Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 41
FRÉTTIR 41Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Forsætisráðherra Svíþjóðar, jafn- aðarmaðurinn Stefan Löfven, er gamall verkalýðsforingi, stýrði sambandi málmiðnaðarmanna. Löfven hefur lengi haft mikinn hug á því að efla rödd Svía á al- þjóðavettvangi og ekki síst varð- andi baráttu fyrir félagslegu rétt- læti. Fram kemur í Aftonbladet að hann vilji koma á „nýjum, hnatt- rænum samningi“ milli launþega og vinnuveitenda til að tryggja betri kjör. Leiðarljósið gæti þá orðið sænska módelið svonefnda sem margir aðrir kalla reyndar norræna módelið. Þá er áhersla lögð á þéttriðið velferðarnet og blandað hag- kerfi. Ráðherra norræns samstarfs og framtíðarmála, Kristina Persson, vinnur náið með Löfven og hefur nú skipað þrjá sérfræðingahópa sem eiga að vinna saman að þessum málum í eitt ár og þvert á hin ýmsu ráðuneyti. Þá leggja þeir fram tillögur á borð ríkisstjórnarinnar. „Aðr- ar þjóðir vilja gjarnan hlusta á okkur,“ segir Persson. „Það veitir okk- ur eins konar „mjúkt vald“ sem við ættum að nýta meira.“ Starfið mun í miklum mæli taka mið af 17 liða umbótaáætlun Sam- einuðu þjóðanna sem taka á við af Þúsaldaráætluninni en henni lýkur á þessu ári. Markmið Svía verða einkum aukið jafnrétti og stefna á sviði heimsviðskipta sem stuðli að fjölgun starfa. Thomas Hammarberg, sem ásamt Lóu Brynjúlfsdóttur stýrir hópi sem einkum mun fást við jafnrétti kynjanna, réttindi barna og mann- úðarmál, segir Svía hafa margt fram að færa í þessum efnum. „Það gefur okkur meðbyr að þótt við séum lítil þjóð erum við með umtals- verða þróunaraðstoð og tökum við fleiri flóttamönnum en aðrar þjóð- ir,“ segir hann. Vill kynna sænska módelið MIKILL METNAÐUR STEFANS LÖFVENS Stefan Löfven Kristina Persson LAGERSALA Allt að 80% afsláttur VIÐTAL Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íslensk kona, Lóa Brynjúlfsdóttir, hefur í tvö ár veitt forstöðu al- þjóðadeild sænska Alþýðusambands- ins, LO. Tíu manns vinna í alþjóða- deildinni en alls eru félagar í LO um ein og hálf milljón. Lóa stýrir nú ein- um hópnum sem á að veita hug- myndum Stefans Löfvens forsætis- ráðherra um alþjóðlegt umbótastarf brautargengi en með henni er við stýrið 73 ára gamall diplómati, Thomas Hammarberg. Hópi þeirra, sem hefst handa í mars, er m.a. ætlað að leggja fram tillögur um umbætur í starfi Evrópusambandsins, Samein- uðu þjóðanna, Efnahags- og sam- vinnustofnunarinnar (OECD) og Al- þjóðabankans. Lóa, réttu nafni Ólöf Brynjúlfs- dóttir, hefur búið erlendis rúmlega hálft lífið og er nú í búsett í Stokk- hólmi með manni sínum, Svíanum Axel Tandberg, og þremur börnum. Hún fór á sínum tíma frá Íslandi til að stunda háskólanám og lauk próf- um í stjórnmálafræði, sagnfræði og listfræði við Uppsala-háskóla. Þrem önnum af náminu varði hún í skipti- prógrammi á Kúbu, í Namibíu og á Íslandi. En síðan lá leiðin til Brussel í starfsþjálfun á vegum Evrópusam- bandsins en Lóa er með MBA-gráðu frá United Business School í Belgíu. Síðar vann hún hjá Fríverslunar- samtökum Evrópu, EFTA. Svo fór að Lóa vann í Brussel í alls átta ár, lengst af hjá EFTA. „Löfven varpaði fram hugmynd- inni um þennan nýja, hnattræna samning fyrir nokkrum árum, hann er mjög alþjóðlega sinnaður og þetta er mikið hjartans mál hjá honum,“ segir Lóa. „Hann vill nota sem fyr- irmynd kerfið sem hefur verið við lýði í Svíþjóð frá 1938, frá fundinum í Saltsjöbaden, rétt hjá Stokkhólmi. Þá var lagður grunnur að Saltsjö- bads-andanum svokallaða. Verka- lýðsfélög og vinnuveitendur tóku höndum saman og sköpuðu sam- vinnuanda sem hefur verið und- irstaða sænsks samfélags og atvinnu- lífs allt frá því.“ Hún segir þetta sænska kerfi mun sveigjanlegra en þá tilhögun sem al- gengari er í Evrópuríkjum, þ.e. að sett séu lög á þingi um vinnumark- aðinn. Og sænska þingið grípi ör- sjaldan inn í vinnudeilur, það sé álitið algert örþrifaráð. „Hægt er að breyta reglunum í sérstökum samningum, hvort sem er samningum milli heildarsamtakanna eða starfsgreina. Báðir aðilar í Sví- þjóð, verkalýðsfélög og vinnuveit- endur, hafa séð að það er betra að nota kerfi af þessu tagi. Sveigjanleik- inn þýðir að þegar aðstæður breytast á vinnumarkaði, t.d. þegar lægð er í efnahagslífnu, er hægt að semja á ný. Löggjafarleið er miklu hægari og þá eru það líka aðrir sem taka ákvarð- anirnar en þeir sem koma beint að vinnumarkaðnum.