Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 49
FRÉTTIR 49Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Úthaldsdagar skipa Hafrannsókna- stofnunar verða um 100 fleiri í ár heldur en var í fyrra. Framlög til stofnunarinnar voru hækkuð í fjár- lögum, en að auki voru veittar 150 milljónir króna til þátttöku í stórum alþjóðlegum hvalaleiðangri, sem farið er í á nokkurra ára fresti. Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að pen- ingar sem fengust vegna hvalarannsókna í sumar nýtist í fleiri verkefni því hægt verði að tengja þær m.a. makrílleiðangri. Skiptir gífurlega miklu máli Samkvæmt skipaáætlun Haf- rannsóknastofnunar er ráðgert að Árni Friðriksson verði á sjó í 193 daga og Bjarni Sæmundsson í alls 116 daga. Þetta er aukning frá síð- asta ári um rösklega 100 daga. Í ár verður fleiri dögum varið til rann- sókna á loðnu heldur en var á síð- asta ári. Þá mun stofnunin einnig sinna með eigin skipi rannsóknum á stofni úthafsrækju, en í fyrra var notað skip frá einu útgerðarfyrir- tækjanna og greiddu útgerðirnar kostnað við skipið. Stofnmæling að hausti verður boðin út eins og í fyrra, en þá voru tvö skip fengin til verkefnisins og var þeim greitt með aflamarki. „Þeir auknu fjármunir sem við höfum fengið skipta stofnunina gíf- urlega miklu máli,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. „Stofnunin fékk 50 milljónir til að endurnýja tækjabún- að, 150 milljónir vegna hvalarann- sókna og um 90 milljónir til þess að mæta kostnaði í tengslum við aukin verkefni. Sérstaklega vegna aukins umfangs í rannsóknum á uppsjáv- artegundum á síðustu árum, eink- um makríl. Af þessum fjármunum fara þó að- eins 90 milljónir inn í útgjald- aramma stofnunarinnar, en í hinum tilvikunum er um einskiptis framlag að ræða. Við munum því standa frammi fyrir miklum vanda á næsta ári ef ramminn verður ekki stækk- aður. Leggja þarf þá rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni og fella niður margs konar verkefni.“ Minni tekjur úr verkefnasjóði Jóhann segir að Hafrannsókna- stofnun hafi sætt niðurskurði eins og aðrar stofnanir ríkisins á síðustu árum. Frá hruni hafi ráðstöfunarfé stofnunarinnar minnkað um 700 milljónir á núvirði, en lengi vel hafi tekist að halda í horfinu með aukn- um tekjum úr Verkefnasjóði sjáv- arútvegsins. „Þegar kom fram á síðasta ár var reksturinn orðinn erfiður,“ segir Jó- hann. „Við glímdum við halla frá árinu 2013, sem ákveðið var að taka strax á af festu. Jafnframt höfðu tekjur okkar úr VS-sjóðnum farið lækkandi, afli úr rannsóknarleið- öngrum skilaði minni tekjum vegna minni afla og lægra verðs en áður og auk þess hafði olía hækkað mikið í verði. Allt þetta gerði okkur erfitt um vik og árlegur samdráttur, sem margar aðrar stofnanir höfðu búið við um nokkurra ára skeið, kom sem skellur á okkur á síðasta ári. Samstarf við Grænlendinga Við stóðum frammi fyrir því síð- asta haust að við myndum leggja Bjarna alveg því ekki voru forsend- ur að óbreyttu til að vera með bæði skipin í rekstri. Rekstur skipanna var dreginn saman og fækkað í áhöfnum, en satt að segja drógum við allt árið að stíga skrefið til fulls. Nú hefur ræst úr fyrir þetta ár og það er ánægjulegt að úthaldsdögum skipanna skuli fjölga um yfir 100 á þessu ári,“ segir Jóhann. Á þessu ári mun Hafrannsókna- stofnun sjá um rannsóknir á makríl í grænlenskri lögsögu í 12 daga. Verður það gert með svipuðum hætti og í fyrra, en síðustu ár hefur makríll leitað í auknum mæli inn í grænlenska lögsögu. Jóhann segir að samstarf ís- lenskra og grænlenskra fiskifræð- inga sé með ýmsum hætti og mik- ilvægt sé að þétta samstarf þessara nágrannaríkja þar sem margir fisk- stofnar séu sameiginlegir. Á síðasta ári var gert samkomulag um þessa samvinnu. Þátttaka Norðmanna og Grænlendinga? Jóhann segir að það sé umhugs- unarefni hvort ekki sé eðlilegt að Grænlendingar og Norðmenn taki þátt í rannsóknum á loðnunni. Þessi ríki séu skilgreind sem strandríki hvað varðar loðnuna og báðar þjóðir hafi aflahlutdeild í veiðum úr stofn- inum, með öðrum orðum séu þær notendur þessarar auðlindar. Úthaldsdögum fjölgar um 100  Aukin framlög til Hafrannsóknastofnunar  Hægt að tengja hvalaleiðangur við rannsóknir á makríl  Fleiri dagar verða til rannsókna á loðnu  Vandi á næsta ári verði útgjaldaramminn ekki stækkaður Morgunblaðið/Þórður Við bryggju Skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, í Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Kristinn Mörg verkefni Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun hefur í nokkur ár ekki ráðið nýja starfsmenn fyrir þá sem hafa látið af störfum, eins og margar aðrar stofnanir hafa þurft að gera. Breyting verð- ur á þessu á næstunni. „Hjá Hafrannsóknastofnun hefur stöðugildum fækkað um yfir 30 síðasta áratuginn, en nú er svo komið að ekki er hægt að ganga lengra í þessum efnum og byggja þarf upp að nýju,“ segir Jóhann Sigurjónsson. „Auk þess er ljóst að á næstu 10 árum ljúka um 40% af sérfræðingum stofnunarinnar sinni starfsævi. Þess vegna höfum við ákveðið að auglýsa á næstu dögum eftir ungum sérfræð- ingum og ég reikna með að 5-7 manns verði ráðnir á næstu tólf mánuðum. Þáttur í þessu er að tryggja að þekkingin færist milli kynslóða svo ekki hljótist skaði af. Mikilvægt er að þegar eldri starfsmenn hætta, starfi þeir um tíma með þeim sem við taka.“ Þekkingin færist á milli kynslóða HAFRANNSÓKNASTOFNUN HYGGST RÁÐA SÉRFRÆÐINGA Á NÆSTUNNI Ó lö f B jö rg STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ó Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s Togarinn Bjartur NK tekur nú þátt í togararalli í 25. skipti, en enginn togari hefur jafn oft tekið þátt í ralli, en Ljósafell SU kemur næst og er að hefja sitt 22. rall. Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að auk togaranna munu hafrann- sóknaskipin, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, annast rallið að þessu sinni. Togararall eða stofnmæling botnfiska á Íslands- miðum hefur farið fram á hverju ári frá 1985 og er það mikilvægur þáttur í árlegu mati á stofnstærð botnfiska við landið. Löngum hafa svonefndir Jap- anstogarar verið leigðir til þátttöku í rallinu en Bjart- ur og Ljósafell eru einmitt af þeirri gerð, segir á heimasíðu SVN. Bjartur NK í togararall í 25. skipti STOFNMÆLING BOTNFISKA Á ÍSLANDSMIÐUM AÐ HEFJAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.