Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 39

Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 39
FRÉTTIR 39Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það eru vísbendingar um að farið sé að gæta gremju meðal íbúa mið- borgarinnar í garð erlendra ferða- manna sem þangað sækja. Að þeim finnist orðið aðeins of mikið af ferða- mönnum í kringum heimili þeirra,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir við- skiptafræðingur um niðurstöður rannsóknar sem hún vann á við- horfum íbúa í 101 Reykjavík til ferðamanna. Rannsóknin var viðtals- könnun sem var undirstaða rit- gerðar til BS- gráðu við við- skiptasvið Háskólans á Bifröst. Vildi hún meta hvort fjöldi ferðamanna væri kominn að þolmörkum. Jóhanna vék í ritgerð sinni að fyrri rannsóknum í ferðamálafræð- um. Vitnaði hún meðal annars til svonefnds Doxey-líkans um viðhorf heimamanna til ferðamanna en sam- kvæmt því verður viðhorfið nei- kvæðara með tímanum, eftir því sem ferðamönnum fjölgar og áhrifa af þeim fer meira að gæta í samfélag- inu. Skv. því er fyrst ánægja með fjölgun ferðamanna. Svo tekur við sinnuleysi þegar fjölgunin er orðin staðreynd. Því næst hefst gremju- stig en lokastigið er óvild. Ýkt dæmi sé borgin Feneyjar. Þar hafi íbúum fækkað úr 150 þúsund árið 1945 í 60 þúsund í dag. Verðlagið hækkaði gríðarlega „Ferðamennskan hefur algjörlega gleypt borgina og allir íbúarnir hafa flúið burt því verðlag hefur hækkað upp úr öllu valdi, íbúðakeðjur keypt allar húseignir, mörgum skólum hef- ur verið lokað og fleira,“ skrifar Jó- hanna og nefnir að nú komi árlega 20 milljónir manna til Feneyja. Þá vitnar Jóhanna til svonefnds Butlers-líkans sem útskýrt er á grafi hér að ofan. Við efnisöflunina ræddi hún við fjóra íbúa í 101 Reykjavík og fylgdi við það aðferð sem leiðbein- andi hennar mælti með. „Ég kannaði viðhorf fólks til ferðamanna. Svörin voru áþekk. Það kom fram sú skoðun að íbúunum þyki sem orðið sé of mikið af ferða- mönnum í hverfinu. Sumum fannst gisting vera komin í of mörg hús í kringum heimili þeirra. Það var mest kvartað undan rútunum, að þeim væri oft lagt þannig í götur að þær stoppuðu umferð. Fólkið sagði að það mætti ekki snúa sér við, þá væru ferðamenn á næsta götuhorni. Stundum væru ferðamenn jafnvel að horfa inn um gluggann í húsum fólksins. Það kvartaði líka undan því að það væri orðið dýrt að búa í mið- bænum. Það sagði að ýmis þjónusta, á borð við veitingar og mat, væri orðin dýrari. Að búið væri að sprengja upp verðið. Það var líka nefnt að því fylgdi hávaði þegar ferðatöskur væru dregnar um götur á öllum tímum sólarhrings. Þau höfðu áhyggjur af að miðborgin mundi hugsanlega missa sjarmann sinn ef þar yrðu eingöngu ferða- menn vegna þess að íbúar gæfust upp á að búa þar. Fólkið tók þó fram að yfirleitt væru ferðamennirnir af- skaplega indælt fólk og þægilegt,“ segir Jóhanna. Þótti óáhugavert en nú „svalt“ Í ritsmíð hennar er að finna ýms- an fróðleik. Hún vitnar meðal ann- ars til þeirra orða Stefans Gössling, fræðimanns á sviði ferðamála, sem lýsir því hvernig Ísland hafi breyst á nokkrum árum frá því að vera ,,kalt“, ,,drungalegt“ og ,,óáhuga- vert“ svæði í áfangastað sem er ,,svalur“, ,,á jaðrinum og ,,öðruvísi“. Þykir orðið nóg um ferðamenn  Rannsókn bendir til að fjöldi ferðamanna í póstnúmerinu 101 Reykjavík sé að nálgast þolmörk íbúa  Ferðamenn horfa inn um glugga hjá fólki og draga töskur um götur og ganga allan sólarhringinn Vöxtur og möguleg hnignun ferðamannastaða Heimild: Ritgerð til BS gráðu, Jóhanna Ásgeirsdóttir Butler-líkanið Sex þrep sem ferðamannastaðir ganga í gegnum á sínum líftíma. 