Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vinningstillaga í hönnunarsam- keppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar Keflavíkur- flugvallar til næstu 25 ára gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður- suður flugbrautar vestan við flug- völlinn í framtíðinni. Á næstu 25 ár- um er því spáð að farþegafjöldi um Leifsstöð muni tvöfaldast, eða fara úr nærri 4 milljónum á ári í 8 millj- ónir árið 2040. Tekur tillagan mið af þessum spám. Áætlunin ber vinnuheitið Master- plan en það var norska hönn- unarstofan Nordic - Office of Archi- tecture sem bar sigur úr býtum í samkeppninni, en alls bárust sex til- lögur frá Noregi, Danmörku, Hol- landi, Bretlandi og Spáni. Vinningstillagan þótti skara fram úr varðandi sjálfbærni og skipulags- og umhverfismál auk þess sem skýr stefna er sett í tekjusköpun á upp- byggingartíma og rík áhersla er á samráð við hagsmunaaðila og nær- samfélag flugvallarins, segir í til- kynningu frá Isavia. Airport City við völlinn Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir uppbyggingu á fluggörðum eða flug- vallaborg (Airport City) norðan við núverandi flugstöð en slík svæði hafa sem kunnugt er verið byggð upp í kringum alla helstu alþjóðaflugvelli heims. Á þessu svæði reiknar hönn- unarstofan norska m.a. með bíla- stæðahúsum, ráðstefnuhótelum, skrifstofu- og þjónustubyggingum og annarri tengdri starfsemi í far- þega- og fraktflugi, auk þess sem út- flutningsfyrirtæki gætu komið sér upp aðstöðu á flugvallarsvæðinu. Nordic - Office of Arthitecture hef- ur haft með höndum mörg stór þró- unarverkefni, s.s. stækkun flugvall- anna í Ósló og Björgvin í Noregi og Zuzhny í Rússlandi. Verkefnastjóri tillögunnar er íslenskur arkitekt, Hallgrímur Þór Sigurðsson, og þekk- ir hann vel umhverfi Keflavík- urflugvallar. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í þrjú ár en vann þar áð- ur í 10 ár í Danmörku. Samstarfsaðili Nordic í verkefninu er ráðgjafarfyr- irtækið COWI A/S í Danmörku en alls hafa 10-15 manns unnið að tillög- unni. Nordic mun á næstu mánuðum vinna að frekari útfærslu á tillögum sínum í samráði við Isavia og er stefnt að því að fullmótaðri uppbygg- ingar- og þróunaráætlun verði skilað í september næstkomandi. Verður hún unnin í nánu samráði við hags- munaaðila flugvallarins og mun vera leiðarljós í framtíðarskipulagi svæð- isins, segir Isavia. Hægt að byggja upp í áföngum Hallgrímur Þór segir í samtali við Morgunblaðið að tillaga þeirra sé mjög sveigjanleg að því leyti að hægt sé að stækka flugstöðina í nokkrum mismunandi áföngum, allt eftir því hvernig farþegafjöldinn þróist. Í tillögunni er reiknað með tveim- ur bílastæðahúsum, bæði fyrir skammtíma- og langtímastæði. Að sögn Hallgríms var óskað sér- staklega eftir tillögum að fjölgun skammtímastæða. „Þetta er fyrst og fremst þróunar- áætlun fyrir flugvöllinn og felur ekki í sér nein bein byggingarverkefni á þessu stigi. Þegar áætlunin hefur verið fullmótuð í haust, og samþykkt af öllum, þá yrði það væntanlega næsta skref að ákveða í hvaða fram- kvæmdir verður farið. Okkar tillaga er nokkurs konar leiðsögn til að geta þróað flugvöllinn í rétta átt,“ segir Hallgrímur Þór. Nýir tekjumöguleikar Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, var formaður valnefndar. Í til- kynningu Isavia er eftirfarandi haft eftir henni: „Valnefnd var einróma í niður- stöðu sinni og var sömuleiðis sam- hljómur í álitsgjöf hagsmunaaðila um vinningstillögu. Tillaga Nordic er vel útfærð og uppfyllir kröfur í þeim þáttum sem settir voru fram í sam- keppnisgögnunum. Sett er fram heildstæð áætlun í umhverfismálum og gert ráð fyrir miklu og góðu sam- ráði við hagsmunaaðila á öllum stig- um skipulagsgerðarinnar. Þá er hugsað fyrir því að nýir tekjumögu- leikar opnist í hverjum fram- kvæmdaáfanga og að tækifæri til tekjuöflunar opnist um leið og af- kastageta er aukin.“ Með Elínu í valnefnd voru Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri Kefla- víkurflugvallar, Guðmundur Daði Rúnarsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, for- stjóri Skipulagsstofnunar, og Kjell- Arne Sakshaug, forstöðumaður skrifstofu þróunar og skipulags á Óslóarflugvelli. Sýning á tillögunum sex hefur ver- ið sett upp á skrifstofum Isavia á þriðju hæð í Leifsstöð og verður hún opin almenningi kl. 9-16 alla virka daga til 20. mars næstkomandi. Önnur fyrirtæki sem þátt tóku í samkeppninni voru INECO Inge- nierta Y Economia del Transporte SA á Spáni, Ramboll A/S í Dan- mörku, Naco Netherlands Airport Consultants í Hollandi, EC Harris LLP í Bretlandi og Mott MacDonald LTD í Bretlandi. Samsett mynd/Nordic-Office of Architecture Keflavíkurflugvöllur Svona gæti flugstöðin og næsta umhverfi litið út í framtíðinni. Eins og sjá má er m.a. gert ráð fyrir að völlurinn taki við mun fleiri flugvélum en í dag. Möguleg framtíð í Leifsstöð  Norsk hönnunarstofa bar sigur úr býtum í samkeppni um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára  Flugstöðin stækkuð til norðurs  Farþegafjöldi gæti verið kominn í 8 milljónir 2040 Samsett mynd/Nordic-Office of Architecture Airport City Vinningstillagan gerir ráð fyrir fjölda bygginga við flugstöð- ina, s.s. hótelum, bílastæðahúsum og ýmsum skrifstofubyggingum. Ljósmynd/Víkurfréttir Samkeppni Fulltrúar úr valnefnd og frá Nordic-hönnunarstofunni. Elín Árnadóttir er fyrir miðju og Hallgrímur Þór Sigurðsson annar frá hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.