Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 43
FRÉTTIR 43Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 VIÐTAL Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Simmi eins og hann er kallaður á Akureyri er slíkur listamaður, að það nær ekki nokkurri átt. Hann gerir allt í listrænni sköpun, hann er fædd- ur arkitekt, hann er fagurkeri auk þess sem hann er sagður einn besti kokkur í heimi,“ skrifaði Stein- grímur St. Th. Sigurðsson í bréfi í Morgunblaðinu í byrjun apríl 1997. Hjónin Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Rafn Einarsson – Simmi – hafa stundað þjónustu- starfsemi í París, því sögufræga húsi, í rúmlega tvo áratugi. Með að- stoð góðs handverksfólks hafa þau gert upp París og Hamborg. Bæði húsin eru liðlega eitt hundrað ára gömul og standa við Hafnarstræti, sem á árum áður var þjóðvegurinn um bæinn. Inga og Sigmundur keyptu París árið 1997 og strax var hafist handa við að gera húsið upp. Þau opnuðu blómabúð í suðurend- anum og innréttingarnar vöktu óskipta athygli gesta og gangandi. Því næst var ráðist í frekari end- urgerð hússins og ári síðar var kaffi- húsið Bláa kannan opnað. Innrétt- ingarnar vöktu aðdáun gestanna, líkt og í blómabúðinni. Í kjallaranum var svo opnaður skemmtistaðurinn Græni hatturinn, sem í mörg ár hef- ur verið einn vinsælasti tónleika- staður landsins. Hreinlætisdeildin mikilvægust „Nafnið á kaffihúsinu á sér sögu, rétt eins og svo margt annað í lífinu. Í skóla fyrir sunnan dunduðum við félagarnir okkur við að teikna firma- merki og auglýsingar, meðal annars merki fyrir kaffihús sem hét því ágæta nafni Bláa kannan. Inga sagði svo þremur áratugum síðar að ekki kæmi til greina annað en að kaffi- húsið okkar héti því nafni,“ segir Sig- mundur þegar hann er spurður um tilurð nafnsins á kaffihúsinu. Þá þótti sérstakt að innangengt var á milli blómabúðarinnar og kaffihússins. „Versluninni í París var á sínum tíma skipt í tvær deildir, þannig að okkur fannst þetta fyrirkomulag til- valið. Fólk var hrifið af þessu fyrir- komulagi, enda fara blóm og kaffi af- skaplega vel saman. Á meðan eiginmaðurinn náði í kaffi og kökur, skaust konan kannski í blómabúðina, eða öfugt. Inga sá um blómabúðina og ýmislegt sem tengdist kaffihús- inu, en allar kökur og tertur voru bakaðar á staðnum. Sjálfur var ég svo í hreinlætisdeildinni, uppvask- inu. Líklega er uppvaskið mikilvæg- asta hlutverkið á kaffihúsum, allt þarf að vera hreint og fínt. Sömu sögu er að segja um kökurnar, fersk- leikinn er lykilatriði á svona stað. Sjálfsagt hef ég vaskað upp mörg hundruð þúsund bolla og tonnin af hveiti og rjóma eru ansi mörg sem borin hafa verið inn í París. Stundum er rekstri kaffihúss líkt við umönnun ungbarns, allt verður að vera hreint og ferskt, þannig að það er sann- leikskorn í þessari staðhæfingu.“ Reykingar voru ekki leyfðar á Bláu könnunni, sem er fyrsta reyk- lausa kaffihús landsins. Sigmundur segir að þau hjónin hafi einfaldlega ekki talið viðeigandi að leyfa reyk- ingar, sú ákvörðun hafi mætt skiln- ingi og þakklæti fólks. Hjónakornin seldu rekstur Bláu könnunnar, án þess að yfirgefa sögu- fræga húsið París. Götubarinn tók til starfa í suðurenda hússins þremur árum síðar. „Reyndar er ég menntaður mat- reiðslumaður, starfaði á Hótel KEA í ellefu ár og var bryti hjá Mennta- skólanum á Akureyri í nítján ár. Þjónninn heillaði mig vissulega, en örlögin sáu um að ég stóð yfir pott- um í þrjá áratugi. Ég hafði fylgst nokkuð náið með barnum á KEA, þar sem allar starfsstéttir komu saman á jafnréttisgrundvelli. Mig langaði að búa til slíkan alþýðubar, þar sem gott vín lyftir andanum í góðu og notalegu umhverfi. Götu- barinn er vel hannaður samkomu- staður, svo ég segi sjálfur frá. Drykkjusiðir hafa tekið miklum breytingum á síðustu árum, enda er vín hluti af menningunni. Hitt er svo annað mál að vín getur líka breyst í ómenningu. Bjórinn breytti miklu í þessum efnum og aukin ferðalög landans hafa haft áhrif til hins betra. Sem betur fer eru það fleiri sem njóta þess að drekka áfenga drykki í hófi og við leggjum áherslu á fjölbreytt úrval vína á Götubarn- um.“ Sigmundur segir á margan hátt þægilegra að reka bar en kaffihús. „Vinnutíminn er að vísu allt ann- ar, næturvinnan er til dæmis viss ókostur. Á móti kemur að við erum frjálsari á daginn og þá er bara að njóta þess. Við erum líka svo heppin að vera með gott starfsfólk, þannig að við þurfum ekki að vera öll kvöld á staðnum. Við höfum alla tíð unnið langan vinnudag og erum svo lán- söm að hafa rekið samkomustaði og fyrirtæki sem fólk kann að meta. Slíkt er ekki sjálfgefið. Þeir sem vanda sig standa sig, er stundum sagt og það eru orð að sönnu. Reyndar á slíkt við um svo margt í lífinu, en þetta hafa vissulega verið skemmtilegir og gefandi tímar.“ Safna orku í Hrísey Þótt Miðbærinn á Akureyri með stóru emmi hafi verið starfsvett- vangur Ingu og Sigmundar, dvelja þau gjarnan í Hrísey í frístundum. „Stundum er sagt að Hrísey sé perla Eyjafjarðar og þangað er gott að fara til að safna orku. Við erum að gera upp stórt og gamalt hús á besta stað í þorpinu, þannig að þessi árátta virðist elta okkur. Annars fer mestur tíminn í að dytta að ýmsu hérna í París, svona gamalt og virðulegt hús sleppir manni ekki auðveldlega laus- um. Og við kunnum ágætlega við þá staðreynd. Þessi gömlu hús eru vinir okkar.“ „Svona gamalt hús sleppir manni ekki svo auðveldlega lausum“  Setja svip sinn á miðbæjarlífið á Akureyri  Rekstur kaffihúss er eins og umönnun ungbarns Ljósmyndir/Þórhallur Jónsson Alþýðubar Sigmundur Rafn Einarsson segir að gott vín lyfti andanum í góðu og notalegu umhverfi. Götubarinn er alþýðubar, þar sem allir eru jafnir. Hús með sögu Húsin París og Hamborg við Hafnarstræti setja sterkan svip á miðbæinn og húsin eru gjarnan myndefni ferðamanna. Ferköntuð fermingarveisla! Afhentir fulleldaðir á flottum bökkum með ljúffengum sósum til hliðar. Sendu Simma og Jóa póst á simmiogjoi@fabrikkan.is og þeir græja Fabrikkusmáborgara í veisluna þína! www.fabrikkan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.