Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 51

Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 51
FRÉTTIR 51Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæða- flokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Full búð af flottum flísum VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég sakna þess mest frá togaraár- unum að vera með gömlu félögun- um í borðsalnum og heyra þá segja frá. Þetta voru miklir sögumenn og sögðu mest gamansögur af sér og skipsfélögum sínum. Svona sögumenn hittir maður ekki leng- ur, þetta fór að breytast upp úr 1960,“ segir Lúkas Kárason sjó- maður þegar blaðamaður hlustaði á hann og nokkra gamla skips- félaga af togaranum Aski RE 33 í eins konar bryggjuspjalli í Sjó- minjasafninu Vík. Félagarnir voru saman á Aski á árunum 1958 til 1960 og hafa kom- ið nokkrum sinnum saman til að ræða um gamla, góða daga. Alls voru um 30 menn í áhöfn, margir ungir og frískir strákar í bland með eldri og reyndari mönnum. Meirihluti félaganna er látinn en níu þeirra halda enn sambandi þótt 56 ár séu liðin frá því þeir voru saman á Aski. Nokkrir þeirra fóru með Guðna skipstjóra þegar hann tók við togaranum Frey sumarið 1960. Margt hefur drifið á daga þeirra síðan og vegir þeirra legið um mismunandi slóðir. Eitt sinn var Askur á heimleið með fullfermi og fréttist þá af mokveiði hjá togurunum. Þá gall í Valla graða: „Þetta er meira and- skotans óstuðið á okkur og við ekki á veiðum.“ „Bindið hann“ Markús Alexandersson segir sögu af Tomma stút. Lestir voru orðnar fullar og karlinn ákvað að taka eitt hal til viðbótar. Tommi fór þá að stilla upp á dekkinu til að taka við væntanlegum afla. Guðni skipstjóri var hjátrúarfullur eins og margir til sjós og fannst það ekki viðeigandi enda vissi enginn hvað kæmi í trollið. Tommi var kappsfullur og hélt áfram. Kallinn öskraði út um brúargluggann: „Bindið hann Tomma.“ Trollið reyndist barmafullt af fiski, yfir 20 tonn, og þá var ekki annað til ráða en að bíða á meðan stillt var upp. Það tók sinn tíma og látið reka með trollið á síðunni. Tómas var ekki vanur að láta stoppa sig af og því sendi hann skipstjóranum og fleirum ögrandi bros á meðan stillt var upp, eins og hann hafði viljað gera strax. Guðmundur Ásgeirsson segir að netamennirnir hafi verið lykillinn að góðum árangri á karfaveiðum við Austur-Grænland á þessum tíma. Þar var oft mikið rifrildi. Stjórnborðs- og bakborðstrollin brúarglugganum var skellt aftur. Í annað sinn kom níðþungur bobbingur úr pokanum. Tommi stútur reyndi að koma honum út- byrðis en hreyfði varla enda var stálið fullt af sjó. Lúkas segist hafa séð hvar lak úr og eftir matinn sagði hann við Tómas: „Hvað, ætl- ið þið ekkert að gera í þessu?“, rykkti bobbingnum og náði að koma honum út fyrir lunninguna enda vatnið að mestu farið. „Ég vissi alltaf hvað Lúkas er sterkur,“ sagði Tommi, heldur stúrinn yfir því að hafa orðið að gefast upp. „Ertu að bíða eftir endurkomu Krists?“ „Voruð þið ekki með þegar Keli var nýbyrjaður 16 ára gamall?“ segir Guðmundur og víst mundu félagar hans eftir því. Frændi skipstjórans var í sínum fyrsta túr. Í mikilli brælu, kolniðamyrkri og veltingi og auk þess hálf sjóveikur stóð hann á dekkinu framan við brúna og átti fullt í fangi með sjálfan sig og hélt sér því fast. Brúarglugginn opnaðist og Guðni kallaði: „Hrafnkell, hjálpaðu mönnunum, maður.“ Keli færði sig tvo metra fram en hélt sér áfram með báðum höndum. Aftur opn- aðist glugginn og nú gargaði skip- stjórinn á frænda sinn: „Hjálpaðu mönnunum, Hrafnkell, ertu að bíða eftir endurkomu Krists, eða hvað?“ Saknar enn sögumannanna  Gamlir félagar af togaranum Aski RE 33 hittast til að skiptast á sögum  Tommi stútur, Valli graði og „karlinn“ í brúarglugganum koma mikið við sögu í samræðum þeirra á Víkinni Morgunblaðið/Golli Skipstjórinn Ljósmynd af Guðna Sigurðssyni er í öndvegi þegar félagarnir hittast í kaffi. Ekki er þó víst að Lúkas Kárason, Guðmundur Ásgeirsson og Eggert Gíslason séu að hlæja á kostnað hans. hafi farið út til skiptis og ekkert verið að tjasla í heldur trollið tekið strax í viðgerð. Netamennir fóru ekki í fisk heilu túrana. Segir Guð- mundur að ýmsar aðrar útgerðir hafi átt erfitt með að manna skipin og verið án netamanna. Því hafi þeir oft þurft að láta reka vegna trollviðgerða. Eitt sinn þegar trollið var tekið með blönduðum afla kom stærsta gerð af skötu í síðasta pokanum. Ruslfiski var oftast hent í upphafi túra. Um sama leyti og skatan kom úr pokanum kom Guðni skip- stjóri upp í brú og öskraði: „Nú hirðum við allan fisk“. Tommi stút- ur heyrði mjög illa og spurði hvað karlinn hefði verið að gelta. Guð- mundur gat ekki setið á sér og sagði að skipstjórinn hefði verið spyrja hvað hann gæti hent stóru skötunni langt. Tommi stútur setti þá í herðarnar, réðst á hal- ann og sveiflaði skötunni 30 til 40 metra út á sjó. „Tómas, ó, ó!,“ heyrðist þá úr brúnni um leið og Morgunblaðið/Golli Manst þú eftir þessari? Markús Alexandersson, Valur Gunnarsson, Jón Hjaltason, Lúkas Kárason og Guðmundur Ásgeirsson skemmta sér í kaffispjalli. Askur var nýsköpunartogari, smíð- aður í Skotlandi og kom til landsins 1947. Upphaflega var hann í eigu samnefnds hlutafélags sem var tengt Kveldúlfi og síðar gerður út af Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni Kletti. Þegar þeir félagarnir voru um borð fiskaði hann mest karfa fyrir frystihúsin í Reykjavík. Mikið var sótt á miðin við Austur- Grænland og Nýfundnaland. Guðni Sigurðsson skipstjóri var mikill aflamaður. Þeir fiskuðu oft vel, fylltu lestarnar við Grænland eða Nýfundnaland og bættu oft tugum tonna á dekkið. Var Askur aflahæsti togarinn þessi árin. Skipið varð ekki gamalt því það var selt til Belgíu til niðurrifs og tekið af skrá 1969. Aflahæsti togari landsins um 1960 NÝSKÖPUNARTOGARINN ASKUR RE 33 KOM TIL LANDSINS 1947 Ljósmynd/Íslensk skip Togari Askur RE 33 var mikið aflaskip undir stjórn Guðna Sigurðssonar skipstjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.