Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 47
FRÉTTIR 47Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 VIÐTAL Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég býst við að ég verði meira heima núna eftir að ég fékk styrkinn þar sem kjarni rannsóknarinnar fer fram á Íslandi á íslenskum ungmennum. En ég mun samt halda stöðunni við háskólann í New York, en margir sem koma einnig að rannsókninni eru þar,“ segir Inga Dóra Sigfús- dóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og við Columbia- háskólann í New York. Inga Dóra hlaut á dögunum 300 milljóna króna styrk frá Evrópusam- bandinu upp á tvær milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 300 millj- ónum íslenskra króna, til þess að sinna þverfaglegum rannsóknum á áhrifum streitu á líf ungmenna. Inga Dóra bætir fljótt við í spjall- inu að það henti fjölskyldunni vel að hún verði meira á Íslandi þar sem yngsta barnið sé að hefja skólagöngu sína í Ísaksskóla. Undanfarin fimm ár hefur hún gegnt stöðu prófessors við Columbia-háskólann og hefur dvalið stærstan hluta ársins í New York. Henni hefur verið boðið að vera þar næstu fimm árin til viðbótar sem hún ætlar að þiggja. „Þetta hef- ur verið yndislegur tími. Ég hef lært svo mikið af einstaklega færu fólki sem ég hef fengið að starfa með.“ Með henni í New York hafa búið tvær dætur hennar, sú eldri sem nálgast tvítugsaldurinn og er tvíburi og sú yngsta, en Inga Dóra er gift Símoni Sigvaldasyni héraðsdómara og hafa þau því haldið tvö heimili. Stunda tvíburarannsóknir „Við hjónin grínumst með það að við höfum stundað tvíburarann- sóknir. Þar sem önnur eldri stelpan sem er tvíburi hefur verið hjá mér en hin á Íslandi,“ segir hún. Hún segir að þó heimilislífið undanfarið hafi ekki talist hefðbundið þá felist ávallt tækifæri í nýjum aðstæðum. Fjöl- skyldan hefur nýtt sér það, „svo á ég svo góðan mann,“ skýtur hún inn í. „Við pössum okkur á því þegar tækifæri koma eins og þetta að missa ekki af þeim, svo stillum við lífið okk- ar eftir því hvernig það hentar á hverjum tíma,“ segir Inga Dóra glað- lega. Hvernig kemst umhverfið undir húðina? Rannsóknin sem Inga Dóra hlaut styrk fyrir er einstök í heiminum og þykir framsækin þar sem um viða- mikla þverfaglega langtímarannsókn er að ræða. Í rannsókninni eru sam- þætt lífvísindi, sálfræði og fé- lagsfræði. Skoðað er hvernig um- hverfið hefur áhrif á líðan, heilsu og hegðun barna og unglinga. Skoðað er allt í senn, áhrifin á andlega líðan, hegðun en einnig á líffræðilegu hlið- ina. „Í raun viljum við vita hvernig umhverfið kemst undir húðina og verkar á einstaklinginn.“ Inga Dóra bindur vonir við að rannsóknin muni gefa heildstæðari mynd af heilsu og líðan ungmenna en áður hefur verið dregin upp. Þegar sú vitneskja er fyrir hendi þá er hægt að bregðast við og ýta undir þá þætti sem stuðla að vellíðan ung- menna. Fyrstu niðurstaðna rannsókn- arinnar er að vænta eftir ár. Hugmynd að rannsóknarverkefn- inu kviknaði fyrir fimm árum. Á þeim tíma hefur hún unnið markvisst að því að fá styrk til að hrinda þess- ari viðamiklu rannsókn í fram- kvæmd. Hún hefur sótt um fjórum sinnum og viðurkennir að brekk- urnar hafi ekki allar verið undan fæti. Þá hafi samstarfshópur hennar stutt dyggilega við bakið á henni. Hópur, íslenskra, breskra og bandarískra vísindamanna tekur þátt í rannsókninn. Mörkin að mást út í vísindum „Við sem sinnum vísindastarfi sjáum að skilin á milli sviða eru að hverfa og þverfaglegt samstarf er mikið að aukast.