“ Sænsk risafyrirtæki og réttindi verkafólks Svíar eiga allmörg alþjóðleg risa- fyrirtæki eins og H&M og IKEA. Þau sæta eins og fleiri alþjóðleg fyr- irtæki stundum harðri gagnrýni fyrir að misnota sér aðstæður í löndum þriðja heimsins þar sem réttindi verkafólks eru lítil og laun margfalt lægri en á Vesturlöndum. Beitir LO sé gagnvart þessum fyrirtækjum? Og ætla Svíar sér ekki um of, geta þeir haft áhrif úti í heimi eins og Löf- ven stefnir að? „Við ætlum alls ekki að fara að segja þeim hvernig þeir eigi að hafa hlutina,“ svarar Lóa og hlær. „En þótt þetta taki langan tíma er ekki hægt að gera ekki neitt, sitja með hendur í skauti. Hnattvæðingin er þannig að fyrirtækin starfa þvert á öll landamæri, líka sænsk fyrirtæki. Fyrirtækin flytja sig einfaldlega milli landa. Þessi breyting hefur gerst mjög hratt og það þarf að setja skýr- ari reglur á alþjóðavísu. Það þarf ein- hvers konar yfirstjórn eins og reynd- in er orðin í Evrópu. En þetta mun taka langan tíma. Fyrsta skrefið er að styrkja þær alþjóðastofnanir sem eru þegar til. Þær geta gert miklu meira ef þær bara fá meira afl. Ég get nefnt sem dæmi ILO, Alþjóðavinnumálastofn- unina, sem setur alþjóðlegar reglur um vinnumarkaði. Hjá ILO eru fulltrúar bæði frá verkalýðsfélögum og vinnuveitendum og þar eru gerðir alþjóðlegir sáttmálar, m.a. um verk- fallsrétt og bann við barnaþrælkun.“ Lóa segir erfitt að fást við IKEA sem segist lítil áhrif hafa á versl- anirnar sem séu oftast reknar um all- an heim undir vörumerkinu með sér- leyfisgreiðslum (e. franchise). Það sé samt léleg afsökun, auðvitað geti IKEA haft áhrif. „En við erum ekki bara í því að gagnrýna, við viljum hjálpa fyr- irtækjum að finna leiðir til að gera betur. H&M er annað risafyrirtæki og við höfum ásamt þróunardeild LO átt samstarf við það fyrirtæki um að bæta aðstæður verkafólks í Kambó- díu. Lágmarkslaunin þar eru svo lág að ekki er hægt að lifa af þeim. Við tök- um þátt í starfi ILO við að finna formúlu til að reikna úr lífvænleg laun, ekki bara eitthvert lágmark. En H&M á engar verksmiðjur, notast eingöngu við verktaka. Ráðamenn H&M reyna hins vegar með mark- vissum hætti að hafa áhrif á sína und- irverktaka til að bæta kjörin, auka rétt starfsmanna til að ganga í verka- lýðsfélög og hækka launin. Við bend- um H&M á verkfærin, ég nefni sem dæmi bindandi leiðbeiningar OECD varðandi fyrirtæki og mannréttindi.“ Geta auðveldlega tvöfaldað launin í Kambódíu Hún segir sjálfstæð verkalýðsfélög starfa í Kambódíu, öfugt við það sem gerist í Kína þar sem verkalýðsfélög eru einfaldlega framlenging á komm- únistaflokknum. Aðstæður félaganna í Kambódíu séu afar erfiðar en þeim hafi samt tekist með aðgerðum sín- um að fá lágmarkslaun hækkuð. Miklu skipti að auka kaupgetu landsmanna, þá verði til miðstétt sem auki stöðugleika og tryggi efnahags- legar framfarir. En fara erlendu stórfyrirtækin ekki bara á brott ef launin hækka mikið í Kambódíu? Lóa segist hafa verið í Kambódíu sl. haust. „Þá hitti ég fulltrúa frá H&M og þeir sögðust auðveldlega geta tvöfaldað launin og það myndi ekki hafa nein umtalsverð áhrif á hagnaðinn. En við hittum líka áhrifa- mann í landinu, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Hann sagði: Við getum ekki bara hækkað launin vegna þess að þá töpum við í samkeppninni [við önnur ríki]. En síðustu 10 árin hefur hagvöxtur í Kambódíu verið 7-12% sem er geysilega mikill vöxtur. Ef þetta á ekki að koma verkafólki til góða þá veit ég ekki hvert þessi vöxtur á að fara. Grunnur velferðar er að skipt- ingin sé jafnari. En þeir ríku í Kambódíu og víða annars staðar verða stöðugt ríkari, þeir fátæku eru alltaf jafn fátækir,“ segir Lóa Brynj- úlfsdóttir. Vel hægt að bæta kjör verkafólks  Lóa Brynjúlfsdóttir stýrir alþjóðadeild sænska Alþýðusambandsins í Stokkhólmi  Vinnur að því að bæta kjör verkafólks hjá risafyrirtækjum eins og H&M í Kambódíu og víðar Samstaða Lóa Brynjúlfsdóttir (lengst t.v.) ásamt formanni sænska LO, Karl-Petter Thorwaldsson, og verkalýðs- leiðtogum í Kambódíu. Sumir Kambódíumannanna gætu lent í fangelsi fyrir að hafa staðið á bak við verkföll. Gefa ráð Lóa Brynjúlfsdóttir. „Við ætlum alls ekki að fara að segja þeim hvernig þeir eigi að hafa hlutina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.