Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 37

Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vinningstillaga í hönnunarsam- keppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar Keflavíkur- flugvallar til næstu 25 ára gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður- suður flugbrautar vestan við flug- völlinn í framtíðinni. Á næstu 25 ár- um er því spáð að farþegafjöldi um Leifsstöð muni tvöfaldast, eða fara úr nærri 4 milljónum á ári í 8 millj- ónir árið 2040. Tekur tillagan mið af þessum spám. Áætlunin ber vinnuheitið Master- plan en það var norska hönn- unarstofan Nordic - Office of Archi- tecture sem bar sigur úr býtum í samkeppninni, en alls bárust sex til- lögur frá Noregi, Danmörku, Hol- landi, Bretlandi og Spáni. Vinningstillagan þótti skara fram úr varðandi sjálfbærni og skipulags- og umhverfismál auk þess sem skýr stefna er sett í tekjusköpun á upp- byggingartíma og rík áhersla er á samráð við hagsmunaaðila og nær- samfélag flugvallarins, segir í til- kynningu frá Isavia. Airport City við völlinn Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir uppbyggingu á fluggörðum eða flug- vallaborg (Airport City) norðan við núverandi flugstöð en slík svæði hafa sem kunnugt er verið byggð upp í kringum alla helstu alþjóðaflugvelli heims. Á þessu svæði reiknar hönn- unarstofan norska m.a. með bíla- stæðahúsum, ráðstefnuhótelum, skrifstofu- og þjónustubyggingum og annarri tengdri starfsemi í far- þega- og fraktflugi, auk þess sem út- flutningsfyrirtæki gætu komið sér upp aðstöðu á flugvallarsvæðinu. Nordic - Office of Arthitecture hef- ur haft með höndum mörg stór þró- unarverkefni, s.s. stækkun flugvall- anna í Ósló og Björgvin í Noregi og Zuzhny í Rússlandi. Verkefnastjóri tillögunnar er íslenskur arkitekt, Hallgrímur Þór Sigurðsson, og þekk- ir hann vel umhverfi Keflavík- urflugvallar. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í þrjú ár en vann þar áð- ur í 10 ár í Danmörku. Samstarfsaðili Nordic í verkefninu er ráðgjafarfyr- irtækið COWI A/S í Danmörku en alls hafa 10-15 manns unnið að tillög- unni. Nordic mun á næstu mánuðum vinna að frekari útfærslu á tillögum sínum í samráði við Isavia og er stefnt að því að fullmótaðri uppbygg- ingar- og þróunaráætlun verði skilað í september næstkomandi. Verður hún unnin í nánu samráði við hags- munaaðila flugvallarins og mun vera leiðarljós í framtíðarskipulagi svæð- isins, segir Isavia. Hægt að byggja upp í áföngum Hallgrímur Þór segir í samtali við Morgunblaðið að tillaga þeirra sé mjög sveigjanleg að því leyti að hægt sé að stækka flugstöðina í nokkrum mismunandi áföngum, allt eftir því hvernig farþegafjöldinn þróist. Í tillögunni er reiknað með tveim- ur bílastæðahúsum, bæði fyrir skammtíma- og langtímastæði. Að sögn Hallgríms var óskað sér- staklega eftir tillögum að fjölgun skammtímastæða. „Þetta er fyrst og fremst þróunar- áætlun fyrir flugvöllinn og felur ekki í sér nein bein byggingarverkefni á þessu stigi. Þegar áætlunin hefur verið fullmótuð í haust, og samþykkt af öllum, þá yrði það væntanlega næsta skref að ákveða í hvaða fram- kvæmdir verður farið. Okkar tillaga er nokkurs konar leiðsögn til að geta þróað flugvöllinn í rétta átt,“ segir Hallgrímur Þór. Nýir tekjumöguleikar Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, var formaður valnefndar. Í til- kynningu Isavia er eftirfarandi haft eftir henni: „Valnefnd var einróma í niður- stöðu sinni og var sömuleiðis sam- hljómur í álitsgjöf hagsmunaaðila um vinningstillögu. Tillaga Nordic er vel útfærð og uppfyllir kröfur í þeim þáttum sem settir voru fram í sam- keppnisgögnunum. Sett er fram heildstæð áætlun í umhverfismálum og gert ráð fyrir miklu og góðu sam- ráði við hagsmunaaðila á öllum stig- um skipulagsgerðarinnar. Þá er hugsað fyrir því að nýir tekjumögu- leikar opnist í hverjum fram- kvæmdaáfanga og að tækifæri til tekjuöflunar opnist um leið og af- kastageta er aukin.“ Með Elínu í valnefnd voru Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri Kefla- víkurflugvallar, Guðmundur Daði Rúnarsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, for- stjóri Skipulagsstofnunar, og Kjell- Arne Sakshaug, forstöðumaður skrifstofu þróunar og skipulags á Óslóarflugvelli. Sýning á tillögunum sex hefur ver- ið sett upp á skrifstofum Isavia á þriðju hæð í Leifsstöð og verður hún opin almenningi kl. 9-16 alla virka daga til 20. mars næstkomandi. Önnur fyrirtæki sem þátt tóku í samkeppninni voru INECO Inge- nierta Y Economia del Transporte SA á Spáni, Ramboll A/S í Dan- mörku, Naco Netherlands Airport Consultants í Hollandi, EC Harris LLP í Bretlandi og Mott MacDonald LTD í Bretlandi. Samsett mynd/Nordic-Office of Architecture Keflavíkurflugvöllur Svona gæti flugstöðin og næsta umhverfi litið út í framtíðinni. Eins og sjá má er m.a. gert ráð fyrir að völlurinn taki við mun fleiri flugvélum en í dag. Möguleg framtíð í Leifsstöð  Norsk hönnunarstofa bar sigur úr býtum í samkeppni um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára  Flugstöðin stækkuð til norðurs  Farþegafjöldi gæti verið kominn í 8 milljónir 2040 Samsett mynd/Nordic-Office of Architecture Airport City Vinningstillagan gerir ráð fyrir fjölda bygginga við flugstöð- ina, s.s. hótelum, bílastæðahúsum og ýmsum skrifstofubyggingum. Ljósmynd/Víkurfréttir Samkeppni Fulltrúar úr valnefnd og frá Nordic-hönnunarstofunni. Elín Árnadóttir er fyrir miðju og Hallgrímur Þór Sigurðsson annar frá hægri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.