“ Segja má að bakgrunnur Ingu Dóru sé nokkuð þverfaglegur en hún lauk BA-prófi í stjórnmálafræði, og meistara- og doktorsnámi í fé- lagsfræði. Inga Dóra hefur í sam- starfi við aðra fræðimenn stundað rannsóknir á líðan, hegðun og heilsu barna og unglinga síðustu 20 ár. Stór liður í þeim rannsóknum er könnun sem lögð er fyrir íslensk ungmenni á hverju ári til að fá vitneskju um heilsu þeirra, hegðun og líðan. Áhuginn á rannsóknum á ungu fólki kviknaði þegar hún kynntist prófessornum Þórólfi Þórlindssyni og rannsóknum hans. „Þar fann ég heim sem ég féll algjörlega fyrir og hef verið að alveg síðan,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á þekkingu og þekk- ingaröflun. „Við eigum að vera tilbúin að læra nýja hluti. Umfaðma breytingar og tækifæri. Það er það sem lífið gengur út á í mínum huga,“ segir hún að lok- um. Einstök rannsókn á heimsvísu  Hlaut 300 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu fyrir rannsókn á líðan og heilsu ungmenna  Fyrstu niðurstaðna að vænta eftir ár  Verður meira heima á Íslandi en í New York Morgunblaðið/Golli Hópurinn Hluti þeirra sem vinna að rannsókninni. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Ragnhildur Hauksdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jack James, Þóra Steingrímsdóttir, Erla María Jónsdóttir, Þórólfur Þórlinds- son, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir. Inga Dóra Sigfúsdóttir hlaut rannsóknarstyrkinn frá Evrópu- sambandinu á eigin nafni. Markmið styrksins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir fær- ustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Mikil samkeppni er um styrki og berast um 2-3 þúsund um- sóknir í hvert sinn sem auglýst er en aðeins 10% umsækjenda fá styrk. Í umsóknarferlinu er fyrst skorið niður í 20% og þeir um- sækjendur eru boðaðir í viðtal. En Inga Dóra hefur farið í fjögur slík viðtöl en að lokum hlaut hún styrkinn. Þrautseigjan hefur því borið hana langt. Inga Dóra er annar Íslending- urinn til að hljóta þennan styrk en árið 2008 hlaut Bernhard Örn Pálsson, prófessor í lífverkfræði, sambærilegan styrk. Að öllum líkindum er styrkur Ingu Dóru jafnframt næsthæsti styrkurinn sem íslenskum vís- indamanni er veittur fyrir eigin verðleika. Stofnanir hafa fengið hærri styrki en ekki einstaklingar. 10% umsækjenda fá styrk STYRKUR EVRÓPUSAMBANDSINS Rótarýklúbbur Kópavogs hefur val- ið Vilmund Guðnason, lækni og prófessor við HÍ, sem Eldhuga Kópavogs, en klúbburinn stendur árlega fyrir slíkri útnefningu. Helgi Sigurðsson, forseti Rkl. Kópavogs, afhenti verðlaunin á fundi í vik- unni. Í umsögn segir m.a. að Vilmund- ur hafi leitt vísindastarf Hjarta- verndar og sé m.a. aðalrannsakandi stórs samvinnuverkefnis milli Bandarísku heilbrigðisstofnunar- innar og Hjartaverndar. Hann hef- ur leitt öldrunarrannsókn Hjarta- verndar, sem er rannsókn á einstaklingum sem voru á lífi árið 2002 og höfðu tekið þátt í Reykja- víkurrannsókn Hjartaverndar sem hófst árið 1967. Þessi rannsókn er ein ýtarlegasta og umfangsmesta rannsókn í heiminum á öldrun þar sem upplýsingar yfir allt æviskeið einstaklinganna er tengt saman. Í húsnæði Hjartaverndar í Holtasmára 1 í Kópavogi hefur m.a. verið sett upp öflug mynd- greiningardeild í tengslum við öldr- unarrannsóknina til að rannsaka líffærakerfi einstaklingsins með til- liti til breytinga áður en sjúkdómar gera vart við sig á yfirborði. Viðurkenning Helgi Sigurðsson, forseti Rkl. Kópavogs, eldhuginn Vilmund- ur Guðnason og Sveinn Hjörtur Hjartarson, form. viðurkenninganefndar. Vilmundur valinn Eldhugi Kópavogs Vistfugl alinn við kjör aðstæður aukið rými ogútisvæði. Hrein afurð íslensk framleiðsla óerfðabreytt fóður. T A K T IK /4 3 3 1 /f e b 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.