Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 27.02.2015, Qupperneq 53
FRÉTTIR 53Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Einar Öder Magnússon, einn þekkt- asti hestamaður landsins, var bor- inn til grafar í gær frá Hallgríms- kirkju. Á myndinni má sjá Þórarin Ragnarsson halda í gæðinginn Glóðafeyki frá Halakoti. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson jarð- söng. Líkmenn voru: Atli Guð- mundsson, Davíð Ingason, Finnur Ingólfsson, Owe Lorensen, Ingimar Möland, Guðmundur Einarsson, Höskuldur Aðalsteinsson, Bergur Jónsson, Gunnar Arnarson, Hregg- viður Eyvindsson, Helgi Eggerts- son, Rúnar Steingrímsson, Björn Eiríksson, Halldór Vilhjálmsson, Jón G. Gíslason og Gústi Guð- jónsson. Útför Einars Öder Magnússonar Morgunblaðið/Eggert Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Biskup Íslands hefur auglýst bæði prestsembættin í Keflavík- urprestakalli, embætti sóknarprests og prests, laus til umsóknar. Stuðn- ingsmenn þriðja prestsins við kirkj- una, sr. Erlu Guðmundsdóttur, hafa hafið söfnun undirskrifta undir ósk um almennar prestskosningar um embætti sóknarprests. Sóknarpresturinn í Keflavík, séra Skúli Sigurður Ólafsson, var valinn prestur við Neskirkju fyrir skömmu og hefur verið settur inn í embætti. Hann var valinn sóknarprestur í Keflavík á árinu 2006 og þá sóttist prestur sóknarinnar, séra Sigfús B. Ingvason, eftir embættinu. Hann hefur beðist lausnar frá embætti og hættir í haust. Prestsembættið er því einnig auglýst laust, frá og með 1. ágúst næstkomandi. Embætti sókn- arprests er auglýst laust frá og með 1. apríl. Þarf 1.600-1.700 undirskriftir Þriðji presturinn við kirkjuna er ráðinn af sókninni sjálfri. Það er séra Erla Guðmundsdóttir og hefur hún starfað í tæpan áratug. Hún var ráð- in til að sinna barnastarfi en hefur einnig leyst hina prestana af í al- mennum prestsstörfum. Umsóknarfrestur um embættin er fjórar vikur og rennur út 27. mars næstkomandi. Valnefnd sem skipuð er níu kjörnum sóknarbörnum og prófasti sem jafnframt er formaður nefndarinnar velur prest. Hið form- lega skipunarvald er í höndum bisk- ups Íslands. Sóknarbörnin hafa heimild til að óska eftir almennum prestskosn- ingum. Sá ferill er þegar kominn í gang í Keflavíkurprestakalli því fimm Keflvíkingar skora á sókn- arbörn að óska eftir almennum prestskosningum um embætti sókn- arprests. Það gera þeir í aðsendri Óska eftir almennum kosningum  Tveir prestar hætta í Keflavík og embættin auglýst  Stuðningsmenn sr. Erlu Guðmundsdóttur safna undirskriftum undir ósk um að kosið verði um embætti sóknarprests við Keflavíkurkirkju Morgunblaðið/Svanhildur Eiríkíksdóttir Líf í kirkjunni Sigfús B. Ingvason, Arnór Vilbergsson organisti, Skúli S. Ólafsson og Erla Guðmundsdóttir. grein á vef Víkurfrétta. Verður að hafa hraðann á því að minnsta kosti þriðjungur sóknarfólks þarf að skrifa undir ósk um prests- kosningar og skila henni inn áður en hálfur mánuður er liðinn frá því emb- ættið var auglýst. Það munu vera 1.600-1.700 manns í þessu tilviki. Fimmmenningarnir lýsa því yfir að þeir geri þetta til að tryggja að sr. Erla verði skipuð. Axel Jónsson segir í samtali við Morgunblaðið að þótt Erla hafi verið prestur í níu ár og staðið sig gríðarlega vel sé ekki víst að hún verði skipuð, ef reyndari prestur sæki einnig um. Þannig séu reglur kirkjunnar. „Við ætlum að reyna að ná 2.000 undirskriftum,“ segir Anna Sigríður Jóhannesdóttir sem einnig er í stuðn- ingsmannahópi Erlu. Hún segir ekki stefnt að því að ganga í hús með undirskriftalista. „Þetta er ekki stórt samfélag, við þekkjum flesta, og ein- falt að nálgast sóknarbörn,“ segir Anna Sigríður. Hún tekur fram að söfnunin fari vel af stað. „Erla býr í samfélaginu og er prestur sem við viljum hafa hér áfram og hjá Kefla- víkurkirkju,“ segir hún. Náist tilskilinn fjöldi undirskrifta undir ósk um almenningar prests- kosningar tekur valnefnd ekki til starfa heldur kjörstjórn. Nið- urstöður kosninga eru bindandi fyrir biskup. Tillögur starfshóps um gjaldtöku í innanlandsflugi ganga aðallega út á að færa kostnað frá flugfarþegum eða flugrekendum til ríkisins. Hóp- urinn leggur m.a. til að fella niður gjöld og virðisaukaskatt, bjóða flug- leiðir út með ákvæði um hámarks- gjald og veita flugfarþegum beinan skattalegan stuðning. Innanríkisráðherra skipaði starfs- hópinn til að kanna gjaldaumhverfi áætlunarflugs innanlands og mögu- legar leiðir til að lækka farmiðaverð. Hann tók til starfa í ágúst sl. og hef- ur skilað niðurstöðum, sem birtar eru á vef innanríkisráðuneytisins. Hópurinn leggur til að skoðað verði að fella niður farþega- og lend- ingargjöld. Það muni kosta ríkissjóð um 400 milljónir króna á ári en myndi að meðaltali skila 1.200 króna lækkun á hvern floginn legg. Endur- greiðsla virðisaukaskatts vegna að- fanga gæti einnig mögulega lækkað verðið um nálægt 500 krónum miðað við meðalfarþegafjölda síðustu ár, þar með talin börn. „Það er engin heildarlausn á háum fargjöldum í innanlandsflugi og fækkun farþega að fella niður gjöld sem ríkið leggur á þau þar sem þau eru lítill hluti af kostnaðinum,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í sérstakri um- ræðu um málið á Alþingi í gær. Hóp- urinn leggur til að skoðað verði að bjóða allar flugleiðir út og skilgreina í því leyfilegt hámarksverð en tryggja þess í stað lágmarksnýtingu. Á meðal leiða sem hópurinn nefnir um fjármögnun tillagnanna er að arðgreiðslur af rekstri Isavia á Keflavíkurflugvelli verði nýttar til að styrkja að fullu rekstrargjöld af flug- völlum innanlandskerfisins og að skattur á fríhafnarverslanir verði nýttur sem tekjustofn til að mæta endurgreiðslum þjónustugjalda í áætlunarflugi eða til farmiðakaupa. Færa kostnað til ríkisins  Starfshópur um gjaldtöku í innanlandsflugi skilar tillögum  Engin heildarlausn að afnema gjöld segir ráðherra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.