutverk lista- manna – ef eitthvað er – sé að færa gráa tilveruna í nýtt og æðra veldi. Þetta á við um rithöfunda, tónlista- menn og þá sem leggja myndlistina fyrir sig. Og óhætt er að segja að Jóhannes Sveinsson Kjarval hafi komið með liti inn í líf Íslendinga, ekki aðeins í málverkum sínum og teikningum heldur einnig á þann hátt að hann sjálfur var stór í brotinu. Fór sínar eigin leiðir að flestu leyti og setti svip á bæinn. Var á margan hátt einfari, en átti víða skjól, svo sem í ranni Reykavíkurborgar. Bygging lista- safns var hluti af þeirri viðleitni. Upphaflega var reyndar talað um Myndlistarhúsið við Miklatún, en með greinaskrifum kom Elín Pálmadóttir blaðamaður Morgunblaðsins nafninu Kjarvalsstöðum á flot – og öðlaðist sú nafngift fljótlega góðan þegnrétt í máli manna. Jóhannes Sveinsson Kjarval, sem fæddur var árið 1885, lést vorið 1972. Margir urðu þá til að minnast hans í minningargreinum. Sú lesn- ing er áhugaverð, til að mynda það sem Thor Vilhjálmsson rithöfundur skrifaði af mikilli andagift: „Ekki verður framar sem fyrr — nema það sem svifar fyrir hugar- sjónum: að sjá og heyra þennan mann sem var engum líkur, sem gerði umhverfi sitt eðlilega æv- intýralegt, hið óvænta sjálfsagt þegar hann var búinn að sýna manni það og segja. Þennan töframann sem snerpti hugsunina svo hún fengi notið ólinnandi framboðs undra sem hvarvetna bíða þess að við vöknum til að geta farið að dreyma ... Nú hefur líka Austurstræti skroppið aftur saman og orðið að annríkisgötu eða eyðileika með bönkum sínum apóteki og Silla og Valda og lofteitrun bílanna sem safnast í Kvosina; það verð- ur aldrei framar það mikla og víða svið þar sem við fórum með þér um meðan þú stækkaðir heiminn og okkur, svo við komumst varla fyrir milli húsanna tak- andi þátt í leiknum með þér sem þú orktir jafnharðan.“ „Við vöknum til að geta farið að dreyma“ SETTI TILVERUNA Í ÆÐRA VELDI OG KOM MEÐ LITI INN Í LÍF ÍSLENDINGA Elín Pálmadóttir Jóhannes Kjarval  Nýbyggt hverfi er núllpunktur. Þegar svo stundir fram líða breytist mannlífið í myndir og sögur. Sú er raunin um Norð- urmýrina, sem er milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar. Norðurmýrarhverfið, sem byggðist um 1940, var sem lítið þorp í Reykjavík þar sem göturnar voru nefndar eftir hetjum úr Njálu, Laxdælu og fleiri ritum. „Hér hefur safnast sam- an hin fjölbreytilegasta flóra mannlífs- ins,“ segir Arnaldur Indriðason í bók sinni Mýrin sem kom út 2000. Þar segir frá morði í Mýrinni á á rosknum manni með vafasama fortíð. Rannsóknin á verknaðinum vatt upp á sig og leiddi lögregluþjóninn Erlend og hans menn út um víðan völl. Og þannig eru bókmenntirnar; rætur sögu geta verið í hlíðum, holtum eða mýri en laufi skrýddir sprotar leita til allra átta. Morð í Mýrarbók Arnaldar Norðurmýri Bókmenntahverfið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.