1.Uppgötvun: Í fyrstu eru það aðeins fáir ævintýragjarnir ferðamenn sem heim- sækja ferðamannastaðinn. Þeir ferðast á eigin vegum og fylgja ekki ákveðnum ferðamynstrum 2. Þátttaka: Eftir því sem heimsóknum ferðamanna fjölgar, eykst þjónustuframboð fyrir þá. Heimamenn sjá sér hag í því að bjóða fram aukna aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn. 3. Þróun: Stöðug fjölgun ferðamanna á staðinn gerir hann að viðurkenndum ferðamannastað. Staðurinn færmeiri athygli og auglýsingu ámeðal almennings. Áframhaldandi uppbygging færist meira frá heimamönnum til utanaðkomandi aðila. 4. Styrking: Það dregur úr fjölgun ferðamanna til staðarins. Ferðaþjónustan skiptir verulegamiklumáli í afkomu ferðamannastaðarins. 5. Stöðnun: Toppnum í fjölda ferðamanna hefur verið náð ogmargir innviðir ferða- þjónustunnar eru fullnýttir eða ofnýttir meðmeðfylgjandi félagslegum og efnahags- legum vandamálum. 6.Hnignun/Endurvakning: Ferðamönnum fækkar vegna ofnýtingar á innviðum ferðaþjónustunnar og vinsældir staðarins verðaminni ogminni. Hins vegar er mögulegt að fá staðinn til að blómstra aftur með uppbyggingu á aðstöðu. Hnignun/endurvakning Fj öl di fe rð am an na 1.Uppgötvun 2. Þátttaka 3. Þróun 4. Styrking 5. Stöðnun 5. Endurvakning 6.Hnignun eða Morgunblaðið/Eggert Á ferð Íbúar í 101 Reykjavík kvarta undan því hvernig rútum er lagt. Jóhanna Ásgeirsdóttir Eftir því sem leið á gærdaginn fjölgaði loðnuskipum á miðunum suður og vestur af Reykjanesi. Fyrstu skipin sem köstuðu sunnan við nesið í gærmorgun eftir að lygndi fengu ágætan afla. Loðnan hélt sínu striki og meðan hún var að fara í gegnum Reykjanesröstina var ekkert hægt að eiga við hana. Litlar fréttir bárust af afla er leið á daginn og síðdegis var aftur farið að bræla, en veðrið hefur sett strik í reikninginn síðustu daga. Búið er að landa yfir 186 þúsund tonnum á vertíðinni, og eiga íslensk skip þá eftir að veiða um 204 þús- und tonn. Kraftur kemst væntanlega í frystingu loðnuhrogna á næstu dög- um og sums staðar er hún hafin. Á Akranesi byrjaði hrognafrysting á þriðjudag er fryst voru hrogn úr farmi Faxa RE. Það er þremur dögum síðar heldur en á síðasta ári er hrognaskurður og -frysting hófst á Akranesi 21. febrúar, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda. Um 100 manns starfa við hrogna- skurð og -frystingu hjá fyrirtækinu á Akranesi á meðan á vertíðinni stendur. Uppistaðan er starfsfólk úr fiskiðjuveri félagsins á staðnum en þeir heimamenn og nær- sveitamenn, sem tekið hafa þátt í hrognavertíðum undanfarinna ára, standa sömuleiðis vaktina. Karlinn á Rússland, kerlingin á Japan Á miðvikudag var loðna fryst úr farmi Bjarna Ólafssonar AK í fisk- iðjuverinu í Neskaupstað. Bæði var fryst á Rússland og Japan; karlinn á Rússland og hrognafull kerlingin á Japan. Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar að Japanir séu mjög ánægðir með loðnuna sem berst á land þessa dagana. Hún sé afar gott hráefni og mun betri held- ur en á vertíðinni í fyrra. aij@mbl.is Ljósmynd/Börkur Kjartansson Í ljósaskiptum Hoffell SU 80 vestan við Eyjar í byrjun vikunnar. Loðnan hefur gengið hratt vestur á bóginn og var við Reykjanes í gær. Vonskuveður hefur torveldað veiðar síðustu daga. Loðnan við Reykjanes, hrognafrysting er hafin  100 manns í hrognavinnslu á Akranesi  Ánægðir Japanir Í upphafi skyldi endinn skoða. Þann 22. apríl vinnur heppinn áskrifandi glæsilega Toyota Corolla bifreið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.